Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKT0BER 1975 Innlent kjarnfóður gæti sparað á annan milljarð ,,Ef reikningsdæmi Gunnars Bjarnasonar kemur út í reynd, eins og þaö lítur út á blaði, þá gætum við orðið sjálfum okkur nógir um kjarnfóður og af því yrði gífurlegur sparnaður. En við getum ekki fullyrt það enn, þar sem við höfum ekki prófað það með tilraunum. Hér er samt um svo háar upphæðir að tefla, a.m.k. á annan milljarð á ári, að það er vissulega leggjandi út í slíkt. Við höfum blátt áfram ekki efni á að spara til rannsóknanna." Á þennan veg voru ummæli rannsóknarmanna á Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, þeirra Björns Sigurbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra, Gunnars Sigurðs- sonar nautgripasérfræðings, Stef- áns Aðalsteinssonar búfjárfræð- ings, og Gunnars Bjarnasonar Fóðureftirlitsmanns, er frétta- maður Mbl. spurði þá hvort hægt væri að draga mjög úr eða koma alveg í veg fyrir innflutning okk- ar á kjarnfóðri. Tilefnið voru um- mæli Gunnars Bjarnasonar í grein Mbl., þar sem hann heldur þvi fram að hér á landi megi framleiða allt það kjarnfóður, sem notað er. En kjarnfóðurinn- flutningurinn er 60—65 þús. tonn á ári. Við þetta svar vaknar aftur sú spurning, hvort Rannsóknastofn- un landbúnaðarins hafi aðstöðu til að gera nauðsynlegar rann- sóknir. Og hvað þurfi til þess. Og svarið er að það ér hægt, raunar aðeins byrjað, en til þess skorti bæði mannafla, fé og aðstöðu. Innflutningur á fóðurbæti er nú mestur fyrir mjólurkýr, en nokk- ur fyrir sauðfé, alifugla og svín. En verð á kjarnfóðri hefur farið mjög hækkandi að undanförnu vegna hækkunar á olíuverði o.fl. Hvað er það þá, sem gera þarf tilraunir með? Þá liggur fyrst fyr- ir að fá vitneskju um hvað skepn- urnar þola án þess að afurðir breytist. I fyrsta lagi þarf að gera — en rannsókn- ir vantar enn tilraunir til að vita hvort sleppa megi kjarnfóðri handa sauðfé með skynsamlegri heygjöf. Hefur Stefán Aðalsteinsson hafið til- raunir, sem hafa gefið mjög skemmtilega og uppörvandi út- komu, að því er hann sagði. En allt slikt byggist að sjálfsögðu á góðum heyjum. í öðru lagi þarf að kanna hvort hægt er að framleiða á ódýran hátt fóður, sem gæti komið í stað- inn fyrir innflutt kjarnfóður, svo sem fóðurrófur, fóðurkartöflur og korn. Og hefur þá m.a. verið rætt um slfkt á söndunum, sem verið er að rækta upp. í þrjðja lagi er svo um að ræða að blanda innlendri fóðurorku f grasköggla og þá fyrst og fremst tólg og síldar- eða loðnulýsi. Til- raun með tólg var gerð sl. vetur. Tólgin er sett saman við grasmjöl og kúnum gefið það kögglað. Gunnar Sigurðsson stóð að þeirri tilraun, sem gerð var í Laugadæl- um. Tókst þetta mjög vel, að því er hann sagði. Mjólkin reyndist jafn mikil og að gæðum jöfn ann- arri mjólk. Engar tilraunir hafa enn verið gerðar með lýsisgjöf, en lýsið gef- ur mesta mögluleika hér, þar sem svo mikið er til af því í landinu, að því er rannsóknarmennirnir tjáðu okkur. Lýsisgjöfin yrði lfka hrein viðbót. Tólgin kemur af skepnun- um sjálfum, en lýsið yrði til aukn- ingar f búfjárrækt. Rætt við starfs- menn Rann- sóknar- stofnunar landbúnað- arins Tilraun með lýsisgjöf var ekki á áætlun á yfirstandandi ári og erf- iðleikar á að koma henni á í vetur, þar sem bæði vantar fé, aðtöðu og starfslið, að því er Björn Sigur- björnssonar upplýsti, er spurt var af hverju ekki væri farið út í slikar rannsóknir f stórum stíl. Gunnar Sigurðsson er einn í rannsóknum á nautgripafóðr- un. Hann