Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÖBER 1975 Þá eru stjómmálamemiimir í essimi sínu, þegar moldin rýkur í logninu — eða? Herbert Guðmundsson, ritstjón: — Ármannsfellsmálið og raunveruleikinn að baki þess Það er eins og óskráð lögmál, að með dvinandi degi færist fjör f andlega skemmtun alvöruþjóðfé- lagsins hér á Isiandi. Vafalaust eru það engin undur, fremur eðli- legur hlutur, því hvað er nærtæk- ara við okkar aðstæður, sem binda menn lengst af árinu við andlega fimleika fremur en lík- amlega. Og sem betur fer er okk- ur ekki alveg fyrirmunað að gamna okkur þennan drunga- lega árstíma, þótt alvaran sé yfirleitt einn allsherjar kökkur af vandamálum. Því er þó ekki að neita, að gamnmin, hin aldlega skammdegis-gam- ansemi, tekur stundum á sig einkennilegustu myndir. Hún á það til, að verða æði kald- hæðin, jafnvel að krympla angur- værðina, sem við höfum keppst við að breiða yfir hin viðteknu þjóðfélagsvandamál hér á þessu fámenna eylandi. Þetta hefur þó næstum aldrei skipt máli, nema eitt augnablik. Því ættum við Ifka að vera að trufla sjálf okkur með alvöru-alvöru? TfVOLÍ 75 Já, því skyldi ég vera að setja fingur í þá dæmalaust miklu ánægju sem stjórnmálamenn upp til hópa og fjölmiðlar hafa nú fært okkur á silfurdiski með hinu stórmerka Ármannsfellsmáli, sem jafnvel ungbörn hljóta að njóta með móðurmjólkinni? Ég get ekki að því gert, en mér finnst þetta aðalnúmer ,í hinu andlega, íslenska Tívolíi hausts- ins 75 of kaldhæðið til þess að láta mér nægja að brosa. Ármanns- fellsmálið er eitt af þessum allt of augljósu dæmum um það, hvernig við veltum okkur upp úr eigin afglöpum, hlöðum ánægð og gleið- brosandi ofan á yfirþyrmandi þjóðfélagsvandámál án þess að gera okkur grein fyrir því. Mér finnst við vera farin að gera full lítið úr okkur. NÚMERIÐ Það fer enginn f grafgötur um það að númerið þessa stundina er Ármannsfellsmálið. Jú, allir vita, að byggingarfyrirtækið Ármanns- fell hf. gaf 1 milljón króna í bygg- ingarsjóð Sjálfstæðisflokksins jafnframt, að sama fyrirtæki var nokkru síðar úthlutað byggingar- svæði í höfuðborginni með all- nokkuð sérstæðum hætti á tímum tilfinnanlegs lóðaskorts og að út- hlutunin byggðist á vilja kjörinna fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins f borgarstjórn. Tengsl- in milli þessara atvika eru Sjálfstæðisflokkurinn og trúnaðarmenn hans, þó alveg sér f lagi einn þeirra, sem í senn er fjáraflamaður fyrir Sjálfstæðishúsið og kjörinn borgarfulltrúi af lista flokksins. Þessi persóna hafði ein- mitt forgöngu á báðum vængjum málsins, en það hefur síðan verið notað til þess að byggja á ásakanir um mútur. Málið er meira að segja komið til sakadómsrann- sóknar. Moldrokið í kring um þetta mál er orðið geysilegt, bæði á sam- kundum og í fjölmiðlum. Aðalbar- daginn stendur um almenningsá- litið og margvísleg meðul eru not- uð. Ekki er unnt að kasta tölu á þá krafta, sem lagðir hafa verið í að sanna eða aísanna fullyrðingar eða grunsemdir, beinar og óbein- ar — eða í „skýringar“ í fjölmiðl- um, svo að ekki sé minnst á mála- tilbúnað, sem tengist þessu öllu saman, eins og tillögugerð um aðra meðferð lóðaúthlutuna en gilt hefur. _ .1. þýssu rpálj_ hefur sannar^ega. ekkert verið sparað í sókn og vörn eða fréttaflutnigi. GÚMMlGÆSIN Enda þótt ég geri út af fyrir sig ekki lítið úr hugsanlegri alvöru máls af þessu tagi, hef ég ekki getað varist brosi yfir öllu mold- rokinu. Á sama tíma og stjórn- málamenn og fjölmiðlar hafa að því er virðist ómældan tima og nægt fjármagn til þess að blása og frýsa út af hugsanlegu misferli varðandi úthlutun tiltölulega lít- ils byggingarsvæðis í höfuðborg- inni, hefur enginn, alls enginn, nokkurn