Morgunblaðið - 22.10.1975, Page 1
24 SÍÐUR
241. tbl. 62. árg.
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Franco fékk
hiartaáfall
Madríd, 21. október AP Reuter
FRANCISCO Franco hinn 82 ára
gamli einræðishcrra Spánar, fékk
hjartaáfall f dag, en er nú á
batavegi, að því er rfkisstjórnin f
Madrid tilkynnti f kvöld, og bar
um leið til baka ákafar sögu-
sagnir um að Franco væri látinn.
Eftir að fréttist um áfall ein-
Franco — á batavegi eða alvar-
lega veikur?
Tyrkir nú
tilbúnir í
viörœður
Ankara, 21. október. Reuter — AP.
TYRKNESKA rfkisstjórnin
skýrði frá þvf að hún mundi f
næstu viku hefja viðræður við
Bandaríkin um nýtt varnar-
samkomulag og hugsanlega
opnun bandarísku herstöðv-
anna f landinu að nýju. Einnig
gaf stjórnin f skyn að hún væri
reiðubúin til að hefja viðræð-
ur við Grikki um lausn Kýpur-
deilunnar, en heimildir f Ank-
ara drógu f kvöld í efa að mikl-
ar tilslakanir væru á döfinni f
þeim efnum af Tyrkja hálfu.
Þessi afstaða stjórnarinnar
kom fram í yfirlýsingu utan-
ríkisráðherrans, Ishan Sabri
Caglayangil, og sagði hann þar
að ákvörðun bandarisku
stjórnarinnar um afléttingu
vopnasölubannsins á Tyrki að
hluta hefði ráðið úrslitum um
þetta mál. Talið er að viðræð-
urnar muni beinast að nýjum
reglum um starfsemi banda-
rísku herstöðvanna, þar sem
Tyrkir muni láta meir að sér
kveða en áður og Bandaríkja-
stjórn jafnvel láta af hendi
greiðslu fyrir aðstöðuna.
ræðisherrans f dag og heimsókn
Carlos Arias Navarros forsætis-
ráðherra að sjúkrabeði hans
fengu fregnir um andlátið byr
undir báða vængi, bæði á Spáni
og erlendis og m.a. birti ABC-
sjónvarpsstöðin bandarfska frétt
um að embættismenn f Washing-
ton hefðu fengið upplýsingur um
lát hans, og Juan Carlos prins
tæki við völdum. A Spáni rigndi
spurningum yfir ritstjórnir blaða
frá áhyggjusömum viðskiptajöfr-
um og útlendingum búsettum á
Spáni. Areiðanlegar heimildir
hermdu að Franco og Arias
Navarro hefðu rætt möguleikann
á að Juan Carlos tæki við og
heimildir meðal háttsettra dipló-
mata sögðu f kvöld að veikindi
Francos væru alvarlegs eðlis.
Staðfesting stjórnvalda f kvöld
er fyrsta opinbera staðfestingin á
hjartveiki Francos. Talið er að
áfallið í dag hafi stafað af ónógu
blóðstreymi til hjartans. f kvöld
var einnig skýrt frá því að Franco
hefði tekið að nýju upp venju-
bundin störf sfn að hluta en aðrar
heimildir hermdu hins vegar að
hann ætti eftir að verða lengi að
ná sér.
Simamynd AP
Á fundi Maós — Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem nú er í
Kína, hitti í gær óvænt Maó Tse-tung, formann kínverska kommúnistaflokksins, og
átti með honum alllangan fund. Ekkert var þó látið uppi um viðræðurnar.
Tveir v-þýzkir þingmenn í samtali við Morgunblaðið:
Tillögur V-Þjóðverja verða
aðgengilegar fyrir íslendinga”
Bonn, 21. október. Frá blaóamanni Mbl.
Ingva Hrafni Jónssyni.
0 „VIÐ erum vissir um að þær
tillögur sem v-þýzka sendinefnd-
in mun leggja fram í viðræðunum
við fslenzk stjórnvöld í Reykjavfk
28. október n.k. muni verða að-
gengilegar fyrir Islendinga þvf að
það er ásetningur okkar að Ieysa
þessa deilu milli þessara tveggja
vinaþjóða," sögðu þingmennirnir
Horst Grunenberg og Karl Heinz
Saxovsky formaður landbúnaðar
og fiskimálanefndar v-þýzka
þingsins í samtali við Morgun-
blaðið f dag. Þótt erfitt sé að
fullyrða, var mjög ákveðið að
heyra á þingmönnunum að af-
staða v-þýzkra yfirvalda hefði
breytzt og að fullur skilningur
væri á málstað Islendinga. Einnig
sögðu þeir að Þjóðverjar skildu
að Islendingar yrðu að leysa fisk-
veiðimál sfn þannig að tryggt
væri að grein 6 í samningi Is-
lendinga og EBE tæki gildi.
