Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÖBER 1975 33 VELV4CVKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Keflavíkur- sjónvarpið Gfsli Óskarsson skrifar: Margt og mikið hefur verið rit- að og rifizt um Kanasjónvarpið, en hingað til hef ég ekki haft mig út í það að tjá mig um málið. En nú langar mig til þess að vekja upp þennan gamla draug. Snart gengur i garð sá tími árs- ins, sem einna snauðastur er að því víðtæka orði skemmtun. Þetta er tími sjálfsmorðanna og á þessum tíma ársins eru völd „Bakkusar" hvað mest. Fyrst við íslendingar erum svo góðir við Bandarikjamenn, að leyfa þeim að hafa herlið þar suðurfrá, þá ættum við að leyfa þeim að vera svo góða við okkur, að leyfa okkur að horfa á sjónvarpið þeirra. Þegar ég segi leyfa okkur, þá á ég að sjálfsögðu við alla íslendinga en ekki bara okkur hér á suðvest- urhorninu, sem höfðum þessi hlunnindi áður en til lokunar- innar kom. Landsbyggðin vissi ekki hvers hún fór á mis, þegar við höfuð- borgarmenn gátum horft á það vandaða efni Kanans, sem aldrei hefur séð dagsins ljós i íslenzka sjónvarpinu. Öpnun „kanans" hefði marga göða kosti í för með sér, og á ég þá einnig við kanaútvarpið, en styrkur þess er, eins og flestir vita, allt of litill. Þessa kosti sé ég helzta: 1. islenzka útvarpið og sjón- varpið gætu aukið sitt hámenn- ingarlega efni eftir óskum þeirra, sem á því hafa áhuga. Hinir sem minni áhuga hafa á ofgnótt þess menningarlega, gætu sem auð- veldast stillt á „kanann" sér til afþreyingar. 2. 1 íslenzka sjónvarpinu er sáralítið efni fyrir börn, en i kanasjónvarpinu er barnatími á hverjum degi i byrjun útsending- ar um klukkan fjögur eða hálf fimm. 3. Sjónvarp þetta stuðlar að aukinni enskukunnáttu, andstætt við það íslenzka, þar sem hugur- inn er að mestu við að lesa text- ann. Og enskukunnátta er, eins og flestum er ljóst, bráðnauðsynleg í því þjóðfélagi, sem við lifum í. 4. Skrilslæti og drykkjuskapur mundi eflaust stórminnka þegar til iengdar léti, þjóðinni til mikill- ar blessunar. veit að vfsu að lögreglustjórinn hefur þegar orðið að hrella yður dálftið f sambandi við ákveðin atriði, en ég væri ákaflega þakk- látur yður ef ég gæti fengið yðar túlkun á þvf sem hefur gerzt og það beint frá yður sjálfri. Barbara gerði hvorki að játa né neita. Hún tók púðurdós og vara- lit upp úr stórri krókódflaskinns- tösku og flýtti sér að má burt öll spor eftir grátinn. Christer þagði og sýndi engin merki óþolin- mæði, þangað tfl hún hafði lokið snyrtingunni og hann gat horfst f augu við hana. — Þér fóruð sem sagt heim úr kirkjunni fáeinar mfnútur yfir klukkan hálf fimm? — Já. — Voruð þér einar? — Ja.. á.... Ilún hvimaði augunum — Vfst var ég ein. — Hvers vegna biðuð þér ekki eftir manninum yðar? — Nú. hann var að tala við Susann og ég átti eftir að gera margt hcima. Auk þess vissi ég að hann ætlaði að gcra upp reikning- ana eftir jólasöluna, áður en hann fengist til að slaka á og halda jól. Við höfðum haft svo mikið að gera að ekki gafst tími til að Einhverjir mundu kannski teija, að útsending þeirra á Vell- inum hefði áróður i för með sér. Alit mitt er það, að svo sé ekki, vegna þess að ef einhver áróður er á annað borð, þá birtist hann i fréttum og öðru efni, sem sárafáir eða engir horfa á. Ef svo illa færi, að ekki yrði opnað fyrir Keflavikursjónvarpið aftur, þætti mér sjálfsagt, að þeir stjórnmálamenn, sem að lok- uninni stóðu, keyptu loftnet þau af almenningi sem hann hefur lagt út fyrir. Gaman væri nú, ef fleiri mundu tjá sig um málið. Með þökk fyrir birtinguna, Gfsli Óskarsson." 