Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTOBER 1975 19 Veraldarsaga Fjölva 3. Veraldarsaga Fjölva 3. [J Fjölvaútgáfan 1975. Fjölvaútgáfan hefur sent frá sér þriðja bindi veraldarsögu. Er þar vel að verki staðið, þvi þetta er þriðja bindið á einu ári, og hið fjórða mun væntanlegt skömmu eftir áramót. 1 þessu bindi er fjallað um veldi Mínosar á Krit, nýríki Egypta, Shang- og Chou-menninguna i Kína, upphaf indó-evrópskra þjóða, ríki tsraelsmanna, Assýriu- manna, Babýloníumanna, Föníka, Etrúra og loks um nýlenduveldi Grikkja. Tímabilið, sem um er fjallað í bókinni er langt, frá um 2200 f. Kr. til 351 f. Kr. Þarna eru mörg vandamál tekin til með- ferðar, og sem vænta má er enn ekki hægt að gefa fullnægjandi svör við nærri öllum þeim spurn- ingum, sem hljóta að vakna við rannsókn þessa tímabils mann- kynssögunnar. Margt í bókinni er í hefðbundnum stíl, ef svo má að orði kveða. Margir kaflar leiða hins vegar allt hið nýjasta í þessum fræðum fram, og um margt er nú ritað í fyrsta skipti á íslenzku svo viðunandi sé. I fyrstu tveimur köflunum, um Mínosar- ríkið á Krít og nýríki Egypta, kemur fátt nýtt I ljós. Þriðji kaflinn, sem ber yfirskriftina: Indó-Evrópumenn sækja fram á sögusviðið, er hins vegar mjög góður, og þar er í fyrsta skipti ritað itarlega um þennan þátt á BóKmenntir eftir JÓN Þ. ÞÓR íslenzka tungu. Þessu næst kemur kafli um kínverska fornöld og er þar hnekkt þeirri bábilju, að kín- versk menning sé eldri en menn- ing landsins a milli fljótanna, og hafi þróazt sjálfstætt. Flest bendir til þess, að Kinverjar hafi orðið fyrir „vestrænum" áhrifum, þótt menning þeirra hafi snemma tekið sjálfstæða stefnu. Jafn- framt þessu er bent á hve óáreiðanlegar kinverskar forn- sagnir eru. Þessu næst er skýrt frá sögu og samskiptum Assýringa og Babý- loniumanna og eru þar margar þjóðir og ríki nefnd til sögu, sem sjaldan eða aldrei er getið í sögu- kennslubókum. Verður sagan af þessu mun meira lifandi og skilj- anlegri en ella. Stuttur kafli f jallar um ísrael og kemur glöggt í ljós af honum, hve sáralítið er hægt að staðfesta af frásögnum Bibliunnar. Fornleifafundir stað- festa fátt, og aðrar ritaðar heimildir eru undarlega þögular um Israelsmenn. Engu að síður verður að taka Biblíuna gilda sem heimild, a.m.k. þangað til eitthvað kemur fram, sem beinlínis hrekur frásagnir hennar. Siðasti kaflinn i meginmáli bókarinnar fjallar um mestu siglingaþjóðir fornaldar: Föníkíumenn, Grikki og Etrúra. I þessum kafla er mestur fengur að frásögninni um Etrúrá. Þar er dregið fram allt það, sem nú er vitað sannast og réttast um þessa dularfullu og merkilegu þjóð, og kemur þá í ljós, að þeir voru stór- veldi, sem drottnuðu á timabili um mikinn hluta vestanverðs Miðjarðarhafs, og gáfu þekktari stórveldum eins og Grikkjum og Karþagómönnum litið eftir. Eins og í fyrri bókum í þessum flokki er síðast svonefndur aldarspegill, og eru þar einstök málefni og atriði tekin til nánari umræðu. Þar er m.a. að finna ítarlegan kafla um upphaf og sögu Biblí- unnar, mjög athyglisverðan kafla um Bretlandseyjar og mikilvægi þeirra í verzlun og málmvinnslu. Loks er að geta tveggja kafla. Hinn fyrri fjallar um þjóðirnar sem bjuggu við sunnan- og austanvert Eystrasalt og ótrúleg auðæfi þeirra af afli rafs, sem þær seldu um allan heim. Hinn síðari fjallar um bronsöld á Norðurlöndum, og eru þar tekin til meðferðar ýmis vandamál Norðurlandasögu þessa tímabils. Eins og fyrri rit i flokknum er þetta ríkulega myndskreytt, og eru margar myndirnar hrein