áhuga á að berja í þann svakalega brest, sem er raunveru- leg orsök þess, að þetta mál gat yfirleitt orðið til. Það er engri hugsun, hvað þá athöfn gaukað að úrbótum í því efni. Það er með öðrum orðum aukaatriði í öllum þessum bægslagangi, að lóða- skortur hefur verið og er ein helsta meinsemdin í húsnæðis- og byggingarmálum á höfuðborgar- svæðinu. Auðvitað er það ekki broslegt, að þessi vandi skuli vera sá sem hann er, né heldur að þessum höfuðvanda skuli enginn gaumur gefinn, nema til þeíss að sýnast endrum og eins. Samt get ég bros- að að þeim mönnum, sem leyfa sér þann munað, að sýna þjóðinni áhuga sinn á vandamálum hennar -með slíkum gervitilburðum og raun ber vitni. Þeir virðast kom- ast í reglulega feitt, þegar gúmmígæs er I færi, þótt hvorki hún né moldrokið af slíku skyttiríi hafi aðra þýðingu en þá, sem veitir stundarfró frá alvöru lífsins. Þetta er eins og hvert annað fyllirf. Þegar risið er upp á ný, stendur ekki annað eftir en timburmennirnir — eða tómleikinn, eftir allt gam- anið. Vandinn hefur þó á sama tíma fremur stækkað en hitt. 1 mínum huga er þetta Ár- mannsfellsmál einfaldlega dæmi- gert um framtakssemi stjórn- málamanna og einnig fjölmiðla í aðalatriðum. Þannig er opinber, íslensk stjórnkænska og þannig er aðhaldið oftast nær: Moldin rýkur í logninu. Á meðan höfuð- vandamál þjöðfélagsins eru látin danka, jafnvel í áratugi, sóa menn tíma sínum og kröftum í ómerki- legan byssuleik, smáskítlegt karp um afleiðingarnar af því, að burð- arviðir þjóðarskútunnar hafa fún- að í umhirðuleysi. Það er af nægu að taka til þess að styðja þetta álit, ekki aðeins á sviði húsnæðis- og byggingarmála, það má eins nefna vinnulög- gjöfina, Verðlagsmálin, sjálfa stjórnarskrána, hvað þá annað. I öllum þessum höfuð- þáttum og mörgum fleiri finnst ekki sú hugsun eða það vit, sem menn eru jafnan reiðubúnir að fórna, þegar einhverjum verður fótaskortur á hálfgerðum vegin- um — eða jafnvel einhverjum sýnist svo vera. BAK VIÐ LEIKTJÖLDIN Svo ég snúi mér beint að mál- inu, sem þessa stundina er aðal- skemmtiatriðið, Ármannsfells- málinu, er skammt að leita orsak- ar fyrir þvf, að það varð til, eins og ég hef áður getið. Það er sú raunalega staðreynd, að Reykja- vikurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fullnægja engan veginn eftirspurn eftir byggingarlóðum undir íbúðarhús- næði. Þessi staðreynd segir margt. I fyrsta lagi að fram- kvæmdavaldið í húsnæðis- og byggingajmájum hefur ekki_ ráðið^ við og ræður ekki við þennan brýna þátt í þjóðarbúskapnum. I öðru lagi, að framkvæmdavaldið hefur ekki ráðið við og ræður ekki við framkvæmd ýmissa tengdra löggjafaratriða, svo sem varðandi byggðastefnu. í þriðja lagi, að þetta ástand veldur því, að byggingar- og húsnæðiskostn- aður er miklu hærri en annars væri. í fjórða lagi, að ástandið stuðlar að margvíslegri spillingu, sem er rakinn fylgifiskur hvers konar skömmtunar. Og þannig gæti ég lengi talið. En hvers vegna er ástandið svona? Er það ekki eins og oft er hamrað á óhjákvæmilegt vegna þess hve við erum fá, smá og fátæk? Ég segi nei, nei og aftur nei. Þetta eru mistök, sem rekja má til þess, að skort hefur á kjark, að skort hefur á yfirsýn, framtak og úthald í opinberri stjórnsýslu. Hvorki meira né minna, kannt þú að segja. Þetta eru þungar ásak- Herbert Guðmundsson ritstjóri: anir, því er ekki að neita, og þær eru líklega ekki nógu spennandi ... það er nefnilega ógerlegt að stilla neinum einstaklingi upp í snöruna. Ffgúran f dæminu hefur ekki bara eitt andlit. Samt er hún raunveruleg. Og hér er ekki um lóðamálin ein að ræða. Húsnæðis- og bygg- ingarmálin yfirhöfuð eru einn forarpyttur, þau eru í einu og öllu svipmynd af lélegustu sköpunar- verkum þjóðarforystunnar í ára- raðir. KAOS Stormskýrsla Rannsóknarráðs ríkisins um þessi mál hefur vakið nokkurn úlfaþyt. Að vonum. Þessi skýrsla er þó enn í fárra höndum og er raunar svo viða- mikil, að hún verður vart á al- mannavirorði. 