Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 31 Aðalsteinn þjálfar Þór Akureyrarfélögin í 2. deildinni f handknattleik, KA og Þór hafa bæði hafið æfingar fyrir átök vetrarins. Til skamms tfma var handknattleikur ekki mjög hátt skrifaður á Akureyri, en nó er svo komið að KA og Þór eru farin að skipa sér f flokk sterkari hand- knattleiksliða á landinu. Þess er skemmst að minnast að Þór lék eitt leiktfmabil f 1. deildinni, og f fyrra háði KA harða baráttu við Þrótt um sigur f 2. deildinni, en laut f lægra haldi. KA-menn hófu æfingar fyrir fengi 20 unglingar [u brons- merki KKÍ VIKUNA 21—28. ágúst s.l. var starfræktur i fyrsta skipti körfu- knattleiksskóli á Laugarvatni'á vegum K.K.i. Námskeiðið var haldið fyrir unglinga á aldrinum 13—15 ára og um leið var það einnig námskeið fyrir starfandi unglingaþjá Ifara. Námskeið þetta sóttu um 20 unglingar víðsvegar að af land- inu, en forstöðumenn námskeiðs- ins voru þeir Guttormur Ólafsson og Guðmundur Þorsteinsson. f lok námskeiðsins áttu þátt- takendur þess kost að spreyta sig á knattþrautum K.K.Í. og luku allir þátttakendurnir 1. stigi þ.e. bronsmerkinu, og afhenti form. K.K.Í. Einar Bollason þeim tækni- merkin sem þeir höfðu til unnið f lok námskeiðsins. Námskeið þetta þótti takast mjög vel, og er ekki að efa að það á eftir að verða árviss viðburður f starfi K.K.Í. á komandi árum. Dómaranámskeið DÓMARANEFND Kröfuknatt- leikssambands íslands mun gang- ast fyrir dómaranámskeiði dag- jna 4. og 5. okt. n.k. og fer námskeiðið fram f KR-heimilinu kl. 14 báða dagana. Aðalleiðbeinandi og prófdómari verður Kristbjörn Albertsson al- þjóðadómari — námskeiðsgjald er kr. 550 fyrir þátttakanda. Sunnudaginn 5. okt. kl. 10 fyrir hádegi verður upprifjunar- og samræmingarnámskeið fyrir starfandi dómara og þá dómara sem hafa áhuga á að koma aftur til starfa. Þetta námskeið verður einnig f félagsheimili K.R. um það bil hálfum öðrum mánuði, og hefir Hörður Hilmarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verið ráðinn þjálfari, en hann hefir um nokkurra ára skeið leik- ið með KA í handknattleiknum. Allir sömu leikmenn verða með KA og undanfarin ár, nema hvað annar markvarðanna, Viðar Krist- mundsson, verður að taka sér hvíld frá handknattleiknum sakir meiðsla. Um tíma stóð til að Hall- dór Rafnsson, sem þjálfaði KA í fyrra, dveldist á Dalvík í vetur, en nú er ljóst að af því verður ekki, heldur mun hann leika með KA. Einn nýr leikmaður mun verða með KA í vetur. Er það Sigurður Sigurðsson, sem áður lék með Völsungum í 2. deildinni, og vakti þá athygli fyrir góð og föst skot. Það sama er uppi á teningnum hjá Þórsurum. Þar hefir annar knattspyrnumaður, Aðalsteinn Sigurgerisson tekið að sér þjálf- un, en hann hefir um margra ára skeiði leikið með IBA og Þór í knattspyrnu og handknattleik. Allir sömu leikmenn verða með og í fyrra, en auk þeirra mun Sig- Framlengja vínbannið STJÓRN UEFA ~ Evrópusam- bands knattspyrnumanna — ákvað á fundi sínum í Bern i fyrradag að framlengja bann á sölu áfengra drykkja á íþrótta- völlum þegar Evrópubikarleikir í knattspyrnu fara þar fram, og einnig kom töluvert til umræðu á hvaða hátt væri hægt að stemma stigu við þeim drykkjuskap sem víða tíðkast á áhorfendapöllum á knattspyrnuleikjum. tryggur Guðlaugs, sem lék með IR í fyrra verða með Þór. Hann stundar nú nám í Reykjavík, en lýkur því um áramótin, og mun þá koma norður. Annar