Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKT0BER 1975 Fyrirlestrar um kvenna- sögu og kjör norskra kvenna KENNSLA I kvennasögu hefur á síðustu árum verið tekin upp við marga háskóla í nágrannalöndum okkar, einkum þó á Norðurlönd- um. Cand. philol. Gro Hage- mann kennir kvennasögu við háskólann í Ósló og er hún komin hingað til landsins í boði Norræna hússins, Háskóla íslands, Nordmannslaget og Kvennasögu- safns Islands. Hér flytur Gro Fundur í Selfossbíói Á kvennafridaginn 24. október verður sérstakur fundur haldinn í Selfossbíói kl. 11.30 fyrir hádegi. Á fundinum verða flutt erindi, leikþáttur, nokkrar konur munu syngja, en fyrir þessum þáturri stendur Leikfélag Selfoss. Að loknum fundinum verður séð fyr- ir sætaferðum fyrir þær konur sem hug hafa á að sækja fundinn á Lækjartorgi, annars verður opið hús fyrir þær sem vilja í Tryggva- skála. 1880 - 1914 Hagemann tvo fyrirlestra og varð sá fyrri i Háskola Islands á þriðju- dag, en sá hinn síðari verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. I fyrirlestri sínum á þriðjudag fjallaði Gro Hagemann um kvennasögu og kvennasögurann- sóknir. Sagði hún þar frá rann- Styðja kvenfólkið I fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borizt frá stjórn Landssam- bands framhaldsskólakennara, segir, að félagið lýsti yfir stuðningi sínum við aðgerðir kvenna en þær leggja áherzlu á mikilvægi vinnuframlags síns í þjóðfélaginu með kvennafríi á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október. n.k. sóknum á sögu kvenna við norska háskóla og reynslu sinni í þeim efnum. Auk þess, að Gro Hage- mann kennir kvennasögu við háskólann i Ósló, starfar hún við Einkaskjalasafnið í Osló en safnið fékk fjárveitingu frá Almenna vísindasjóðnum norska til að láta skrá heimildir um kvennasögu i eigu stærstu kvenfélaga og kvennasamtaka í Noregi. Einnig er safninu ætlað að fylgjast með samtímarannsóknum á sögu kvenna við norska hásk-óla og leita uppi gögn um kvennasögu- legt efni. Gro Hagemann sagði, að i Noregi væri fylgt þeirri stefnu við uppbyggingu kvennasögusafn að skrá allar heimildir en safna þeim ekki endilega öllum á einn stað. I þeim tilgangi væri vísir að kvennasögusöfnum við fjóra háskóla í Noregi, háskólana í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsö en á þessum stöðum fer einnig fram kennsla í kvenna- sögu. Meðal þeirra atrióa, sem vikið verður sérstaklega að í þess- um fyrirlestri, er sérstök vinnu- vernd iðnkvenna í Noregi. I fyrirlestri sínum í Háskóla Gro Hagemann íslands ræddi Gro Hagemann m.a. þá spurningu hvar kvennasaga eigi heima, hvort kenna skuli hana sem sérstaka einangraða grein eða í tengslum við aðrar greinar s.s. almenna sögu og fé- lagsfræði. Þessi spurning hefur mjög verið til umræðu I Noregi á siðustu árum. Seinni fyrirlestur Gro Hage- mann verður í Norræna húsinu I kvöld og ræðir hún þá um kjör norskra kvenna á árunum 1880—1914, en i Noregi fór fyrst að komast skriður á aðgerðir i málefnum norskra kvenna eftir 1884 með stofnun „Norsk kvinnesaksforening". Þá var fyrsta verkakvennafélagið i Noregi stofnað árið 1889. Rakinn verður aðdragandinn að stofnun samtaka kvenna í Noregi. öllu áhugafólki er heimill aðgangur að fyrirlestrunum. Álaf oss hefur flutt út 50 þús. flíkur á árinu — segir sýslumaður um sprengjumálið Á ÞESSU ári hefur orðið veruleg aukning á útflutningi ullarvöru frá Álafoss hf. Mest er aukingin 1 tilhúnum fatnaði og lætur nærri að fyrirtækið sé búið að flytja 50 þúsund fllkur út, og fyrir liggja verulegar pantanir til afgreiðslu á næstu mánuðum og er af- greiðslugeta fyrirtækisins þá full- nýtt. Fatnaður sá sem Álafoss flytur út er að Iitlu leyti framleiddur hjá fyrirtækinu sjálfu. Að fram- leiðslunni standa prjóna- og saumastofur, sem eru viðsvegar um land, en Álafoss hefur um nokkurra ára skeið haft samvinnu við þessi fyrirtæki og séð um út- flutning á framleiðsluvöru þeirra. Þessi tílhögun hefur komið sér vel fyrir alla. I fréttatilkynningu frá Álafoss segir, að all veruleg útflutnings- aukning hafi einnig orðið á hand- prjónabandi fyrirtækisins. Að venju á hespulopi sinn stærsta þátt