Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1975
17
Franco vart
spáð bata
Madrid, 22. októbor. AP. Reuter.
LlTIL Ifkindi eru til þess, að
Franco þjóðarleiðtogi nái fullum
bata og auknar kröfur eru uppi í
stjórninni um að hann segi af sér
samkvæmt heimildum í spænsku
stjórninni f dag. Franco mun
verða skýrt frá þessu innan
þriggja vikna og sá sem það gerir
Ameríkumanna leitað
Beirút, 22. október. Reuter AP
TVEIMUR Bandaríkjamönnum
var rænt í Beirút í dag og ótryggt
ástand ríkti f borginni. Víðtæk
leit að mönnunum hafði engan
árangur borið í kvöld og ekkert
hafði heyrzt frá ræningjum
þeirra.
Vopnaðir menn í einu hverfi
Beirút þar sem vinstrisinnar ráða
rændu Bandaríkjamönnunum við
vegatálma en slepptu tveimur
líbönskum konum sem voru í
fylgd með þeim. Annar Banda-
rfkjamaðurinn, Charles Gallag-
her, er framkvæmdastjóri prent-
smiðju bandarisku upplýsinga-
þjónustunnar í Beirút, en hinn,
William Dykes Jr., er staðgengill
hans.
Stuðningur
við kvennafrí
HALDINN var félagsfundur f
félagi hárgreiðslu- og hárskera-
nema, þriðjudaginn 14. október
1975. Eitt aðalefni fundarins voru
umræður um kvennafrí þann 24.
október 1975. Komust fundar-
menn að þeirri niðurstöðu að
skora á kvenþjóðina að mæta ekki
til vinnu né notfæra sér þjónustu
hárgreiðslustofa þann dag.
verður lfklega Carlos Navarro
Arias forsætisráðherra.
Sagt er að forsætisráðherrann
sé vongóður um að Franco fallist
á það að lokum að afhenda völdin
Juan Carlos prins sem hann hefur
tilnefnt eftirmann sinn. Hins veg-
ar segja aðrar heimildir að prins-
inn sé tregur til að taka við völd-
unum aðeins til bráðabirgða og
vilji taka við þeim fyrir fullt og
allt.
Frá því var skýrt i morgun að
Franco væri á fótum og hefði átt
rólega nótt, en talið er að læknar
hafi ráðlagt honum að hreyfa sig.
Samkvæmt sumum heimildum
eru líkurnar á því að Franco nái
fullum bata aðeins fimm af
hundraði.
Mótmælin f Kaupmannahöfn — Islenzkir námsmenn spjalla við lögregluna fyrir framan fslenzka
sendiráðið í Kaupmannahöfn við mótmælaaðgerðirnar.
Nordfoto-sfmamvnd
„Erum flest orðin algjörlega auralaus
— Friðsamlegar mótmælaaðgerðir íslenzkra námsmanna á Norðurlöndum
— Fjölbreytt
Framhald af bls. 2
Sigurðardóttir, forstöðumaður
Kvennasögusafns Islands,
Sigrfður Thorlacius, formaður
Kvenfélagasambands Islands, og
Valborg Bentsdóttir skrifstofu-
stjóri, hafa tekiö saman Flytj-
endur eru Anna Kristín Arn-
grimsdóttir, Bríet Héðinsdóttir,
Helga Bachmann, Sigriður
Hagalin og Sigurður Karlsson en
stjórnandi er Herdís Þorvalds-
dóttir.
Þá er komið að baráttudagskrá
rauðsokka, og sungið þar i fjölda-
söng „Ó, ó, ó, stelpur“ og „Svona
margar" en síðan verður fund-
inum i Lækjartorgi slitið.
Lúðrasveit leikur í fundarlok.
Ákveðið er að hafa „opið hús“ á
sjö stöðum miðsvæðis i borginni,
og í fréttatilkynningu Fram-
kvæmdanefndar um kvennafrí
eru konur hvattar til að koma og
fá sér þar hressingu, rabba saman
og koma á framfæri þvi sem þeim
býr I brjósti varðandi stöðu og
kjör kvenna. öllum er orðið
frjálst, segir i tilkynningunni
en þess er einnig getið að áhuga-
fólk muni koma á þessa staði og
skemmta.