leikmaður með Þór, Benedikt Guðmundsson, stundar einnig nám í Reykjavík, en mun engu að siður leika með Þór. Hyggst hann fá að stunda æfingar með einhverju félaganna fyrir sunnan. Það er mikill hugur í hand- knattleiksmönnum á Akureyri um þessar mundir, og ljóst að Akureyrarliðin verða meðal þeirra sterkari i 2. deildinni í vetur, alla vega verða stigin ekki auðsótt til Akureyrar í vetur fremur en undanfarin ár. Sigb. G. Stefán Hallgrímsson — ðhagstæð skilyrði komu f veg fyrir met. Stef áni tókst ekki að bæta íslandsmetið en sigraði tvisvar Happdrætti ÍBK t TILEFNI af þátttöku sinni i UEFA-keppninni f knattspyrnu efndu Keflvfkingar til skyndi- happdrættis og var dregið f þvf 23. þesáa mánaðar. Vinningur, sem er ferð fyrir tvo með IBK til Skotlands og Englands kom upp á miða nr. 1123 og óskast vinning- urinn sóttur til Hafsteins Guð- mundssonar formanns tBK. STEFÁN Hallgrfmsson tók f vik- unni þátt í tveimur frjálsfþrótta- mótum í Ósló og Kaupmanna- höfn. Tókst Stefáni að sigra f báð- um mótunum þrátt fyrir að við erfiða andstæðinga væri að etja. Stefáni tókst hins vegar ekki að setja nýtt tslandsmet í 400 metra grindahlaupi, en sá var einn helzti tilgangur Stefáns með ferð- inni. Háði það Stefáni talsvert á báðum mótunum að aðstæður voru erfiðar og hann hafði engan aðstoðarmann með sér á mótun- um. Á mótinu f Kaupmannahöfn fékk Stefán tímann 52.7 sek og kom talsvert á undan Danmerkur- meistaranum Lasse Ingemar f markið. Stefán á bezt 51.8 og var hann því tæpa sekúndu frá þvi að bæta tíma sinn, en hafa ber í huga að mjög erfitt var að ná góðu hlaupi vegna roks. — Ég er ánægður með þetta hlaup, sagði Stefán í viðtali við Morgunblaðið að seinna mótinu loknu. — Ég ætlaði mér að vísu að setja nýtt Islandsmet, en það var ekki nokk- ur leið í þessu veðri. Flestir keppendanna voru langt frá sfnu bezta, jafnvel allt að tveimur sekúndum, svo ég get verið ánægður með minn hlut. Stefán lét vel af aðstæðunum á íþróttavellinum, sem keppt var á í Kaupmannahöfn, en brautirnar eru gerðar úr svokölluðu „chevron“-efni. — Þó þessar brautir hafi verið góðar, sagði Stefán, þá verð ég að segja það, að sé þurrt f Laugardalnum þá eru brautirnar þar alls ekkert verri. Þessar Chevron-brautir hafa það hins vegar fram yfir að þær eru náttúrulega alltaf eins. Árni fótbrotnaði ÞAÐ ÓHAPP varð í knattspyrnu- leik milli Þórs og KA á Akureyri nýlega, að einn leikmanna Þórs, Árni Gunnarsson, fótbrotnaði eft- ir samstuð við markvörð KA. Fyr- ir um átta árum brotnaði leggur Árna á sama stað, þannig að frem- ur ólfklegt má teljast, að hann hefji fþróttaiðkanir á næstunni, ef af því verður þá nokkurn tfma. Árni hefir um nokkurra ára skeið verið ein styrkasta stoðin f fþróttalffi Akureyringa, fyrst sem knattspyrnumaður með IBA, og sfðan Þór. Þá hefir Árni og verið einn aðal maðurinn f handknatt- leiksliði Þórs, þannig að áfallið er ekki einasta mikið fyrir hann per- sónulega, heldur og fyrir félag hans. — 100 nemendur í 60 rúmum Framhald af bls. 10 hjálparkorni. Eitt af þvf sem íslenzku kristniboðarnir kenna þeim er að rækta og prófa nýjar tegundir matjurta og hefur það borið góðan ávöxt en ekki þýðir að leggja slika þróun á borðið hjá fbúunum, heldur er þetta gert framhjá þeim, en þó beint fyrir framan nefið á þeim Mismunandi korni og öðrum mat- jurðum er komið í jörð á sama stað, en skipt f reiti. Þegar svo kornið í einum reitnum vex miklu