Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 Haust 1975 — á Akureyri Það hefur ýmislegt verið i gerjun í myndlistarlifi Akureyr- inga á undanförnum árum, sem við í höfuðborginni höfum orðið varir við og fylgzt með af áhuga. Skemmst er að minnast Mynd- smiðjunnar, sem lognaðist útaf, að mér skilst fyrir skilningsleysi bæjaryfirvalda, og það þó að almenningur hefði sýnt starf- seminni mikinn áhuga. Þar með var lokað fyrir raunhæfa mennt- unarviðleitni í sjónmenntum fyrir norðan um ófyrirsjáanlega framtíð. Að fara suður til náms eða að reyna að mennta sjálfan sig upp á eigin spýtur eru því valkostir norðanmanna varðandi hið girnilega en torsótta svið. Sjálfmenntun án skólagöngu er þó á fárra færi, því að hér þarf í flestum tilvikum menntunarleg- an stuðning, — leiðbeiningar um það, hvernig slíku námi skuli Mynúllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hagað, svo að það verði sem nota- drýgst. Menntaðir teiknikennarar eru teknir til starfa á Akureyri, hvað barna- og unglingaskólastig áhrærir, og slfkt er mjög þýð- ingarmikið hvað framtíðarstöðu myndlistar og skilning á sjón- menntum snertir og er mikilvægt, að þeir hljóti góðan stuðning og skilning yfirvalda varðandi bætta aðbúð í þessum efnum innan skól- anna. Ekki er langt síðan akureyrskir myndlistarmenn gerðu strand- högg á vettvang reykvfskrar myndlistar með stórri samsýn- ingu í Norræna húsinu, en höfðu því miður ekki erindi sem erfiði, enda var ekki rétt að skipulagn- ingu sýningarinnar staðið frá hálfu norðmanna og gátu þeir dregið af því mikinn lærdóm um framkvæmd sýninga. Nú hafa akureyrskir mynd- listarmenn á Akureyri farið af stað aftur og f þetta skipti á sfnum heimaslóðum. Að Hlíðarbæ, Kræklingahlíð, sem mun félags- heimili skammt frá Akureyri, hafa þeir stofnað til haustsýn- ingar, sem þeir nefna „Haust 1975“ og mun markmiðið, að þetta verði árviss viðburður f menn- ingarlífi Akureyringa með úrvali af myndlist norðanmanna auk gesta frá Reykjavik. Hér er mjög skynsamlega að staðið, og ég er þess fullviss, að reykvískir mynd- listarmenn muni veita þeim fullan stuðning í baráttu þeirra og vera meira en fúsir til að senda verk sín norður. Gefst þá norðan- mönnum tækifæri til saman- burðar við sér (enn þá) þroskaðari myndlistarmenn og f slíku er mikill lærdómur og mikil lífsreynsla falin, ef rétt viðhorf eru rfkjandi. Akureyringar hafa sýnt þessu framtaki mikinn áhuga og skilning og fjölmennt á sýninguna, þó að hún sé nokkurn spöl frá bænum, auk þess sem 20 fyrirtæki hafa styrkt framtakið og nefna ber að gömul kona gaf 30.000 f sjóð. Ég get ekki stillt mig um að birta hér formála í sýn- ingarskrá, sem sýningarráðið samdi og er nokkurs konar stefnuyfirlýsing: „Sýningin Haust 1975, sem er samsýning myndlistarmanna frá Akureyri og Reykjavfk, hefur það markmið m.a. að tengja saman myndlistar- starf Akureyrar og Reykjavíkur og efla enn frekar hraðvaxandi myndlistaráhuga á Akureyri og nágrenni. Það mun vera f fyrsta sinn nú, að samsýning á verkum myndlistarmanna úr tveim lands- hlutum er sett upp hér á landi og ætlun okkar er, að sýning sem þessi verði árlegur viðburður f menningarlífi Akureyrar. — Það hefur ekki farið framhjá neinum, að á Akureyri