Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÖBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Idag hefjast viðræður á ný milli íslendinga og Breta um landhelgismál, og fara þær að þessu sinni fram i Lundúnum. Frá því að síðasti viðræðufundur var haldinn um miðjan septembermánuð, hefur ekkert það gerzt, sem gef- ur sérstakt tilefni til bjart- sýni fyrirfram um, að já- kvæður árangur verði af þessum viðræðum. Því valda fyrst og fremst harð- orðar yfirlýsingar áhrifa- mikilla ráðherra í brezku ríkisstjórninni og má þar fyrst nefna ræðu Anthony Croslands, umhverfismála- ráðherra Breta, í Grimsby fyrir nokkru, en í þeirri ræðu lýsti Crosland yfir þvi, að Bretar mundu halda áfram veiðum innan gömlu 50 mílna lögsögunn- ar, hvað sem tautaði. Þessi yfirlýsing Croslands vakti að vonum mikla athygli hér, en óhætt er að full- yrða, að afstaða brezku samningamannanna á við- ræðufundinum í septem- ber var mjög í anda þessar- ar ræðu Croslands. 1 fyrradag gerast svo þau tíðindi, að sjálfur Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í brezka þinginu, að Bretar mundu veita fiskiskipum sínum vernd til veiða á Is- landsmiðum ef nauðsyn krefði, og bætti því jafn- framt við, að veiðar innan gömlu 50 mílna markanna væru grundvallaratriði fyrir Breta. Slíkar yfir- lýsingar forsætisráðherra Breta í þann mund er nýr viðræðufundur er að hefj- ast, boða tæpast nokkuð gott og er alla vega undar- legt, að talað skuli í þessum tón á sama tíma og islenzku samningamennirnir eru á leið til Lundúna. Þegar á þetta allt er litið virðist því ekki ýkja mikil ástæða til bjartsýni um árangur á þessum viðræðu- fundi í London. Alla vega er alveg ljóst, að grund- vallarbreyting þarf að verða á afstöðu Breta á við- ræðufundinum í dag og á morgun, ef von á að vera um samkomulag á næst- unni. Hafi Bretar gert sér í hugarlund, að þess væri einhver kostur af íslendinga hálfu að endur- nýja að mestu leyti óbreytt samkomulagið frá því f nóvember 1973, þá er það á miklum misskilningi byggt. Slfkt kemur að sjálf- sögðu alls ekki til greina. Við íslendingar höfum þegar veitt Bretum umtals- verðan aðlögunartíma vegna útfærslu fiskveiði- markanna i 50 sjómílur 1972. Nú höfum við fært fiskveiðimörk okkar út í 200 sjómílur. Nýjustu skýrslur fiskífræðinga okk- ar benda til þess, að ástand fiskstofnanna á Islands- miðum sé mun alvarlegra en menn hafa talið til þessa. Fiskiskipastóll okkar hefur aukizt mjög verulega á undanförnum árum og þar með afkasta- geta hans. Þegar á allt þetta er litið er augljóst að þvi aðeins höfum við hags- muni af því að gera samninga við Breta og aðr- ar þjóðir, sem veitt hafa á íslandsmiðum, að takast megi að draga stórlega úr aflamagni hinna erlendu togara. En ef grundvöllur er fyrir slíkum samningum er jafn ljóst, að það er okkur Islendingum hagkvæmara að friður haldist á fiski- miðunum við landið, ef við getum með samningum náð fram meiri minnkun aflamagns en ella mundi verða hjá hinum erlendu fiskiskipum. Sá mælikvarði sem við hljótum að leggja á hugsanlega samninga við Breta, er að þeir standist þetta próf. Þess vegna er forsendan fyrir árangri í viðræðum þeim sem hefj- ast í dag í London sú, að um stórkostlega minnkun afla- magns á íslandsmiðum verði að ræða. Þetta er alveg nauðsynlegt, að brezku samningamennirn- ir og brezka ríkisstjórnin geri sér ljóst þegar í upp- hafi. Stundum er talað um, að menn séu með samningum eða á móti. Fáránlegt er að tala á þann veg. Afstaða til samninga