Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR OG LESBOK 242. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Liósmyndir fr á V enusi Moskvu, 22. október. AP. Reuter. ÓMANNAÐ sovézkt geimfar lenti mjúkri lendingu á Venusi í dag og sendi þaðan fyrstu ljðsmynd- irnar, sem hafa borizt til jarðar frá reikist jörnunni. Ljósmyndirnar geta gerbreytt hugmyndum manna um yfirborð plánetunnar og vísindamenn hafa látið í ljós mikinn áhuga á þeim. Samtöl Herrema hleruð? Monastervin, 22. október. Reuter. AP. ÍRSKA lögreglan fékk í dag aðstoð tæknimanna Scotland Yard á öðrum degi umsátursins um felustað ræningja hol- lenzka iðnrekandans Tiede Herrema, senni- lega til að koma fyrir hlustunartækjum svo að hægt verði að fylgjast með samræðum ræn- ingjanna og Herrema. Ekkert bendir til þess að umsátrinu Ijúki í bráð. Hundruð Iögreglu- manna taka þátt í því. Fréttir herma einnig að sálfræðingur hafi verið fenginn til að taka þátt í aðgerðunum sem eru sagðar sálfræðilegar. Stefnt er að því að Framhald á bls. 17. Þeir kalla þetta merkan tfma- mótaatburð. Þremur tímum eftir lendinguna sýndi sovézka sjónvarpið myndir Framhald á bls. 17. Fer Nixon til Peking? Washington, 22. október. NTB. MAO Tse-tung hefur boðið Richard Nixon fyrrverandi for- seta f heimsókn til Kfna að sögn vinar hans, Gyðingaprestsins Baruch Korff, f Washington f dag. Hann segir að Mao hafi sent Nixon bréf, þar sem hann kalli hann einn mikilhæfasta forystu- mann vorra tfma. Nixon á að hafa svarað með öðru bréfi þar sem hann þekkist boðið og segist munu koma f desember ásamt dóttur sinni Julie og eiginmanni hennar, David Eisenhower. Ljósmynd frá yfirborði Venusar þar sem sovézka geimfarið lenti mjúkri lendingu í gær. Samþykkja Þjóðverjar kröfur um frystitogara? Wallace hótað Vestur-Berlfn, 22. október. Reuter. GEORGE Wallace, rfkisstjóra f Alabama, var hótað Iffláti f Vestur-Berffn f dag. Maður, sem lét ekki nafns sfns getið, hringdi f hótelið, sem Wallace dvaldist á, og sagði: „Wallace býr á hóteli ykkar. Við ætlum að myrða hann f dag.“ Hann kallaði sig vinstri- sinnaðan stjórnleysingja. Bonn — frá Ingva Hrafni Jónssyni blm. Mbl. „STJÓRN V-Þýzkalands leggur mikla áherzlu á að komast að sam- komulagi við tslendinga f landhelgismálinu og þvf er það, að hún hefur fyrir sitt leyti skapað skilyrði til að mynda jákvæðan grunn fyrir viðræðum," sagði Hans Jiirgen Wischnewski, aðstoðarutanrfkisráð- herra V-Þýzkalands og formaður v-þýzku fiskveiðisamninganefndar- innar, f samtali við blaðamann Mbl. f skrifstofu sinni f utanrfkisráðu- neytinu f Bonn, er hann var spurður að þvf hvort afnám löndunar- bannsins og ákvörðunin um að scnda v-þýzka togara út fyrir 200 mflurnar við tsland hefðu verið til að sýna samningsvilja Þjóðverja. „Formlegar samningaviðræður hafa nú legið niðri f rúmt ár og samkomulagsumleitanir hafa verið árangurslausar frá þvf að ísiend- ingar færðu landhelgi sfna út f 50 mflur. Hvers vegna hefur þetta tekið svo langan tfma, að yðar mati?“ „Fyrir þvf liggja nokkrar ástæð- ur. í fyrsta lagi hafa alvarlegar tilraunir til að komast að sam- komulagi farið út um þúfur og í öðru lagi greindi aðila mjög á um spurninguna um frystitogara, en ég vona nú að fullnæging skilyrða í þeim efnum muni leiða til já- kvæðs árangurs i viðræðunum, sem framundan eru i báðum lönd- um þvi að v-þýzka stjórnin vill eiga vinsamleg samskipti við Is- lendinga." „Hvers vegna varð svona snögg breyting á afstöðu þýzku stjórnar- innar eins og kom fram f viðræð- um utanrfkisráðherranna, Hans- Bietrich Genschers og Einars Ag- ústssonar, f New York f síðasta mánuði?