Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTOBER 1975 Iþróttahöllin kom sióleiðis Stór hluti tréboga og annars í íþróttahöllina sem er verið að reisa í Eyjum, kom sjóleiðis til Eyja fyrir nokkrum dögum. í íþrótta- höllinni verður bæði sund- laug og fþróttasalur með tilheyrandi aðbúnaði. Lokið er við grunnbygging- una og verður sundhöllin tilbúin í vor og iþrótta- salurinn undir næsta haust. Danskir og vest- manneyskir vinna nú við framkvæmdina af fullum krafti. Verið að skipa upp í Eyjum trébogum og öðru efni í íþrðttahöllina. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. Konur fá Súlnasalinn á kvennafrídaginn Sportbátar f Reykjavlkurhöfn Eitt hundrað sportbáta- eigendur stofna félag Fyrir nokkru var stofnað félag sportbátaeigenda f Reykjavfk og eru félagar þess um 100. Tilgangurinn með stofnun félagsins er að sjá um hagsmunamál sportbátaeig- enda. Formaður félagsins var kosinn Hafsteinn Sigurðsson. 1 lögum félagsins segir m.a., að tilgangur þess sé að efla samvinnu sportbátaeigenda ög vinna að hagsmuna- og öryggis- málum þeirra og þeim tilgangi hyggst félagið ná með því: A) Að beita sér fyrir fullkom- inni sjósetningar-, geymslu- og bryggjuaðstöðu í Reykjavík. B) Að ná fram hagstæðum kjör- um á tækjum og rekstrarvör- um. C) Að stofna öryggismála- nefnd, er í samráði við féiags- stjórn efni til námskeiða í undirstöðuatriðum sjómennsku og öryggismála, og hvetji félagsmenn til þess að fara ætíð eftir settum reglum. Sérstök einkunnarorð hafa verið valin félaginu og eru þau „Samhjálp á sjó“. Ekki hefur félagið enn haft tök á að setja upp skrifstofu, en nýir félagar geta látið innrita sig hjá fyrir- tækinu Seifur h.f. í Tryggva- götu 10. Karlmenn alls- ráðandi í kvenna- frísnefndinni í Siglufirði Siglufjrði, 17. oktðber. DAGNÝ landaði hér 20 lestum af blönduðum fiski f dag, en skipið er búið að heilfrysta um borð 65 lestir, sem það siglir væntanlega með. Bæjarstjórn hefur nú skipað framkvæmdanefnd kvennafrí- dagsins, sem er 24. október, og eru eftirtaldir skipaðir i nefnd- ina: Guðný Fanndal, Kristján Sigurðsson, Björn M. Þorsteins- son, Gunnar Rafn Sigurbjörns- son, Anna Lára Herterwig, Jón Sigurbjörnsson, Kolbeinn Frið- bjarnarson, Eggert Theódórs- son og Valey Jónasdóttir. Sem sagt karlmenn í meirihluta. — mj. Bát stolið STOLIÐ hefur verið frá Iegufær- um við Ægisgarð trébát, sem er hvítmálaður að ofan og grænn að neðan með grænum þóftum. I bátnum voru árar. Um það bil vika er frá þvf er báturinn hvarf frá Ægisgarði, en hann er í eigu ungs pilts. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar um bátinn, eru vin- samlegast beðnir að hafa sam- band við rannsóknarlögregluna í Reykjavík. StJLNASALUR Hótel Sögu stendur konum til boða á kvennafrídaginn 24. októ- ber. Konráð Guðmundsson hótelstjóri hefur boðið framkvæmdanefnd dags- ins að lána Súlnasalinn. Þar munu þær safnast saman og laga kaffi sjálfar. Konur munu safnast saman á fleiri stöðum, í Norræna húsinu, Nýr bátur frá Slippstöðinni SLIPPSTÖÐIN hf. afhenti nýlega 22,5 rúmlesta tréfiskiskip til Sigurbjörns Kristjánssonar og Ivars Júlíussonar á Húsavík og hlaut skipið nafnið Fanney ÞH- 130. Skipið er búið til línu- og hand- færaveiða og einnig til snurvoðar- veiða. Aðalvél er af gerðinni Gumminns, sem er 235 hö við 1800 snúninga á mínútu. Svefn- pláss er fyrir 4 menn og skipið er búið fullkomnustu fiskileitar- tækjum svo og ratsjá, sjálfstýr- ingu og