Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 5 Dýrmæt bók ÁSMUNDUR Eiríksson hefir í sumar sent frá sér annað bindi af bók sinni Skyggnzt um af skapa- brún. Þessi bók er álíka stór og fyrsta bindi, sem kom út í fyrra, eða 320 bls. Hér er skammt milli mikilla afreka og mjög merki- legra: Bókmenntalega og menn- ipgarlega séð. — Eins og áður er stílsmáti höfundarins listrænn: Ljúflega talað við lesandann, málið óþvingað og bragðið gott, aukasetningalaust. Skýra sann- leiksást höf. má lesa út úr hverri málsgrein, sem allar miða að sama marki: Utskýra og efla mál málanna, kristna trú. Bókin ber einkenni beztu bóka. Hún biður að lesa sig oftar og oftar. — Höfundurinn dregur fram ótrú- lega mörg dæmi til stuðnings máli sínu, sem sannar hans víða sjón- deildarhring. Hann segir frá bar- áttu og sigri í trúnni, bænheyrslu Guðs og árangri við að hjálpa ýmsu fólki til trúar á drottin. A bls. 114 segir höf: „Og hvílfk náð að mega þekkja guðs rödd i sínu eigin hjarta og framkvæma síðan kærleiksríkan vilja Hans.“ Stórkostlegt er að lesa það sem Ásmundur ritar í bókinni um „hvfta dauðann": örlagmiótt á föstudaginn langa o.m.fl. Á bls. 221 segir höf: „Ég legg allt í Guðs hönd, get ekki neitað þvi að það hefir hvarflað að mér að það gæti verið f áætlun Guðs, að óreyndir menn f trúnni, en sannir í anda, sem Iesa bók þessa, fái nokkurn lærdóm af reynslu minni. Þess vegna hvíldi ábyrgðartilfinningin eins og þungi á mér um það að segja satt frá málefnum eins þar sem það var állra sárast fyrir mig.“ Ég vil að lokum þakka Ásmundi Eiríkssyni fyrir þessa bók, hvet alla til að Iesa hana. Hún er vissu- lega þess virði. 10/10 1975. Jón H. Þorbergss'ot' Fræðslustjórar settir nyrðra MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá menntamála- ráðuneytinu um setningu fræðslustjóra f Norðurlands- umdæmunum tveimur. Hinn 16. þ.m. setti menntamála- ráðuneytið Svein Kjartansson, skólastjóra, fræðslustjóra í Norðurlandsumdæmi vestra, og Valgarð Haraldsson, námsstjóra, fræðslustjóra í Norðurlands- umdæmi eystra, báða um eins árs skeið frá 1. nóvember nk. að telja. Fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis éystra hefur aðsetur é Akureyri, en hinn á Blönduósi. Vitni vantar SL. MÁNUDAG var árekstur á Reykjanesbraut, skammt norðan við Heiði í Blesugróf. Þar rákust saman Fiat bifreið, R-32120, og Volgabifreið, R-40728. Vegna þessa áreksturs langar rannsókn- arlögregluna að ná tali af öku- manni, sem hafði ekið í bíl á und- an Fiat-bifreiðinni, en beygt til hægri framhjá Volgu-bifreiðinni. Er hann góðfúslega beðinn að hafa samband við rannsóknarlög- regluna. Fullar búðir af nýjum vörum Opið j dag til kl. 7 og’ til kl. 12.00 á hádegi á morgun laugardag a TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SIMI FÁ SKIPTIBOPÐI 2S155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.