hlýtur að byggj- ast á efni þeirra. Fyrirfram er því ekki hægt að taka afstöðu með eða á móti. I umræðum á Alþingi fyrir nokkrum dögum gerði Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra grein fyrir þeim atriðum, sem hugsanlegir samningar yrðu að byggjast á. I því sambandi nefndi forsætis- ráðherra umtalsverðan samdrátt í sókn útlendinga á Islandsmið, bæði að því er varðar skipafjölda og aflamagn, takmörkuð veiðisvæði færð fjær landi en núgildandi samningar við Breta gera ráð fyrir, með það fyrst og fremst í huga að ná sem víðtækastri og raunhæfastri friðun að 50 mílna mörkum og loks að engar undanþágur yrðu veittar nema til mjög skamms tfma. Samningafundir í London Arni Tryggvason sendiherra: „Vil engu spá Bonn 22. okt. — frá Ingva Hrafni Jónssyni, bim. Mbl. um málalok” BLAÐAMAÐUR Mbl. hitti Árna Tryggvason sendiherra Islands í Bonn, að máii á heimiii hans í dag og spurði hann hvað honum fyndist um horfurnar f sambandi við vænt- aniegar viðræður og hvort und- anfarin ár hefðu ekki verið erfið á stundum. Sendiherrann sagði: „Fram að landhelgismálinu var hér alltaf hið sama, gamla, góða og vinsamlega andrúmsloft, en eftir að landhelgismálið kom upp varð allt óneitanlega þyngra undir fæti. Það er auð- vitað ákaflega margt og merki- legt, sem hefur gerzt hér á und- anförnum árum, en ég er nú búinn að vera hér í sex ár og það yrði of langt mál að telja það upp hér. Það byrjaði að skerast verulega í odda með Arnold Toynbee lézt í gær York 22. okt. — Reuter HINN vfðkunni sagnfræðing- ur og heimspekingur Arnold Toynbee lézt I York f gær, 86 ára að aldri. Hann fékk hjarta- áfall í fyrrahaust og lézt af afleiðingum þess. Eftir Toynbee liggja yfir 50 bækur um sagnfræði, stjórn- mál, alþjóðamál og heimspeki. Þekktasta verk hans er A Study of History. Sfðasta bók hans, „Mannkynið og móðir jörð“, kemur út næsta vor. töku Acturusar í fyrrahaust og svo með svari Þjóðverja um löndunarbann varð andrúms- loftið mjög þungt. Hins vegar urðu samtöl utanríkisráðherr- anna, Einars Ágústssonar og Hans Dietrich Genschers, í Briissel f desember til þess að byrjað var að kanna með ýmsum viðræðum möguleikana — Hversu mikilvægar eru veiðar þýzkra togar við Island fyrir V-Þjóðverja og ykkar fisk- iðnað? — Þær eru mjög mikilvægar fyrir bolfiskmarkað okkar. Lauslegar tölur sýna að um 60% af okkar bolfiski koma af Islandsmiðum. íslandsmið eru einstæð að því leyti, að hægt er að stunda þar veiðar nær allt árið um kring og þar finnum við fisk, setji okkur vantar fyrir okkar markað. Þar kemur einn- ig til ein sérstaða, sem okkur finnst við hafa og hún er að við á því að minnka spennuna. I því sambandi hef ég að sjálfsögðu í fullu samráði við ráðuneytið heima, átt marga viðræðufundi með ýmsum aðilum og í því sambandi hefur hvað eftir annað verið skorað á þýzk stjórnvöld að aflétta lönd- unarbanninu og láta af and- stöðu við gildistöku greinar sex sækjumst aðeins eftir stórum fiski, því að okkar markaður er fyrir flök. Einnig höfum við sérstöðu að því leyti að við sækjumst eir.kum eftir ufsa, karfa og ýsu, en mjög litlu af þorski, þannig að það er raun- verulega rangt, að tala um þorskastríð við V-Þjóðverja. Ég hef heldur aldrei heyrt kvartanir frá íslenzkum fiski- mönnum um að við séum að taka þorskinn frá þeim. — Nú hefur verið talað um það í samningaviðræðum und- anfarin ár, að Islendingar tryggðu V-Þjóðverjum ákveðið hjá EBE, svo og að reyna að stuðla að því að friður héldist á miðunum. Þetta hefur svo