Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKT0BER 1975 Sendiherra í V í n myr tur Ankara, 22. októhor. Reuter. AP. „ÞETTA ER viðurstyggilegt morð,“ sagði Fahri Koroturk for- seti I samúðarskeyti I kvöld til æftingja tyrkneska sendiherrans I Vfn, Danis Tunaligil, sem var myrtur fyrr í dag. Suleyman Demirel forsætisráðherra sagði að sendiherrann hefði „dáið pfsl- arvættisdauða.“ Þrír menn fóru inn í sendiráðið um hádegisbil. Tveir þeirra mið- uðu byssum að starfsfólki þess og sá þriðji fór inn í skrifstofu sendi- herrans. „Ert þú sendiherrann?“ spurði hann. „Já,“ svaraði hann. Árásarmaðurinn skaut hann þá þremur skotum í höfuðið. Að minnsta kosti einn mann- anna talaði tyrknesku að sögn starfsfölksins en sumir töldu að þeir hefðu talað ensku með grísk- um hreim. í New York var hringt í AP og sagt að „Frelsissamtök Armeníu“ bæru ábyrgð á árás- inni. Sagt er að árásarmennirnir Litla stúlkan á góðum batavegi Villiköttur réðst á stúlkuna SEX ára stúlkan, Linda Ósk, sem varð fyrir þeirri Iffsreynslu I fyrradag að köttur réðst á hana og klóraði svo sauma varð tæp 30 spor, var á góðum batavegi þegar Mbl. hafði sfðast fregnir af henni f gærkvöldi. Stúlkan liggur á Landakotsspftala. Linda Ósk á heima í blokk í Breiðholti, nánar tiltekið að Asp- arfelli 10. Hún var að leika sér við flækingskött í stigaganginum um kvöldmatarleytið i fyrradag, en köttur þessi hefur á einhvern hátt komizt inn í húsið. Ekki langt frá var kona stödd, og vissi hún ekki Fostervoll í Bretlandi London, 20. október. NTB. LANDVARNARÁÐHERRA Noregs, Alv Jakob Fostervoll, fer á morgun til London til viðræðna við Roy Mason, landvarnaráð- herra Breta, um hernaðarsam- vinnuna í NATO. Skilgreining laganna: Ekki verkfall heldur kvennafrí SKEMMTISTAÐURINN Sigtún auglýsti nýlega eftir karlmönn- um til að taka að sér framreiðslu- störf annað kvöld f stað kvenn- anna, sem leggja munu niður vinnu þennan dag. Er auglýsing þessi birtist var samband haft við Félag starfsfólks f veitingahúsun- um og það beðið að athuga hvort veitingamanninum f Sigtúni væri stætt á þessu. Félagið hafði aftur samband við lögfræðing sinn sem taldi svo vera, þar eð hér væri ekki um verkfall að ræða sam- kvæmt túlkun hans á vinnulög- gjöfinni. „Samkvæmt minu mati á þessu stríði vinnulöggjafarinnar er verkfali félagsleg aógerð stéttar- félags og þá jafnt hvort sem það telst lögmætt eða ólögmætt verk- fall,“ sagði Gunnar Sæmundsson, hæstaréttarlögmaður og lög- maður Félags starfsfólks í veitingahúsunum, þegar Morgun- blaðið spurði hann frekar um þetta atriði. „Ég tel, að orðið verkfall sé búið að fá þessa merkingu fasta í málinu á sama hátt og verkbann er félagsleg aðgerð vinnuveit- enda. Kvennafríið svonefnda er ekki félagsleg aðgerð stéttar- félaga á þennan hátt heldur er þar um að ræða hóp einstaklinga er bindast samtökum um að taka sér fri þennan eina dag, en stétt- arfélögin standa ekki beinlínis á bak við þá aðgerð enda þótt þau styðji hana í mörgum tilfellum.“ Gunnar sagði, að hann teldi því ekki unnt að tala um aðgerðir kvennanna hér á landi sem verk- falt." " .