Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975 HÉR FER á eftir stefnuræða Geirs Hallgrímssonar, forsætis- ráðherra í gærkvöldi. Nánar verð- ur siðar skýrt frá umræðum um stefnuyfirlýsingu ríkisstjðrnar- innar. Ræða mín mun fjalla um þau tvö megin viðfangsefni, sem eru öllum öðrum mikil- vægari um þessar mundir, annars vegar landhelgismálið og hins vegar þann mikla efnahagsvanda, sem íslenska þjóðin stend- ur frammi fyrir. Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu vinna að margvislegum öðrum málum, og ég læt nægja í þeim efnum að vísa til yfirlits um einstök lagafrumvörp, sem rfkisstjórnin hyggst flytja á nýbyrjuðu þingi, og sent er þingmönnum sem fylgiskjal með ræðu þessari. Landhelgismálið Miðvikudaginn 15. október s.l. gekk í gildi reglugerð um fiskveiðilandhelgi ís- lands, er kvað á um útfærslu hennar f 200 sjómílur. Er það í samræmi við stefnuyfir- lýsingu rikisstjórnarinnar frá 28. ágúst 1974, að færa fiskveiðilandhelgi íslands út í 200 sjómflur á árinu 1975. Allt frá því að rfkisstjórnin var mynduð, hefur ötullega verið unnið að undirbún- ingi útfærslunnar. Rétt þótti að ákveða ekki útfærsludag- inn, fyrr en eftir fund Hafréttarráðstefn- unnar, sem haldinn var fyrr á þessn ári. Fljótlega að honum loknum var endan- leg ákvörðun tekin og sjávarútvegsráð- herra undirritaði reglugerð um 200 mílna fiskveiðilandhelgi 15. júlí s.l., er taka skyldi gildi 15. október. Reynslan hefur sýnt, að skynsamlegt var að fresta þessari ákvörðun fram yfir síðasta fund Hafréttarráðstefnunnar. Þar var lagt fram frumvaro að hafréttarsátt- mála, samræmdur texti, sem formenn undirnefnda ráðstefnunnar standa að. Það er styrkur, að útfærsla okkar í 200 sjómílur, þótt einhliða sé, er í fullu sam- ræmi við þetta frumvarp. Okkur skiptir nú mestu máli að vernda þau ákvæði frumvarpsins, sem mæla fyrir um óskoruð yfirráð strandríkis yfir 200 mflunum, að strandríkið hafi einhliða rétt til að kveða á um, hve mikið fiskmagn skuli þar taka upp úr sjó, og hvort öðrum þjóðum skuli heimilaðar veiðar. Við verð- um að standa vörð u;n þessi ákvæði frum- varpsins og leitast við að sjá um að þau breytist ekki í meðferð Hafréttarráðstefn- unnar. Samkvæmt heimildum alþjóðlegra að- ila, sem hafa gert skrá yfir stærð ríkja, eftir að þau öðlast 200 mílna efnahagslög- sögu, yrði Island þá 25. viðáttumesta ríki heims. Við útfærsluna stækkaði yfirráðasvæði íslands um rúma 500 þúsund ferkm. eða þrefaldaðist. Þessar tölur einar gefa til kynna, hve gffur- legt verkefni það er að halda uppi lögsögu á islensku yfirráðasvæði. Á hafinu mæðir auðvitað mest á landhelgis- gæslunni og starfsmönnum hennar. Við aukin verkefni fylgja þeim allar góðar óskir, en jafnframt hljótum við að gera okkur grein fyrir, að fjárþörf landhelgis- gæslunnar er mikil, bæði vegna tækja- kaupa og reksturs. Mat á þeirri fjárþörf veltur m.a. á þvf, hvort ófriður verður um útfærsluna eða ekki. Viðræður við aðrar þjóðir Eins og jafnan áður, þegar við færum út fiskveiðilögsögu okkar, gerum við það ein- hliða og með vitneskju um, að ákvörðun okkar veldur deilum við aðrar þjóðir. Um leið gerum við okkur Ijóst, að með ýmsum alþjóðlegum skuldbindingum, ekki sfst með tilvísan til stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, höfum við heitið því, að leitast við að leysa deilur