Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTOBER 1975
13
Bessí Jóhannsdóttir:
Það var á kvennaráðstefnunni á
Hótel Loftleiðum f júnf sl. að
fram kom tillaga um að konur
tækju sér frí frá störfum á degi
Sameinuðu þjóðanna 24. október
n.k. Að flutningi þessarar tillögu
stóðu konur úr öllum stjórnmála-
flokkum og ólíkum starfsgrein-
um. Sfðan gerðist það í ágúst-
mánuði að sá hópur sem að tillög-
unni stóð, kom saman að nýju og
hófust þá umræður um það hvort
ekki hvíldi sú skylda á flutnings-
mönnum að gera könnun á mögu-
leikum þess að víðtæk samstaða
gæti náðst um málið. Niðurstaðan
af þeirri umræðu varð sú, að um
80 félagasamtökum þar sem kon-
ur eiga aðild að var ritað bréf og
þau beðin að senda fulltrúa til að
skipuleggja væntanlegt kvenna-
frí. í því bréfi var komið inn á þá
hugmynd að í stað þess að konur
tækju sér frf frá störfum allan
daginn yfirgæfu þær störf sín á
ákveðnum tíma dagsins og hittust
á útifundi og að honum loknum
hyrfu þær á ný til starfa sinna. Á
þann hátt mætti áþreifanlega
finna hversu mikil áhrif kvenna
eru í fslensku atvinnulífi. Um 60
félagasamtök sendu fulltrúa sinn
á undirbúningsfund. Þar var mál-
ið reifað og sýndist sitt hverjum.
kvenna í atvinnulífinu treysti sér
ekki til að taka sér frí frá störfum
hluta úr degi. Má þar nefna
verkakonur i fiskvinnu, barna-
kennara, og fóstrur. Eftir þessa
umræðu var ákveðið að haldið
skyldi við upphaflegt orðalag „að
konur taki sér frí frá störfum á
degi Sameinuðu þjóðanna þ. 24.
október n.k.“. Framkvæmda-
nefnd var skipuð og skipti hún
Kvennafrí á kvennaári
Ljóst var þó að allstórir hópar
með sér verkefnum enda skipti
nú miklu máli að vel og skipulega
væri unnið að málinu. Þannig hef-
ur f stuttu máli verið aðdragandi
þessa kvennafrfs.
Það hlýtur að teljast til mikilla
tfðinda þegar það gerist að konur
úr öllum stjórnmálaflokkum
þessa lands taka höndum saman
um jafn veigamikla aðgerð. Jafn-
réttisbarátta er ekki einkamál
neins stjórnmálaflokks. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur ætíð stað-
ið í fararbroddi f þessum málum
enda má segja að það sé eðlilegt
þar sem hann hefur flestar konur
þessa lands innan sinna vébanda.
Konur taka nú í vaxandi mæli
þátt í störfum og ákvarðanatöku f
þjóðfélaginu. Þó er langt í land að
þær standi þar jafnfætis karl-
mönnum. Menn greinir á um leið-
ir í jafnréttisbaráttunni. Við sjálf-
stæðismenn teljum að sú barátta
geti farið fram innan ríkjandi
þjóðskipulags. Við þurfum vax-
andi urhræðu sem leiðir til auk-
innar þekkingar manna á jafn-
réttismálum. Mjög oft eru for-
dómar látnir ráða ferðinni í
skoðunum manna á þessum mál-
um. Konur eru þar jafnsekar og
karlar.
Kvennaárið hefur vissulega
haft margt gott i för með sér.
Konur sem áður vildu ekki taka
ákvörðun um eitt eða neitt hafa
þurft að horfast í augu við sjálfar
sig og viðurkenna að þær eru full-
gildar manneskjur f okkar þjóð-
félagi. Húsmæðrum þykir mörg-
um að sér vegið og taka þessu
þannig að búið sé að lýsa yfir
vanþóknun á þeirra störfum á
heimilunum. Þegar þær hafa af
raunsæi farið að lfta á málin kom-
ast þær að hinu gagnstæða. Karl-
menn hafa orðið sér í ríkara mæli
meðvitandi um skyldur sínar
gagnvart börnum sínum. At-
vinnurekendur hvort sem um er
að ræða opinbera aðila eða einka-
aðila eru í vaxandi mæli gagn-
rýndir opinberlega ef vart verður
við mismun f launum og störfum
eftir kynferði. Þetta eru allt
veigamikil atriði en hins ber líka
að geta að konur hafa löngum
viljað njóta ýmissa réttinda en oft
ekki vjljað taka á sig þær skyldur
sem þeim réttindum fylgja.