* * — fyrr en Linda litla byrjaði að hrópa af skelfingu og sársauka og kötturinn að hvæsa. Hljóp hún strax til og sá þá að kötturinn hafði ráðizt á Lindu litlu. Hún gat náð kettinum af stúlkunni og komið honum út og síðan voru gerðar ráðstafanir til að koma Lindu á slysadeildina. Hún reynd- ist hins vegar hafa svo mikla áverka á höfði og viðar um likam ann eftir klær kattarins að flytja varð hana á Landakotsspitala og kalla til sérfræðing í plastikað- gerðum. Sigurð Þorvaldsson. Gerði hann að meiðslum litlu stúlkunnar. Ekið á kyrr- stæðan bíl MILLI klukkan 21,15 og 23,15 i fyrrakvöld var ekið á kyrrstæða Fiat-bifreið 127, Y-4508, þar sem hún stóð á stæði við Tónabíó. Bif reiðin var skemmd talsvert að framan, en tjónvaldurinn skildi eftir sig brot úr afturljósi sfnu, sem virðist hafa brotnað við áreksturinn. Hann er beðinn að gefa sig fram hið allra fyrsta við rannsóknarlögregluna I Reykja- vík, umferðardeild. Aldraðrar konu saknað á Akureyri Akureyri — 22. október SIGURBJÖRG Hjörleifsdóttir frá Dalvík, 77 ára gömul vistkona elli- heimilisins i Skjaldarvík, hvarf frá heimilinu um kl. 22 í gær- kvöldi. Leit var hafin strax og vart varð við að Sigurbjörg var horfin, og leitað í hælinu og næsta nágrenni þess. En um kl. 23.30 var lögreglunni á Akureyri gert viðvart um mannshvarfið. Leitar- flokkur frá hjálparsveit skáta á Akureyri hóf leit þegar í stað og nokkru síðar sveit úr Flugbjörg- unarsveit Akureyrar. Þessir leit- arflokkar leituðu i alla nótt og fram á morgun. Um kl. 3.30 í nótt kom sporhundur frá skátum í Hafnarfirði norður og rakti hann slóð frá elliheimilinu til sjávar þrívegis og endaði slóðin i öll skiptin á samá stað niðri við flæð- armálið. I dag var haldið áfram leit á landi og af bátum með ströndinni og allt svæðið frá Lóni og norður að Hörgá og nokkuð vestur fyrir þjóðveg var leitað vandlega en árangurslaust. Undir kvöldið fór flokkur manna enn með fjörum og nokkrir froskmenn leita úti fyrir ströndinni. Þá fiaug lítil flugvél yfir svæðið síðdegis en öll þessi leit var árangurslaus. 1 dag tóku 50—60 manns þátt í leitinni. - * »««»•*■»»■» • m » * € » « • uei^tpi. geti einnig verið Kúrdar eða Arabar Tunaligil sendiherra var einn reyndasti starfsmaður tyrknesku utanríkisþjónustunnar. Honum var þannig lýst, að hann væri hæglátur, rólegur og kurteis. Austurrískur ritari hans var vitni að morðinu. Fjórir seldu í Danmörku FJÖGUR síldveiðiskip seldu afla i Danmörku í gær, þrjú í Hirtshals og eitt í Skagen. Fengu skipin rösklega 40 krónur að meðatali fyrir hvert kíló. Faxaborg seldi 110.5 lestir fyrir 4.4 millj. kr. og var meðalverðið kr. 39.87, Helga Guðmundsdóttir seldi 48.4 lestir fyrir 2.2 millj. kr. og var meðalverðið kr. 46.65, Ásgeir seldi 25.7 Iestir fyrir 1.1 millj. kr. og var meðalvérðið kr. 44.65 og Helga 2. seldi 68.4 Iestir fyrir 3.1 millj. kr. og var meðal- verðið kr. 46.15. — Róðrastöðvun Framhald af bls. 36 brottför. Þá var verið að landa úr togaranum Jóni Vídalín og var ekki gert ráð fyrir að hann færi úr höfn. Þá