Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTOBER 1975 23 Kjarval Á afmælisdegi Jóhannesar S. Kjarval 15. október sl. var opnuð sérstæð sýning á 54 myndum úr eigu barna hans, Ásu og Sveins Kjarval. Þennan dag hefði Kjarval einmitt orðið niræður og það er í tilefni þess, sem sýningin var drifin upp af þeim og nánustu ættingjum. Sýning þessi er hvorki sett upp á Kjarvalsstöðum né I Kjarvals- húsi á Seltjarnarnesi enda báð- ir staðirnir nýttir í öðrum til- gangi en að ýta undir þroska íslenzkrar myndlistar, a.m.k. enn sem komið er. 1 formála sýningarskrár, sem Frank Ponzi hefur ritað og Laxness snarað á islenzku, segir m.a.: „Á þessum tlma- mótum hefði yfirlitssýníng samanlagðrar listar hans átt vel við. Slik gleymska virðist enn einu sinni rökstyðja þá skoðun að þessi Iistamaður sé best til þess fallinn að vera hagnýttur i rausi borðræðusnillinga; þó er einkar vinsælt að skreyta með nafni hans hús, sem I ofanálag eru sögð reist honum til heiðurs. Árángurinn hefur viljað verða sá, að almenníngur veltist I vafa, svo um fyrirferð sem gildi listar hans.“ Nú má deila um það hvort rétt hefði verið að setja upp yfirlitssýningu á samanlagðri list Kjarvals, þar sem tiltölu- lega stutt er siðan allt húsið var lagt undir sýningu á list hans i gegnum árin, þótt ekki væru allir sáttir um val á þá sýningu og nú er aðeins áratugur til aldarafmælis hans. Að þvi er ég bezt veit hefur ennþá ekki verið gerð skrá yfir verk hans né þau mynduð á litfilmur, svo að óvist er að ný sýning hefði svarað tilganginum fullkom- lega, og alls ekki við núverandi ástand á Kjarvalsstöðum. En ótvírætt hefði átt að setja upp sérsýningu i Kjarvalssal og leitast við að gera hana sem sérstæðasta þ.e. varpa nýju ljósi á æviferil hans um leið og hafizt væri handa við að skrá- setja æviverk Kjarvals og jafn- framt Ásgrims og Jóns Stefáns- sonar. Þannig yrði stórum auðveldara að nálgast verk þeirra I framtíðinni I þeim tilgangi að setja upp sýningar og jafnframt mundi það auð- velda eigendum myndanna að lána þær frá sér. En rétt er það að einkar vin- sælt er að skreyta hús með nafni Kjarvals og hagnýta hann við borðræður. Sjálfur mun hann aldrei hafa átt eigið hús- næði I lifanda lifi, nema máski sumarbústaðinn sinn, þar sem hann kvaðst meira að segja geta staðið uppréttur! Málarinn hefði með þökkum þegið einfalt og gott vinnuhús- eftir BRAGA ÁSGEIRSSON 28. Hörpuleikur II1954 54. Stúlkur á serviettu. næði meðan hann lifði, en skálaræðurnar um Kjarvalshús höfðu verið svo lengi endur- teknar að þegar húsið komst upp reyndist það kaldur og ómannlegur steinkassi, sem málarinn tók ekki í mál að flytja I. En islenzkum ráða- mönnum til málsbóta má upp- lýsa það, að þeir voru hér eingöngu að endurtaka svip- aðar skyssur og útlendir starfs- bræður þeirra i Ilkum tilvikum og það er bersýnilega auðveld- ara að endurtaka slíkar en að læra af þeim. — Umrædd sýning er sett upp í trésmíðaverkstæði i Brautarholti 6, frekar óvistlegu rými þótt það hafi verið inn- réttað sem bráðabirgða-sýn- ingarhúsnæði, og bendir það til þess að undirbúningur hafi ekki verið mikill, þvi að nóg er af betra húsnæði til sýninga í höfuðborginni. Máski hefur þetta þó verið gert viljandi með visun til efnda og nöprum veru- leikanum varðandi raunveru- lega ræktarsemi við minningu lilítamannsins, t.d. koma sára- fáir i Kjarvalssal dags daglega, eftir því sem ég og fleiri höfum fylgzt með. Kæmi jafnvel til álita að banna notkun nafnsins með visun til þessa vettvangs tilgangsleysisins! Hér er ekki um að ræða sýn- ingu á öndvegisverkum Kjar- vals né sérstöku úrvali, heldur er hér um að ræða ýmis tæki- færisriss listamannsins í lit og svart-hvítu, — og ekki alltaf á hina endingarbeztu tegund pappirs. Gullfallegar myndir eru hér innan um og sýningin kynnir „intima“ hlið á lífsverki Kjarvals, sem mjög áhugavert er að rýna í. Þess vegna ættu sem flestir að skoða þessa sýningu, og væntanlega er það ekki svo að áhugi á „meistar- anum“ hafi minnkað á þeim fáu árum sem eru liðin frá láti hans. Ættmenn listamannsins ber mikillega að þakka að hafa gefið okkur tækifæri til að skoða þessar myndir. 21. Itölsk kona ca. 1950. 12. Sjálfsmynd ca. 1920. 38. Tvö andlit Myndllst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.