hefur sem stendur engan aðstoðarmann. Ekki er heldur til rieitt tilrauna- fjós, sem byggt er sem slíkt. En von er til að á fjárlögum fáist fé til að byggja tilraunaf jós á Möðruvöllum. Ef það yrði gæti það verið komið f gagnið haustið 1977. Þá er fyrirhugað að byggja tilraunafjós fyrir 48 mjólkurkýr, og einnig geldnautafjós, þar sem hægt yrði að gera tilraunir með holdanaut úr Hrísey. En þarna yrðu m.a. gerðar tilraunir með mismunandi verkað hey og geymt á ýmsan hátt. Og að sjálfsögðu aðstæður til að vega nákvæmlega fóður f hverja kú á hverjum degi. í fyrstu er reiknað með að gera tilraunir með lýsið, eins og það kemur fyrir, til að halda niðri kostnaði. Ekki er vitað hve mikið má gefa af þvf, án þess að það hafi áhrif á mjólkina, og verður að kanna hve hátt má fara. En hert lýsi er öruggara, og þyrfti að gera tilraunir með það siðar. Niðurstöður af fyrstu tilraun- inni með tólgargjöf liggja fyrir, eins og áður er sagt. Var tólgin notuð að hluta einhliða og að hluta saman við kjarnfóður. En þá tilraun þarf að endurtaka. Að- staða er samt ekki til þess í vetur. Útkoman sem fékkst sl. vetur var góð og var fóðurgildi reiknað. Ekki fékkst beint svar við því hve mikið mundi vera hægt að nota af tólg sem kjarnfóður. Enn rann- sóknarmennirnir kváðust þó hafa ábendingar um slíkt. Verksmiðj- an í Gunnarsholti var tekin sem dæmi. 1% íblöndun af tólg eykur fóðurgildi framleiðslunnar f verk- smiðjunni um 3,7%, útskýrðu rannsóknarmennirnir. Þessi aukning kostar að vísu fjárfest- ingu í tækjum. En verðmæta- aukning í verksmiðjunni yrði samtals um 800 þús. kr. á ári, miðað við að fóðureiningaraukn- ingin yrði 37 þúsund á ársgrund- velli. Þetta miðast við núverandi stöðu verksmiðjunnar, en þar er árleg fóðureiningaframleiðsla nú um milljón fóðureiningar. Með 1% íblöndun af tólg yrði verð- mætaaukningin semsagt um 800 þús. kr. á ári. En óhætt mun að reikna með allt upp í 5% íblönd- un. Og á næsta ári mun verk- smiðjan í Gunnarsholti tvöfalda framleiðslu sína. Auk þess má reikna með því að tólgarbætt grasmjöl sé verðmætara fyrir kaupandann, þvf hægt er að gefa nógu mikið af því til að fullnægja fóðurþörfinni. Þá er enn ótalinn fjórði þáttur- inn, sem þyrfti að kanna, og það er kjarnfóðurvinsla úr mysu. í Mjólkurbúi Flóamanna fara um 230 tonn af mjólkursykri eða mysuþurrefni forgörðum. En þar er nú verið að koma upp tækjum til að nýta þennan mjólkursykur betur. Má áætla að í mjólkurbú- unum leggist þannig til um 500 tonn á ári. Að vísu kostar nokk- uð að vinna sykurinn. Til þess má nýta þurrkklefana í síldarverksmiðjunum að því er Rannsóknastofnunarmenn sögðu, og einnig nýta aðra orku í landinu, svo sem jarð- hita og raforku. Þeir bentu á að þörfin fyrir rafmagn til þessa verkefnis er mest, þegar raf- magnsnotkun i landinu er minnst, þ.e. á sumrin. Vatnsorkan er mest á vorin og sumrin, þegar snjór og jöklar eru að bráðna. Þá rennur mikið vatn ónotað til sjávar. Þá orku þyrfti að vera hægt að fá ódýrari til heyþurrkunar og slfkr- ar kjarnfóðurvinnslu. Við það mundi sparast mikið fé og mikill gjaldeyrir. Verkefnin eru semsagt marg- vísleg og brýn á þessu sviði. Guðrúri K. Jóhannsdóttir: Að gefnu tilefni út^ grein Kol- brúnar S. Ingólfsdóttur „Hugleið- ingar húsmóður“ vil ég mega þakka henni þarfa hugvekju til okkar, sem erum heimavinnandi. Að vekja okkur til alvarlegrar umhugsunar, um þann mikla órétt sem heimavinnandi hús- mæður eru beittar af þjóðfélag- inu, þær eru nánast gleymdar, það er ef til vill