örbylgjustöð. Skipið reyndist vel í reynslu- ferð og gekk 10 hnúta. var f notkun á þessu ári. Rauða- krossdeildin hyggst útbúa snjóbil- inn til sjúkraflutninga og notk- unar í neyðartilvikum. Kaupverð bilsins var um 2,5 millj. króna. Félögin sem að kaupunum stóðu, voru: Kiwanis- klúbbur, Lionsklúbbur, Rotary- klúbbur og slysavarnardeild kvenna. Söfnuðu þessi félög fé meðal einstaklinga, félaga og fyrirtækja, auk eigin framlaga. Ofurlftið skortir enn á að nægi- legt fé hafi safnast til kaupanna. Formaður söfnunarnefndar var Jónas Egilsson. — Fréttaritari. Lindarbæ, Lindargötu 9, Hús- mæðrafélagi Reykjavíkur á Baldursgötu 9 og verða ofan- greind hús opin kl. 3—7 e.h. Einnig á Hallveigarstöðum, Stokkholti á Skólavörðustíg 12 og Félagsheimili prentara á Hverfis- götu 21, og eru þrjú síðasttöldu húsin opin frá kl. 10 um morgun- inn. Dagskrár verða í öllum hús- unum, og sums staðar geta kon- urnar lagað kaffi sjálfar. Gáfu snjóbíl Húsavík, 8. okt. 1975. I GÆR afhentu formenn nokk- urra félagasamtaka á Húsavfk Húsavfkurdeild Rauða kross ts- lands snjóbfl til eignar og starf- rækslu. En Rauðakrossdeildin hefir s.l. áratug annast sjúkra- flutninga á Húsavfk og f Þing- eyjarsýslum og á nú 2 sjúkra- bifreiðir. Björgunarsveit slysavarna- deildarinnar á Húsavík hefur haft afnot af annarri sjúkrabif- reiðinni i neyðartilvikum og samvinna tekist með þessum að- ilum m.a. um byggingu björg- unarstöðvar á Húsavík sem tekin Teiknikennsla í Grjótaþorpi EINN morguninn í sl. viku var líflegt í Grjótaþorpinu. Hópur af skólakrökkum streymdi þangaö gangandi og á reiðhjólum með kennara sínum. Allur hópurinn dró upp blöð og teikniáöld og tók að horfa spekingslega á gömlu byggingarnar og festa á blað. Þarna var kominn Guð- mundur Magnússon, teiknikennari í Hagaskóla, með 1. bekk gagnfræðaskóla og þessir 13 ára krakkar kunnu sýnilega að meta slíka kennslustund. Kennarinn var þarna að vekja athygli nemendanna á þessu svæði, sem nú er mikið umtalað, þvi það er uppeldisatriði að þau fylgist með því sem er að gerast og skoði sjálf, eins hann sagði. Kennslu- og hann if IIII f l itl 111 llflllllliilllllllltlflltfftt!i! stundin var helguð fjarvfddar- teikningu og hann kvaðst vilja hafa það vettvangs- kennslu, eins og hann hefði oft gert á undanförnum árum, einkum í 2. bekk og landsprófi. T.d. hefði verið farið niður I fjöru lii Ljósmynd Sv, Þorm. Kennarinn leiðbeinir nemendunum, sem dreifðu sér um Grjótaþorpið og teiknuðu hvar sem þau gátu fundið eitthvað til að teikna á. miiimtiSHHiiiiHnmiiHiin •ið[-íBi.»t til grásleppukarlanna og á listsýn- ingar. En listamennirnir hefðu verið ákaflega liðlegir með að leyfa heilum hópum að koma á sýningar hjá sér. Kæmu oft út úr þessu skemmtilegar teikningar. T.d. hefði verið gaman að eiga nú teikningar skólabarna I einum bekknum um þorskastríðið fræga. Sagði Guðmundur að gamla form- ið á teiknikennslunni væri að breytast f öllum skólum borgar- innar, þannig að kennarar væru að færa kennsluna meira út í um- hverfið. Krakkarnir, sem voru að teikna f Grjótaþorpinu, rissuðu upp það sem fyrir augu bar, og munu svo vinna úr þvf f skólanum. Kennar- inn kvaðst hafa geymt úrklippur um tillögu að uppbyggingu þarna og seinna, þegar krakkarnir eru búnir að skoða og athuga sinn gang, þá mundi hann hengja þær upp, svo og myndirnar og leyfa þeim að ræða málið. i '2)1 íi.iúrt i.t illíi znt. ( uui>:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.