Opið verður á eftirtöldum stöð-
um: Norræna húsið við Hring-
braut verður opið kl. 15—19;
Sokkholt, heimili rauðsokka að
Skólavörðustíg 12, verður opið kl.
10—19, Félagsheimili prentara,
Hverfisgötu, verður opið frá kl.
10—19, Lindarbær að Lindargötu
9 verður opinn frá kl. 15—19,
Hótel Saga, Súlnasalur, verður
opin frá kl. 15—19, Hallveigar-
staðir við Túngötu verða opnir frá
kl. 10—19 og Húsmæðrafélag
Reykjavíkur, Baldursgötu 9,
verður opið frá kl. 15—19.
Engar göngur hafa verið skipu-
lagðar af Framkvæmdanefndinni
sjálfri en vitað er að áhugi er á
slíkum göngum. Þannig er vitað
að stúlkur úr framhaldsskólum
borgarinnar hyggjast safnast
saman á Hlemmtorgi og ganga
fylktu liðið eftir Laugaveginum
að Lækjartorgi, konur úr
Árbæjarhverfi )hafa í hyggju rað
Kaupmannahöfn 22. oklóber. Frá frftla-
rilara Mbl. Jörgen Harboe:
0 „VIÐ verðum að slá lán hjá
vinum og kunningjum til að fá
peninga fyrir mat. Við höfum
ekki aura til að borga húsaleig-
una með, en verðum að biðja um
frest. Flest okkar eru orðin al-
gjörlega auralaus, og þetta er
mjög óþægileg aðstaða fyrir okk-
ur sem útlendinga í Danmörku,“
segir Árni Jóhannsson, einn af
um 70 Islenzkum stúdentum sem
i gær héldu mótmælafund fyrir
framan fslenzka sendiráðið I
Kaupmannahöfn vegna þess að
fslenzka rikisstjórnin hefur skor-
ið niður námslán þeirra um 45%
og hefur ekki sent þá upphæð
sem átti að koma til greiðslu I
septembermánuði.
0 Rúmlega 170 Islenzkir náms-
menn eru nú i Kaupmannahöfn,
en f fleiri löndum fóru fram sams
konar mótmæli fslenzkra náms-
manna vegna þeirra kjara sem
þeim eru boðin. „Við krefjumst
að námslánin nái 100% yfir það
sem þarf til lífsviðurværis á
námstímanum en núverandi
styrkur nægir aðeins til um
75%,“ segir Árni Jóhannsson.
I yfirlýsingu sem stúdentarnir í
Kaupmannahöfn dreifðu á
dönsku og islenzku við mótmæla-
aðgerðirnar i gær kemur fram að
ástæðan fyrir þessu ástandi í
lánamálunum sé sjóðþurrð hjá
lánasjóði islenzkra námsmanna.
Er litið á þetta sem „grófa ögrun
og árás á rétt allra til ókeypis
menntunar". I yfirlýsingunni,
sem samþykkt var á sameiginleg-
um fundi íslenzkra námsmanna á
Kaupmannahafnarsvæðinu, segir
að mótmælaaðgerðirnar gegn
niðurskurði námslána sé „liður i
baráttu sem námsmenn í
kapítaliskum löndum heyja fyrir
jöfnum rétti til menntunar. Þess
vegna aukum við samvinnuna við
samtök námsfólks í Danmörku.
Kröfur okkar nú þegar eru: 1.
Tafarlaus lánaúthlutun. 2. Eng-
inn niðurskurður á lánsupphæð.
3. Jafn réttur til menntunar."
Á fundinum við sendiráðið
töluðu fimm námsmenn: Þrír frá
Kaupmannahöfn, einn frá
háskólanum í Óðinsvéum og einn
frá háskólanum i Lundi i Sviþjóð.
Þeir voru: Kristinn Einarsson,
Engilbert Guðmundsson, Guð-
laugur Arason, Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir og Finnbogi Jónsson.
Sigurður Bjarnason sendiherra,
tók við mótmælaorðsendingu
námsfólksins, og ræddi i um 15
mínútur við það. „Ég gat sagt
námsmönnunum að okkur hafði
borizt orðsending frá utanrikis-
ráðuneytinu í Reykjavik þar sem
fram kemur að lánin muni koma
eftir eina viku,“ sagði sendi-
herrann. Mótmælaaðgerðirnar
fóru friðsamlega og vel fram, en
10 lögreglumenn voru til taks.
