Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 FiskbreiBsla i Kirkjusandi við Reykjavik. 1912—1914. VMSIR felja það eðlílegt að konur hafi lægra kaup en karlar, vegna þess að þær eru ekki eins stöðugur vínnukraftur og þeir. Skýrslur bandarfsku heilbrigðisþjón- ustunnar um fjarvistir frá vinnu vegna veikinda sýna hins vegar að aldur, staða og laun hafa meiri áhrif en kyn. Konur virðast oftar veikar en karlar vegna þess að þær vinna illa launuðu, leiðinlegu störfin, sem bjóða heim „veikindum“. Vmsar rannsóknir sýna að karlar f skrif- stofustörfum eru raunverulega oftar Lýsi tappað á tunnur. Mynd frá árinu 1914. Árið 1946 ná8i Nót, félag sveinafélags netagerðarmanna samningi um jöfn laun fyrir konur og karla. Hækkun kvennakaups var 63,5% en karlakaups 24%. (Vinnan 6. tbl. 1946). Konur við útskipun f Stykkis- hólmi. Kona ekur ullarball á hjól- börum. Árið 1890 skrifar ísafold um íhugunar- verða sjón í Reykjavfk. Þar segir . . . Það er fhugunarverð sjón að sjá myndar- legar unglingsstúlkur, máske nýfermdar, vera að rogast með 200 punda poka á börum í böndum um axlir og herðar, eða skekktar undir stórtrjám á öxlunum eða tvo hrausta karlmenn standa við að lyfta á einn kvenmann kola eða salthálftunnu er hún sfðan skal skjögrast með upp f geymsluhús kaupmanna, hvfldarlaust allan daginn, kiknuð f herðum með hjól- bogna fætur, bólgna og bláa af áreynsl- unni sem þær verða iðulega að væta í sjónum til þess að slökkva verkjabrun- ann f þeim. Allur Ifkaminn afmyndast og verður óliðlegur og um hádag ævinnar eða jafnvel fyrr eru heilsan og kraftarnir þrotin. Listin að prjóna er ekki eldri hér á landi en frá 16. öld. Fyrir þann tfma var þáttur vefnaðarins f ullariðnaðinum af þeim sökum enn meiri en sfðar varð, þvf allt var ofið, sem sfðar var prjónað, nærföt, sokkar, vettlingar. Öldum saman voru hartnær öll klæði landsmanna, innst sem yzt, unnin f þessum vefstað, en þar við bætist, að fyrstu fjórar aldirnar voru vaðmál helzta útflutningsvara og kaupeyrir (gjaldeyrir) þjóðarinnar. Talið er, að konur hafi almennt ofið f gamla vefstaðnum og það var erfitt verk, þvf að vefarinn varð að standa og jafnvel ganga til og frá við vefstaðinn og slá þar að 'auki upp fyrir sig, en það átak er ónotalega umhendis. Dönsku vefstólarnir, sem leystu gömlu vefstaðina af hólmi, voru fullkomnari og fljótvirkari og ekki sfzt þægilegri í notkun. Eins og nafnið ber með sér, vefstóll, var hægt að sitja við vinnuna, enda segin saga, að þá fóru karlmenn að vefa, og á 19. öld var vefnaður ekki sfður karla verk en kvenna. (Úr bókinni Hundrað ár f Þjóðminjasafni eftir Kristján Eldjárn). velkír en konur og reglpn er sú að konur eldrí en 45 ára eru sjáldnar veikar en karlmenn á þeirra aldri. Sama er að segja um starfsaldur. Kon- ur hætta f starfi vegna þess að þær eru bundnar störfum, sem enginn mundi endast f. Vinnuveitendur geta ekki búizt við að lengja starfsaldur f störfum með þvf að ráða karlmenn f stað kvenna. Karlarnir eru þá á höttunum eftir öðru starfi alveg eins og konurnar leitast við að yfirgefa starfið af fjölskylduástæðum. Skýrslur bandarfsku vinnumálastofnunarinnar sýna að eðli starfsins hefur miklu meiri áhrif á starfsaldur, en kyn starfsmanns- Ins. Framkvæmdastjórí, sem ég þekki, spurði mig fyrir fáum árum, hvort ég gæti útvegað sér ritara „Já ég held ég viti um stúlku, sem er að leita að slfku starfi,“ svaraði ég. „Hvernig Iftur hún út,“ var fyrsta spurning kunningja mfns. L.ó. Vanti starfsmann til illa launaðra og Iftilsmetinna starfa, er auglýst eftir konu. Meðallaun kvenna við verzlunar- og skrifstofustörf eru aðeins 73% af meðal- launum kárla víð sömu störf. Mismunur á meðaltekjum verka- kvenna og verkakarla er kr. 30.000.- á mánuði. Algengt svar er, þegar spurt er um starf konu, sem gegnir húsmóðurstarfi: „hún gerir ekki neitt — hún er bara heima“. Til eru menn með ákvörðunarvald um stofnun dagvistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á ieti kvenna. Kynferði umsækjanda ræður oft meira um stöðuveitingu en menntun og hæfni. Starfsreynsla húsmóður er einskis metin á vinnumarkaðinum. Sameiginleg niðurstaða er sú, að fram- lag kvenna til samfélagsins sé Iftils virt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.