Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975 Algjört áhugaleysi var ein- kenni leiks Gróttu og Fram LEIKUR Gróttu og Fram í 1. deildar keppni íslandsmótsins i handknatt- leik, sem fram fór i íþróttahúsinu i Hafnarfirði í fyrrakvöld, er einn lélegasti 1. deildar leikur i hand- knattleik, sem undirritaður hefur orðið vitni að Í langan tíma. í fyrsta lagi virtust bæði liðin algjörlega áhugalaus i þessum leik, og engu var líkara en leikmönnunum leiddist leikurinn, og i öðru lagi, og þá ef til vi11 bein afleiðing hins fyrra, var að flestir leikmenn beggja liðanna gerðu hvað eftir annað slik mistök, að leikmenn i yngstu aldursflokkun- um — byrjendur í iþróttinni — myndu fá miklar skammir, ef slíkt henti þá. Það var aðeins eitt sem gladdi augað i þessum leik — einstaklingsframtak Pálma Pálmasonar, Framara, en hann var ásamt dómurunum Birm Kristjáns- sym og Óla Olsen bezti maður vali- arins Var það fyrst og fremst Pálma að þakka að Fram vann þennan leik, og án hans þyrfti varla að ætla Framliðinu mörg stig í mótinu í vetur Gróttuliðið er nú greinilega ekki nema svipur hjá sjón frá i fyrravetur, og ef ekki verða breytmgar hjá liðmu til batnaðar, og það meira að segja áður en langt um líður, er óhætt að gera því skóna að liðið verður í fallhættu í mótinu i vetur. Það var aðeins fyrstu mínúturnar sem örlaði á baráttu hjá liðinu, en langtímunum saman var sem leikmennirnir væru að höndla blauta sápu, þegar þeir komu nálægt knettin- um Voru ótalin þau tækifæri sem Gróttumenn misnotuðu í þessum leik á þann einfalda hátt að grípa ekki knött- mn, eða þá hreinlega að glopra honum út úr höndunum á sér Það sem veldur mestum stakkaskiptum hjá Gróttu er greinilega það að Björn Pétursson er nú mun slakari en hann á vanda til Um ástæðuna er ekki gott að segja, en alla vega virkar Björn þungur og æfingalitill Björn hefur verið frægur fyrir að geta notfært sér smásmugur á vörn andstæðmganna með óvæntum og snöggum skotum, en nú skortir hann alla snerpu og skynjar því ekki þessi tækifæri Skástu menn Gróttuliðsins voru Árni Indriðason, markvörðurinn Guðmund ur Ingimundarson og Björn Magnús- son, sem átti 4 skot i leiknum og skorað þrjú mörk Bærileg nýting það í Gróttuliðið vantaði að þessu sinni þá Hörð Má Kristjánsson og Halldór Kristjánsson og veikti það liðið að sjálfsögðu, þar sem mikil ógnun er af báðum þessum leikmönnum Framararnir virtust ganga geyspandi til þessa leiks, og eins og Gróttuleik- mennirnir voru þeir sí og æ að gera klaufaleg mistök Vörnin var heldur svifasein og kom sér vel að and- stæðingarnir i leiknum voru ekki sterk- ari en Grótta var í sóknarleiknum var það svo Pálmi sem bar höfuð og herð- ar yfir félaga sína, og gerði það sem gera þurfti til þess að vinna þennan leik Annars var mjög lítil ógnun í spili Framliðsms, og línumennirnir staðir, þannig að ekki fékkst mikil hjálp frá þeim til þess að opna Gróttuvörnina Vonandi eiga bæði þessi lið eftir að hressast þegar líður á mótið, en fyrsta skilyrðið til árangurs er auðvitað að leikmennirnir hafi gaman af leiknum, en gangi ekki til hans ems og hvers annars leiðinlegs skylduverks í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild íþróttahúsið í Hafnarfirði 22. október ÚRSLIT: Grótta — Fram 12—16 Héðinsson 1, Kristmundur Ásmundsson 1. Mörk Fram: Pálmi Pálmason 7, Arnar Guðlaugsson 5, Andrés Bridde 2, Pétur Jóhannesson 1, Gústav Björnsson 1. Brottvísanir af velli: Árni Indriða- son, Gróttu, í 2 min., Andrés Bridde, Fram, i 2 minútur og 5 mínútur og Ragnar Hilmarsson, Fram í 2. minútur. Misheppnuð vítaköst: Guðmundur