Þjóðfélag okkar er ungt. Við
höfum á stuttum tfma gengið f
gegnum það að breytast úr sveita-
þjóðfélagi í borgasamfélag. Þetta
hefur haft í för með sér mikla
röskun á hinni hefðbundnu fjöl-
skyldu. Fjölskyldan er hornsteinn
íslensks þjóðfélags. Þetta er auð-
velt að segja nú en við verðum að
vera vel á verði þannig að staða
hennar verði trygg um alla fram-
tíð. Hún er griðastaður einstakl-
ingsins. Þar getur hann leitað
hvatningar, trau'sts og verndar.
Engar ómanneskjulegar stofnanir
geta sinnt þeim hlutverkum jafn
vel.
Nú er kvennafríið orðið stað-
reynd og öllum konum er það
mikilvægt að dagurinn takist vel
og verði íslenskum konum til
sóma. Atvinnurekendum til sóma
er hægt að segja að þeir hafa sýnt
þessum aðgerðum mikinn skiln-
ing. Þrátt fyrir það má enn heyra
úrtöluraddir. Sumar konur segja:
„Ég hef það ágætt og aldrei hef
ég liðið fyrir það að vera kona.“
Vissulega ber enginn brigður á
slfkt. En er svo um allar konur?
Það er skylda okkar í lýðræðis-
þjóðfélagi að styðja við bakið á
þeim sem þurfa þess með.
Okkur sjálfstæðismönnum er
það mikilvægt að haldið sé á
þessum málum af skynsemi og
raunsæi. Öfgar eru hér ekki til
fagnaðar fremur en á öðrum svið-
um mannlegs lffs.
Islenskar konur! Sýnum sam-
stöðu undir kjörorðinu jafnrétti
— framþróun — friður.
Bessl Jóhannsdóttir.
Garðahreppur
Byggung, Garðahreppi
Aðalfundur Byggung í Garðahreppi verður haldinn I félagsheimilinu við
Lyngás, miðvikudaginn 22. okt. kl. 8.30 stundvislega.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa, mun Páll Friðriksson, framkv.stj.
segja frá nýjungum i byggingariðnaði og rætt verður um stofnun nýrra
byggingarhópa.
Fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjórnin
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður í Sjálstæðishúsinu, litla sal, í kvöld,
fimmtudaginn 23. oktöber kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Heimir F.U.S.
í Keflavík
heldur fund um íþróttahússmálið. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki
um byggingu iþróttahúss. Fundurinn verður haldinn í sjálfstæðishús-
inu laugardaginn 25. október n.k. kl. 1:30.
Stjórnin.
Árshátíð Sjálfstæðis-
félaganna á Húsavík,
verður haldin á hótel Húsavík laugardaginn 25.
okt. og hefst með borðhaldi kl. 20.00.
Skemmtiatriði
Árshátíðin er haldin í tengslum við aðalfund
kjördæmisráðs. Sjálfstæðisfólk í Þingeyjasýslu
er hvatt til að sækja árshátíðina. FUS Húsavik.
Málfundafélagið Óðinn
heldur aðalfund sinn sunnudaginn 26. október
kl. 14 i Sjálfstæðishúsinu v/Bolholt.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félags-
málaráðherra flytur ræðu.
Félagar eru hvattirtil að mæta stundvíslega.
Stjórnin.
Aðalfundur
Kjördæmisráðs
Sjálfstæðisfélaganna
í Norðurlandi- Eystra,
verður haldinn á Húsavik laugardaginn 25. okt.
og sunnudaginn 26. okt.
Fundurinn hefst á Hótel Húsavík kl. 14,00 fyrri
daginn.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lárus Jónsson alþm. ræðir hugmyndir um
Norðurlandsvirkjun, orkumál og samgöngumál
kjördæmisins.
3l Önnur mál. Stjórnm.
Alltásama stað
Laugavegi 118 - Símar 22240 og 15700
EGILL VILHJALMSSON HE
Þekkirðu
LANCERt
Honum er vert að kynnast. Hann fór hringveginn fullhlaðinn s.l.
sumar á 126 lítrum af bensíni = Kr. 7.182. Þó skortir hann
aldrei afl, 97 ha vélin sér um það. Hann er einn fárra sem
sigrað hafa í African-Safari keppninni. Það undrar þig ekki
þegar þú kynnist honum. Lancerinn er fjögurra manna bíll
með styrk stóru bílanna. Hann er frá Mitsubishi í Japan og
verðugur fulltrúi japanskrar vandvirkni í bílaiðnaðinum.
KYNNINGARVERÐ
FRÁ KR. 989 ÞÚS.
I t I '
.MliUlUIÍ C‘k / billlé i i'd »iUO>i
k M kkíí
b > ij.4 Uixic