ekki óeðlilegt, en þó I hæsta máta ómaklegt. Heima- vinnandi húsmóðirin gerir litlar kröfur til þjóðfélagsins um bætt lífskjör, hún biður ekki um þarfa og óþarfa styrki sér til handa og hún teygir sig ekki lengra og lengra í ríkiskassann eftir sífelt hærri þóknun fyrir sín störf. Það er kannski einmitt þess vegna sem hún er nánast gleymd. Það er bara það vandamálið, að þegar maður byrjar að velta einu atriði fyrir sér, sækir annað að, og ef við athugum stöðu heimavinn- andi húsmóður í þjóðfélaginu f dag rennur það óþægilega upp fyrir manni að það er rétt svo að hún telst til mannfélagsins. Heimavinnandi húsmóðirin hefur mjög takmörkuð réttindi hvað þjóðfélagið snertir og það sem verra er að það að vera „hús- móðir“ er jafnvel niðrandi í aug- um alltof margra. Hversu oft heyrum við ekki sagt um heima- vinnandi húsmóður, hún gerir ekkert, hún er bara heima, en trúað gæti ég þvf að vinnudagur okkar sem heima erum hafi ekki alltaf verið skemmri en hinna, og í beinhörðum peningum höfum við ekki þegið laun okkar að kvöldi, enda verður móður- og húsmóðurstarfið ekki metið til fjár í þess orðs fyllstu merkingu, en hlunnindi sem hægt er að veita ættu að vera sjálfsögð heimavinn- andi húsmæðrum eins og hinum. Það hefði verið æskilegt á þessu margumtalaða kvennaári að lyfta þeirri stöðu, sem óumdeilanlega er mikilvægust hverju þjóðfélagi, þ.e. móður og húsmóðurstaðan til þess virðingarsætis sem hún með réttu á skilið. Það er áreiðanlega sannmæli að heimilin séu hornsteinar hvers þjóðfélags. Það dregur enginn f efa og er þá ekki sanngjarnt að viðurkenna það að „konan“, móðirin og húsmóðirin sé horn- steinn hvers heimilis. Ég ætla ekki að kasta rýrð á hlut húsbónd ans og hans þátt, síður en svo. Hann á vissulega sitt, en ég er aðeins að ræða hér stöðu hinnar Guðrún K. Jóhannsdóttir Baráttumálið, sem gleymdist heimavinnandi húsmóður og konu í þjóðfélaginu. Við vitum það öll að þegar konunnar nýtur ekki lengur við á heimilinu, af hvaða toga sem það er spunnið, þá brestur grundvöllur heimilislífs- ins. Við þurfum ekki annað en renna huganum að húsmóður- lausu heimili,þá sjáum við öll hve stór hlekkur það er sem brostið hefur. Mér koma í hug f þessu sambandi ljóðlínur úr kvæði Einars Ben. til móður sinnar, það lýsir svo óendanlega miklu, kannski hefur hann fundið það betur, hvers virði móðir og hús- móðir er einmitt af því að hann fékk ekki notið þeirrar gæfu. Ljóðlfnurnar eru þessar. Þú vóst upp björg á þinn veika arm, þú þekktir ei hik eða efa. 1 alheim ég þekkti einn einasta barm sem allt kunni að fyrirgefa. Hve mörg móðirin og húsmóðir- in á ekki þessi dásamlegu um- mæli skilið. Flest okkar, sem nú erum komin á miðjan aldur og þar yfir, getum með ósegjanlegri hlýju hugsað til mæðra okkar. Þær stóðu sannarlega í sinni stöðu sem húsmæður en því miður er komin brotalöm í þetta skipulag. Nú hefur konan í mikl- um mæli sótt frá heimilinu og það eru nánast að verða hjáverk það sem í raun og veru á að vera aðalatriðið, en um þessi mál eru, sem eðlilegt er, skiptar skoðanir, tíðarandinn hefur breyst og það gerum við okkur Ijóst en hvort það er að sama skapi æskilegt það er annað mál. Ég vil þó éngan veginn líta fram hjá því sem vel hefur verið að unnið. Vil ég þar nefna t.d. öldungadeild Hamra- hlíðarskóla. Þar er hinni heima- vinnandi húsmóður gert fært til jafns við aðrar konur að njóta sín ef hún hefur getu til. En hér er eitt stórt vandamál. Það er ekki öllum gefin námsgeta í jafnríkum mæli, þess vegna