við aðrar þjóðir með friðsam1' gum hætti og samningum. I þessu deilumáli höfum við bæði rétt- inn og rökin með okkur, þegar við ræðum við aðrar þjóðir. Ef við viljum annað hvort ekki eða trcystum okkur ekki að halda fast fram málstað okkar í viðræðum og frjálsum samskiptum þjóða, erum við vart verðug þess að heita sjálfstæð þjóð. íslenska rfkisstjórnin hefur tekið þá sjálfsögðu afstöðu að ræða beri við aðrar þjóðir, sem þess óska, á þeim grundvelli, að 200 mflurnar verði f heild friðaðar sem allra fyrst. Þær undanþágur, sem hugsan- lega kynnu að verða veittar, eiga að byggj- ast á því, að stórfelldur samdráttur verði í afla erlendra skipa, erlendum fiskiskip- um fækki verulega, veiðisvæðin færist sem lengst frá landi, og einkum verði lögð áhersla á að friða 50 mílurnar sem mest. Jafnframt verður ekki gengið til samn- inga nema til skamms tíma. Ég fjölyrði ekki frekar um það, hvernig viðræðum verður háttað f einstökum atriðum, enda verða engir samningar gerðir án þess að að þeir komi til umræðu og samþykktar Alþingis. Úrslitum ræður, hvort við losn- um frekar og fyrr við erlend fiskiskip af íslandsmiðum með samkomulagi eða án þess. Við skulum hafa það til hliðsjónar, að erlend fiskiskip hafa á undanförnum 10 árum veitt frá 40% og allt að 54% af afla botnlægra fiska á Islandsmiðum. Það er ekki f raun fyrr en á árinu 1974, að hlutdeild erlendra veiðiskipa minnkar nokkuð, eða niður f 38%, en árið 1974 er einmitt fyrsta heila árið, sem Bretar veiða hér við land samkvæmt nýju fiskveiðisam- komulagi og landhelgisgæslan hefur getað einbeitt sér að því að stugga Þjóðverjum einum út fyrir 50 mílurnar. Við höfum margvíslegra hagsmuna að gæta í viðræðum við aðra, auk þess megin- markmiðs að friða allt 200 mflna svæðið fyrir erlendum fiskiskipum. Við megum ekki spilla góðum málstað okkar á Hafréttarráðstefnunni og leggja vopn í hendur þeirra andstæðinga okkar, sem vilja fá það ákvæði inn í hafréttar- sáttmálann, að gerðardómur kveði á um, hvernig veiðum útlendinga skuli háttað innan fiskveiðilögsögu strandrfkjanna, ef samkomulag næst ekki. Við verðum einnig að hafa hugfast, að við kunnum að hafa hag af því að stunda veiðar innan fyrirhugaðrar 200 milna lög- sögu annarra ríkja. Þá verður að koma skýrt fram f viðræð- um við aðra, að Islendingar geta ekki sætt sig við, að erlend skip séu styrkt til veiða á íslandsmið og aflinn síðan seldur undir kostnaðarverði, í samkeppni við fiskafurð- ir Islendinga sjálfra. Engin þjóð getur sætt sig við slfka samkeppni og allra sist, þegar um er að ræða allt að 80% af útflutningi hennar. Loks megum við ekki missa sjónar af þeim viðskiptalegu hagsmunum, sem við höfum af þvf að fá samning okkar við Efnahagsbandalag Evrópu að fullu i gildi, þótt við látum ekki undan viðskiptaþving- unum. Hagnýting hinnar nýju fiskveiðilögsögu Rfkisstjórnin mun leggja áherslu á að fiskveiðilaganefnd, er skipuð var að til- hlutan sjávarútvegsráðherra til að fjalla um hagnýtingu íslensku fiskveiðilögsög- unnar, skili áliti sem fyrst, Alþingi fjalli um málið og löggjöf verði samþykkt fyrir árslok. Við íslendingar eigum að samein- ast um að móta skynsamlegar reglur um eigin nýtingu 200 mílna fiskveiðilögsög- unnar. Við verðum, að sýna bæði sjálfra okkar vegna og til að styrkja stöðu okkar út á við, að útfærslan sé ekki