komu tveir netabátar inn til Hafnarfjarðar í gær, og ætluðu þeir ekki út á ný. Stykkishólmur Árni Helgason i Stykkishólmi sagði, að flestir bátar úr Stykkis- hólmi væru á skelfiskveiðum og ekki væri vitað til þess að þeir myndu stöðvast. Hins vegar gæti svo farið. ísaf jörður Sigurður Grimsson sagði að til isafjarðar hefðu komið yfir 20 íslenzkir togarar i gærmorgun og ennfremur allir línubátar Vest- firðinga. Eftir hádegið í gær efndu sjómenn svo til fundar i Alþýðuhúsinu, þar sem lýst var yfir fullum stuðningi við að- gerðirnar. Sagði Sigurður, að á fundinum hefði verið samþykkt að skipin reru ekki að svo stöddu og hver togari héldi til sinnar heima- hafnar. Þá hefði komið fram að sjómenn teldu að þeir myndu fá mikla úrbót á sínum málum, ef hið mikla sjóðakerfi sjávarút- vegsins yrði lagt niður. Nýtt fisk- verð þyrfti ekki að koma til. Á fundinum kom einnig fram mikil óánægja vegna þess verðs, sem línubátarnir fá fyrir sinn afla. Til skamms tfma fengu þeir 12.5% hærra verð en önnur skip og svo var einnig um færabáta. Nú fá þeir aðeins 1 krónu hærra verð fyrir hvert kg en önnur skip, og þeir togarar, sem koma með afiann fsaðan í kössum fá hærra verð en það. Þá sagði Sigurður, að á fundin- um hefðu menn sagt, að þeir sjó- menn sem fiskuðu bezt hefðu til- tölulega minnstu tekjurnar, — af þeim væri tekin svo stór prósenta til að halda öðrum uppi. Sauðárkrókur Guðjón Sigurðsson á Sauðár- króki sagði, að skuttogarinn Drangey hefði komið að landi í morgun, áður en veiðiferðinni hefði lokið og væri nú svo til búið að landa úr honum. Drangey mun ekki halda út á ný. Skuttogarinn Hegranes hefði verið að veiðum úti fyrir Vestfjörðum og fréttir af honum ekki borizt, en þriðji togarinn, Skapti, væri I viðgerð á Akureyri. Þeir línu- og netabátar sem gerðir eru út frá Skagafirði hafa ekki róið, en það eru mjög fá skip. Siglufjörður Á Siglufirði voru allir bátar á sjó í gær og samkvæmt upplýsing- um Matthiasar Jóhannssonar, fréttaritara, höfðu bæði Stálvík og Sígluvfk tilkynnt komu sína inn í nótt vegna mótmælanna. Bátar munu hins vegar halda áfram að róa. Akureyri Samkvæmt upplýsingum Sverris Pálssonar, fréttaritara Mbl. á Akureyri, hafði togarinn Svaíbáklfr^ rsatnt)and ;við fram- kvæmdastjóra Utgerðarfélags Akureyringa klukkan 20,55 í gær- kveldi og þá var framkvæmda- stjóra útgerðarinnar tjáð að togar- inn, sem fór á veiðar í gær væri á leið til hafnar á Akureyri. Enn- fremur var tekið fram i simtalinu, að aðrir togarar útgerðarfélagsins væru einnig á leið til heima- hafnar, en þeir eru 6. Fram- kvæmdastjórinn tók fram, að þessi ráðabreytni væri f algjörri óþökk og fullkominni andstöðu við stjórn ÚA og hann vildi ekki trúa þessum fregnum fyrr en hann fengi staðfestingu á ákvörð- un skipshafnanna i símskeyti eða á annan órækan hátt. Súlan og Þórður Jónasson eru á sildveiðum i Norðursjó, en Ólafur Magnússon er að vísu á togveið- um, en leggur upp á Seyðisfirði og er ekki talið sennilegt að hann hætti veiðum fremur en Aust- fjarðabátar. Grfmsey Samkvæmt upplýsingum Alfreðs