lista- verk. Einnig fylgja góðir upp- drættir. Bókin er allvel skrifuð, en sá galli er þó á þýðingunni, að latnesk setningaskipan setur helzti mikinn svip á hana á köfl- um. Einnig verður að finna að prófarkalestri, sem er hvergi nærri nógu góður. Þegar á heildina er litið verður að hrósa bókinni mikið. I henni er sagan sögð á lipran og skemmti- legan hátt, stuðzt er við niðurstöð- ur nýjustu rannsókna, og ekkert dregið undan sem máli skiptir. Enginn vafi getur leikið á því, að þessi bók tekur fram öllum ritum, sem samin hafa verið á Islenzku um þetta tímabil. Frásögnin er lifandi og leiðir í ljós, svo ekki verður um villzt, að fornaldar- menn voru ekki steingervingar, heldur lifandi fólk, sem lifði og dó alveg eins og við. Þessi bök hlýtur að vera öllum til ánægju, jafnvel þeim, sem engan áhuga hafa á sagnvisindum. Oratóríukórinn EFNISSKRÁ: Mozart Cherubini Stjórnandi: Einsöngvarar: Fantasía í f-moll, KV 608 Requiem í c-moll Ragnar Björnsson Solveig Björling Svala Nielsen Hubert Seelow Hjálmar Kjartansson Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Þvi hefur oft verið haldið á loft að mikill meirihluti fólks vilji aðeins hlusta á létta dægurtónlist og svo nefnd þung tónlist væri aðeins örfáu og jafnvel sérmenntuðu fólki tiltæk Þessa staðhæfingu, um fámennan aðdáendahóp ..klassiskrar tónlistar, þyrfti að sannreyna með athugun á fjölda hljómleikagesta og þátttöku áhúgamanna um flutning tónlistar. Með í þvi dæmi mætti svo hafa sölu á hljómplötum og leggja svo saman það fé, sem velt er i öllum þessum umsvifum. Áhugi manna á söng er i sterkri mótsögn við fyrrnefnda stað- hæfingu Við lauslega athugun reiknaðist undirrituðum til að um 700 manns syngju i 1 4 kórum hér i Reykjavik. Svo almenn þátttaka stafar ekki af „snobbi". Hér er um að ræða mjög djúpstæða þörf almenn- ings fyrir söng og góða tónlist, sem hann er reiðubúinn að fórna miklum Framhald á bls. 20 Dagurinn og vegurinn hefur oft minnt mig á pontuna í Hyde Park sem yfirvöld Lundúna- borgar kjósa að menn stígi í fremur en þeir fari að sletta skyri eða málningu. Jón G. Haraldsson Björnssonar heitins leikara var hressileg undan- tekning — nema undir lokin kannski. Erindið var hið besta flutt og stílað og hægt að hafa af því gagn og gaman. Jón vék að mörgum frægum dæmum úr reykvískum skipulagsmálum, svo sem stjórnarráðshúsinu og ráðuneytishúsinu sáluga. Arkitektinn sparaði hvergi kraftana og klykkti út með borgarleikhúsinu og þá gat ég ekki betur heyrt en byldi i dalli, en skyrinu var svo listilega slett að það gat vel virst vera eitthvert fínna efni. Að ekki skuli hafa verið efnt til samkeppni um ráðhús og fleiri bygg- ingar nær ekki nokkurri átt. En skyldi nokkur vita betur hvernig leikhús LR á að vera heldur en LR sjálft. Ef ég hefði með höndum, ásamt manni sem jafnframt væri arkitekt, mjög sér- hæfðan atvinnurekstur við mjög óvenjulegar aðstæður og við þyrftum að endurnýja húsakost- inn, myndi ég vitaskuld fela samstarfsmanni minum að skipuleggja húsnæðið í samvinnu við þá sem hann kysi til samstarfs við sig. Annað fyrirkomulag teldi ég til þess eins fallið að gera einfalt mál fiókið. Leikhús eru með flóknari húsum og arkitekt í hópi þrautþjálfaðra leikara og leikstjóra því hvalreki. Og hvað er miljarður króna? Fimmtíu bílar, einn skuttogari. Og menn eru sýknt og heilagt að kvarta undan að hús á tslandi, þessi nýju sé hrollvekja en ekki augna- yndi, sbr. Árnagarður sem er jafnljótur og stöðvarhúsið við Búrfell er fallegt, það er eins og austurlenskt musteri en fyrrnefnda