rfkir ófremdarástand í myndlistar- málum, þar sem enginn sýningar- salur er f bænum, en slíkan sal má telja mikla nauðsyn hverjum kaupstað, ef menningarlíf á að blómgast með eðlilegum hætti. I þessu tilliti erum við Akureyr- ingar eftirbátar flestra kaupstaða á landinu. Markmið þessarar sýn- ingar er því að safna fé og stofna sjóð til að byggja upp góðan og hentugan sýningarsal á Akureyri. A bakhlið þessarar sýningarskrár eru nöfn fyrirtækja sem nú þegar hafa veitt málinu lið og þeim sé þökk, en um leið skorum við á þig, sýningargestur góður, að veita málinu stuðning, en við inngöngu sýningarinnar er tekið á móti frjálsum framlögum." Væri vel, ef að hinum áhuga- sömu mönnum yrði að ósk sinni og væntanlega rennur einhverj- um fyrirtækjum f Reykjavík blóðið til skyldunnar, einkum þeim, er hafa viðskipti við norðanmenn. Reykvískir mynd- listarmenn ættu og að sfna vilja sinn í verki og gefa a.m.k. eina mynd á tilboðasýningu til stuðn- ings málinu. En hér er eitt mjög mikilvægt, sem ekki má gleymast og það er að semja strax markviss og traustvekjandi lög fyrir starf- semi væntanlegs sýningarsalar, þannig að enginn hætta sé á að verið sé að styrkja viðleitni, sem Framhald á bls. 28 Óli G. Jóhannsson: „Allt hefur sinn svip“. Stefnir — Hafnarfjörður Aðalfundur Stefnus FUS verður haldinn mánudagínn 3. nóvember í Sjálfstæðishúsinu kl. 20.30. Stjórn Stefnis. Seltjarnarnes Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn i Félagsheimili Seltjarnarness þriðju- daginn 28. október n.k. og hefst kl. 21.00 Dagsskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra talar um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Árshátíð Sjálfstæðis- félaganna á Húsavík, verður haldin á hótel Húsavík laugardaginn 25. okt. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Skemmtiatriði Árshátíðin er haldin í tengslum við aðalfund kjördæmisráðs. Sjálfstæðisfólk í Þingeyjasýslu er hvatt til að sækja árshátíðina. FUS Húsavík. Byggung Kópavogi Fyrsti byggingaráfanginn. Fundur verður haldin r félagsheimili Kópavogs, neðri sal mánudaginn 27. októr kl. 8.30. Stjórnin. Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna í Norðurlandi- Eystra, verður haldínn á Húsavík laugardaginn 25. okt. og sunnudaginn 26. okt. Fundurinn hefst á Hótel Húsavík kl. 14,00 fyrri daginn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lárus Jónsson alþm. ræðir hugmyndir um Norðurlandsvirkjun, orkumál og samgöngumál kjördæmisins. _ 3. Önnur mál. St'6rn,n- Terelynebuxur kr. 2.575 og 3.575. Flauelsbuxur nr. 26 — 36 kr. 1.995 Terelynefrakkar 3.575 vattst. Nylonúlpur kr. 4.025. Acrylpeysur kr. 1.270 Sokkar kr. 125 Karlmannaföt kr. 9.080. Andrés, Skólavörðustíg 22. Hrútasýning Héraðssýning á verðlaunahrútum úr Gull- bringu- og Kjósarsýslu verður haldin í Fákshús- unum við Elliðaár sunnudaginn 26. október frá kl. 14—17. Allir áhugamenn um sauðfjárrækt velkomnir. Bunadarsamband Kjalanesþings. Bílskúrshurðir TOKAMOX Standardstærðir: Breidd: 240 og 270 cm. Hæð: 210 sm. Aðrar stærðir eftir pöntun. — Sjáum um uppsetningu — Sérlega hagstætt verð V TIMBURVERZLUNIN VOlUNDUR hf Klapparstíg 1. Skeifan 19 Símar 18430 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.