Ingimundarson, Gróttu, varði víta- köst frá Pálma Pálmasyni á 3. mínútu og 44. min. Magnús Sigurðs- son, Gróttu skaut yfir vitakasti á 53. minútu. stjl Svíþjóð MALMÖ FF hefur tryggt sér sænska meistaratitilinn í knattspyrnu i ár, þótt liðið eigi eftir að leika tvo leiki í deildinni. Öll hin liðin, að einu und- anskildu eiga eftir aðeins einn leik, og því Ijóst að lið Sundsvall er fallið i aðra deild. Mikil barátta er hins veg- ar milli Malmstad, Örgryte og GAIS (6—8) á botninum og fæst ekki úr þvi Gangur leiksins: skorið fyrr en i lokaumferðinni hvort Min. Grótta Fram þessara liða fellur nií ður. Staða n í 4. 0:1 Pálmi sænsku deildinni er nú þessi: 10. Árni 1:1 Malmö FF 24 47—15 38 12. 1:2 Gústav östor 25 62—25 35 13. Arni 2:2 2:3 Arnar Djurgaardon 25 34—23 33 16. Landskrona 25 29—32 28 17. 2:4 Pálmi AIK 25 40—29 27 18. Maj'nú.s 3:4 Örobro 25 33—31 25 19. 3:5 Pétur Atvidaborj' 24 29—34 24 2«. 22. 23. 24. 28. 30. 31. 33. 34. 41. 42. 45. 46. 49. 55. 55. 56. 58. 59. 60. MaKnús (v) Björn M. Björn M. Björn 1». Kristmumlur Björn M. Björn P. Björn P. (v) 3:6 Pálmi 4:6 4:7 Arnar 5:7 6:7 6:8 Pálmi Hálflcikur 6:9 Pálmi 6:10 Andrf 7:10 7:11 Pálmi 8:11 8:12 Andrés 8:13 Arnar (v) 9:13 9:14 Arnar 10:14 10:15 Arnar (v) 11:15 11:16 Pálmi 12:16 Hörður Sigmarsson er þarna að senda knöttinn f markið hjá FH- ingum. Hann átti mjög gððan leik f fyrrakvöld og skoraði 11 mörk, þrátt fyrir að hann væri tekinn úr umferð um tíma. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Ml LOGBU HAUKAR BIKARMEISTARANA Mörk Gróttu: Björn Pétursson 3, Björn Magnússon 3, Árni Indriðason 2, Magnús Sigurðsson 2, Atli Þór Faimi paimason — eini leikmadurinn sem upp úr síóð í loik Fram og Gróttu I FYRRAKVÖLD tókst Haukum að sanna, að sigur þeirra yfir ts- landsmeisturum Vfkings f 1. deiidar keppni Islandsmótsins f handknattleik á dögunum var engin tilviljun. Þá lögðu þeir bikarmeistara FH að velli, og hafa nú forystu f 1. deildinni, ásamt Val, 4 stig eftir 2 leiki. 1 leiknum f fyrrakvöld höfðu Haukarnir tiiglin og hagldirnar f þrjá stundarfjóðrunga af fjórum og virtust stefna að yfirburða- sigri. En á sfðasta stundarfjóðr- ungi leiksins munaði hins vegar minnstu að þeir misstu niður hið ágæta forskot sitt. FH-ingarnir skoruðu hvert markið af öðru, og munurinn f leikslok var aðeins tvö mörk, 18—16. Það sem olli þáttaskilum f leiknum var að FH-ingar tóku tvo leikmanna Hauka „úr umferð“, þá Hörð Sigmarsson og Elias Jónasson. Við það komst mikið los á leik Haukaliðsins og hræðsla virtist grípa um sig meðal þeirra. Það var ekki einungis sóknarleik- ur liðsins sem losnaði algjörlega úr böndunum, heldur og vörnin sem staðið hafði sig frábærlega vel fram til þessa tfma. Mátti Gunnar Einarsson, markvörður Haukanna, sfn ekki er FH-ingar komust í dauðafæri aftur og aftur á síðustu mínútum leiksins, en markvarzla Gunnars var stórkost- leg í þessum leik, og meðan vörn Haukanna var í sæmilegu lagi mátti segja að honum tækist að loka markinu. Eins og f E Eins og í leiknum gegn Vík- ingum á dögunum léku Haukarn- ir flata vörn gegn FH-ingum„ og gættu þess vel að skjótast út á móti skyttum FH-inga og stöðva þær áður en þær náðu að komast i skotstöðu. Slík vörn krefst mikill- ar hreyfingar og úthalds, og virð- ist þetta hvort tveggja vera í góðu lagi hjá Haukunum, auk þess sem leikmennirnir eru greinilega vel samstilltir og „tala vel saman“ í vörninni. Þau skot sem FH-ingar komu í gegn hirti svo Gunnar Einarsson langflest, og varði hann t.d. oftsinnis er FH-ingar komust í færi inni á linu, og einn- ig eftir hraðaupphlaup þeirra. Þá var það ekki