1 þessari skýrslu er tiplað á flestum vandamálum húsnæðis- og byggingarmála. Þar er að finna nokkuð raunsætt mat á ástandinu. Astandið er kaos. Af- leiðingin er auðvitað einnig kaos. Þetta er upplausn. Skýrslan er góð, af því að hún er frá ríkisstofnun, hún nálgast sannleikann að miklu marki, hún er syndaregistur með opinberum stimpli. Kannski verður tekið mark á henni. En hér hefur ekkert nýtt kom- ið í dagsljósið. Þetta hefur ver- ið svona langa lengi, en menn hafa einfaldlega leitt það hjá sér, þeir menn, sem ráða. Þeir hafa skapað kaos. Og svo er það stóra spurningin: Láta þeir sér segjast? ÞAÐ SKIPTIR MÁLI Ármannsfellsmálið, sem fékk stjórnmálamenn og fjölmiðla til þess að þyrla upp hinum stórfeng- lega (?) moldarstrók, er í sjálfu sér nauðaömerkilegt. Orsökin — sú staðreynd, að húsnæðis- og byggingarmál þjóðarinnar eru í upplaúsn skiptir vissulega megin- máli. Húsnæðis- og byggingarmál okkar íslendinga eru ekki aðeins eitt af okkar nauðsynjamálum. Þessi málaflokkur skiptir hvað mestu í efnahagsafkomu hvers og eins, þegar tekjum er ráðstafað. öll frávik til góðs eða ills valda miklu um afkomu okkar sem einstaklinga og sem þjóðar. Húsnæði er hér í sama flokki og matur og klæði. Ástandið er nú í fáum orðum þannig: 0 Félagsfræðilegar rannsóknir eru engar til. # Byggingarrannsöknir eru alls ófullnægjandi. Þær eru af fjár- hagslegum ástæðum því sem næst aðeins sýndarmennska. # Skipulagsmál eru ögn lftið bet- ur sett, ekki meira. 0 Byggingaundirbúningur að öðru leyti, s.s. gerð gatna í nýjum hverfum, svarar hvergi nærri þörfum og kröfum. 0 Byggingariðnaður fær ekki þrifist við slfkar aðstæður 0 Byggingarkostnaður er óhóf- legur. Húsnæðiskostnaður þar af leiðandi einnig. Árstala á núverandi verðlagi er — ég fullyrði — 3,5 milljarðar króna umfram nauðsynlegan bygg- ingarkostnað, miðað við „Ieyfð“ verkefni. 0 Aðalatriðið — að fjármagni er í öllum atriðum rangt beitt sem sé, framkvæmdir á grund- velli opinbers skipulags eru í molum . .. þótt löggjöfin sé fullnægjandi. Getur nokkur vafi leikið á því, að slfkt ástand eins helsta þáttar lífskjara okkar Islendinga slái út mál eins og hið svokallaða Ár- mannfellsmál? Jafnvel þótt þessi lýsing mín þætti óhóflega skuggaleg, sem ég neita að hún sé. Ég hef fylgst það lengi með hús- næðis- og byggingarmálum og vegna atvinnu minnar kynnt mér það ftarlega, að ég þykist ekki fella hér neinn sleggjudóm. Nið- urstaða mín er og studd í ýmsum atriðum af upplýsingum sem allt- af eru að koma fram af og til, þótt enginn ráðamaður í valdastofn- unum ríkisins virðist hlusta á þær. Raunar er það ekki aðalatriðið, hve þessi kaos er stórfelld. Við höfum ekki efni á neinni kaos í lífshagsmunamálum okkar. Og þegar slíkt ástand á rætur sínar að rekja til hreinna afglapa f stjórnun, er það ekki verjandi. MEINIÐ Ég freistast til þess að ræða þetta mál ögn frekar, enda naum- ast stætt á öðru, þótt ég hafi alloft áður gert það og rökstutt skoðun mína lið fyrir lið. Hér á undan Iýsti ég frá mínum bæjardyrum séð ástandi húsnæð- is- og byggingarmála. Þessa lýs- ingu má draga saman í eina stutta setningu, eins og ég gerði þar: Fjármagni til húsnæðis- og bygg- ingarmála er f öllum atriðum rangt beitt. Þessi fjármagnsbeit- ing, skipulagningin, er öll í hönd- um framkvæmdavalds ríkisins skv. lögum og reglugerðum. Eins og áður segir, eru f húfi afdrif eins helsta lffskjaraþáttar landsmanna, byggingarkostnaður