Jónssonar fréttaritara i Grímsey voru þar engar bolla- leggingar um að sjómenn hættu róðrum. Húsvtk Húsvfkingar reru i gær og í gærkveldi voru menn að búa sig undir róður. Sigurður P. Björns- son fréttaritari Mbl. sagðist ekki hafa heyrt neitt um að menn legðu niður sjósókn vegna fisk- verðsákvörðunar. Raufarhöfn Samkvæmt upplýsingum Helga Ólafssonar, fréttaritara á Raufar- höfn, hafði ekkert heyrzt þar um' mótmæli við fiskverðinu og togar- inn Rauðinúpur var á sjó. Heldur lítill afli hefur verið að undan- förnu á Raufarhöfn og vilja menn ekki missa úr veiðidag, þar sem afli hefur verið svo rýr undanfar- ið Seyðisfjörður Sveinn Guðmundsson á Seyðis- firði sagði, að þaðan væru öll skip á sjó og ekki heyrzt talað um að þau kæmu til hafnar. Neskaupstaður Fréttaritara Mbl. á Neskaup- stað, Ásgeiri Lárussyni, var ekki kunnugt um nein samtök meðal sjómanna á Norðfirði og í gær voru þar allir bátar á sjó og báðir togararnir voru úti. Eskifjörður Allt var með eðlilegum hætti á Eskifirði i gær og reru þar allir. Hólmatindur var nýlega farinn á veiðar og hafði Ævar Auðbjörns- son fréttaritari ekki heyrt neitt um samtök sjómanna um að hætta róðrum. Reyðarfjörður Samkvæmt upplýsingum Grétu Friðriksdóttur, fréttaritara Mbl. á Reyðarfirði, fóru allir á sjó þar í gær og höfðu engar bolla- leggingar verið um róðrastopp. Fáskrúðsfjörður Albert Kemp á Fáskrúðsfirði sagði, að skuttogarinn Ljósafell hefði farið á veiðar i fyrrinótt og verið væri að landa 40 lestum úr togbátnum Sólborgu. Ekki hefur neitt verið rætt um að þessi tvö Fáskrúðsfjarðarskip stöðvuðust. Kvað Albert sjómenn þó óánægða með verð það sem nýlega var ákveðið á milliufsa, en skildu vel að verð á smáþorski hefði lækkað. Höfii I Hornafirði Elfas Jónsson á Höfn f Horna- firði sagði, að ekki hefði komið til beinna aðgerða þar. Þeir bátar sem stunduðu bolfiskveiðar en þeir eru 8 hefðu verið i höfn í dag vegna brælu, en sjómenn á bátun- um hefðu ákveðið að ekki yrði róið á ný fyrr en lausn mála fyndist. Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson, fréttaritari Mbl. i Eyjum sagði að þar væri algjört stopp. Allir bátar, sem gerðir eru út frá Eyjum, tæplega 30 að tölu, voru komnir inn í gærkveldi utan einn, sem átti langa landsiglingu. Togarinn Vestmannaey kom inn í gær með 40 tonn eftir stutta veiðiferð. Þá kom togarinn Sigurður við í sEyjum-íigæriO&tókrþaE makríktóti og sardínunót, en skipið er á leið á Afríkumið. Sjómenn í Eyjum voru ánægðir með samstöðuna, en ekki hafði verið rætt um það á meðal manna að til neinna frekari aðgerða yrði gripið en róðra- stöðvunar. Eyrarbakki Óskar Magnússon, fréttaritari á Eyrarbakka, sagði að þar væri al- gjör samstaða um róðrabann. Bræla hefði verið undanfarið og ekki gefið á sjó, en í gær var að birta til Samt sem áður ætluðu menn ekki að róa. Þorlákshöfn Ragnheiður Ólafsdóttir, frétta- ritari Mbl. í Þorlákshöfn sagði að þar væri algjör samstaða um mót- mæli sjómanna og voru skipin óðum að hætta veiðum í gær. Nokkrir reknetabátar áttu net í sjó, og ætluðu að sækja lagnirnar, en