Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975 29 Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Haustmóti T. R. lauk síðast- liðið föstudagskvöld, og urðu úrslit í A-flokki sem hér segir: 1. Helgi Ólafsson 9 v., 2. Björn Þorsteinsson 8!4 v., 3. Gylfi Magnússon 7 v., 4. Margeir Pétursson 6 v., 5. ■— 7. Kristján Guðmundsson. Ásgeir P. Ásbjörnsson og Gunnar Finn- laugsson 5í4 v., 8. Ómar Jónsson 5 v., 9. Jónas P. Erlingsson 4v., 10. — 11. Leifur Jósteinsson og Ásgeir Þ. Árnason 3Ví v., 12. Björn Halldórsson 3 v. Sigur Helga var aldrei í hættu og þrátt fyrir tap gegn Birni í næstsíðustu umferð nægði honum jafntefli i síðustu umferðinni til þess að tryggja sér sigur. Þátturinn óskar Helga til hamingju með sigurinn og titilinn „Skák- meistari T. R. 1975“. Eins og upptalningin hér að framan ber með sér skáru þeir Helgi og Björn sig úr að vinningafjölda. „Gamla“ kempan, Gylfi Magnússon, er enn í fullu fjöri og var árangur hans fyllilega verðskuldaður. Um frammi- stöðu annarra keppenda er fátt að segja. Hins vegar hlýtur það að vekja athygli, að aðeins fjór- ir efstu menn fá yfir 50%- vinn- inga. Voru keppendur svona jafnir, eða er meðalmennskan svo yfirþyrmandi? I B-flokki urðu fjórir keppendur jafnir og efstir, þeir Guðni Sigurbjarnar- son, Jón L. Árnason, Jón Þor- varðarson og Sigurður Daniels- son. Þeir hlutu allir 7 v. I Ungl- ingaflokki urðu efstir og jafnír þeir Árni Árnason og Þröstur Þórsson með 6 v. af 7. 1 einvígi um efsta sætið sigraði Árni 2—0. Að lokum kemur ein skák sigurvegarans. Hvftt: Helgi Ólafsson Svart: Ásgeir P. Ásbjörnsson Tfzkuvörn I. c4 — g6, 2. e4 — Bg7, 3. d4 — d6, 4. Rc3 — Rc6, ( Með 4. — Rf6 gat svartur komizt út I venjulegan kóngind- verja, og enn annar möguleiki var 4. — c6). 5. Be3 (Bezt, einnig er leikið hér 5. d5 og 5. Rge2, en i báðum tilvik- um á svartur tiltölulega auðvelt með að jafna taflið). 5. — e5, 6. d5 — Rd4? (Nú lendir svartur I mjög óhagstæðri stöðu. Bezt var 6. — Rce7 og svara síðan 7. g4 með Rf6. Svartur fær þá þrönga stöðu en þó vel teflandi). 7. Rge2 — Rxe2, 8. Bxe2 (Nú er ljóst, hvers vegna 6. — Rd4 er slæmur leikur. Uppskiptin hafa flýtt fyrir lið- skipan hvíts, en svartur hefur dregizt enn meira aftur úr). 8. — Rf6, (Hér hefur einnig verið reynt 8. — f5, en ekki gefizt vel. Sennilega er 8. — Re7 skásti kosturinn). 9. g4! — h5, (Theórían mælir með þessum leik, en hann virðist þó ekki lina þjáningar svarts). 10. g5 — Rd7, (10. — Rh7 kom til greina). II. Dd2 — a5. 12. 0-0-0 — Bf8? (Sjálfsagt var að hróka stutt og koma einhverju lagi á lið- skipanina). 13. Kbl — c5?? (Nú opnast taflið hvítum í hag, og svartur fær ekki við neitt ráðið). 14. dxc6 — bxc6, 15. f4 — Dc7, 16. f5 — Rc5, 17. Hhfl — Be7, 18. fxg6 — fxg6, 19. Bxc5 og svartur gafst upp. Eftir 19. — dxc5 vinnur hvítur með 20. Rd5. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Vinnurannsóknir og launakerfi. Fyrir þá, sem vilja bæta afköst og auka hagrsðungu. Stjórnunarfélagið gengst fyrir nám- skeiði um vinnurannsóknir og launa- kerfi 27., 28. og 29. okt. n.k. i Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir kl. 15:00 — 18:45 alla dag- ana. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir helstu atriðum við framkvæmd þeirra. Ennfremur verður farið i ein- kenni og uppbyggingu mismunandi launakerfa, kosti þeirra og galla. Námskeiðið er ætlað þeim, sem vilja bæta framleiðsluaðferðir starfsemi sinnar. Jafnframt er námskeiðið heppilegt fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Leiðbeinandi er Ágúst Eliasson tæknifræðingur. Fjármálastjórn fyrirtækja Hver er fjárhagsleg staða fyrirtækisins? Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði í Fjármálum I. 3. —10. nóvember n.k. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 15:00 til kl. 19:00 mánud. 3. nóv., þriðjud. 4. nóv., miðvikud. 5. nóv., föstud. 7. nóv. og mánud. 10. nóv. Markmið þessa námskeiðs er að veita þjálfun i að meta afkomu og fjárhagslega stöðu fyrirtækis og að auki að kynna gerð fjárhagsáætlana (budgeting), þ.e.a.s. áætlana um rekstrarafkomu, um sjóðshreyfingar og um þróun efnahags fyrirtækja. Athyglinni verður beint fyrst og fremst að ársreikningum (rekstrar- og efnahagsreikningi) fyrirtækja og kannað, hvert gagn megi af þeim hafa og i hverju þeim sé áfátt. Eftir upprifjun í bókhaldstækni verður gerð grein fyrir tækni við rannsóknir á ársreikningum og tækni við samningu yfirlits um fjármagns- streymi. Þá kemur lýsing og gagnrýnið mat á hefðbundnum meginreglum sem fylgt er við samningu ársreíkninga og lýst tækni, sem beita má til að leiðrétta það vegna áhrifa verðlagsbreytinga. Nauðsynlegt er fyrir þátttakendur að hafa bókhaldsþekkingu. Nám- skeiðið kemur að góðu haldi öllum, sem fást við fjármál. Leiðbeinandi verður Árni Vilhjálmsson prófessor Þátttaka tilkynnist í síma 82930. Þekking er góð fjárfesting. Ný plötusending VERO 725 00 OG 820 00 KR THE EVERLY BROTHERS ELVIS PRESLEY - JOHNNY CASH JOHNNYCASH ANDY WILLIAMS JIM REEVES JIM REEVES JERRY LEWIS TOP OF THE POPS STORIES WE COULD TELL SEPARETE WAYS OG THE U.S. MALE THE GREAT JOHNNY CASH BALLAD OF A TEENAGE QUENN HAWAIIAN WEDDING SONG WELCOME TO MY WORLD THE BEST OF JIM REEVES GOOD ROCKINTONIGHT VOL 29.32.34.41.42.44,46. o II CLASSICK VERO 820 00 KR BEETHOVEN — JOHANN STRAUSS Jnr —TCHAIKOVSKY — TARTINI — GRIEG — MENDELSON — BACH — MOZART — ofl JASS VERÐ FRA 2 030 00 KR ELLA FITZGERALD LOUIS ARMSTRONG OSCAR PETERSON JIMMY SMITH LIONEL HAMPTON WES MONTGOMEY GOLDEN GATE QUARTET — JASS SPECTRUM VOL 1 JASS SPECTRUM VOL 2 — JASS SPECTRUM VOL 3 — JASS SPECTRUM VOL 5 — JASS SPECTRUM VOL 7 — JASScSPECTRUM VOL 8 — ..jffSS SESSION \ POPP VERP FRA 1 870 00 KR HOLLIES JOHNNY BRISTOL ERIC CLAPTON — BACHMAN TURNER OVERDRIVER BACHMAN TURNER OVERDRIVE BACHMAN TURNER OVERDRIVE THE MOODY BLUES FOCUS URIAH HEEP URIAH HEEP THE BEATLES THE BEATLES PINK FLOYD OKIO PLAYERS — ANOTHER NITHT — FEELIN THE MAGIC RHERE'S ONE IN EVERY CROWD — FOUR WHELLE DRIVE — BACHMAN TURNER OVERDRIVE — BACHMAN TURNER OVERORIVE II — EVERY GOOD BOY DESERVES FAVOUR — HAMBURGER CONSERTO — DEMONS WIZZARDS — SWEET FREEDOM — 1962 — 1966 — 1967 — 1970 — WISH YOU WERE HERE — FIRE % Sætúni 8 - 15655 Hafnarstræti 3 - 20455. í tilefni kvennafrís veitum við 10% afslátt í dömu og herradeildunum, aðeins í dag. Opið til 7 í dag og til hádegis laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.