húsið, það sem hýsir dýrasta menningararf Norður- álfu, er eins og hús Silla og Valda við Austur- stræti. Borgarleikhúsið er stórfalleg bygging hið ytra og fyrir þá guðsblessun eina sér er borgandi álitleg fulga. Það hvarflar ekki að mér að trúa því að allt þetta mæta leikhúsfólk við tjörnina með arki- tekt úr sinum hópi að leiðarljósi geri höfuð- skyssur í húsinu hið innra. Hér á landi hefur flest sérstöðu, fyrirtæki, leikhús, bókaútgáfa, sjónvarp, langflest, af því að við erum einsdæmi I veröldinni, hvað mannfjölda og þjóðfélags- byggingu áhrærir — í kostum okkar og göllum. Erlendar fyrirmyndir standast oft ekki hér, erlendar staðtölur kolfalla iðulega hér. Daglegt mál Helga Halldórssonar næst á undan eldpistli Jóns brást ekki að venju. Það þyrfti að æviráða Helga að þessum þætti, hann talar eins og strangur kennari og það er það sem þjóðin þarf. Hnitmiðun hans og afdráttarleysi er með þeim hætti að menn hlusta nauðugir.viljug- ir. Þannig eiga kennarar að vera og þannig vilja nemendur innst inni að kennarar séu. Kennslu manna af þessari stærðargráðu þyrfti að varð- veita á kvikmyndum handa kennslusjónvarpi framtíðarinnar. Einhverntima kemur vonandi að þvi að tíu afburða kennarar leysi með þeim hætti af hólmi hundrað kennara hver, þ. á m. alla þá sem er sýnna um að vekja nemendum námsleiða og hugraun en að kenna, og íþyngja rikissjóði að auki. Ég 4 ekki við kennara barna- og unglingastigs, þó að kennslusjónvarp kæmi þar vissulega að notum, í einstaka greinum, svo sem landafræði, náttúrufræði o. s. frv. Uppeldi barna er að flytjast í æ ríkara mæli frá for- eldrum og yfir á herðar barnakennara, og eru þeir fyrir þá skuld eina vel komnir að veru- legum kjarabótum. Útsendingartæki sjónvarpsins eru ekki nytjuð nema þrjár til fjórar stundir á sólarhring, það þætti slæm nýting á togara eða vélskóflu, að ekki sé talað um allan kostnaðinn við að flytja heilabúin í skólana í fimmtíu til níutiu kilóa pakkningum, skóslitið, tímann, bensínaustur- inn, þegar tæknilega er nú þegar mögulegt að senda menntunina þráðlaust heim í húsin, jafn- vel í rúmin, rétt eins og hverja aðra vöru. Það er ekki blönk þjóð sem hagar sér svona, hún er bara svona aftarlega á merinni — á þessum skeiðvelli. Ég lagði á mig að hlusta á Thor Vilhjálmsson lesa úr Kjarvalskveri sinu. Visir kynnti bókina sem skáldsögu, hvað sem það á nú að þýða. Thor er engum líkur. Hann týndi ferðafélaga sínum, Kjarval, fjögurra vetra á klakknum, áður en út fyrir Meðallandið kom og fór að skrifa ljósmyndir úr háloftunum í stað þess að elta klárinn. Höfundurinn stærði sig af því í formála að lestrinum að hafa hvorki haft penna né segulband við hendina þegar hann ræddi við Kjarval. Hann hefði þurft á hvoru- tveggja að halda. Þá hefði verið von til þess að Thor hefði týnst i stað Kjarvals. Það er einkennilegt að vera á móti segul böndum og tala samt i útvarpið af segulbandi, að vera á móti skriffærum og skrifa bækur. Hefði maðurinn nú Hka verið á móti ritvél og prent- smiðju? Það er einkennilegt að vera rithöfundur og vera á móti tækni. En það skýrir ýmislegt í vinnubrögðum mannsins. Ég hafði á tilfinn- ingunni undir lestrinum að komin væri amerisk jól á íslandi. Fyrirferðin á jólabögglunum fyrir vestan er í öfugu hlutfalli við innihaldið.Pétur þulur boðaði framhald lestursins strax kvöldið eftir. Ég var vant við látinn þá kvöldstund. Fjórir menn töluðu um stöðu varnarliðsins i vitund þjóðarinnar. Ég man bara eftir tveimur, Jóni E. Ragnarssyni og Vésteini Ólasyni. Það var