Morgunblaðið - 24.10.1975, Side 25

Morgunblaðið - 24.10.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTOBER 1975 25 FÍAT HAPPDRÆTTI HSÍ DregiÖ 15. nóvember ADEINS MIÐAR Nýstárlegt happdrætti, sem á sér fáa líka. Happdrætti Handknatt- leikssambands íslands stendur aðeins í einn mánuð í senn, en þá verður dregið um glæsilegan vinning: Fíat 128, árgerð 1976. Vinningsmöguleikar eru gífurlega freistandi, því aðeins 2500 miðar verða se/dir. Verð hvers miða er kr. 10OO. Tryggið yður miða i einu mest spennandi happdrætti landsins . . . strax í dag. Miðasala i Klausturhólum, Lækjargötu 2. Sendum í póstkröfu út á land. Símmn er 19250. uamla sparisjóðshúsið brotið niður. Til vinstri sést á höll Landsbankans. Akranes: Skrauthýsi í staðinn fyrir kot KULDASKÓR Akranesi GAMLA Landsbanka- húsið (útibúið) á Akranesi var brotið niður nýlega. Þar var Sparisjóður Borg- arfjarðar og nágrennis til húsa I mörg ár. Sparisjóð- urinn aðstoðaði marga til þess að byggja yfir sig og sína á Akranesi og nær- sveitum. — Margir fóru líka vonsviknir með víxil- inn í vasanum út úr því lágreista húsi. Þegar Landsbanki fs- lands keypti sparisjóðinn, var ákvæði sett í samning- inn um að L.B.f. skyldi gegna sama hlutverki og ekki í smærri stíl, það er að segja að lána til hús- bygginga einstaklinga og félaga. Þar að auki skyldi hann verða atvinnuvegum héraðsins hjálparhella, og þá ekki sízt sjávarútvegin- um. Nú er risið stórt og fullkomið skrauthýsi við hliðina á rústunum, og áð- ur hafði annað hús, Nýja bakaríið, orðið að víkja af staðnum. Viðskiptavinir Landsbankans vona að hann geti staðið við allar sínar skuldbindingar og veitt góða og fullkomna þjónustu í hinum glæstu sölum sínum. Jón Jónsson, skósmiður og síðar kaupmaður og bóndi, byggði „Ásbyrgi" en svo. var sparisjóðshúsið kallað upphaflega, og síð- ar Skólabraut 30. Húsið var eitt hið fyrsta hér, sem reist var úr holsteini, byggt á árunum 1920—29. Árni Böðvars- son, Ijósmyndari og síðar sparisjóðsstjóri, starfrækti verksmiðjuna „Lean", sem framleiddi holsteininn. Jón Sigmundsson var lengst gjaldkeri sparisjóðs- ins. Hann segir, að einna eftirminnilegasti atburður- inn úr litla afgreiðslusaln- um hafi verið þegar maður nokkur kom með inn- stæðulausa ávísun, sem sjaldan kom fyrir, og vildi fá hana greidda. Eðlilega vildi Jón ekki greiða út ávísunina. — Þegar mað- urinn gekk út sagði hann stundarhátt: „Er það nú sparisjóður." JúUus. Jón Sigmundsson stendur hjá rústum gamla hússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.