Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÖBER 1975 3 „Þessi drengur er ég sjálfur” (Jr sjónvarpskvikmyndinni Veiðitúr I ðbyggðum eftir Halldór Laxness: Gfsli Haildórsson og Saga Jónsdóttir f hlutverkum sfnum. „Til umræðu er áframhald- andi kvikmyndun á verkum þínum.“ „Nord Deutsche Rundf., sem kvikmyndaði Brekkukotsannál, vill fá meira kvikmyndaefni frá mér og ég hef lagt fyrir þá verk sem hafa verið gefin út á þýzku. Þeir eru nú að stúdera þau, en eru ekki búnir að gera upp við sig hvað verður fyrir valinu. Þeir hvarfla á milli Kristni- halds undir Jökli og Paradísar- heimtar eftir athugun á mörgu öðru. Mér skildist á þeim tveimur mönnum, sem ég hef átt skipti við í þessu sjónvarps- verkbóli, að þeir séu nú mest að hugsa um Paradísarheimt með íslenzkum leikurum. I Para- dísarheimt eru helztu senurnar undir Eyjafjöllum, á Þing- völlum 1874, í konungshöllinni I Kaupmannahöfn sama sumar og f Utah. Um stað fyrir kvik- myndunina er ekki gott að segja, þvf þótt ýmis leiktjöld megi gera er ekki svo auðvelt að sviðsetja Eyjafjöllin og Þing- velli, en konungshallir eru víða, í Þýzkalandi er fullt af höllum og hallargörðum, tjörn- um og klipptum trjám. Vandræðin eru lfklega mest með Utah, en þeir segjast geta útbúið það í stúdfóinu hjá sér, þetta er feiknalega mikið verk- ból. Ákvörðunin um verk verður tekin í vetur og jafnvel verður myndað næsta sumar, en um þeirra tímaplön get ég ekki sagt að öðru leyti. Svona sjónvarps- verkstæði hefur afskaplega mikið á sinni könnu, sjónvarpa allt upp í 10 tíma á dag að ég held og það gleypir ósköpin öll af efni, allskonar drasl, náttúrulega, og svo leggja þeir áherzlu á að hafa alvörumyndir innanum, en slíkar myndir mega ekki vera svo alvarlegar að þær fari fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Þeir voru að hugsa um Kristnihaldið, en það er fullt af annarlegum hug- myndum, sem myndu koma fólki i útlöndum spánskt fyrir sjónir og reyndar fólki hvar sem er.“ -á.j. Rabbað við Halldór Laxness um nýja sjón- varpskvikmynd, sögu hans „I túninu heima” og væntanlega kvikmyndun á Paradísarheimt eða Kristnihaldinu SJONVARPIÐ hefur lokið við gerð kvikmyndar eftir smásögu Haiidórs Laxness, Veiðitúr f óbyggðum, en sagan var kvik- mynduð s.i. sumar undir leik- stjórn Helga Skúlasonar, upptöku stjórnaði Andrés Indriðason. Halldór Laxness bjó handritið undir kvikmynd- un. Gfsli Haiidórsson fer með aðalhlutverkið, en aðrir leikarar eru Sveinbjörn Matthfasson, Saga Jónsdóttir, Margrét Heiga Jóhannsdóttir og Þórhaiia Þorsteinsdóttir, en þær Þórhalla og Saga eru báðar frá Akureyri. Smásagan Veiðitúr í óbyggð- um er í Sjö.stafakveri Halldórs, sem kom út 1963. Morgunblaðið ræddi í gær við Halldór Lax- ness um sjónvarpskvikmynd- ina, nýju bókina hans og vænt- anlega kvikmyndun Nord Deutsche Rundf. f Hamborg á Paradísarheimt eða Kristni- haldi undir Jökli. „Allar sögurnar i Sjöstafa- kverinu," sagði Halldór, „eru skrifaðar á einu sumri, sama ár og bókin kom út. Þá hafði ég ekki skrifað smásögur í upp undir 20 ár, alltaf ein 17 til 18 ár, en sögurnar sjö höfðu orðið til f huga mér. Mér fannst synd þótt ég væri kominn í smásögu- bindindi, að skrifa ekki sögurn- ar, rauf það og hleypti þeim á pappírinn. Flestar sögurnar skrifaði ég á Búðum og Akur- eyri og Veiðitúrinn var skrif- aður á Akureyri. Þess vegna er Akureyrarandrúmsloft f sög- unni. Þar var líka skrifuð sagan af konunni sem villtist í þoku á bæjarþröskuldinum heima hjá sér. I stað þess að fara inn í bæinn, fór hún út og villtist á fjöllum í marga daga. Kórvilla á Vestfjörðum heitir hún.“ „Hvernig finnst þér að sjá Veiðitúr i óbyggðum komna á filmu?“ „Ég var oft á staðnum þegar upptaka fór fram, fullur af kritik eins og maður verður að vera þegar maður tekur þátt í að búa til verk. Að því loknu lízt mér vel á myndina í heilu Halldór Laxness sterkur þáttur og íslenzkur áhorfandi getur fylgzt nákvæm- lega með talinu, en ég efast um að hægt væri að koma við út- lendri sýningu af myndinni. Það er svo afskaplega lítið af samtali sem hægt er að koma við á svona hvftu bandi, en ég er náttúrulega ekki bezti maðurinn til þess að segja álit mitt, því að í þessu tilfelli er ég ekki publikum.