þyrfti að vera aðstaða á verklega sviðinu einnig, t.d. f sambandi við handavinnu. Áreiðanlega er mörg fullorðin kona vel fær um að kenna handavinnu þótt hún hafi ekki endilega tekið stúd- entspróf. Þetta tel ég að bæði kennaraskólinn og hús- mæðraskólar mættu taka til athugunar og gera húsmæðrum kleift að bæta við sig menntun á þessu sviði og útskrifa þær sfðan jafnvel sem kennara. Stúdents- próf ætti ekki að þurfa að vera forsenda þess að hver einstakl- ingur fái notið þeirra hæfileika sem honum eru búnir. Ég vildi mega benda á nauðsyn þess að heimavinnandi húsmæður, sem náð hafa 35—40 ára aldri og þar yfir, ættu að eiga völ á endurhæf- ingu og þá f sem fjölbreytilegustu formi ef þær kysu eða þyrftu að fara út í atvinnulífið á ný. Þær konur sem eingöngu hafa helgað sig heimili og börnum í 20 ár og þar yfir þurfa eðlilega að laga sig breyttum aðstæðum og kröfum, sem til þeirra væru gerðar. Ég er sannfærð um að það er fjöldi kvenna, komnar á miðjan aldur, sem hafa geysimikla starfsorku og þær eru áreiðanlega ekki síðri vinnukraftur en ungar stúlkur, þær hafa þó alltént reynsluna og þroskann fram yfir þær yngri en þær veigra sér við að sækja út á vinnumarkaðinn á ný af þeirri einföldu ástæðu að þær telja sig ekki hafa fylgst nægilega með breytingum, sem orðið hafa. Það sýnist svo að það gæti veríð verðugt verkefni alþingiskvenna okkar að taka til athugunar á kvennaárinu hvað gera mætti heimavinnandi húsmæðrúm til hagsbóta, ef þær að loknu sínu hlutverki sem mæður kjósa að fara út f atvinnulifið að nýju og nýta sína starfskrafta sjálfum sér til ánægju og öðrum til hags- bóta. Heimavinnandi húsmæður hafa nefnilega kospingarétt eins og útivinnandi konur og nýta !*.•.*-* * « m.m » « m* m c. ma ) hann alveg eins og þær þó þær standi ekki í verkföllum og hafi engin félagssamtök sem berjast fyrir þeirra réttindum enda gleymast þær óþægilega nema þá helst á kjördegi. Hvað viðkemur barnaheimilum þá segir það sig sjálft að auðvitað ættu börn heimavinnandi kvenna að eiga tilkall til veru þar eins og hin. Ég veit ekki betur en barna- heimili séu reist og rekin fyrir skattpeninga heimavinnandi kvenna þó það líti kannski öðru vísi út af því það eru eiginmenn irnir sem greiða skattana en við Ieggjum okkar hlut af mörkum engu síður en hinar útivinnandi, aðeins með ofurlitið öðrum hætti. Ósanngjarnt virðist það ekki vera að hið opnbera taki það til gaumgæfilegrar athugunar sem fyrst hvort heimavinnandi kona eigi ekki rétt að að fá til helm- ingsskipta kaup manns síns og svo eins og útivinnandi kona helm- ings frádrátt af sínum hlut. Að endingu þetta. Konur! minn umst þess að ekkert starf í veröld- inni er eða verður mikilvægara en að vera móðir og húsmóðir. Því máltækið segir að hendurnar sem rugga vöggunni, stjórni framtfð heimsins. Það er því ekki lítil ábyrgð sem hverri konu er lögð á herðar, einmitt sú að vera móðir og húsmóðir, þó allt virðist benda til þess í dag að lfta megi á þessi mikilvægu störf sem hjáverk. Framtíðin ein getur skorið úr um það hvort sé giftudrýgra rótlaust heimilislíf þar sem börn og heimili eru aukaatriði eða rót- fasta heimilið sem skapar framar öðru fyrst og fremst öryggis- kennd þar sem velferð heimilis- meðlima er aðalatriðið. Það er von mín að í framtíðinni búi þjóð- félagið þannig, að hinni heima- vinnandi húsmóður, sem hún á sannarlega skilið svo hún geti með stolti og ánægju fundið og sagt ég ér „húsmóðir" Guðrún K. Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.