Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 /C-Ov SILFUR- (!( )! SKEIFAN U U BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKIÐ SEM ALUR PEKKJA verða mikil röskun á samgöngum. Bankar verða opnir og munu karl- menn ganga inn í störf kvenna en væntanlega verður þjónusta stirð- 1 STEFNURÆÐU sinni á Alþingi í gærkvöldi vék Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra að því, að fiskiskip hafa siglt f höfn og sagði: „Handriti af ræðu minni er skilað í hendur þingmanna fyrir síðustu helgi. Síðan hefur það gerzt, að fiskiskipum er stefnt f höfn, ef fiskverð er ekki hækkað enn um a.m.k. milljarð á ársgrund- velli og sjððakerfi sjávar- útvegs endurskoðað. Sú endurskoðun er í gangi og á að Ijúka fyrir 1. des. n.k. Brýna nauðsyn ber til að gera róttækan uppskurð á sjððakerfinu, en að svo miklu leyti, sem breyt- ingar, er f kjölfar fara, leysa ekki tekjuskiptingar- vandamál sjávarútvegsins, verða menn að viðurkenna þá staðreynd, að aðrir f jár- munir eru ekki til en þeir, sem útflutningsverð segir til um á hverjum tíma. Kröfur bæði innan og utan sjávarútvegs verða við það að miðast.“ „KLAUFALEGA AД MÁLUM STAÐIД — segja skipstjórar á Austfjarðatogurunum ÞAÐ hefur vakið athygli, að sjómenn á Austurlandi hafa enn ekki tekið mikinn þátt f aðgerðum sjómanna vegna fisk- verðs og sjóðakerfisins. Morgunblaðið hafði samband við tvo togaraskipstjóra á Aust- fjörðum f gær og bað þá að segja álit sitt á þessu máli. Þeir sögðu báðir f upphafi, að sjómenn á Austurlandi teldu almennt klaufalega að farið. Það væri ekki hægt að breyta sjóðakerfinu á einni viku, það væri meira mál en það, en úr þvf sem komið væri gæti verið að þeir sigldu til hafnar til að sína samstöðu. Tryggvi Gunnarsson, skip- stjóri á skuttogaranum Brettingi frá Vopnafirði, sagði að f upphafi hefði verið haft samband við skipstjóra Aust- fjarðaskipa. Sumir hefðu ritað nafn sitt undir yfirlýsingu þá, sem sjávarútvegsráðuneytinu var send f s.l. viku, en tekið fram að þeir vildu haga málum öðru vfsi en gert var. „Sjálfur skrifaði ég ekki undir,“ sagði Tryggvi, „þvf ég vildi halda öðruvfsi á málinu, og mér datt fljótlega f hug að grípa ætti til fljótfærnislegra aðgerða. Ef ég hefði mátt ráða hefði ég lagt niður veiðar f einn dag til að sýna að sjómönnum er alvara. Sfðan hefði átt að skipa sérstaka starfsnefnd Framhald á bls. 24 Stefnir að almennri þátt- töku í1 tr1 mum ALMENN þátttaka virðist ætla að verða f kvennafríinu í dag, ef marka má þær upplýsingar sem Morgunblaðið fékk f gær. 'Sam- komur verða haldnar f tilefni dagsins um allt land, en aðalsam- koman verður f Reykjavík í dag. Hún verður á Lækjartorgi og hefst klukkan 14, og verður dag- skrá þar fjölbreytt eins og reyndar alls staðar þar sem efnt er til samkoma f dag. Skipulagðar verða hópferðir á útisamkomuna á Lækjartorgi úr nágrannabyggð- um Reykjavíkur. Morgunblaðið kannaði í gær lauslega hvaða áhrif kvennafríið kæmi til með að hafa á ýmsa þætti þjóðllfsins í dag. Hjá Kaupmanna- samtökunum fengust þær upplýs- ingar að mjög margar verzlanir yrðu opnar í dag, en það væru aðallega minni verzlanir þar sem eigendur sæju meira og minna um afgreiðslu. Einnig er búist við því að nokkrar stórverzlanir verði lokaðar. Mjólkurbúðir verða al- mennt lokaðar en væntanlega verður mjólk afgreidd I þær al- mennu verzlanir sem verða opnar og hafa mjólkursölu. Apótek verða opin og munu lyfja- fræðingar sjá um afgreiðslu ef afgreiðslustúlkur taka sér frf. Samkvæmt lögum og reglu- gerðum ber apótekum að hafa opið. Flug mun verða með eðlilegum hætti, bæði innanlands- og milli- landaflug, samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá Flugleiðum í gær. Hins vegar mun símaþjónusta hjá fyrir- tækinu verða mun lakari en venjulega og sú mun verða reynd- in með flest fyrirtæki landsins. Til dæmis mun skiptiborð stjórn- arráðs verða lokað en línur verða stilltar inn í ráðuneyti og stofn- anir eins og nánar segir um í simaskrá. Yfirleitt mun ekki ari en dags daglega. Barnaheimili verða yfirleitt lokuð. Sitthvað verður til skemmtunar á kvennafridaginn. Kvikmynda- hús verða t.d. opin, svo og skemmtistaðir, en Ieikhúsin tvö í Reykjavik hafa lokað, enda munu leikkonur allar sem ein taka sér frí i dag. Ung stúlka við Iestar- borða þvott. Létt vín 1 „Stúdenta- kjallarann”? BORGARRÁÐ hefur samþykkt að mæla ekki gegn því, að heimild verði gefin til framreiðslu léttra vína i Stúdentakjallaranum til reynslu þrjú kvöld vikunnar. Er- indi barst borgarráði frá dóms-og kirkjumálaráðuneytinu ásamt erindi Félagsmálastofnunar stúdenta um þetta efni. Einnig var lagt fram bréf háskólarektors og umsögn borgarlögmanns. Borgarráð samþykkti að mæla ekki gegn því að umrætt leyfi yrði veitt með þremur atkvæðum gegn einu. Einn borgarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði. ujosmynd Fríðþjófur Geir Hallgrímsson á Alþingi í gærkvöldi: Róttækur uppskurð- ur á sjóðakerfi Endurskoðun á að ljúka fyrir 1. des. Fáekki að leggjast að SEX stórir skuttogarar, sem gerð ir eru út frá Reykjavfk lögðust víð festar á sundunum í morgun, en skipin komu inn vegna að- gerða sjómanna varðandi fisk- verðið og sjóðakerfi sjávarút- vegsins. (Jtgerðir togaranna munu ekki vilja taka togarana að bryggju fyrr en eftir helgi, þar sem skipin hafa ekki verið kölluð til hafnar, en með þvf móti losna þær við að greiða hafnagjöld. Eftir helgi mun hins vegar eiga að kalla skipin að bryggju f þeirri röð, sem þau fóíu á veiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.