“ „Nú er nýja bókin yðar, I túninu heima, komin út. „Já hún er skrifuð á þessu sumri. I þessa nýju bók eru tekin ævintýri drengs, sem kom úr Reykjavík upp f sveit og var þar frá fjögurra til tólf ára aldurs. Þessi drengur er ég sjálfur. Þetta voru 9 ár og þá gerðist margt sem hefur áhrif á seinni tínlann. Það má segja að þessi bók séu liðnir dagar í ljósi seinni tfmans. Það er voðalega margt sem hefur breytzt á minni ævi og gaman að vega og meta með sér viðburði þá i ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið og þeirra hugmynda sem maður hefur núna um hlutina.“ lagi sem íslenzka sjónvarps- mynd. Ég skal ekki segja um hvernig hún kynni að falla í smekk erlendra sjónvarps- áhorfenda vegna þess að sam- talið í henni er svo ákaflega Efst er Geir Hallgrfmsson forsæt- isráðherra á tröppum Alþingis- ^ hússins að veifa til námsmanna eftir að talsmenn þeirra höfðu afhent honum samþykkt fundar- ins. A hinum myndunum sjást nokkrir fundarmanna undir kröfuspjöldum, sem höfð voru uppi á fundinum. A neðstu mynd- inni má sjá standa á einu spjald- inu: Er haustslátrun námsmanna hafin. — Er það væntanlega til- vitnun f Ijóðabókina Mörg eru dags augu, frá 1973 þar sem segir m.a. I 11. erindi Ijóðsins Þið, en það fjallar um námsfólk og úrelt skólakerfi: „Og enn heyrum við kallað enn er okkur smalað saman enn erum við dregin í dilka. Við heyrum smalana I f jarska, heyrum þá siga á okkur blóðhundunum: Haustslátrun er hafin.“ Útifundur námsmanna á Austurvelli: Krefjast „eínahagslegs jaf nréttis til náms’ ’ HER FER á eftir fréttatilkynning sem Morgunblaðinu hefur borizt frá útifundi námsmanna á Aust- urvelli f gær, en frétt um fundinn er á baksfðunni f dag. Á útifundi námsmanna, sem Kjarabaráttunefnd gekkst fyrir í dag, mættu 4—5000 manns. Þar voru settar fram kröfur náms- manna undir kjörorðinu „efna- hagslegt jafnrétti til náms.“ Fundinum barst fjöldi stuðn- ingsyfirlýsinga, m.a. frá BSRB, Alþýðusambandi Islands, Dags- brún, og Alþýðusambandi Vest- fjarða. Er því ljóst að málstaður námsmanna á stuðning alþýðu þessa lands. Fundurinn gerði eftirfarandi samþykkt: „Forsætisráðherra Geir Hallgrímsson. I dag fjölmennum við náms- menn á fund sem haldinn er und- ir kjörorðinu „efnahagslegt jafn- rétti til náms“. Tilefnið er ærið, þvi nú hefur þú og rikisstjórn þin lagt fram á Alþingi fjárlagatillög- ur sem i felast stórfelldar árásir á kjör námsmanna. Árásir, sem við námsmenn hljótum að líta á sem stefnu ríkisstjórnarinnar gagn- vart efnahagslegu jafnrétti til náms. Þessi svívirðilega árás mun svara til um 50% skerðingar á raungildi námslána, og í raun al- gjöra útilokun á réttlátum kröf- um annarra sambærilegra náms- hópa um námslán. Það þarf ekki mikla spámenn til að sjá fyrir afleiðingarnar af þessari stefnu. — 1 trausti þess, að námslán yrðu óskert, hóf fjöldi námsmanna nám nú í haust, en ljóst er að stór hópur þeirra verður frá að hverfa vegna þeirrar skerðingar er þú og ríkisstjórn þín hafa boðað. Nám yrði þvi aftur algjör forréttindi hinna efnameiri. Við krefjumst efnahagslegs jafnréttis til náms, en ekki for- réttinda, og undir þessa kröfu okkar hafa stærstu launþegasam- tök landsins tekið, og ætti það að endurspegla vilja fólksins sem landið byggir. Geir Hallgrimsson, við náms- menn, sem staddir erum hér á Austurvelli, krefjumst þess, að þú og ríkisstjórn þin endurskoði fyrri afstöðu ykkar og lágmarks- krafa okkar er að ríkisstjórnin lýsi því yfir strax að raungildi námslána verði ekki skert frá þvi sem var áður. Þolinmæði okkar er á þrotum og námsmenn munu ekki láta hrekja sig átakalaust frá námi." Forsætisráðherra var afhent þessi samþykkt á tröppum alþing- ishússins. Einnig samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun með dynj- andi lófaklappi: „Fjöldafundur framhaldsskóla- nema á Austurvelli lýsir yfir full- um stuðningi við baráttu sjó- manna fyrir bættum kjörum. Sameiginleg barátta okkar gegn fjandsamlegu ríkisvaldi hlýtur að skipa okkur í sameiginlega fylk- ingu. Við mótmælum þvi að lág launafólki í landinu sé ætlað að axla kreppu auðvaldsins." Að loknum fundinum var dreift til almennings á vinnustöðum og götum úti upplýsingum um lána- mál og baráttu námsmanna. I lok fundarins kom fram al- mennur vilji til áframhaldandi baráttu, þar til sigur hefur verið unpinn. Reykjavík 22. október Kjarabaráttunefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.