Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTOBER 1975 35 Skagamenn sluppu vel frá leiknum í Kiev Bezta lið Evrópu r vann IA aðeins 3:0 Akurnesingar komust vel frá glímu sinni við Dynamo Kiev austur í Kænugarði í gærkvöldi. Sovézka liðið sem nýlega ávann sér titilinn bezta knattspyrnu- lið Evrópu vann aðeins 3:0, eftir að hafa verið 2:0 yfir í leikhléi. Þess má geta að Dynamo Kiev sigraði nýlega þýzku Evrópu- meistarana Bayern Míinchen 2:0 — og það á útivelli. Davíð Kristjáns- son átti stórleik í marki Akurnesinga og bjargaði liði sínu frá stórtapi. Það var ekki oft i leikn- um í gærkvöldi, sem Skaga- menn komust fram yfir miðju í leiknum. Þeir lögðu aóaláherzluna á vörnina. Illa gekk í gærkvöldi að ná sambandi' við Akurnes- ingana í Kiev, en eftir þeim fréttum sem bárust frá er- lendu fréttastofunum NTB, AP og Reuter, þá tóku Sovétmennirnir öll völd í leiknum þegar í upp- hafi. í skeyti frá Reuter segir að „Reykjavíkur- liðið“ hafi ekki gert sér vonir um að sleppa betur frá leiknum en með þriggja marka ósigri. Markakóngur Sovét- ríkjanna, Oleg Blokhin, skoraði fyrsta markið í leiknum, það kom á 31. mínútu leiksins, en hin tvö mörkin gerði Vladimar Buryak, á 28. mínútu og síðan eina mark seinni hálfleiksins á 57. mínútu. Jón Gunnlaugsson hefur ef- laust haft nóg að gera I leikn- um f gærkvöldi sem og aðrir félagar hans f liði ÍA. Á með- fylgjandi mynd berst Jón um knöttinn við nafna sinn Jóns- son f Keflavfkurliðinu. Árni Sveinsson fylgist með. Akurnesingar og Dyna- mo Kiev leika að nýju á Melavellinum á miðviku- daginn í næstu viku og verður leikið í flóðljósum. Búizt er við allt að 5 þúsund áhorfendum á þann leik, en áhorfendur að leiknum í gærkvöldi voru 50 þúsund talsins. Haukar unnu FH HAUKAR sigruðu FH 18:16 I 1. deild íslandsmótsins I gærkvöldi eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9:4 Haukum í vil. Leikið var í Hafnarfirði. Mestur varð markamunurinn 8 mörk þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum, en þá var staðan 14:6. Þá tóku FH-ingar bæði Hörð Sigmarsson og Elías Jónasson úr umferð og kom við það nokkurt los á vöm Haukaliðsins sem hafði staðið sig frábærlega fram að þessu. Við það bættist, að einum Haukamanni, Ingimar Haraldssyni, var visað útaf i 5 mínútur og annar fór útaf í 2 minútur þegar hann var nýkominn inná. Þegar 8 minútur voru til leiksloka var staðan 18:12, en FH gerði 4 siðustu mörkin. Sigur Hauka var mjög sanngjarn og hefði átt að vera stærri. Mörk Hauka: Hörður Sigmarsson 11, Sigurgeir Marteinsson 3, Ingimar Haraldsson 2, Ellas Jónasson og Jón Hauksson eitt hvor. Mörk FH: Geir Hallsteinsson 5, Guðmundur Sveinsson 3, Þórarinn Ragnarsson 3, Guðmundur Á. Stefánsson 2, Viðar Simonarson 2 og Örn Sigurðsson 1. Meistarar Fjölmargir leikir fóru fram í gærkvöldi í Evrópumótunum þremur og var þar um aS ræSa fyrri leiki liSanna í 2. umferSinni. Úrslitin í leikjunum fara hér á eftir. Fyrst eru þaS leikir i meistarakeppninni. Dynamo Kiev — Akranes 3:0. Mörk Dynamo Blokhin og Buryak (2). Áhorfendur 50.000. Derby County — Real Madrid 4:1. Mörk Derby Geroge 3 (2 úr vltum) og Nish. Áhorfendur 35.000. Malmö — Bayern Miinchen 1:0. Mark Malmö geröi Tommy Anderson. 23.000 áhorfendur. Borussia Mönchengladbach — Juventus 2:0. Mörk Borussia gerðu Heynckes og Simonsen. Áhorfendur 65.000. St. Etienne — Glasgow Rangers 2:0. Mörk Frakkanna gerðu Revelli og Baphenay. Áhorfendur 35.000. Bikarhafar Boavisto Porto — Celtic 0:0 25.000 áhorfendur. Ararat Yerevan — West Ham Utd. 1:1. Petroysan skoraði fyrir Sovétmennina, en Alan Taylor fyrir West Ham. 70.000 áhorfendur. Anderlecht — Borac Banja Luca 3:0. Rensenbrink (2) og Coeck skoruðu mörkin að viðstöddum 30.000 áhorfendum. . . . Wrexham — Stal Rzeszow 2:0. Achscroft skoraði bæði mörk leiksins. 10.000 áhorfendur. Sturm Graz — Haladas Vasutas 2:0. Stendal og Steinar skoruðu mörkin. 