verið að mjakast í rétta átt. hægt og sígandi, með batnandi and- rúmslofti. Hins vegar skal haft í huga að ýmis ljón eru á vegin- um, og vil ég að svo stöddu engu spá um málalok," sagði Árni Tryggvason að lokum. magn af ísfiski á ári hyerju. Hvað teljið þér að magnið þyrfti að vera mikið? — Miðað við landanir ís- lenzkra togara undanfarin ár, meðan allt var með eðlilegum hætti, myndi ég gizka á um 20 þús. tonn. — Ef V-Þjóðverjar gætu tryggt sér verulegt magn af ís- fiski frá öðrum þjóðum myndu þéir þá draga úr sínum eigin veiðum? — Ég tel það ekkert óliklegt. Okkar útgerð miðast aðeins við það að geta tryggt okkur það magn af fiski, sem markaður- inn vill fá og það var um 900 þúsund lestir á s.l. ári. Um helmingurinn af því magni var keyptur af öðrum þjóðum. Ef við getum fengið þetta inn- flutningshlutfall aukið tel ég grundvöll fyrir því að minnka okkar útgerð. Úthafsfloti okkar hefur eins og floti annarra þjóða farið illa út úr olíuverð- hækkuninni, en þó hefur ekki enn komið til beinna ríkis- styrkja, en slíkir styrkir hafa þó verið veittir í litlum mæli til bátaflotans. Við vitum ekki enn Askorun frá Sakharov Bonn 22. október Reuter Friðarverðlaunahafinn Andrei Sakharov hefur sagt f sjónvarps- viðtali að vestræn rlki verði að sameinast um að leggja fast að Sovétrfkjunum að framfylgja Helsinki-samningnum. Sakharov sagði fréttamönnum f dag, að ef Allsherjarþingið sam- þykkti ályktunartillögu þar sem zionismi væri stimplaður kyn- þáttamisrétti fengi Gyðingahatur nokkurs konar löggildingu. hvernig Hafréttarráðstefnu S.Þ. mun lykta, en ef 200 míl- urnar verða samþykktar má búast við að við þurfum að endurskipuleggja okkar veiðar að verulegu márki, líklega með því að draga úr þeim og byggja stærri skip til veiða á fjarlæg- um miðum, þar sem við hefðum heimild til eða gætum fengið leyfi til að veiða á. — Hefur fiskneyzla aukizt í V-Þýzkalandi á undanförnum árum? — Hún hefur verið fremur stöðug, en við erum þeirrar trú- ar að hægt sé að auka hana til muna, ef nægilegt framboð verður af góðum fiski. — Eru þeir bjartsýnir um að samkomulag náist nú? — Við erum vongóðir og höf- um alltaf verið það og förum vissulega til Reykjavíkur með það í huga að gera sanngjarna samninga, sem geti þjónað hagsmunum beggja. Því er ekki að neita að við urðum vonsvikn- ir í október í fyrra, er samn- ingsuppkastið hlaut ekki sam- þykkt á tslandi, en vonum að málin fari öðru vísi nú. Dr. Moecklinghoff ráðuneytisstjóri: Vongóðir um sanngjarna samninga Bonn, 22. október. — frá Ingva Ilrafni Jónssyni blm. Mbl. „VIÐ erum vongóðir eins og við höfum alltaf verið, að okkur takist að komast að sanngjörnu samkomulagi,“ sagði dr. Moecklinghoff, ráðuneytisstjóri f v-þýzka matvælaráðuneytinu f samtali við blaða- mann Morgunblaðsins f dag f skrifstofu hans. Dr. Moecklinghoff kemur til tslands f v-þýzku sendinefndinni n.k. mánudag. „Við teljum að hugmyndir fslenzku rfkisstjórnarinnar muni ráða úrslit- um viðræðnanna en um þær hugmyndir vitum við ekki annað en það að við verðum að ræða um miklu stærra svæði, nú eftir 200 mflna útfærsluna. Við höfum alltaf sagt að við værum tilbúnir til að koma til móts við kröfur íslendinga um verndun fiskstofnanna og við erum tilbúnir til að draga úr okkar veiðum með ýmsum ráðum, það eina sem við færum fram á, er að samningurinn yrði sanngjarn og að okkar fiskimönnum yrðu gefnir einhverjir möguleikar til að veiða undan tslandsströndum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.