0 Um 50 námsmenn mótmæltu f
Stokkhólmi
Halla Bergs, sendiráðsritari i
Stokkhólmi sagði í samtali við
Mbl. i gærkvöldi að um 50 náms-
menn hefðu komið í sendiráðið
í gær og afhent þar mótmælaálykt
un, um 35 frá félagi islenzkra
námsmanna í Stokkhólmi og um
15 frá háskólanum í Uppsölum.
Hefðu námsmennirnir komið
prúðmannlega fram og hafði
Stokkhólmshópurinn m.a.s. boðað
komu sína með tveggja daga fyrir-
vara og fengið leyfi hjá lög-
reglunni til að vera með spjöld
o.s.frv., en ljóst var hins vegar að
full alvara og þungi var á bak við
mótmælin. Hefðu þau verið send
til utanrikisráðuneytisins I
Reykjavik.
0 Um 70 settust að i sendiráðinu
f Osló
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. aflaði sér í Ösló í gærkvöldi
komu um 52 námsmenn í sendiráð
Islands í Ósló f gærmorgun og
settust þar niður í öllum her-
bergjum hússins, nema skrifstofu
Sigurðar Hafstein, sendiráðsfull-
trúa. Var útbýtt dreifibréfi en allt
fór friðsamlega fram og þeir
sendiráðsstarfsmenn sem vildu
vinna gátu gert það. Náms-
mennirnir báru spjöld um hálsinn
þar sem lánskjaraskerðingunni
var mótmælt. Fjölgaði náms-
fólkinu í sendiráðinu fram eftir
degi og var orðið um 70 manns
þar er setunni lauk um kl. 16.00
að norskum tíma.
koma saman á Skólavörðuholti og
ganga þaðan á útifundinn á
Lækjartorgi, konur úr starfsliði
stjórnarráðsins ætla að koma
saman á Arnarhóli og ganga
þangað á útifundinn og konur í
Verzlunarmannafélagi Reykja-
víkur og fleiri ætla að safnast
saman á Hagatorgi og ganga það-
an eftir Suðurgötunni á
útifundinn.
— Fiskverð
Framhald af bls. 36
þetta verðtímabil byggist þvf al-
gerlega á því að Ríkissjóður
ábyrgist greiðslugetu Verðjöfn-
unarsjóðs til áramóta.
5. Af framansögðu má ljóst
vera, að það er á misskilningi
byggt að endurupptaka fiskverðs-
ákvörðunar fyrir tímabilið 1.
október til 31. desember sé til
afgreiðslu I Verðlagsráði sjávar-
útvegsins.
Reykjavík, 22. október 1975.
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson
Ingólfur Sig. Ingólfsson
Kristján Ragnarsson
Árni Benediktsson
Það skal tekið fram að odda-
maður yfirnefndar, Jón Sigurðs-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
er staddur erlendis.“
„Ráðuneytið vill vísa til yfirlýs-
ingar Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins í dag um siðustu fiskverðs
ákvörðun. Til viðbótar því, er þar
kemur fram, vill ráðuneytið
upplýsa að frá síðastliðnum ára-
mótum hækkaði almennt fiskverð
um 14,5%, frá fyrsta júni s.l. um
11,5% og frá 1. október s.l, um
4,5%, sem þýðir í raun samtals
i. 33,5% fhækktin. .Er-þettg. meiri.
hækkun en hefur átt sér stað á
almennum kauptöxtum i landinu
á sama timabili.
Til þess að gera síðustu fisk-
verðshækkun kleifa ábyrgist
ríkissjóður greiðslugetu Verð-
jöfnunarsjóðs að því marki að
fiskverð hækki til jafns við al-
mennar launahækkanir 1.
október s.I.
Ef áframhald yrði á slikri
ábyrgð, mundi hún nema a.m.k.
um 2 milljörðum króna á árs-
grundvelli miðað við núverandi
verðlag og gengi.