10.000 áhorfendur. FC Haag — RC Lens 3:2. Schoenmaker, Van Vliet og Van Leeuwen skoruðu fyrir Haag, en Zuraszek og Jankovic fyrir Lens. MSV Duisburg (V Þýzkalandi) — Levski (Búlgaríu) 3—2 Duisburg skoraði Schneider, Worm og Krause en mörk Levski skoraði Panov. Áhrofendur voru 20.000. UEFA -keppnin Dundee Utd. — FC Porto 1:2 . Mark Dundee gerði Rennie, en Oliveira og Seninho fyrir Porto. 55.000 áhorfendur. Ipswich — FC Brúgge 3:0. Mörk Ipswich gerðu Gates, Peddalty og Austin. 27.000 áhorfendur. Hertha Berlin — Ajax 1:0. Kostedde skoraði. 55.000 áhorfendur. Öster Vaxsjö — AS Roma 1:0. Mark Svíanna skoraði Tommy Eversson. 10 þúsund áhorfendur sáu leikinn. Red Star Belgrad — Hamborg SV 1:1 Susic skoraði fyrir Red Star en Ole Björnmose tyrir þýzka liðið. 35.000 áhorfendur. Magnús íFram Grótta - Fram 12: 16 FRAM sigraði Gróttu 16:12 I 1. deild Islandsmótsins f handknatt- leik i gærkvöldi. Leikurinn fór fram I fþróttahúsi Hafnarfjaröar og var heldur Iftil skemmtun fyrir áhorfendur.Var leikurinn ákaflega slakur af beggja hálfu og bæði lið gerðu sig sek um fjölmörg mistök af þeirri gerð- inni, sem varla byrjendur sýna. forystu, 4:2, og hélt liðið foryst- unni til loka leiksins. Minnstur var munurinn 2 mörk en mestur 5 mörk þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka, en þá var staðan 14:19. I hálfleik var staðan 8:6. Gróttumenn gerðu tilraun tii að taka Pálma Pálmason úr umferð en það stoðaði lítið, þvf það varð aóeins til þess að losnaði um aðra leikmenn liðsins. Mörk Fram gerðu þessir leik- menn: Pálmi Pálmason 7, Arnar Guðlaugsson 5, Andrés Bridde 2, Pétur Jóhannesson og Gústaf Bjarnason eitt mark hvor. Mörk Gróttu: Björn Magnússon 3, Björn Pétursson 3, Árni Indriðason 2, Magnús Sigurðsson 2, Kristmundur Ásmundsson og Atli Þór Héðinsson eitt mark hvor. Handknattleiksmaóur- inn Magnús Sigurðsson hefur tilkynnt félaga- skipti úr Víkingi yfir í Fram. Magnús, sem er vinstri handar skytta, var fastur maður í liði Víkings fyrir 2—3 árum og lék þá 1 landsleik og nokkra leiki með unglingalandsliði. Hann hefur lítið verið með síðustu mánuðina vegna meiðsla en fyrir skömmu gekk hann undir aðgerð á öxl. Sagði hann við Mbl. í gær, að hann væri nú á batavegi og væri byrjað- ur æfingar með Fram. Ármenningar ætla sér að sigra Playboys Leikurinn hélzt f jafnvægi í byrjun en um miðjan fyrri hálf- leik náði Fram tveggia marka Pálmi skoraði flest mörk FYRRI leikur bikarmeistara Ármanns I körfuknattleik og finnsku bikar meistaranna Playboys fer fram ! Laugardalshöll n.k. fimmtudag. Þetta er I fyrsta skipti sem Armann tekur þátt I Evrópukeppninni, enda hefur liSið ekki átt þess kost áður þótt óllklegt megi virðast. Ármann hefur verið I fremstu röð i körfu- knattleiknum undanfarin ár, þótt oft hafi þeir misst af íslands- og bikarmeistaratitlinum á slðustu stundu. En I fyrra tókst þeim loks að kraakja sér I Bikarmeistaratitilinn, Fyrir nokkrum dögum varði Play- boys bikarmeistaratitilinn, sigraði þá I úrslitaleik með 6 stiga mun. Þá var bandarlkjamaður í liði Playboys langstighæstur með 36 stig af 78 stigum liðsins, en þessi leikmaður er sagður langbesti maður liðsins. Ármenningar hafa ákveðið að kalla Símon Ólafsson til leikjanna, en hann er við nám i Bandarlkjunum. Liðið tjaldar þv! með 7 landsliðs menn t leikjunum gegn Playboys. Birgir Örn Birgis sem leikur nú sitt 17. keppnistlmabil I m.fl. er með flesta landsleikina. alls 32, Jón Sigurðsson er með 29 landsleiki, Simon Ólafsson 10, en þeir Björn Christenssen, Haraldur Hauksson, Hallgrimur Gunnarsson og Jón Björgvinsson hafa færri leiki. Þá hafa þeir Björn Magnússon og Guð- steinn Ingimarsson leikið unglinga- landsleiki. Og ekki má gleyma Bandarikja- manninum í liði Ármanns, Jimmy Rogers. Siðan hann hóf að leika með liðinu hefur leikur þess gjörbreyst, liðið leikur nú mjög harðan körfu- bolta, þar sem þeir eru aðalmenn Jón Sig, Guðsteinn og Rogers. Koma Jimmy Rogers hefur haft mjög góð áhrif á liðið og það verður fróðlegt að fylgjast með þvi i leikjunum gegn ..plebbunum" frá Finnlandi. Sigur- móguleikar ættu vissulega að vera talsvert miklir, og ekki minnka þeir við góðan stuðning og hvatningu frá áhorfendum. gk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.