unnin fyrir gýg og fiskstofnar eyðist ekki jafnt eftir að útlendingar eru horfnir af miðum okkar. Skýrsfur um ástand fiskstofnana á Islandsmiðum sýna hve brýnt verkefnið er. Vfst er, að ágreiningur er mikill milli landshluta, milli útgerðarmanna og sjómanna á mismunandi fiskiskipum um friðunarráðstafanir og eðlilega skiptingu veiða á miðunum við landið. Þennan ágreining verður að leysa, og við verðum að standa sameinaðir að hagnýtingu mið- anna, þannig að við náum hámarksaf- rakstri af fiskstofnum á hverjum tíma. Án slfks heildarsamkomulags getum við með eigin aðgerðum eða aðgerðarleysi leitt bjargarskort yfir landsmenn f bráð og lengd. Framyinda landhelgismálsins, bæði út á við og inn á við, ræður miklu um lffskjör þjóðarinnar. Verið getur, að af lands- mönnum verði krafist meiri kjaraskerð- ingar en jafnvel hinn miklu efnahags- vandi okkar hefur hingað til gefið tilefni til. Þá er að taka því. Lokatakmarkinu verður að ná, að Islendingar einir stjórni og hagnýti öll fiskimið innan 200 míln- anna. I þeirri baráttu stöndum við þvf aðeins sterkt að vígi, að við kunnum að fara með stjórn eigin mála og treysta efnahag okk- ar, svo að við séum ekki öðrum háðir. Efnahagsvandinn meiri en áœtlanir sýndu Sá efnahagsvandi, sem ljós var f ársbyrj- un 1974, fór vaxandi þegar á árið leið, en ekki reyndust tök á að snúast við honum, fyrr en núverandi stjórn var mynduð. Yfir vofði rekstrarstöðvun sjávarútvegs og framundan var enn ein skriða stórfelldrar hækkunar innlends kostnaðar. Gengisfell- ing var því óumflýjanleg. Ríkisstjórnin snerist hiklaust við þessum vanda, þegar hún tók við völdum. Efnahagsstefnan, sem þá var mörkuð, hafði að leiðarljósi, að draga úr hraða verðbólgunnar og úr greiðsluhalla við út- lönd, án þess að grípa til harkalegra sam- dráttaraðgerða, sem tefldu atvinnuöryggi og þar með lífskjörum almennings í tví- sýnu. Hægfara aðlögun að gjörbreyttri efnahagsstöðu þjóðarinnar var tvímæla- laust heppilegasta leiðin, sem kostur var á. Full atvinna var meginmarkmið þessar- ar stefnu. Sölutregða á helztu útflutningsafurðum Flestum fannst efnahagsmyndin sem var forsenda efnahagsráðstafananna í ágúst og september 1974 dregin dökkum litum. Fáa uggði, að efnahagurinn yrði f raun enn erfiðari, og afkoma útflutningsat- vinnuveganna reyndist stórum lakari en áætlanir sýndu þá. Haustið 1974 var talið, að viðskiptahall- inn á árinu 1974 mundi nema 9,5% af þjóðarframleiðslunni en hann reyndist tæp 12%. Þá var við þvl búist, að við- skiptakjörin á árinu 1975 yrðu varla meira en 5—6% lakari en árið 1974. Þróun sfðustu mánaða ársins breytti þessari skoðun í grundvallaratriðum. Útflutnings- verðlag hafði haldið áfram að slakna, jafn- framt þvi sen. innflutningsverðlag hækkaði meira en búist hafði verið við. Um áramót var ljóst, að rýrnum viðskipta- kjara hlyti að verða 13—15% á árinu 1975, og hefur þetta enn snúist til verri vegar, eftir því sem á árið hefur liðið, þannig að nú virðast viðskiptakjör 1975 verða um 16—17% verri en á sfðasta ári. Samtímis þvf sem skiptahlutfallið á er- lendum markaði hefur snúist okkur æ meira í óhag, hefur gætt sölutregðu á hels'tu útflutningsafurðum okkar. Enginn vafi er á að hér er fleira á ferðinni en samdráttur eftirspurnar f við- skiptalöndum okkar. Viðskiptaaðstaða okkar er veikari nú en vera