Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÖBER 1975 Gullfuglinn og tók til snæðings. Þá kom refur fram úr kjarri og horfði á. „Góði, gefðu mér bita,“ sagði refurinn. „Farðu í hrútshorn,“ sagði konungs- sonur, „ekki veitir mér líklega sjálfum af matnum mínum, því það veit enginn hve langt ég þarf að fara.“ „Jæja, þá það,“ sagði refurinn og hvarf inn í kjarrskóginn aftur. Þegar konungssonur hafði matast um stund, lagði hann aftur af stað. Loksins kom hann í sömu borgina og sama gisti- húsið og bróðir hans hafðist nú við í, og þar fannst yngsta konungssyninum Ifka gott að vera, og sá fyrsti, sem hann hitti, var bróðir hans, og svo settist hann um kyrrt með honum. Bróðir hans hafði svallað og spilað, svo að það var rétt svo að hann átti eftir fötin utan á sér, en nú byrjuðu þeir aftur, og varð nú slík kátína, dans og fjör, að yngsti sonurinn gleymdi einnig ferð sinni, gullfuglinum, föður sínum og öllu ríkinu. Og ekki spurðist heldur meira af honum um hríð. Þegar nú leið aftur að því, að eplið skyldi þroskast, þá átti nú næstelsti konungssonurinn að fara út í aldin- garðinn og halda vörð um gulleplið. Þetta heimabrugg þitt er bara ágætt, sleppi maður bragðinu. I_____________________________-J Þjónn fór með honum, sem hjálpaði honum upp í tréð og hafði hann einnig með sér spil og ölbrúsa sér til dægra- styttingar, að hann ekki sofnaði á verðinum. En allt í einu um miðja nóttina varð bjart sem um hádag, fuglinn kom og lýsti af hverri fjöður, og um leíð og fuglinn tók eplið, ætlaði konungsson- ur að grípa hann, en náði aðeins í stélið og hélt eftir einni fjöður úr því. Svo fór hann inn til föður síns með fjöðrina í hendinni og þegar þangað kom varð albjart þar ínni, svo lýsti af þessari einu fjöður. Konungssyni gramdist að hafa látið fuglinn sleppa með eplið og vildi nú endilega fara og reyna að finna hann og ná frá honum gulleplinu, sem hann hafði tekið. Líka ætlaði hann að reyna að hafa upp á bræðrum sinum, að því er hann sagði. Konungurinn hugsaði sig lengi um, hvort hann ætti að láta hann fara, þvi hann hélt varla að honum gengi betur og vildi ógjarna missa alla syni sina svona út í buskann. En konungssonur bað föður sinn svo vel um fararleyfi, að honum var loks veitt það. Svo tók hann að búa sig út, fékk nesti, föt og fé, eins og hinir höfðu fengið, síðan lagði hann af stað. Þegar hann hafði gengið nokkra leið, settist hann niður, til þess að fá sér bita, og hann var rétt búinn að opna malinn, þegar refur kom fram úr kjarri þar skammt frá, nam staðar og horfði á konungsson. „Æ, góði, gefðu mér svolítinn matar- bita,“ sagði refurinn. Ég gæti nú sjálfsagt notað matinn minn sjálfur,“ sagði konungssonur, „því ekki veit ég, hve langt ég þarf að fara, en svo mikið hef ég i malnum, að ég get gefið þér bita með mér.“ Þegar refurinn hafði fengið kjötbita að bíta í, spurði hann konungsson, hvert hann ætlaði. Og honum var sagt það. „Ef þú vilt hlýða mér, þá skal ég hjálpa þér, og þá mun þér ganga vel“, sagði refurinn. Þessu lofaði konungssonur, og svo lögðu þeir af stað saman. Þeir héldu nú áfram ferðinni um stund, þar til þeir komu til borgarinnar, þar sem gistihúsið var, þar sem alltaf var gleði og glaumur, en aldrei sorg. „Hér verð ég að fara framhjá, hér eru svo margir hundar,“ sagði refurinn, og svo skýrði hann konungssyni frá því, /---------------------------------\ Karl II Bretakonungur gekk eitt sinn fram hjá manni, sem búið var að hengja. Hann spurði böðulinn hverju það sætti, að maður sá væri svo kominn. Honum var gefin sú skýring, að mannauminginn hefði skrifað nfðrit um einn af ráðgjöfum konungs. — Ffflið, sagði konungur, hvers vegna skrifaði hann ekki skammir um mig, þá hefði enginn gert honum neitt? X Jðn gamli, sem var orðinn háaldraður, drýgði ellilaunin sfn með'þvf að rukka. Eitt sinn fór ein frúin að ræða við hann. — Hvað segirðu, áttu föður á lífi, þú svona gamall? Hvað er hann eiginlega gamall? — Ja, ég man það nú ekki, svaraði Jón, en hann er vfst eitthvað eldri en ég. V______________________________ Lárus: — Ja, hvar endaði þetta allt saman, ef mennirnir hefðu ekki bjartsýni. Valdi: — Bjartsýni? Hvað er nú það? Lárus: — Veiztu það ekki, maður? Bjartsýni er það, sem heldur mönnum uppi f and- streymi lífsins. Valdi: — Nú, þú átt við brennivín og neftóbak. X — Það var tekin mynd af mér f dag. — Ófullum? — Já, auðvitað. — Þá hlýtur það að hafa verið augnabliksmynd. X Frúin: — Þvf miður geturðu ekki hitt manninn minn, hann er f baði. Rukkarinn: — 1 hvert skipti, sem ég kem hingað er hann f baði. Hvernig er það, á hann engin föt til þess að vera f? Morðíkirkjugarðinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi 15 klippt hár. Og er eins og ofsalega geggjaður stundum. En nú kom Barbara skyndilega f ljós fyrir aftan Lottu og græn augun hennar gneistuðu þegar hún heyrðf hvað umræðuefni okkar var. — Márten Gustafsson er miklu betri en þið öll, hrópaði hún þrjóskulega. — Hann er vingjarn- legur og skilningsríkur og góður piltur og enda þótt hann.... Hún snarþagnaði og allt f einu varð hún grípin af þessum skap- lyndissveiflum, sem var svo grunnt á hjá henni að minnsta kosti sfðan ég hafði kynnzt henni. Hún greip báðum höndum fyrir andlitið og brast f ákafan grát. Ég horfði á hana og enda þótl ég hefði séð hana skipta skapi oft og mörgum sinnum þessar sfðustu klukkustundir hugsaði ég ósjálfrátt með mér að ég hefði ekki séð hana gráta sfðan þessi sorglegi atburður kom fyrir, fyrr en nú. Og ég vissi að eftir það sem rætt hafði verið hér þessar sfðustu mfnútur var ég orðin mjög áf jáð f að hitta ákveðinn ungan mann, rauðskeggjaðan, sem átti mótor- hjól. 5. kafli. Þar sem mér þótti ófært að láta Barböru standa þarna frammi f borðstofunni grátandi og enginn gerði sig lfklegan til að sinna henni, rcis ég á fætur og leiddi hana einbeitt á brott. Við vorum þó ekki snarari f snúningum en svo að við heyrðum báðar þau orð sem Tekla Motander mælti hátt og snjallt: — Hún gæti nú að minnsta kosti klætt sig f svarlan kjól f staðinn fyrir að vera f þessari grænu druslu eins og hirðfffi. Þetta hafði vitaskuld þau áhrif að tárastraumur Barböru magn- aðist stórlega. Hún hljóp grátandi gegnum eldhúsið og inn f her- bergi Hjördfsar kastaði sér á svefnsófann og lamdi tryllings- lega hnefunum f kringum sig. — Hún er viðbjóður! viðbjóður! Hún hefur ofsótt míg allar götur sfðan ég kom til Vástlinge og ef hún þyrði myndi hún með glöðu geði skera mig á háls og henda mér í ruslið f kirkjugarðinum. En ég gæti nú sagt sögu um hana, það gæti ég sannarlega og ef hún heldur... Hún reisti sig snögglega upp og þagnaði. — Bfðið! Það er einhver frammi I búrinu ... einhver sem liggur á hleri... Eg fullvissaði hana um að þetta hefði verið mishevrn, en hún léf sér ekki segjast fyrr en ég hafði gengíð fram og athugað hvort þar væri nokkur á ferli. Hún þurrkaði sér f grfð og erg um nef og augu með vasaklútnum mfnum og ýtti hárlokknum frá rjóðu andlitinu. — Allt er eins og martröð. En ekki hefði mér nokkru sinni dott- ið f hug að Arne yrði að þola annað eins og þetta ... Hann var ... ó, nei! Auðvitað getið þér ekki vitað um það hvernig hann var ... Mér fannst hann svo indæll og góður frá þvf ég kynntist honum. Hann söng svo vel og dansaði bet- ur en allir aðrir og allar stúlkur scm komu nálægt honum urðu hrifnar af honum. Ég man að ég sagði einu sinni að hann væri einmitt maður sem ætti ekki að giftast! En þér getið ekki fmynd- að yður, hvað mér skjátlaðist. það er varla hægt að hugsa sér betra hjónaband. Og svo allt f einu ... án þess að ég skilji hvorki upp né n«ður þá er öllu lokið... ÖLLU. Eg horfði hjálparvana á hana og fann á mér að hver tilraun tii hughreystingar var fyrirfram dæmd til að misheppnast og þvf lá við að mér létti þegar hún sveiflaðist á ný frá sorg til reiði. — En Tekla Motander! Hún er vfst ekki hnuggin yfir þvf að ég fái aldrei að sjá hann aftur. Þó að ég ætti kannski ekki að segja neitt, veit ég nú hitt og annað sem myndi vekja áhuga lögreglunnar. — Góða frú Sandell, sagðí Christer, sem kom nú inn um dyrnar án þess við hefðum veitt honum athygli — lögrcglan þjáist af forvitni og hefur áhuga á furðulegustu atriðum. Hvað haldið þér að gæti vakið athygli og áhuga okkar. Hann kynnti sig kurteislega og krosslagði svo langa fótleggina eftir að hafa tyllt sér niður f stól og horfði þolinmóður og vinalega á Barböru. Barbara dró ósjálfrátt niður kjólfaldinn, mjög kvenleg hreyf- ing og þokkaful) f einfaldleika sfnum. — Ekki neitt, sagði hún sfðan sem svar við spurningu Christers. — Ég meina, þegar ég... hugsa út f það, held ég ekki að það svari kostnaði að angra önnum kafna lögreglumenn með þvf. Þið hafið um annað að hugsa. Sá er einn af mörgum kostum, sem prýðir Christer þegar hann yfirheyrir fólk, að hann er óheyri- lega þrjóskur. Nú vék hann fús- lega að öðru umræðuefni. — Treystið þér yður til að svara nokkrum spurningum sem varða þá atburði sem gerðust f gær? Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.