þar í . Á árinu hefur fyrir- tækið kynnt nýjar ullarbandsteg- undir sem þegar hafa haslað sér völl viða um lönd og virðast ekki ætla að verða siður vinsælar en hinn gamalkunni hespulopi. „ÉG hef ekki séð ástæðu til þess að kosta flokk að sunnan til að eyðileggja sprengjuna og ekki heldur fyrirrennarar mínir í starfi enda sprengjan langt utan alfaraleiðar," sagði Valtýr Guðmundsson sýslumaður á Eski- firði er Morgunblaðið hafði sam- Dagsbrún seg- ir upp samningum FÉLAGSFUNDUR Verka- mannafélagsins Dagsbrún- ar, sem haldinn var í Iðnó s.l. sunnudag, samþykkti meö atkvæðum allra fundarmanna að segja upp öllum kjarasamningum Dagsbrúnar með tilskild- um fyrirvara. Á fundin- um var einnig samþykkt tillaga um stuðning við sjó- menn í kjarabaráttu þeirra og þeim sendar sérstakar baráttukveðjur. Ennfrem- ur fagnaði fundurinn út- færslu fiskveiðilögsög- unnar í 200 sjómílur. Þá segir: „Fundurinn minnir á, að efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar er undir því komið, að vel takist til um verndun fiskstofnanna við strendur landsins, en þeir eru þegar í geigvæn- legri hættu. Því skorar fundurinn á þjóðina alla að standa einhuga saman um þá ófrávikjanlegu kröfu, að Is- lendingar einir nýti auðlindir íslenzka landgrunnsins." Einnig var samþykkt á fundin- um að skora mjög alvarlega á hafnaryfirvöld Reykjavíkur að beita sér fyrir þvl að bæði gömlu höfninni og Sundahöfn verði lokað fyrir allri óþarfa umferð að nóttu til vegna tíðra slysa, er átt hafa sér stað á undanförnum árum. Jafnframt er talin fyllsta þörf á að næturvarðmenn á skip- um hafi aðgang að litlum talstöðv- um þar sem víða er ókleyft að komast í síma við höfnina. Kristinn Hrólfsson formaður Iðnnemasambands Islands ÞRÍTUGASTA og þriðja þing Iðn- nemasambands fslands var haldið dagana 18. og 19. október s.l. ð Hótel Loftleiðum. Þingið ályktaði um eftirfarandi málaflokka: Iðnfræðslu, kjaramál, félags- og fræðslumái og þjóðmál. Þinginu lauk seint á sunnudags- kvöld Umræður voru mjög frjóar og málefnalegar, segir í fréttatilkynningu frá Iðnnemasambandinu. Þar segir, að þingið hafi setið 150 fulltrúar víðs vegar af landinu, og lýsi það mjög vel áhuga iðnnema á baráttumálum sinum. Á þinginu var kosin sambandsstjórn, og úr henni var síðan skipuð fram- kvæmdastjórn. í framkvæmdastjórn eiga nú sæti: Formaður, Kristinn Hrólfsson, varaformaður Jason Stein- þórsson, ritari Haraldur Bjarnason, 1 gjaldkeri Hallgrimur Valsson 2 gjald- keri Hallgrímur G Magnússon, meðstj Kristln Ásmundsdóttir oc Sveinn Ingvason Fræðslustjóri var endurkjörinn Ragnar Bragason og veitir hann for- stöðu Félagsmálaskóla Iðnnemasam- bandsins Ritstjóri Iðnnemans (mál- gagn Iðnnemasambandsins) var kjör- inn Jakob Ólafsson band við hann vegna sprengju- málsins, sem skýrt var frá á blað- síðu 3 á sunnudaginn. Við höfum haft vitneskju um þessa sprengju allt frá þvi flug- vélin hrapaði 1941. Hún er í brattri skriðu á afskekktum stað og erfitt að komast að henni nema í góðu veðri“, sagði sýslumaður. Og hann bætti við: „Þarna er sáralftil umferð manna og skepna. Ég hef ekki orðið var við áhuga nema eins manns á því að eyðileggja sprengjuna. Fyrir nokkrum árum voru staddir hérna menn sem voru að gera sprengju óvirka. Ég bað þá að líta á sprengjuna úr þýzku vélinni fyrst þeir voru komnir á annað borð en þeir komust þá ekki vegna veðurs.“ Gunnar sýnir í New York Gunnar Hannesson Ijósmynd- ari er um þessar mundir 1 New York þar sem hann sýnir myndir sfnar á hátíð hjá íslendingafélag- inu. Mun Gunnar sýna 400 lit- skuggamyndir á Hótel Biltmore auk 20 stækkaðra litmynda í stærðinni 70—100 sm. Þá mun Gunnar einnig ræða við forsvars- menn Nikon-house, en þeir hafa boðið honum að sýna myndir sfnar 1 hinum kunna sýningarsal þeirra f New York. Gunnar fór utan með um 20 þús. litmyndir, sem voru tryggðar á litlar 6 milljónir kr. Þegar ljósmyndari Mbl. Sv.Þorm. renndi f hlað hjá Gunnari var hann að leggja upp f vesturför sína með myndirnar í töskum og pinklum og Sveinn náði einni mynd með hraða 500. „Ekki ástæða til að kosta flokk að sunnan”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.