Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÖBER 1975 Menntamálaráðherra: Þrír fjórðu haustlána nú þegar - eftírstöðvar um áramót HÖRÐ hrfð var gerð að mennta- málaráðherra, Vilhjálmi Hjálm- arssyni, á Alþingi f gær vegna haustlána til námsfólks, sem sum- ir þingmenn töldu nú skert um 50%, samanber frásögn af um- ræðum á öðrum stað hér á sfðunni. Ráðherrann svaraði f ræðu þeirri, sem fer orðrétt hér á eftir.: 1400 millióna títlán — vextir 3 m. kr., afb. 12. nt. kr. Sjálfsagt er að svara máli þeirra háttvirtu þingmanna, sem nú hafa kvatt sér hljóðs utan dag- skrár hér og nú, eftir þvi sem við verður komið, enda er hér um að ræða mál, sem miklu varðar að leyst verði á viðunandi hátt. Öflun fjár lánasjóðs fslenskra námsmanna er orðin æði stór þáttur í gerð fjárlaganna. A fjár- lögum þessa árs er framlag til sjóðsins 680 millj. kr. og 100 millj. kr. lántökuheimild. t fjár- lagafrumvarpi nú 807 m. kr. og 100 m. kr. lántökuheimiid, en námsmenn telja, að tvöfalda þurfi framlagið hið minnsta. Hér er við ærinn vanda að fást, annars vegar þarfir námsmanna, hins vegar fjáröflunarvandann, hvort tveggja örðugra en fyrr vegna vaxandi verðbólgu — og minnk- andi þjóðartekna. Það má því eðlilegt kallast, að vakið sé máls á þessum viðfangs- efnum utan dagskrár á Alþingi. Fyrst vil ég víkja að þeim þætti, sem varðar afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. I frumvarpinu er fjárveiting til lánasjóðsins sett röskar 800 milij. kr. eins og fyrr segir. Við gerð þessa fjárlagafrum- varps gætti mjög viðleitni til að- halds almennt. Varðandi þennan lið var sérstaklega haft í huga, að löggjöf og þar með tilhögun lán- veitinga hefir verið og er í endur- skoðun og stefnt er að því að koma á breytingu á fyrri hluta þessa þings. Einn meginþáttur lagabreyting- anna yrði varðandi endurgreiðslu lánanna. Svo fráleitar eru þessar reglur nú, að sjóðnum, sem þegar hefur fengið um 1400 m.kr. fram- lög úr ríkissjóði og lánað ámóta upphæð, eru einungis áætlaðar tekjur af vöxtum 3 m.kr. og í innhcimtar afborganir 12 m. kr. f fjárlögum 1975. Og 1 fjárlaga- frumvarpi 1976 eru þessar upp- hæðir samtals áætlaðar um 18 m.kr. Mönnum varð fljótt ljóst að hér var þörf áendurskoðun. Kom það m.a. f ljós við afgr. fjárlaga 1971. Nefnd var skipuð og frumvarp samið, en það hlaut ekki af- greiðslu. Sl. vetur var svo málið tekið upp að nýju og eins og ég sagði áðan þá er stefnt að því að afgreiða það á Alþingi fyrir ára- mót. Allir eru sammála um, að hér sé breytinga þörf og hafa námsmenn sýnt fullan skilning á þessu atriði sbr. nýlega gerðar ályktanir á fundum þeirra og afstöðu þeirra áður. Nú er ég ekki að gera því skóna, að fyrirhugaðar lagabreytingar minnki fjárþörf lánasjóðsins þegar á næsta ári. En verðtrygg- ing og breytt tilhögun á endur- greiðslum myndi treysta stöðu sjóðsins til frambúðar. Bæði með auknum tekjum og svo með því að draga úr eftirspurn eftir lánsfé frá því sem nú er, þegar í raun er um að ræða beina styrki að mjög verulegu leyti. Með þá þróun framundan yrði áreiðanlega auð- veldara að brúa bilið, komast yfir erfiðustu árin með háum fjárveit- ingum í fá ár eða e.t.v. lánsfjáröfl- un að hluta. Þetta verður allt skoðað vandlega við meðferð fjár- lagafrumvarpsins næstu vikur Utan dagskrár á Alþingi: Harðar umræður um haustlán námsmanna Ólafur R. Grímsson (SFV) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár f neðri deild Alþingis í gær. Hann sagðist vilja vekja athygli á kjara- skerðingu, sem ríkisstjórninn hefði beitt eina fjölmennustu