meira en korn í öðrum þá spyrja men hvort þeir geti ekki fengið korn eins og er i góða reitnum og þannig þróast þetta, þeir verða sjálfir að leita eftir þekkingunni. Fólk þessa lands lifir á ákaflega einhliða fæðu, bygggraut aðallega, sem e yhrleitt soðinn einu sinni eða tvisvar I viku og þeir sem vilja fá hann gerjaðan sjóða bara einu sinni í viku, Annars er það mikill vandi að fá fólk til að gæta þess að sjóða matinn og því er hann oft miður hollur og beinlinis lífshættu- legur. Næringaskortur er einnig mikill, fólk treður ef til vill börn sín út með bygggraut og skilur þvi ekki hvers vegna það verður veikt eftir að hafa fengið allan þennan mat, en það skilur ekki spursmálið um nær- mgu og næringarskort í hinum ýmsu matvælum. A kristniboðsstöðinni fslenzku i Konsó er nýlokið við stóra kirkju- byggingu Ein heimavist er þar fyrir pilta og ein fyrir stúlkur, skólahúsin eru tvö og verið er að byggja fleiri heimavistir. Jónas Þórisson og Ingi- björg kona hans og börn hafa verið rúmlega tvö og hálft ár f Eþíópiu. Þau voru i hálft ár i Irgalem við málanám, en siðan fóru þau til Konsó. „Mitt starf," sagði Jónas, „er mest við barnaskólann og bibliuskólann fyrir utan ýmislegt sem til fellur. Ég er skólastjóri barnaskólans og kenni einnig I biblíuskólanum. Nemendur barnaskólans eru nú 352 í 6 bekkjardeildum og þar af eru aðeins um 50 stúlkur Það þykir hér sóun á vinnuafli að vera að mennta stúlkur, þær eiga heldur að vinna, en þetta er þó að breytast hægt og sígandi. Krakkarnir f skólanum koma úr öllum áttum hér i kring, oft úr les- skólum sem við höfum viða úti i Konsóhéraði og fólk kemur ákaflega misjafnlega langt að. Sumir koma heila dagleið og jafnvel meira, en þeir sem eru styttra að komnir, fara heim um helgar annað slagið Um 100 nemendur eru i heimavist í alls 60 rúmum þannig að mörg rúmin eru tvisetin og stundum sofa þrir i sama rúmi. Þeir nemendur sem búa i heimavistunum verða alveg að sjá um sig sjálfir bæði hvað snertir matseld og annað, en þetta eru krakkar á aldrinum 7—20 ára. Það er furðulegt hvað þau ge.ta bjargað sér, en það hjálpar að þau eru vön því frá blautu barnsbeini. Því miður getum við ekki tekið alla sem vilja I skólann og heimavist, en við erum hins vegar með lestrarkennslu og annað starf á yfir 120 stöðum i Konsó og á 70 stöðum erum við með skóla. Þessir.skólar eru yfirleitt kvöldskólar og hafa þeir gengið mun beturen ríkisskólarnir. Fyrsta manntal i Konsó var gert í hungursneyðinni i fyrra og kom þá í Ijós að ibúarnir eru um 100 þús talsins, Öllu þessu fólki gáfu Íslend- ingar mat I tvo mánuði og var þar um að ræða geysilega mikilvægt hjálparstarf og allir peningarnir frá islandi fóru beint f mat til fólksins. Af þeim 6 mánuðum sem hjálpar- starfið var I gangi, var fæða algjör- lega frá íslandi I tvo. Um síðustu áramót varð aftur að hefja hjálparstarf vegna þess að regntiminn brást algjörlega s.l. haust og er reiknað með 2500 tonn- um af korni i dreifingu i ár. Þetta hjálparstarf vegna hungursneyðar- innar hefur sett mikinn svip á okkar starf. Mér líkar mjög vel hér, fólkið er vinalegt og það er gott að komast í samband við það og hér verðum við ( 5 ár ef Guð lofar. Annars er maður ekki að hafa áhyggjuraf miklum plönum hér, því hér er hyggilegast að láta hverjum degi nægja sin þjáning og gleði " „Hvað er erfiðast í skólastarfinu?" „Það er erfiðast að fá skólanem- endurna til að