þyrfti fyrir þá sök, að við mætum vaxandi markaðs- truflunum á sviði sjávarvöruútflutnings. Þannig hafa sum samkeppnislönd okkar tekið upþ styrki til sjávarútvegs í vaxandi mæli. Mikilvæg markaðslönd hafa hækkað tolla og tekið upp innborgunarskyldu við fiskinnflutning. Auk þess njótum við ekki þeirra gagnkvæmu tollfríðinda, sem samningur okkar við Efnahagsbandalagið gerir ráð fyrir, þrátt fyrir tollalækkanir hér á landi. I þeim löndum, sem gengið hafa úr EFTA og í Efnahagsbandalagið mætum við nú einnig hækkandi tollum á viðkvæmum sjávarvörum, sem eru undir- staða framleiðslu og atvinnu í heilum byggðarlögum. Það er torvelt að meta þessar truflanir í útflutningsversluninni til peninga í einni tölu, en þegar greiðslustaðan út á við og rekstrarstaða sjávarútvegs er jafn tæp og raun ber vitni í dag, virðist óhjákvæmilegt að taka tillit til þessara atriða í skiptum okkar við þær þjóðir, sem hér eiga hlut að máli. Lausn sumra þessara viðskiptamála er eins og áður er rakið nátengd land- helgismálinu. Aldrei fyrr sllkur sam- dráttur í þjóðartekjum Nú virðast horfur á, að þjóðarfram- leiðslan minnki um 3‘A% á árinu 1975 og vegna versnandi viðskiptakjara rýrnar raunverulegt verðgildi þjóðarteknanna á mann um 9%. Þrátt fyrir minnkun magns þjóðarútgjalda um 10% frá fyrra ári og minnkun innflutningsmagns um 17% veldur andstreymi f útflutningi því, að viðskiptahallinn við útlönd á árinu gæti orðið um 10% af þjóðarframleiðslunni, sem er lakari niðurstaða en að var stefnt, ogvið varbúist fyrráárinu. Þaðverðurað teljast mikilsverður árangur, að þrátt fyrir þessa miklu minnkun þjóðarútgjalda hefur ekki komið til atvinnuleysis. Enginn vafi er á því, að auk aðgerða stjórnvalda eigum við f þessu efni mikið að þakka því, hve hófsamlega og hyggi- lega var staðið að Iaunasamningum á þessu ári. Og þótt útlit sé fyrir, að okkur miði hægar f jafnvægisátten að var stefnt, eiga versnandi ytri aðstæður þar drýgstan hlut að máli. Það er ekki við þvf að búast, að jafn afdrifarík umskipti f efnahagsmál- um og orðið hafa hér á landi á árunum 1974 og 1975 verði með öllu sársaukalaus. Það er vert að hafa f huga, að minnkun þjóðartekna á mann er áætluð 9% milii áranna 1974 og 1975, en á árinu 1974 stóðu þjóðartekjur f stað. Til samanburðar má geta þess, að á erfiðleikaárinu mikla 1968 minnkuðu þjóðartekjur um 8% á mann. Milli ára hefur aldrei fyrr orðið slfkur samdráttur f þjóðartekjum, síðan Islend- ingar tóku að fullu við stjórn eigin mála. Það er f ljósi þessarar staðreyndar, sem skoða verður árangurinn í stjórn efna- hagsmálanna. Full atvinna en örari verðbólga Þegar ný viðhorf blöstu við eftir ára- mót, hlaut rfkisstjórnin enn að leggja megináherslu á að tryggja rekstrargrund- völl atvinnuveganna og fulla atvinnu auk þess sem byrðar lágtekjumanna væru létt- ar. Hins vegar kostaði þetta þá fórn að láta undan síga um sinn f baráttunni við verð- bólguna, og minni bati varð á viðskipta- jöfnuði við útlönd en ætlað var. Gengis- lækkunin í febrúar 1975 var óumflýjanleg til að tryggja afkomu útflutningsgreina og bæta viðskiptajöfnuðinn. Gengislækkun og kauphækkanir fyrri hluta ársins höfðu Stefnuræða Geirs Hallgrímssonar, for Mesti sam drátturíþjóð artekjum f rá því íslendingar tóku við stjórn eigin mála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.