lítill kostur á mark- vörzlu Gunnars í þessum leik, að hann hélt knettinum f langflest- um tilfellum, eða kom honum aftur fyrir mark sitt, þannig að Haukar náðu honum. Sóknarleikur Haukanna var lengst af skemmtilegur f þessum leik, og voru þar Elias Jónasson og Hörður Sigmarsson f farar- broddi. Oft var það að Elíasi tókst að opna vörn FH, en sjálfur reyndi hann ekki mikið til að skjóta. Hörður var hins vegar í miklum ham, og eins og svo oft áður náði hann að notfæra sér þau augnablik sem vörn FH- liðsins gaf á sér færi, og var þá ekki að sökum að spyrja. Mark- verðir FH áttu sjaldan möguleika að verja skot hans. Fremur var það þó Hjalti sem náði ?ð veria, Framhald á bls. 39 Einkunnagjöfin Valnr - Hankar á sunnodag TVEIR leikir fara fram i 1. deildar keppni íslandsmótsins i hand knattleik um helgina. og verður annar þeirra ekki af verri endan um, þar sem þar eigast við topp- liðin i 1. deildarkeppninni, Valur og Haukar Er leikur þessi gifur lega þýðingarmikill, og má búast við baráttu frá upphafi til enda, og erfitt er að spá um leikslok, þótt Valsmenn verði að teljast sigur- stranglegri fyrirfram, enda fer leikurinn fram á heimavelli þeirra — i Laugardalshöllinni. Leikið verður á sunnudagskvöld og hefst leikkvöldið með leik í 2. deild milli KR og Fylkis Er þetta fyrsti leikur beggja líðanna i 2 deildar keppninni i vetur, og er víst óhætt að bóka KR-sigur i leiknum, en sem kunnugt er kepptu KR-ingar til úrslita við Víking um Reykjavikur- meistaratitilinn i ár Kl 20 1 5 hefst svo leikur Fram og Þróttar i 1 deildar keppninni, og mætti þar jafnvel búast við tvisýnum leik. Fram á að visu að vera sterkara lið, en tveir fyrstu leikir þeirra i mótinu hafa ekki verið sannfærandi Kl. 21 30 hefst svo viðureignin sem margir munu biða spenntir eftir, milli Hauka og Vals og verður gam- an að fylgjast með hvor fuglinn flýgur betur og hærra Á Akureyri verða tveir likír i 2 deildar keppninni Það eru ÍR-ingar, liðið sem féll úr 1. deild í fyrra, sem fer norður og leikur við heimaliðin KA á laugardaginn og Þór á sunnu- daginn. Þvi hefur verið spáð að þessi þrjú lið ásamt KR, muni berj- ast um sigur i deildinni í vetur, og óhætt er að slá þvi föstu að leikirnir á Akureyri eru mjög tvisýnir og ættu að geta orðið skemmtilegir Leikur KA og IR hefst kl, 1 6 00 á laugar- dag og leikur ÞórsogÍRkl 14 00á sunnudag Dómarar 1 deildar leikjanna á sunnudaginn verða: Karl og Gunn- laugur dæma leik Fram og Þróttar og Kristján og Kjartan leik Vals og Hauka. LIÐ HAUKA Gunnar Einarsson 4 Ingimar Haraldsson 2 Svavar Geirsson 1 Sigurgeir Marteinsson 2 Ólafur Olafsson 2 Guðmundur Haraldsson 2 Jón Hauksson 2 Hörður Sigmarsson 4 Elías Jónasson 4 Þorgeir Haraldsson 2 Arnór Guðmundsson 1 LIÐ FH: Hjalti Einarsson 2 Guðmundur Sveinsson 2 Sæmundur Stefánsson 1 Gils Stefánsson 1 Viðar Sfmonarson 2 Kristján Stefánsson 1 Guðmundur Arni Stefánsson 2 Geir Hallsteinsson 3 Þórarinn Ragnarsson 2 Örn Sigurðsson 2 Sigurður Aðalsteinsson 1 Birgir Finnbogason 1 Dómarar: Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson 2 LIÐ GRÓTTU: Guðmundur Ingimundarson Björn Magnússon Björn Pétursson Atli Þór Héðinsson Kristmundur Asmundsson Axel Friðriksson Georg Magnússon Magnús Sigurðsson Arni Indriðason Grétar Vilmundarson LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson Jón Sigurðsson Hannes Leifsson Andrés Bridde Arni Sverrisson Pétur Jóhannesson Guðmundur Þorbjörnsson Pálmi Pálmason Arnar Guðlaugsson Ragnar Hilmarsson Gústav Björnsson DÓMARAR: Óli Olsen og Björn Kristjánsson 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.