0 Misræmi í túlkun — misræmi í fréttamennsku? Guðni Kolbeinsson skrifar: Ég var áðan að lesa iþróttafrétt- ir helgarinnar í Morgunblaðinu (21. 10.). Ætla ég að gera frá- sagnir af körfuknattleikjunum að umtalsefni. Mest er fjallað um Ieik ÍR og KR og er það að vonum. Það var tvímælalaust „leikur helg- arinnar“. I frétt af leik þessum eru höfð eftir ummæli liðsstjóra KR-liðsins; hann taldi „ekki hægt annað en vera óánægður með villur þær sem Curtiss Carter fékk í leiknum . . . Carter fékk tvær villur fyrir að öskra að IR- ingi með boltann, án þess að áminning væri gefin fyrst, eins og venjan hefur verið, og 5. villan, sem dæmd var á hann var algjör vitleysa hjá dómurunum." Fréttaritarinn tekur síðan undir ummæli Kristins hvað varðar 5. villu Carters; telur dómara leiksins „langt frá því að vera sannfærandi í þeim hlut- verkum" en þó ekki lélegri en gengur og gerist. Annars staðar i blaðinu flytur gk hugvekju um dómaramálin og vandar þar dómurum ekki kveðj- urnar. Þar segir hann m.a.: „Leik- menn sem leggja á sig erfiðar æfingar til að ná árangri kunna þessu að vonum illa, og ganga um vellina grenjandi og froðufell- andi af illsku." (Leturbreyting mín). Nú langar mig til að spyrja tveggja spurninga. I fyrsta lagi: Hvers vegna er rætt sérstaklega um „mistök" dómara í dómum gegn Curtiss Carter? I leik IS og Armanns nú I Reykjavikurmótinu brauzt Ingi Stefánsson i gegnum vörn Ár- manns, fékk högg á höfúðið og rak upp sársaukaóp. Dómari leiksins misskildi hljóðið og dæmdi i hæsta máta ósanngjarna tæknivillu á Inga. — Hví nefndi hinn alltsjáandi fréttaritari ekki þessi mistök? Á siðustu minútunni i leik ÍS og Fram i gær voru dæmdar „3 sekúndur" á leikmenn Fram þar sem þeir stóðu inni i vitateig ÍS og skutu með sekúndubrota milli- bili. — Hvi nefnir gk ekki þetta misræmi i túlkun, sem e.t.v. skipti sköpum í leiknum? Hvers vegna þetta misræmi í fréttamennsku? Alloft hefur það gerzt I islensk- um körfubolta, að dæmdar hafi verið sóknarvillur á miðherja — og jafnvel tæknivillur án að- vörunar — en aldrei fyrr hef ég séð það gert að blaðamáli. Skoðun mín á þessu tiltekna m'áli er sú að títtnefnd 5. villa Carters hafi verið fullkomlega réttur dómur og ég veit um fleiri hlutlausa áhorfendur sama sinnis. Hvað snertir öskur Carters held ég að það væri skynsamlegra fyrir liðsstjóra KR að kenna svarta goðinu reglurnar en að skamma dómarana. Og KR-ingnum gk, körfuknatt- leiksfréttaritara Morgunblaðsins, ráðlegg ég að finna ótvíræðari dæmi en þetta til þess að hengja dómara fyrir; það er áreiðanlega hægt. Seinni spurning min er þessi: Eiga dómarar alla sök? Vist er um það, að dómgæzla I körfubolta er oft slæm og skal ég ekki mæla henni bót; en fram- koma leikmanna og þjálfara er oft enn verri. Á þetta er sjaldan minnzt i blöðum og enn sjaldnar talið ámælisvert. Ekki virðist gk finnast nema sjálfsagt að leik- menn gangi „um vellina grenj- andi