vinnustétt í landinu, fólk i fram- haldsnámi. Haustlán til náms- manna, erlendis og hérlendis, væru skert um 50%, ef miðað væri við raungildi peninga nú og umframþörf, þ.e. nauðsynlegan lánslífeyri til viðbótar meðaltekj- um viðkomenda. Hér væri í senn um að ræða brot á lögum um lánasjóð námsmanna og siðferði- lega skyldu stjórnvalda í þessum efni, sem væri að tryggja jafnrétti til náms, burtséð frá efnahag námsmanna. Hér væri og gengið þvert á yfirlýsingar Alþingis og stjórnvalda i þessu efni. Ilann vakti og sérstaka athygli á samstöðu launþegasamtaka í landinu með eðlilegum kröfum námsmanna til námslána, er tryggðu þeim nauðsynlegan lif- eyri til nauðþurfta. Gylfi Þ. Glslason (A) sagði að fulltrúar námsmanna i stjórn lánasjóðs, sem nú hefðu sagt af sér, hefðu beðið sig fyrir túlkun á sjónarmiðum þeirra á Alþingi, þar eð hann hefði verið mennta- málaráðherra i samstjórn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, sem sett ucíui lOgin um lánasjóðinn og markað stefnu stjórnvalda í þeim efnum. Tilgangur laganna hefði verið sá að mæta í áföngum um- framþörf lánsmanna (þ,e. láns- fjármagn umfram tekjur), þann- ig, að umframþörfinni yrði mætt að fullu á tilteknum árafjölda, sem nú væri liðinn. Lánasjóður- inn hefði mætt 43<K |)ss5arar um- framþarfar skólaárið 1967—68, 48,5% 1968—69, 52.2% ’69—’70, 62.9% '70—71, 77.4% '71—72, 77.8% 72—73, 82.7% 73—74 og 83% áyfirstandandi skólaári. Hann sagði haustlán nú, miðað við raungildi peninga og frestun á greiðslu hluta þeirra, fela í sér 50% skerðingu. Hér væri um gróft brot að ræða á fyrri yfir- lýsingum, sem allir stjórnmála- flokkar hefðu staðið að. Haustlán nú svöruðu aðeins til 40% um- framþarfar. Varaði hann stjórn- völd við afleiðingum slíks hátta- lags í garð þess fólks, sem legði á sig margra ára nám í þágu þjóðfé- lagsins. Annað mál væri þó lána- reglur um vexti og endurgr. slíkra lána væru endurskoðaðar. Svava Jakobsdóttir (K) talaði mjög á sama veg og Ölafur Ragnar og Gylfi Þ. Sagði hún út- lánaþörf lánasjóðsins á næsta ári vera um 1700 m. kr. en á fjárlög- um væri aðeins gert ráð fyrir 807 m. kr. Hundruð námsmanna hefðu haldið til náms erlendis, sumir með maka og börn, í þeirri trú, að lánafyrirkomulag yrði óbreytt. Minni sumartekjur en áð- ur, til viðbótar brigðum stjórn- valda nú, færðu þessu námsfólki ærinn vanda, og þýddi námslok hjá sumu þeirra, ef ékki yrði jiiaiicga ui uguiu viu urn uroætur. 45% vantaði upp á, að haustlán væru með þeim hætti, sem náms- fólk hefði treyst á. 130 m. kr. vantaði til að haustlán sam- svöruðu því, sem við hefði verið búizt. Ellert B. Schram (S) sagði SVÍpUó viðhorf hafa komið upp 1971, þegar stjórnvöld (vinstri Oi»r«- „ - -rRa^nar Grfmssun. Svava Jakobsdóttir Ellert B. Schram. stjórnin) hefðu ekki treyst sér til að mæta lánsfjáráætlun stjórnar lánasjóðsins. Hann hefði þá borið fram fyrirspurn á Alþingi, þar sem viðhorf námsfólks hefðu ver- ið túlkuð. Hann væri í grund- vallaratriðum sömu skoðunar nú og þá. Námsaðstöðu mætti ekki skerða eða námslán, a.m.k. um- fram almenna kjaraskerðingu i landinu. Ellert sagði, að endurskoðun á lögum og lánareglum sjóðsins stæði nú yfir. Kæmi þar til greina verðtrygging og breyttar endur- greiðslureglur. Sagði hann að út- lán sjóðsins á komandi ári væru áætluð 1700 m. kr. f 2.500 m. kr., en samanlagðar endurgreiðslur og vextir væru aðeins áætlaðar 18 m. kr. Örari og raunhæfari endur- greiðslur myndu efla sjóðinn til að mæta lánfjárþörf þeirra, er nú væru við nám eða í næstu framtíð, og raunar forsenda vaxandi