fylgja stundatöflu og koma í skólann, þvi oft þurfa þeir að vinna á ökrunum. Hér er við ýmis vandamál að etja og feikilegan hita og vatnsskort er við að búa, en björtu hliðarnar eru svo margar að maður man ekki eftir hinum. Það er svo margt sem sannar að vegna kristniboðsstarfsins stendur Konsó mun betur að vígi en nálægari héruð og í Konsó eru ekki aðrir hvitir menn en islendingarnir og Elsa, hjúkrunar- kona frá Færeyjum. Það ánægjulega er lika að samband er mjög gott milli fólksins og kristniboðsins." Það er ótrúlega mikið starf sem hefur verið unnið i islenzku kristni- boðsstöðinni ! Konsó og auk þess hefur Jóhannes Ólafsson læknir byggt upp heilsugæzlu og starf sjúkrahúsa í mörgum héruðum. Felix Ólafsson var fyrsti islenzki kristniboðinn í Konsó og var hann þar í fjögur ár, þá var Benedikt Jasonarson i 5 ár, Gisli Arnkelsson í 10 ár og Skúli Svavarsson kom 1 973 og Jónas hálfu ári síðar Starf kristniboðanna er vanda- samt á margan hátt og viðkvæmt, þvi að er margt brothætt þegar kem- ur að þvi að hreyfa við ýmsum siðum og háttum. Til dæmis ætluðu Skúli og Jónas að taka fyrir það að rlkir menn fengju hjálparkorn, en það reyndist örðugt. Af einum rikum landeigenda var keypt korn fyrir hundruð þús- unda króna og þegar kom til úthlut- unar þessa sama konrs vildi landeigandinn fá sín fjögur kiló eins og aðrir Skúli neitaði, en skömmu seinna var hann kallaður fyrir héraðsréttinn og tilkynnt að hann hefði verið að boða fólki að ef það kæmi ekki í kristnu söfnuðina myndu koma fljúgandi drekar með aðra dreka innan i sér og myndu þeir steypa sér yfir það fólk sem ekki væri kristið og drepa það. Sagan var runnin frá rótum landeigandans, sem selt hafði tugi tonna af korni enn ekki fengið fjögur kilóin eins og þeir sem voru að deyja úr hungri. Nú vissi Skúli að hann var að tala við menntaða menn I héraðsréttin- um og um leið og hann sló I borðið spurði hann þá hvað þeir meintu að vera að taka mark á slikum þvætt- ingi. Umsvifalaust var honum stung- ið i steininn fyrir að sýna réttinum óvirðingu og þar sat hann inni dag- langt en þegar honum var sleppt út varð hann að lofa að slá ekki framar i borð rikisins Hjá sumum þjóðflokkum er sið- fræðin lik stift haldin Ungur piltur, sonur kristinna heimamanna, stal' nokkrum tugum dollara frá kristni- boða, en foreldrar hans komust af því Honum var refsað að sið síns ættbálks Hendur hans voru brennd- ar og í 6 mánuði varð hann að vera á sjúkrahúsi kristniboðsins. Þannig væri lengi hægt að halda áfram að telja upp atvik sem erfitt er fyrir vestrænt fólk að gera sér í hugarlund, þvi þarna ægir saman siðum steinaldar, siðum grimmdar og fáfræði og virðingarleysi fyrir mannslifinu, en hins vegar er hið erfiða starf kristniboðsins eins og sólargeisli i svartasta myrkviði. Sumir menningarpostular spyrja hvers vegna sé verið að skipta sér af þessu fólki, telja að allt sé svo gott og eðlilegt hjá þvi. en vist er að slíkir menn tala ekki af reynslu, þeir byggja á ímyndun en ekki raunsæi og þó er Imyndunin aðeins i eina átt og ekki þá hve óhugna- legt lif þessa fólks er og hefur verið i aldir og árþúsund Það hefur búið eins og dýr, okað af grimmd og fáfræði, en hið fjölþætta starf kristniboðsins unnið af lítillæ ; g seiglu þó, er að opna fyrir þvi nýjan heim, þar sem grimmd og fáfræði vikja fyrir nýjum möguleikum, betra mannlifi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.