Vegna framkominnar kröfu sjó-
manna um endurskoðun sjóða-
kerfis sjávarútvegsins, vill ráðu-
neytið upplýsa, að í þeirri nefnd,
er að þeirri endurskoðun stafar,
sitja 6 fulltrúar sjómanna víðs-
vegar að landinu og ber nefndinni
samkvæmt erindisbréfi sínu að
skila áliti fyrir 1. desember n.k.,
og mun ráuneytið fylgja því fast
eftir að svo verði."
sem hringsólar um hana.
Myndavélarnar voru i gangi i 53
mínútur á yfirborðinu þar sem
hitastigið er 455 gráður á selsíus.
Þar sem þær voru ekki lengur i
gangi gæti það bent til þess, að
dómi kunnugra í Moskvu, að tæki
hafi bilað vegna hitans.
Sovézkir visindamenn eru
ánægðir með gæði myndanna sem
vekja geysimikinn áhuga visinda-
manna þar sem Venus er hulin 30
kilómetra gasskýi svo að reiki-
stjarnan hefur ekki sézt I stjörnu-
kikjum frá jörðu. Aður en mynd-
irnar bárust virtust ratsjárathug-
anir hafa leitt i ljós að yfirborðið
væri þakið breiðum en grunnum
gígum.
Frá tækjum lendingarferjunn-
ar berast einnig upplýsingar um
skýjahjúp Venusar, jarðveginn og
segulsvið stjörnunnar. Hingað til
hafa einu ljósmyndir af yfirborði
annars hnattar borizt frá tungl-
inu.
Venus
Framhald af bls. 1
frá Venusi og voru þær af stein-
um af ýmsum stærðum. Frétta-
skýrandi Tass sagði, að myndirn-
ar virtust hrekja þær tilgátur
manna, að yfirborð Venusar væri
eins og eyðimörk á að líta, þakin
sandhólum. Sumir steinarnir
voru 30—40 sentimetrar í þver-
mál og stór steinn sást i fjarska.
Ljósmyndirnar voru sendar frá
lendingarferju móðurskipsins
Venus 9 sem endurvarpaði þeim
til jarðar. Venus 9 var komið á
braut umhverfis reikistjörnuna
og er þar með fyrsta geimfarip.
— Samtöl
Framhald af bls. 1
þreyta ræningjana. Dr.
Herrema bað lögregluna
um að færa sér mat í dag
en sagt er að ræningj-
arnir hafi neitað að taka
við honum. Ræningjarn-
ir virðast hafa óttazt að
lögreglan notaði tæki-
færið til að brjótast inn
til þeirra. Þeir eru með
Herrema í herbergi uppi
á lofti en lögreglan er á
neðstu hæ.ó,
.atiniHtt 8 iin« »<d >. bt
— Samþykkja
Þjóðverjar
Framhald af bls. 1
mikið magn gæti verið um að
ræða?“
„Nei, ég hef engar ákveðnar
tölur fram að færa, en fyndist
eðlilegt að réttir aðilar i okkar
fiskiðnaði ræddu það mál við
islenzku aðilana.“
„Landhelgismálið var nýlega
tekið úr höndum lagadeildar ut-
anrikisráðunevtisins og flutt i
stjórnmáladeildina. Er einhver
skýring á þessu?"
„Hér er um að ræða innanhúss-
skipulagsmál, en ég neita því ekki
að breytingin hefur ákveðin áhrif
og þýðingu en samband verður þó
auðvitað á milli deildanna."
„Leggur stjórn yðar mikla
áherzlu á að ná samkomulagi?"
„Já það gerir hún, og þess
vegna var það, að við gerðum ráð-
stafanir i sambandi við afnám
löndunarbannsins og veiðar
togara okkar til að skapa góðan
samningsanda og ég vona að þeir
fulltrúar islenzku stjórnarinnar,
sem hitta okkur í Revkjavík rnuni
meta viðleitni okkar og við
vonumst fastlega til að geta náð
samkomulagi sem þjónar hags-
munum beggja þjóða. Ég vil að
lokum leggja á það áherzlu, að sú
sendinefnd, sent kemur til ís-
lands, kemur með vináttuhug
þrátt fyrir stirða sambúð síðustu
þrjú árin og við vonurn að við-
ræður okkar verði til að treysta
enn vináttubönd þessara tveggja
þjóða.“
„Eruð þér bjartsýnn?"
„Ég er alltaf'bj«rtsýnn.i.‘i •-