lána- getu hans. Samkvæmt núverandi lánareglum væru námslán vaxta- laus meðan á námi stæði og vextir aðeins 5% frá námslokum. End- urgreiðslur hæfust ekki fyrr en 5 árum eftir. nám. Þessar reglur þyrfti að endurskoða og um það væru allir sammála. Mitt mat er, sagði Ellert, að námsaðstöðu megi ekki pvert á móti þarf að efla hana. Og námslán þurfa að ná til námsfólks i fleiri skólum en nú er ef jafna á námsaðstöðu f raun. Umframþörf þarf að mæta að öllu leyti. Ég vona að að því verði stefnt i þelrri nefnd, sem endurskoðar nú lög og lánareglur lánasjóðsins og ég á sæti í. En ég ítreka. óhjákvæmilegt er *A endurskoö’ junraw endurgreiðslureglur, „.na upp verðtryggingu lánanna, að ákveðnu marki, og miða skil á lánum við þær tekjur og aðstöðu, sem viðkomendur hafa, eftir að þeir koma til starfs í þjóð- félaginu, þannig að fjármagn sjóðsins skili sér örar og eðlilegar til þeirra, sem hverju sinni eru við nám og í lausfjárþörf. Ella rís sjóðurinn ekki undir tilgangi sin- Vilhjálmur Hjálmarsson. menntamálaráðherra svo sem raunar hefur verið venja á undanförnum árum. Haustlán til námsmanna. Rétt er til samanburðar að rifja upp hvernig afgreiðslu þeirra hefir verið háttað að undanförnu. Árið 1971 fór afgr. fram 1 okt.— nóv. mánuðum. 1972 í nóv, 1973 sfðast f sept. og sl. ár I nóv. Nú hefst afgr. upp úr miðjum okt. og fer sjóðstjórnin langt með að af- greiða frá sér I þessari viku. — Dráttur á afgr. nú er því ekki óvenjulegur þótt hann sé óæski- legur. Hér er rétt að geta þess að stjórn lánasjóðsins hefur unnið að því m.a. með samtölum við fjármálaráðuneytið að koma fast- ari tímasetningu á umsóknir og afgreiðslur og þar með greiðslur úr ríkissjóði. Mundi það verða til ótvíræðs hagræðis fyrir alla aðila, lántakendur, sjóðstjórn og ríkis- sjóð. Varðandi fjárhæðina er svo þess að geta, að tryggt er nokkurn veginn nægilegt fjármagn miðað við venju, þó þannig að hluti haustlána kemur til útborgunar strax en hluti i byrjun næsta árs. Út af ummælum hv. 3. þm. vil ég benda á að siðari lánsúthl. fer venjul. fram í febr.—marz, svo þær eftirst. haustl. sem ráðgert er að greiða í ársbyrjun kemur til nota á siðari hluta þess tímabils sem haustlánunum er ætlað að brúa. Það sem veldur þrengri stöðu nú en áður er allt i senn, verðbólguhraðinn, meiri fjölgun umsókna en gert var ráð fyrir og þröng staða hjá ríkissjóði og lána- stofnunum. Nánar tilgreint þá er afgreiðsla haustlána venjulega byggð á að reiknaður er framfærslukostn- aður í 7 mánuði af 12 og tekjur námsmanns dregnar frá. Haust- lán nú afgreidd fyrir áramót geta aðeins numið 5,25/12 í stað 7/12 áður en 1,75/12 yrðu þá greiddir strax eftir áramót. Meðaltals lánsfjárhæð nú þegar er liðl. 60 þús. innanlands og tæp- lega 120 þús til námsmanna er- lendis. — En greiðsla á ‘4 hluta kæmi þá í ársbyrjun. Hér er sem sagt um að ræða seinkun á ú*bo-g”n á hiuta af naustlánunum. Hver verður end- anlegur fjárhlutur lánasjóðsins á nýbyrjuðu skólaári ræðst ekki að fullu fyrr en við afgreiðslu fjár- laga eins og kunnugt er. Varðandi fjárveitingar til lána- sjóðsins á fjárlögum 197f; - ferð þeirra vf " - ogmeð- eftirf„. eg þvi rifja upp .. .arandi til upplýsingar. Veitt fé er 680 millj. kr. og 100 m.kr. lántökuheimild svo sem áður greinir. Allmargar fjárveitingar á fjár- lögum þessa árs hafa verið Iækkaðar — skornar niður — vegna fyrirsjáanlegs hallarekst- urs ríkissjóðs. Fjárveiting til lánasjóðsins hefur ekki sætt þeirri meðferð heldur er hún greidd að fullu. Ákveðið var að greiða lána- sjóðnum 40 m.kr. til viðbótar