og froðufellandi af illsku". En þarna er skylda leikmanna og þjálfara að gera bragarbót. Ahorfendum að körfubolta fer fjölgandi. En það laðar þá ekki að leikjunum að horfa á viðbrögð margra okkar beztu leikmanna við dómum: að sjá grátviprurnar á andlitum þeirra Jörundssona éftir hverja villu sem dæmd er á þá, sjá hneykslissvipinn á þeim Kolbeini Pálssyni og Jóni Sigurðssyni, heyra reiðiöskrin í Inga Stefánssyni — og þannig mætti áfram telja um langa hríð. Og víst er um það að slík fram- koma bætir ekki dómarana, né hvetur menn til þess að takast slík störf á hendur. Guðni Kolbeinsson.“ HÖGNI HREKKVÍSI Högni treystir ekki á vigtina þína. PHILIPS 30% meiraljós á vinnuflötinn sami orkukostnaöur PhilipsArgenta’ SuperLux keihiperan meö (ívlöjafnanlega birtuglugganum Tilboð óskast í birgðaskemmu á Keflavíkurflugvelli, stærð 450 fm. Skemman er með beinum veggjum, járn á lektum og stálgrind í þaki. Skemman verður sýnd mánudaginn 27. október kl. 1 0— 1 2 árdegis. Frekari upplýsingar á skrifstofu vorri næstu daga. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 29. þ.m. kl. 1 1 árdegis. Sa/a varnar/iðseigna. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Vinnurannsóknir og launakerfi. Fyrir þá, sem vilja bæta afköst og auka hagræðungu. Stjórnunarfélagið gengst fyrir nám- skeiði um vinnurannsóknir og launa- kerfi 27., 28. og 29. okt. n.k. i Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir kl. 15:00 — 18:45 alla daq- ana. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir helstu atriðum við framkvæmd þeirra. Ennfremur verður farið i ein- kenni og uppbyggingu mismunandi launakerfa, kosti þeirra og galla. Námskeiðið er'áetlað þeim, sem vilja bæta framleiðsluaðferðir starfsemi sinnar. Jafnframt er námskeiðið heppilegt fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Leiðbeinandi er Ágúst Eliasson tæknifræðingur. Fjármálastjórn fyrirtækja Hver er fjárhagsleg staða fyrirtækisins? Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði i Fjármálum I. 3. —10. nóvember n.k. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 15:00 til kl. 19:00 mánud. 3. nóv., þriðjud. 4. növ., miðvikud. 5. nóv., föstud. 7. nóv. og mánud. 10. nóv. Markmið þessa námskeiðs er að veita þjálfun i að meta afkomu og fjárhagslega stöðu fyrirtækis og að auki að kynna gerð fjárhagsáætlana (budgeting), þ.e.a.s. áætlana um rekstrarafkomu, um sjóðshreyfingar og um þróun efnahags fyrirtækja. Athyglinni verður beint fyrst og fremst að ársreikningum (rekstrar- og efnahagsreikningi) fyrirtækja og kannað, hvert gagn megi af þeim hafa og i hverju þeim sé áfátt. Eftir upprifjun i bókhaldstækni verður gerð grein fyrir tækni við rannsóknir á ársreikningum og tækni við samningu yfirlits um fjármagns- streymi. Þá kemur lýsing og gagnrýnið mat á hefðbundnum meginreglum sem fylgt er við samningu ársreikninga og lýst tækni, sem beita má til að leiðrétta það vegna áhrifa verðlagsbreytinga. Nauðsýnlegt er fyrir þátttakendur að hafa bókhaldsþekkingu. Nám- skeiðið kemur að góðu haldi öllum, sem fást við fjármál. Leiðbeinandi verður Árni Vilhjálmsson prófessor Þátttaka tilkynnist í síma 82930. Þekking er góð fjárfesting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.