breitt bil á milli þeirra. Stundum fannst mér það breiðara en ísland. En báðir héldu vel á sínu. Ég man vel eftir brunaliðsmanni Vésteins. Ég hafði ærnar áhyggjur af þeim manni i fyrra. Aðrir fjórir menn töluðu um iðnaðarmenn og uppmælingar, það var á skjánum. Vinur alþýð- unnar, Sigurjón Pétursson, var þeirra á meðal — I gervi iðnaðarmanns, trésmiðs, sínu rétta gervi, að þessu sinni, og nú kvað við annan tón en þegar hann er að skammast i borgarstjórn. Nú varði hann hneyksli af oddi og egg og hugðist beita alræmdri talnaaðferð. Mér var raun að þvi að sjá þennan einarða mann verja með kjafti og klóm rán það sem heitir upp- mæling og þriðji hver fullvaxta maður á landinu hefur reynt á skrokknum á sér og öll þjóðin kann skil á. En pólitiska lifið hans Sigurjóns var máski að veði. Hver er víst sjálfum sér næstur þegar i harðbakkann slær. Einn skuldar þetta, annar hitt. Það er meira en lítið bogið við það þjóðfélag sem gerir iðnaðarmanni kleift að afla • á þremur dögum mánaðarlauna kennara, svo nærtækt dæmi sé nefnt. Svona er ástin, heitir framhaldsmynd! Að- keyptur hláturkór felldur inn í myndina tekur af manni það ómak að hlæja af eigin rammleik. Það kemur sér vel. Best hefði þó verið að ríkisútvarpið hefði tekið af manni ómakið að þurfa að horfa. Og ef fram heldur sem horfir er ekki annað sýnt en fjölmiðlarnir taki af manni ómakið að þurfa að hugsa um tvö hundruð mílurnar, hvað þá meira. Benedikt Gröndal stakk uppá að það yrði flaggað á degi útfærsl- unnar. Ég legg til að það verði flaggað í mánuð og fallbyssurnar á varðskipunum látnar tala það sem tala þarf, ef það kemur þá nokkuð úr þeim nema ryð. Ástand þeirra er orðið slæmt, ef það er satt sem Ásgeir Jakobsson hélt fram, að skotmanni væri betur borgið fyrir framan byss- una en fyrir aftan hana. Kvikmyndin um Stonehenge var stórmerki- leg. Ég hef aldrei lagt trúnað á að Vesturlanda- menningin væri að uppistöðu til lánsmenning frá fornþjóðunum svokölluðu. Og nýjustu kol- efnamælingar hafa fært sönnur á að ýmis mann- virki í Norður-Evrópu eru miklu eldri en talið var, síðan fyrir daga piramídanna, og þar með er glansinn af þvi grjóti. Svalt loftslag hefur að- dráttarafl fyrir gáfaða og verkhyggna einstakl- inga og þeir hafa verið að tinast norður á bóg- inn gegnum árþúsund- in, þótt styrjaldir og önnur óáran hafi vafa- laust sett tímabundin strik í reikninginn, með og móti. Maður sem vill taka til hendinni dvelúr ekki í þrúgandi hita- svækju deginum lengur en hann þarf. Hann flyst búferlum, ef hann hefur vit og vilja og verk að vinna. Það er sumsé útlit fyrir að Pýþagórasarreglan sé þúsund árum eldri en sjálfur Pýþagóras. En það kom mér á óvart hve margir fræðimenn sem spurðir voru álits á steinhringjunum drógu í efa að menn án hand- bóka o. s. frv. hefðu haft yfir að ráða umtals- verðri reiknilist fyrir fjögur þúsund árum. Fjögur þúsund ár eru ekki nema rúmlega fjörutíu sinnum lifið hennar ömmu minnar. Og talið er að þetta dýr sem kallar sig mann hafi verið tugi milljónir ára á jörðinni. Fjögur þús- und ár, það er svo stutt síðan að fráleitt er að eigna mönnum, sem uppi voru þá, hætishót minni ályktunarhæfni en við erum sjálfir gæddir; sennilega hefur hún verið meiri ef eitthvað er, færra hefur glapið og almennt verið margfalt meira næði til að brjóta heilann um Framhald á bls. 25. Jóhannes Helgi rit- höfundur skrifar I vetur vikulega þœtti I Morgunbla&iS um dagskrð útvarps og sjónvarps. — Birtist hér fyrsti þáttur hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.