Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1975 11 Friðrik Sophusson: Því miður, Sverrir fflBaia — Þjóðhagstofa, Framkvæmda- stofnun, góðan dag’ — Er Sverrir Hermannsson við? — Þvf miður, hann er erlendis. — Er Tómas Árnason við? — Þvf miður, hann er ekki mætt- ur. — Hvenær verður hann við? — Þvf, miður, ég get ekkert sagt um það? O.s.frv.. Eitthvað í þessum dúr voru við- töl manna við símsvara Fram- kvæmdastofnunarinnar morgun- inn eftir að eftirtektarvert viðtal við Sverri Hermannsson birtist með mikilli viðhöfn í Morgun- blaðinu siðastliðinn sunnudag. Ekki er við símastúlkuna að sak- ast. Þeir, sem spurt var eftir, hafa báðir í mörg horn að lita um þessar mundir. FORSAGA MÁLSINS Svo mikið hefur verið rætt og ritað um hið pólitíska eftirlits- mannakerfi, sem vinstri stjórnin síðari kom upp með stofnun Framkvæmdastofnunar ríkisins, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að endurtaka það allt hér. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem tók viðtalið við Sverri, rifjar nokkur atriði upp í formála viðtalsins, en við það má bæta, að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins óskaði eindregið eftir breytingum í þess- um efnum og þær öskir voru nýlega ítrekaðar á þingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Það kann að þykja kynlegt, þegar einhver ætlast til, að stjórn- málaflokkur sýni á borði það, sem hann hefur sagt í orði, en ég þyk- ist tala fyrir munn fjölmargra, þegar ég læt í Ijós þá skoðun, að kominn sé tfmi til, að forsætisráð- herra taki fram lykilinn að skrif- borðsskúffu sinni og opinberi til- lögurnar um breytingar á Stofn- uninni, sem þar hafa legið i heilt ár samkvæmt sögn Sverris. ÞINGMENN VIÐ BÚÐARBORÐIÐ Mér er ljúft að viðurkenna, að sjónarmið þau, sem Sverrir held- ur fram f áðurnefndu viðtali, eru á margan hátt athyglisverð, ekki sfzt þar sem hann gerir grein fyrir ofurvaldi embættismann- anna. Vilmundur Gylfason ritaði nýlega grein í Vfsi og spurði þá m.a. hver hefði kosið Jóhannes Nordal. öllum ber saman um yfir- burði Jóhannesar yfir aðrar mannlegar verur, en einhvern veginn finnst mér þó, að þjóð- félagið ætlist til of mikils af honum. Það einfaldar að vísu málið við uppbyggingu iðnaðar í landinu og samhæfir stefnu og störf þeirra aðila, sem fjalla um þau mál, þegar Jóhannes Nordal hjá Stóriðjunefnd þarf að semja Friðrik Sophusson við Jóhannes Nordal hjá Lands- virkjun. Sá hinn sami Jóhannes getur þá snúið sér til Jóhannesar Nordal hjá Seðlabankanum um lánafyrirgreiðslu, og ef ekki fæst allt þar, getur Jóhannes Nordal hjá Iðnþróunarsjóði hjálpað upp á sakirnar og hlaupið undir bagga a.m.k. um stund. Sverrir telur greinilega, að bezta ráðið til að koma i veg fyrir ofurvald „embættismannaklik- unnar“ sé, að þingmennirnir taki upp sams konar vinnubrögð og bregði sér f hlutverk almáttugra með því að standa við búðar- borðið á sama tíma og þeir eiga að stjórna fyrirtækinu. í þessum efnum er ég ekki sam- mála Sverri. Ég tel, að fulltrúar stjórnmálaflokka eigi að sitja f kjörnum stjórnum stofnana. Þar á að leggja línurnar og eftir þeim forskriftum eiga embættismenn- irnir að vinna. Sverrir Hermanns- son þingmaður var kjörinn í stjórn Framkvæmdastofnunar og þar á hann að starfa. ....EÐA A SlNUM STAÐ Sverrir segir orðrétt í Morgun- blaðinu: „Hvert einasta smá- atriði, sem kemur til Fram- kvæmdastofnunar er Iagt undir ákvörðunarvald þingkjörinnar stjórnar þessarar stofnunar". Sé þetta rétt, þá er sú stjórn eðlileg- ur staður fyrir hann. Þar getur hann sinnt köllun sinni án þess að eyða tíma sfnum við búðarborðið. Eftir sem áður getur hann setið hreppsnefndarfundi um allt land og kynnt sér málin, enda er slíkt góðra gjalda vert. Sverrir Hermannsson er á nokkuð sæmi- legum launum hjá rfkissjóði sem þingmaður Austfirðinga og reyndar þjóðarinnar allrar. Slíkt starf þykir mörgum ærið — jafn- vel fyrir algóða, alvitra og eðal- borna menn. Börnum gefin endurskinsmerki ÞRIÐJUDAGINN 7. október komu félagar úr Kiwanisklúbbn- um Elliða í Breiðholti í heimsókn í Hólabrekkuskóla. Færðu þeir öllum 6 ára börnum endurskins- merki að gjöf en lögreglukona ræddi við börnin um mikilvægi þeirra. Kiwanisfélagar tjáðu mér, að öll 6 ára börn í Breiðholti fengju gefin endurskinsmerki ásamt börnum í Heyrnleysingja- skólanum, Bjarkarási, Lyngási og öskjuhlfðarskóla, er hann tekur til starfa en alls munu þetta vera rúmlega 600 börn. Ég vil færa félögum Kiwanis- klúbbsins Elliða mínar bestu þakkir fyrir þessar gagnlegu gjaf- ir og vona að þeim takist að gera þessar heimsóknir að árlegum þætti í starfi sínu eins og þeir hafa fullan hug á. Ég vil ennfremur þakka þeim fyrir vorheimsóknir þeirra, en þá hafa þeir ætið veitt nemendum verðlaun fyrir góðan námsárang- ur f móðurmálinu. Fjár til þess- arar starfsemi aflar Kiwanis- klúbburirln fyrst og fremst með jólatréssölu hér f Breiðholti. Með þökk fyrir birtinguna Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri. Heimsþekktar verðlaunavörur tró Finnlandi. Einstakar glervörur, hannaðar af færustu listamönnum Finnlands. Útlit og gæði littala eru í algerum sérflokki. — Komið og skoðið úrvalið. HUSGAGNAVERZLUN KRISTÍÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Reykjavík sími 25870 Endurminningar endumýjaðar Viö önnumst eftir- tökur og lagfæringar gamalla mynda. Stækkum í allar stæröir frá 13X18 cm til 2ja fermetra. AUGLÝSINGA OG IÐNAÐARLJÓSMYNDUN HVERFISGÖTU 18, BAKHÚS SÍMI 22811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.