Aðspurðir hvers vegna orðið
hefði svo skyndileg breyting á af-
stöðu v-þýzkra stjórnvalda til
málsins, sem hefði fyrst komið í
ljós í viðræðum Hans Dietrich
Genschers utanríkisráðherra og
Einars Ágústsonar á allsherjar-
þingi S.Þ. og síðar verið staðfest
af utanríkisráðuneytinu i Bonn
eftir að formlegar viðræður hefðu
legið niðri um nær eins árs skeið
sögðu þingmennirnir: „Þið ís-
lendingar verðið að hafa i huga að
taka togarans Arcturusar var ekki
neinn vináttuvottur og hefur
aldrei verið túlkaður sem slíkur.
Einnig verður að hafa í huga að
við V-Þjóðverjar töldum okkur
hafa gengið frá samningi við ís-
lendinga, sem síðan var skyndi-
lega hafnað. Við gerum okkur
hins vegar grein fyrir sérstöðu
Islendinga á sviði fiskveiða.
Engu að sfður getum við ekki
fallist á að okkar hefðbundnu
fiskimiðum verði algerlega lokað
fyrir okkar fiskimönnum. Milli
vináttuþjóða hlýtur alltaf að vera
hægt að gera gagnkvæma
samninga sem þjóna hagsmunum
beggja. Við heimsóttum báðir
ísland í sumar í júlí og áttum þá
viðræður við islenzka aðila sem
voru vinsamlegar og hreinskilnar,
Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands:
Veitum brezkum fiskiskip-
um vernd ef nauðsyn krefur”
„ , ,, an50 mflna frá strönd Islands
Aðgangur að svæðum innan 50 milna grundvallaratriði vegna þess að þetta er grundvall-
0 aratriði fyrir fiskiðnað okkar.“
0 Brezka rfkisstjórnin er stað-
ráðin f að tryggja sanngjarnt sam-
komulag við Islendinga f fisk-
veiðideilu þjóðanna tveggja, að
þvf er Reuter-fréttastofan hefur
eftir Harold Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands f neðri málstofu
brezka þingsins f gær. „En“, bætti
Wilson við, „ekkert brezkt fiski-
skip mun verða óverndað ef
vernd reynist nauðsynleg."
0 Morgunblaðið bar þessi um-
mæli undir blaðafulltrúa forsæt-
isráðherrans f gærkvöldi. Hann
sagði að hann hefði ekki fengið
ummæli Wilsons orðrétt, cn sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
hann hefði, væri hér um að ræða
skilyrt svar ráðherrans við skil-
yrtri spurningu eins þingmanns-
ins og i henni fælist engin hótun
eða stefnubreyting frá hendi
stjórnarinnar.
I Reuter-skeytinu sagði að Wil-
son hefði sagt að ráðherraviðræð-
urnar við íslendinga hæfust á
fimmtudag. „Við vitum hversu
brýnt það er að ná samkomulagi
vegna tímaþáttarins,“ sagði for-
sætisráðherrann. „Það verður
grundvallaratriði nýs samkomu-
lags að brezkum skipum verði
leyfður aðgangur að svæðinu inn-
Talsmaður forsætisráðherrans
sagði f samtalinu við Morgunblað-
ið í gærkvöldi að hér hefði verið
um að ræða örstutt orðaskipti sem
spunnizt hefðu vegna spurningar
frá Kevin McNamara, þingmanns
frá Kingston South upon Hull, um
væntanlegar viðræður við tslend-
inga. Hefði ráðherrann lýst þeirri
skoðun sinni að mikils væri vænzt
af viðræðunum.
en þegar að því kom að ræða þessi
mál og gagnkvæman skilning á
hagsmunum beggja voru
íslendingar mjög harðir í horn að
taka cg erfiðir I viðræðum. Það
má hins vega segja að þær viðræð-
ur hafi orðið til að vekja okkur af
svefni um þessi mál og hjálpa
okkur að skilja vandamálið.
V-þýzk stjórnvöld hafa nú
ákveðið að veita miklu fjármagni
til rannsókna og leitar að nýjum
fiskimiðum fyrir okkar skip. Við
höfum engan áhuga á eða ásetn-
ing um að stela fiski af ykkar
miðum og viljum leggja okkar af
mörkum til að tryggja verndun
fiskstofnanna í hafinu.
Aðspurðir hvort það hefði i raun
og veru verið Arcturusarmálið,
sem réð úrslitum um að öllum
viðræðum var hætt og löndunar-
bann sett á, sögðu þingmennirnir
að það væri að visu rétt að fisk-
veiðar væru ekki stór þáttur i
þjóðarframleiðslu V-Þjóðverja,
en hafa bæri í huga að fyrir hvern
fiskimann væru fimm menn við
störf I fiskiðnaðinum i landi.
Þjóðverjar þyrftu hins vegar á
miklum ferskfiski að halda til
neyzlu og eitt vandamálið hefði
verið að Islendingar hefðu neitað
að gera nokkurn ákveðinn samn-
ing um að selja Þjóðverjum fisk i
stað þess fisks sem þeir myndu
missa við að togarar þeirra fengju
ekki að veiða á sínum hefð-
bundnu miðum við Island. Um %
af öllum ferskfiski á v-þýzka
markaðnum hefðu komið frá Is-
landsmiðum. Að þvi leyti til væru
íslandsveiðarnar mjög mikil-
vægar efnahagslega fyrir V-
Þjóðverja.
Þá spurði Mbl. þingmennina
Framhald á bls. 11