Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 13 Verður hægt að bólusetja gegn æðasjúkdómum í framtíðinni? Spjallað við bandaríska hjartasér- fraeðinginn dr. Abel Robertson jr. UNDANFARNA daga hefur dvalist hér á landi bandarískur hjartasérfræðingur, dr. Abel L. Robertson jr. frá meinafræðideild Case Western Reserve læknahá- skólans I Cleveland, Ohio. Hélt hann m.a. fjölsóttan fyrirlestur sl. mánudag í Landspítalanum, þar sem hann fjallaði um hugmyndir um myndun æðakölkunar og skýrði frá nýjum aðferðum í rannsókn þess sjúkdóms. Einnig kynnti hann sér starfsemi Hjarta- verndar og hitti íslenzka hjarta- sérfræðinga að máli. Dr. Robertson hefur lengi unnið að rannsóknum á æðasjúk- dómum, einkum á erfðafræðilegri hlið þeirra og spjallaði hann stutt- lega við blaðamann Mbl. um það starf. Dr. Robertson sagði að rannsóknirnar beindust nú streitu gætu flýtt fyrir æða- skemmdum. Nú væri verið að kanna yngri aldursflokkana með það fyrir augum að finna hvenær þyrfti að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir. Robertson var að því spurður hve langt þessar rannsóknir væru komnar og hvort von væri til þess að i framtíðinni yrðu menn hrein- lega bólusettir gegn æða- skemmdum eins og t.d. berkium og lömunarveiki. Hann svaraði því tíl að ekki mætti gefa fólki of miklar vonir i því efni, en það væri vissulega það markmið, sem sérfræðingar stefndu að. Hann benti á að hér á landi væru ákjósanlegar aðstæður til rannsókna, sem gætu gefið mikilvægar niðurstöður. Þótt vitað væri um mörg utanað- komandi áhrif, sem stuðluðu að æðaskemmdum væri enn margt, sem mönnum væri hulin ráðgáta, einkum i sambandi við arfgengi sjúkdómsins. Þannig hafa komið i ljós við ræktun efnaskipta- truflanir í æðafrumum, sem sýnast heilbrigðar við venjulegar rannsóknir. Robertson, sem er frumkvöðull að þvi að rækta æða- frumur utan líkamans sagði að það væri von sín að í framtiðinni yrði hægt að finna upp próf, til að ganga úr skugga um ástand æðanna á sama hátt og blóð- sykursmælingar eru notaðar til að greina sykursýki. Að lokum sagði dr. Robertson að hin geigvænlega háa tala dauðsfalla . af völdum hjartasjúkdóma í heiminum þrýsti mjög á lækna að stórauka og hraða rannsóknum á þessum mikla skaðvaldi. einkum að þvi að reyna að komast að þvi hve fljótt yrði vart við skemmdir á æðum I mannslíkam- anum og slðan að kanna til þraut- ar hvort unnt væri að búa til meðal, sem hægt væri að gefa I þeim tilgangi að stöðva skemmd- irnar eða draga úr þeim eins og hægt væri. Mikilvægur þáttur I þessum rannsóknum væri að reyna að ganga úr skugga um hvort æðaskemmdir væru arf- gengur sjúkdómur. Þessar rann- sóknir eru framkvæmdar á börnum foreldra með æðasjúk- dóma og eru börnin tekin til rann- sóknar til að reyna að komast að þvl hvort um aukna tíðni sé að ræða og hve snemma verður vart við fyrstu skemmdir. T.d. hefur orðið vart við æðaskemmdir I hvítvoðungum. Á fyrstu árum valda þessar skemmdir þó yfir- leitt ekki einkennum. Dr. Robert- son sagði að læknar beindu nú æ meira athygli sinni að rann- sóknum á yngri aldursflokkunum sérstaklega með tilliti til fyrir- byggjandi aðgerða. Niðurstöður sérfræðinga benda til að fyrstu skemmdirnar geti gert vart við sig mjög snemma I lífi einstakl- ingsins þó svo að þær valdi yfir- leitt ekki sjúkdómseinkennum fyrr en komið er fram yfir miðjan aldur. Æðaskemmdir virka á margan hátt eins og snjóbolti, því að þegar þær eru einu sinni komnar af stað halda þær áfram að ágerast unz þær geta valdið alvarlegum sjúkdómi eða dauða hjá einstaklingnum. Það sem læknar stefna að er að geta tafið svo fyrir þessum skemmdum að nægi til að lengja llfsvonina til muna. Hann sagði, að það væri viður- kennd staðreynd, að sígarettu- reykingar, hár blóðþrýstingur og mikil neyzla dýrafitu flýttu fyrir æðaskemmdum. Læknar gerðu sér hins vegar grein fyrir því að vonlaust væri I nútfmaþjóðfélagi að fá allan þorra fólks til að breyta svo lífsháttum sínum að þessi áhættuatriði hyrfu og því stefndu þeir að því að finna leiðir, sem gætu á einhvern hátt vegið á móti þeim. Dr. Robertson sagði að sér fyndist mikið til koma um starf- semi Hjartaverndar á Islandi. Aðstæður til hóprannsókna hér á landi væru áreiðanlega einstakar vegna þess hve hreinræktuð þjóð- in væri og hefði lítið orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum. Mjög auðvelt væri þvi að fylgjast með hverjum einstaklingi, sem kæmi til skoðunar í stöðvar Hjarta- verndar nánast það sem eftir væri ævinnar, en slíkt væri yfirleitt ómögulegt með öðrum þjóðum. Hann sagði að annað mikilvægt rannsóknarsvið væri áhrif streitu á æðaskemmdir. Sagðist hann hafa gert rannsóknir I samvinnu við ástralska sérfræðinga sem hefðu leitt I ljós, að efni, sem losna úr kirtlum líkamans I sam- bandi við andlega eða líkamlega Komdu og kíktu á VOLVO 76 BÍLASÝNING VOLVO 76 27-28. sept OPIÐ LAUGARDAG KL.14-19 OG SUNNUDAG KL.10-19 argus Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200 Dr. Robertson heimsðtti m.a. Hjartavernd og sést hér ásamt Jóhanni Hreiðari Jóhannssyni lækní og Nikulási Sigfússyni yfirlækni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.