“ Norðmenn sem ja um veiðileyfi við Kanada JENS Evensen hafréttarráðherra Noregs sagði f ræðu f norska Stór- þinginu f gær, að hann teldi ekki horfur á samkomulagi f hafréttarmál- um á þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna f New York f marzmánuði n.k., heldur yrði nauðsynlegt að koma saman f fjórða sinn næsta sumar. Áreiðanlegar heimildir f Ósló hcrma, að útlit sé fyrir að öll þau rfki, sem lönd eiga að Norðursjó, muni öðlast sérstaka efnahagslög- sögu, þannig að Norðursjórinn, verði almennt fiskveiðisvæði rfkja Vestur-Evrópu. Þá segir NTB, að Noregur og Kanada hafi gert með sér samning um takmarkaðar veiðar norskra skipa innan nýrrar fisk- veiðilögsögu úti fyrir Atlantshafs- strönd Kanada. Nánar verður kveðið á um leyfilegt aflamagn áður en samningurinn gengur í gildi. Viðræður um samninginn fóru fram í Ottawa á mánudag og þriðjudag í þessari viku, en samningurinn er gerður vegna þess, að Noregur og Kanada vilja samræma aðgerðir sínar vegna út- færslu fiskveiðilögsögu almennt, þannig að forsendur niðurstöðu, sem komizt verði að á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, verði i samræmi við þjóðarrétt. □ □ Sjá ennfremur viðtöl á bls. 17. □ □ „Ég held, að persónuleg samtöl manna i Briissel og New York á þessu ári hafi að verulegu leyti átt þátt í breyttu andrúmslofti og ekki sfzt orðið til þess að skýra betur sjónarmið beggja og auka gagnkvæman skilning." „Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum f Bonn, að rfkisstjórn yðar hafi fallið frá kröfum um veiðiheimildir fyrir frystitogara innan 50 mflnanna við lsland?“ „Ég hef ánægju af þessu sam- tali við yður, en það væri ókurt- eist gagnvart íslenzku stjórninni ef hún læsi fyrst um hugmyndir okkar og afstöðu f samningum f dagblaði fremur en að heyra þær frá okkur sjálfum. Ég á von á að þér skiljið það og að við berum mikla virðingu fyrir fslenzku rík- isstjórninni." „Er skilningur á þvf hjá stjórn yðar, að Islendingar geta ekki samið við neinn einstakan aðila f landhelgismálinu, nema tryggt sé að bókun sex hjá EBE taki gildi?“ „Við skiljum mikilvægi þess fyrir Islendinga og náist sam- komulag f viðræðunum, sem framundan eru, mun v-þýzka stjórnin eftir mætti beita sér fyrir gildistöku bókunar sex og við höf- um samband við Breta út af þessu máli.“ „Nú bendir flest til þess, að innan skamms verði 200 mflna efnahagslögsagan samþykkt af Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Eru V-Þjóðverjar eitt- hvað farnir að undirbúa hugsan- lega endurskipulagningu á fisk- veiðum sfnum með hliðsjón af þvf?“ „Eins og mönnum er ljóst miðað við okkar aðstæður eigum við engra hagsmuna að gæta í sam- bandi við 200 mílurnar. Við reynum hins vegar að skilja af- stöðu annarra landa i þessu máli. Það, sem máli skiptir fyrir okkur, er að tryggja nægilegt framboð af fiski á okkar markaði, auk ýmissa lagalegra atriða, að sjálfsögðu. Ég held hins vegar, að eins og málin standa nú viti enginn með vissu hvenær eða hvort samkomulag verður um hafréttarmálin en ef slikt samkomulag verður gert, munum við að sjálfsögðu virða það i hvívetna." „Nú hefur f fyrri samningavið- ræðum verið farið fram á það af hálfu Þjóðverja að Islendingar samþykki að selja ákveðið magn af fsfiski til Þýzkalands. Hafið þér nokkrar hugmyndir um hve Framhald á bls. 17. Saul Bellow eða Kemal? Stokkhólmi, 22. október. Reuter. NÓBELSVERÐLAUN f bók- menntum verða veitt á hádegi á morgun og þeir sem helzt eru taldir koma til greina eru Saul Bellow frá Bandarfkjunum og Yasar Kemal frá Tyrklandi. Aörir sem til greina koma eru Ifklega Norman Mailer frá Bandarfkjunum, Graham Greene frá Bretlandi, Andre Malraux frá Frakklandi og Nadine Gordimer frá Suður- Afrfku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.