vegna gengisbreytinga á árinu, Rikisstjórnin tryggði lánasjóðn- um full not af 100 m. kr. lántöku- heimildinni. Ríkisstjórnin hefir heitið á fyrsta mánuðí næsta árs 100 m. kr. greiðslu af framlagi þess árs til þess að bæta upp haustlánin en úthlutun síðari hluta vetrar hefir jafnan farið fram á 2. og 3. mán. ársins. Rétt er að þetta komi fram, því að á sama tíma hafa margir aðrir er greiðslu fá úr ríkissjóði orðið að búa við skertar fjárveitingar i samræmi við heimildarákvæði i lögum. Úthlutun haustlána á þessum grundvelli er þegar i gangi, sem fyrr segir. Hver heildarlánin verða á þessu skólaári kemur svo fyrst í ljós eftir afgreiðslu fjár- laganna eins og ég sagði áðan. Vegna ummæla hv. 3 landskj. vil ég láta það koma fram, að ég tel afskipti menntamálaráðu- neytisins af málum lánasjóðsins nú i haust hafa verið með ósköp venjulegum hætti. Leitað var samþykkis fyrir 100 m.kr. lán- tökunni i ríkisstjórn sem af- greiddi málið samdægurs á ríkis- stjórnarfundi. Lánastofnunum var siðan skrifað bréf, svo sem venja er, en stjórn iánasjóðsins tekur sjálf lánin. Aðeins 50 m.kr. fengust á þennan hátt. Gekk þá fjármálaráðherra í það að tryggja afganginn og hét jafnframt 100 m.kr. flýtigreiðslu. eftir áramótin eins og áður sagði. Þetta tók allt sinn tíma, eins og við vill brenna en fé liggur ekki á lausu hjá rikissjóði eða lánastofn- unum um þessar mundir, þvi miður. Samstarf námsmanna og stjórnvalda I þessu sambandi er einnig rétt að það komi fram að fulltrúar námsmanna sögðu sig úr stjórn lánasjóðsins, þegar róðurinn þyngdist, en fulltrúar kjarabar- áttunefndar hafa einu sinni komið á minn fund í haust að ræða þessi mál. — Þykir mér það lítið í hlutfalli við þau fundahöld námsmanna, sem fram hafa farið á sama tima — og miðað við allar aðstæður. Ég vil að lokum segja þetta: Það er fjarri mér að gera lítið úr erfið- leikum islenskra námsmanna. Ég hef nokkuð kynnzt högum þeirra í gegnum aðstöðu eigin barna og annarra skyldmenna í langskóla- námi. En ekki gagnar heldur að líta fram hjá þeim örðugleikum, sem nú eru á öflun fjármagns, þegar saman fer hallarekstur hjá ríkis- sjóði og stórfelld skuldasöfnun er- lendis. Við skulum þvi sameinast um að leita lausnar á vandanum, bæði óhjákvæmilegri fjáröflun til starfsemi lánasjóðsins á yfir- standandi skólaári og svo að koma fram þeim lagabreytingum er tryggi stöðu lánasjóðsins til fram- búðar. Það er jafnan hollt að ræða vandamálin. Fyrirspurnartimi utan dagskrár á Alþingi gefur takmarkaða möguleika til að brjóta mál til mergjar þótt þar sé unnt að vekja á þeim athygli og veita upplýsingar.— Fyrirspurnir hér eru að nokkru fram komnar að beiðni námsmanna. En hér þarf meira til svo að eðlilegt samstarf haldist með námsm Qg StjGrrivoidum. Mér lizt vel á þá hugmynd, sem full- trúar námsmanna hreyfðu í gær að koma á opnum fundi um þessi mál með námsmönnum oe h~' ráðherrum, sem j ” "í** . t _ einkum hljota um pa'^ fjatta Vitanlega þarf svo einnig að ræða málin nánar i þrengri hópum. Mestu varðar, þegar tveir eða fleiri — hér fjár- veitingavaldið og námsmenn — standa andspænis stóru vanda- máli að þá glími þeir við það i sameiningu — og skiptist á upp- lýsingum og skoðunum. Ljóst er af síðustu fréttum um ríkisbúskap, gjaldeyrisstöðu og ástand fiskistofna, að ekki er bjart framundan i efnahags- málum Islendinga. Eru því litlar líkur til að hver og einn fái óskir sinar uppfylltar til fulls. En leita ber allra leiða til að finna við- unandi lausn I hverjum vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.