Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 243. 62. árg. FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Geir Hallgrímsson í stefnuræðu sinni: Þjóðartekjur á mann minnkaum 9% áþessuári Meiri samdráttur en á erfiðleikaárinu 1968 GEIR Hallgrímsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu rfkisstjórnarinnar á Alþingi f gærkvöldi. í lok ræðunnar sagði forsætisráðherra: „Til þess að ná settu marki þarf að stefna að lækkun þjððarútgjalda á árinu 1976 til þess að treysta stöðuna út á við og draga úr verðbðlgu. Til þess þarf samstillt átak á sviði launa- og verðlagsmála, fjármála og lánamála. 1 þeirri stefnu, sem hér hefur verið lýst, felst, að útgjöld heimilanna héldust sem næst ðbreytt og einnig samneyzluútgjöld hins opinbera. Sú lækkun þjððarútgjalda, sem nauðsynleg er, hlýtur því að verða á sviði fjárfestingar. I þessu skyni þarf að halda aftur af framkvæmdum og útlánum af opinberri hálfu, þö jafnan með vakandi auga á atvinnuástandi f landinu.“ Forsætisráðherra sagði ennfremur í lokakafla ræðu sinnar: „Eftir miklar sviptingar á ytri skilyrðum þjððar- búsins undanfarin ár og hærri verðbölguöldur en dæmi eru um fyrr, er nú kyrrara framundan hér á landi, ef við sjálf gefum ekki tilefni til annars. Ástæða er til þess að ætla, að verðlagsþróunin á næstunni sé fyrst og fremst á okkar eigin valdi. Þetta tækifæri verðum við að nota til að leggja traustan grunn að sðkn til nýrra framfara. íslendingar! Við eigum nú tækifæri til að kunna fótum okkar forráð í þessum efnum. Því tækifæri megum við ekki glata, því að efnahagslegt sjálfstæði okkar, bæði sem einstaklinga og þjððarheildar er í veði.“ 1 þeim kafla stefnuræðunnar, sem fjallaði um landhelgismálið og viðræður við aðrar þjððir um veiðiheimildir sagði Geir Hall- grfmsson forsætisráðherra m.a.: „Islenzka rfkisstjórnin hefur tekið þá sjálfsögðu afstöðu, að ræða beri við aðrar þjóðir sem þess óska, á þeim grundvelli, að 200 mflurnar verði í heild frið- aðar sem allra fyrst. Þær undan- þágur sem hugsanlega kynnu að verða veittar, eiga að byggjast á þvf, að stórfelldur samdráttur verði f afla erlendra skipa, er- lendum fiskiskipum fækki veru- verði ekki gengið til samninga nema til skamms tíma.“ Stefnuræða Geirs Hallgrfms- sonar er birt f heild á bls. 10, 11 og 12 en eftirfarandi upplýsingar komu fram f ræðu hans um ástand efnahagsmála þjóðar- innar: % Horfur eru á að þjóðarfram- leiðslan minnki um 3'A% á þessu ári og þjóðartekjur á mann um 9%. • Þetta er mesti samdráttur þjóðartekna á mann sfðan Is- lendingar tóku stjórn eigin mála f sínar hendur. Til lega, veiðisvæðin færist sem lengst frá landi og einkum verði lögð áherzla á að friða 50 mflurnar sem mest. Jafnframt Framhald á bls. 24 Sjá nánar ræðu forsætisráð- herra á bls. 10,11 og 12. óVjjttnbTaíiib MORGUNBLAÐINU, sem út kemur f dag, var flýtt til muna f vinnslu að ósk þeirra kvenna sem að útgáfu blaðsins starfa, svo að þær geti lagt fram skerf sinn til Kvennadagsins. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á efni blaðsins, einkum fréttum. Tæpur helmingur fastráðins starfsfólks Mbl. er konur og vill blaðið sýna þeim og baráttu- degi þeirra fyllstu virðingu og hefur komið að öllu leyti til móts við óskir starfskvenna sinna f tilefni dagsins. Þannig eru t.d. allir vélsetjarar blaðs- ins konur og taka þær sér frf frá störfum f dag. En hvað snertir útkomu laugardags- blaðsins verða einkum fréttir settar eftir miðnætti f nótt, þannig að blaðið kemst út á laugardag, en allt annað efni laugardagsblaðsins var unnið fyrirfram. Laugardagsblaðið verður einkum helgað baráttudegin- um f dag og er þannig framlag þeirra kvenna sem á Morgun- blaðinu starfa og annarra starfsmanna blaðsins til jafn- réttisbaráttunnar. Laugardags- blaðið verður aðeins 16 sfður. Allt er þetta gert með sam- komulagi við konurnar og hafa þær verið með f ráðum um þessar starfsaðferðir. Að gefnu tilefni skal það tek- ið fram að engir karlar vinna kvennastörf á Morgunblaðinu í dag, enda rfkir jafnrétti kynj- anna á Morgunblaðinu, nú sem fyrr. Sjá ennfremur forystugrein blaðsins í dag. AP-símamynd VIÐRÆÐURNAR t LONDON — Roy Hattersley, aðstoðarutanrfkisráðherra Bretlands, heilsar Einari Agústssyni utanrfkisráðherra við upphaf viðræðnanna um fiskveiðideiluna f brezka utanrfkisráðuncyt- inu f gær. Til vinstri er Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra. r Fyrsti dagur viðræðna Islendinga og Breta um fiskveiðideiluna: 4HJNCT YFK VffiRMHJMIVr segir Einar Ágústsson — Hattersley telur ekki bera mjög mikið á milli London. 23. október Frá blm. Mbl. Ingva Hrafni Jónssyni: # ÞETTA leggst heldur illa f mig og það er þungt yfir við- ræðunum," sagði Einar Ágústs- son utanrfkisráðherra, f samtali við Morgunblaðið er hann kom af fundi James Callaghans utan- rfkisráðherra, að loknum fyrsta viðræðudegi Breta og Islendinga. Utanrfkisráðherrann sagði að á stuttum fundi með brezka utan- rfkisráðherranum, hefði Callag- han lagt áherzlu á að Bretar vildu að samningar tækjust sem fyrst og að hann hefði áhyggjur af hve stuttur tfmi væri til stefnu. 0 Fundur viðræðunefndanna hófst f brezka utanrfkisráðuneyt- inu kl. 10.30 f morgun og lögðu þá íslendingar strax fram skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnanna við Island. t byrjun fundarins héldu þeir Einar Ágústsson utanrfkisráð- herra og Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra báðir ftarlegar ræður þar sem þeir gerðu grein fyrir málum og afstöðu tslend- inga. Morgunblaðið hafði tal af Roy Hattersley aðstoðarutanrfkis- ráðherra sem sagði: „Samninga- nefndirnar hafa átt mjög gagn- legar viðræður f dag um ýmis mál. Sérfræðingar beggja eru að mestu leyti sammála um veru- legan hluta þeirra upplýsinga Framhald á bls. 24 Montale hlaut Nóbels- verðlauniní bókmenntum □--------------------------□ Sjá ennfr. grein á bls 17 □ -------------------------□ Stokkhólmi, Mflanó, 23. okt. Ntb. Heuter.AP. tTALSKI rithöfundurinn Eugenio Montale fékk í dag bókmenntaverðlaun Nóbels. t forsendum sænsku aka- demfunnar fyrir verðlaunaveit- ingunni segir að Montale hljóti þau fyrir sérstæða Ijóðagerð sfna sem hafi á meistaralegan hátt túlkað manngildið af vfð- sýni en án óraunhæfra hug- sjóna. Segir f greinargerðinni, að Montale hljóti að teljast eitt þýðingarmest skálda á Vestur- löndum sem nú séu uppi. Verð- launaupphæðin að þessu sinni er nú um 24 millj. ísl. króna. Afhending fer fram f Stokk- hólmi þann 10. desember næst- komandi. Fréttamenn ræddu við Montale í dag á heimili hans í Mílanó eftir að tilkynning Nóbelsnefndarinnar hafði verið birt. Skáldið sagðist vera hissa og mjög glaður og hamingjusamur vegna þessa. Hann sagðist vera þakklátur fyrir þá viðurkenningu sem f þessu fælist af hendi menningarþjóðar, sem ætti mikla og merka bókmenntaarf- leifð og lýðræðishugsjónir að bakhjarli. Hann kvaðst ætla að fara til Stokkhólms og veita verðlaununum viðtöku þegar Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.