hætta róðrum við svo búið. Sagði Ragnheiður að fjöldi báta væri i höfninni, þar á meðal bátar frá Stokkseyri. — Minning Jón Framhald af bls. 27 má gleyma eiginkonunni, sem þrátt fyrir vanheilsu fylgdi manni sínum eftir og var hans stoð og hvatning til athafna. Ég minnist gleði og fagnaðarstunda þar sem Jón var hrókur alls fagnaðar. Við hjónin og drengirnir, heimsóttum þau hjónin einn laugardag í sumarbústaðinn sem átti að vera aðeins stutt innlit, en heimsókn- inni lauk ekki fyrr en síðdegis á sunnudegi, slík var hlýja og gest- risni þeirra hjóna. Jón gekkst undir erfiða skurðaðgerð, sem vonir stóðu til að myndi bæta hans sjúkdóm, sem reyndist vera alvarlegri en við hugðum. Hann andaðist á Borgarsjúkrahúsinu sunnudaginn 12. október eftir stutta legu. Eiginkonan, yngsta dóttirin Guðný, sem dvalið hefir í foreldrahúsum, hafa misst mikið svo og Stefán og Dagný, sem stofnað hafa sín myndarheimili. Ég og fjölskylda mín sendum þeim okkar beztu kveðjur og megi vissan um endurfundi sefa sorg syrgjenda. Magnús Guðmundsson. r — Oratoríukórinn Framhald af bls. 19 tíma, án annars endurgjalds en þakklætis Þrátt fyrir mikinn áhuga á söng er kórstarf erfitt, bæði vegna mikils munar á þekkingu söngfólks og að- stöðu þess til að sækja æfingar. Kórstarf I kirkjum hérlendis er mjög önugt og af hálfu kirkjustjórna er konserthald kirkjukóra þvi aðeins talið æskilegt að ekki fylgi því auka- kostnaður fyrir kirkjuna Við þessar aðstæður hafa nokkrir orgelleikarar reynt að koma sér upp söngflokkum til flutnings á meiriháttar tónverk- um, þeirra á meðal er dómorganist- inn Ragnar Björnsson Það er í raun- inni afar merkilegt að dómorganisti íslenzku þjóðkirkjunnar þurfi upp á sina að bjástra við að stofna söng- flokk. Hvað sem söngmálum þjóð- kirkjunnar líður, reynir bjartsýnt fólk að bjarga þvi sem bjargað verður og heldur uppi þróttmiklu tónlistarlifi i kirkjum landsins. Einn þessara hópa er Óratoríukór Dómkirkjunnar. Kór- inn er skipaður góðum kröftum en er ekki enn nógu samstilltur, sem varla er von um nýstofnaðan kór Með samstilltu átaki og á nokkrum tima ætti tónlistarmaður eins og Ragnar Björnsson að geta skapað góðan kór, liklegan til stórra átaka, þakklátum aðdáendum söngtónlistar til ánægju og menntunar. Requiem Cherubinis er ekki erfitt I flutningi en víða áheyrilegt, t d. 3. þátturinn, Dies irae, en einmitt i þeim þætti var kórinn sérdeilislega góður. I heild var kórinn svolitið hikandi, sem verður að leggja á reikning stjórn- andans, svo og hraðaval og blæ- brigðamótun, sem var einum of var- færnisleg. Sama má segja um flutn- ing fantasíunnar eftir Mozart. Það er erfitt að gera slikum verkum góð skil með ekki meiri æfingatima en efni og aðstæður leyfðu að þessu sinni, enda var leikur hljómsveitarinnar oft á tiðum óhreinn, fyrir utan smá tónslys, sem alltaf geta komið fyrir Einsöngvarar voru ágætir, en hlut- verk þeirra voru heldur litil og vafa- samt að svari kostnaði að stilla upp . í ■ einsöngwurumJyrir. þassanstrófur.. , .,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.