i'búðar- og atvinnuhúsnæðis og í framhaldi af því reksturskostnað- ur húsnæðisins. Aðeins bygging- arkostnaður fbúðarhúsnæðis er um fjórðungur árlegrar fjárfest- ingar í landinu. Það -er ljóst, að húsbyggingar eru tæknilegt viðfangsefni. Það er ennfremur ljóst, að fbúðabygg- ingar eru félagslegt úrlausnar- i * .» k. u a m * *v« tkiiiiit efni, þ.e. þarfir á hverjum tíma markast af margþættum félags- legum staðreyndum, sem sumar eru óbreytanlegar en aðrar sveigj- anlegar. Til þess að vænta megi eðlilegra viðbragða í skipulagi úr- ræða og framkvæmda, er nauð- synlegt að fyrir liggi upplýsingar um kröfur og úrkosti, byggðar á vísindalegum rannsóknum hér á landi og samanburði frá öðrum löndum. Á þessu ári eru aðeins 10 ár liðin síðan ákveðið var að stofna Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins, en áður voru bygg- ingarannsóknir smár hluti rann- sókna á vegum Háskólans. Á 10 ára afmælinu, á þvf herr- ans ári 1975, má gera ráð fyrir því, að Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins verji 10—15 milljónum króna til húsbygginga- rannsókna, sem svarar til bygg- ingarkostnaðar við meðal einbýl- ishús. Þessi upphæð svarar f mesta lagi 1/1000 af fjárfestingu í fbúðarhúsnæði hér á landi þetta árið! Er þetta ekki athyglisvert? Að þvf er ég best fæ séð, eru félagsfræðilegar rannsóknir í höndum tveggja ríkisstofnana, Húsnæðismálastofnunar og Fram- kvæmdastofnunar (áður Efna- hagsstofnunar). Ekki tekur því að nefna tölu um það, hvaða fjárhæð þessar stofnanir leggja í ár til félagsfræðilegra rannsókna á þessu sviði. Húsnæðismálastofn- unin hefur ekki fram á þetta ár sinnt þessu mikilsverða verkefni, en ég hef óljósar fregnir um, að í sumar hafi vottað fyrir fyrstu við- leitni í þessa átt á þeim bæ. Það er þó leyndarmál enn sem komið er. Framkvæmdastofnunin hefur ný- lega sent frá sér áætlun um þörf fyrir nýjar fbúðabyggingar næstú árin, en fyrir nokkrum árum kom sams konar áætlun frá Efnahags- stofnuninni sálugu. Upplýsingar Framkvæmdastofnunar nú eru þó ekki nýjar fréttir, því m.a. fyrir mína tilhlutun hafa slikar tölur birst af og til. Það er þó ekki ónýtt, að Framkvæmdastofnunin staðfestir fullkomlega það, sem mínir menn höfðu áður reiknað út. Munurinn er sá einn, aA-hinar óopinberu upplýsingar hafa verið virtar að vettugi en hinar opin- beru verða væntanlega teknar til greina, þótt seint sé. Geysimikið starf er óunnið á sviði félagsfræðilegra rannsókna varðandi húsnæðis- og byggingar- mál. Raunar allt, þegar tillit er tekið til eðlis málsins. Ég get óhikað sagt, að til vís- indalegra rannsókna í húsnæðis- og byggingarmálum sé varið inn- an við þúsundasta hluta af fjár- festingu í þeim málum á þessu ári. Dettur nokkrum í hug, að slík fjármagnsbeiting í þróuðu nú- tfma þjóðfélagi hafi í för með sér hagstæða nýtingu fjármagnsins? Það nálgast í mínum augum hræsni, að tala um svo mikið sem viðleitni í þá átt. Þá skulum við líta á skipulag byggðar pg framboð á lóðum. Þar er svipaða sögu að segja. Skipu- lagsyfirvöld hafa aldrei haft fjár- magn til þess á fullnægja þörf- um fyrir skipulagninu byggingar- svæða. Bæði þess vegna og vegna fjármagnsþrenginga einstakra sveitarfélaga, sem hér koma mest við sögu, hefur ekki verið unnt að fullnægja lóðaeftirspurn í ára- tugi. Þó er þessi þáttur aðeins tiltölulega lítilvægur, þegar á heildina er litið. Er þessu þvi nauðalíkt varið og varðandi rann- sóknirnar. Loks skulum við hyggja að framkvæmdunum sjálfum. Þær draga vitaskuld dám af því ástandi í undirstöðuatriðunum, Sem gert hefur verið að umtals- efni hér á undan. En það er ekki nóg. Opinbert húsnæðíslánakerfi Framhald af bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.