Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 21
Á nltjándu öldinni báru vinnukonur og fátækar húsmaður hér I Raykjavfk allan sinn þvott innf laugar, þvoSu hann þar I heitri vatnsgufunni og stundum nfstingsfrosti og báru hann blautan heim. GuSrún Borgfjörð segir að Ulstrup landshofðingja hafi runnið þaS til rifja að horfa á konurnar standa viS þvottinn f öllum veSrum og hann látið byggja hús viS þvottalaugarnar árið 1833 svo að konurnar hefðu eitthvert skjól. I aftakaveðri árið 1857 fauk þetta hús og svo liðu tveir áratugir. Þá ákvað Thorvaldsensfálagið að reisa nýtt hús f stað húas Ulstrups. Tvær af fyrirfrúm bæjarins sögðu sig úr félaginu vegna þessa, en húsið var reist engu að sfður og þar gátu um 80 konur verið f einu við þvotta f laugunum og laugahúsinu. I fyrirlestri Brfetar Bjarnháðinsdóttur 1887 segir hún meðal annars um vinnukonur f sveitum . . . Það getur varla verið ráttlátt að vinnukonan hafi ekki meira en þriðjungskaup móti karlmanni hvað dugleg sem hún er og þótt hún gangi oft að sömu vinnu og hann eins og er f sveitum á sumrin. Og þó þarf stúlkan að vinna mörg verk fram yfir karlmanninn bæði kvöld og morgna og sunnudaga þegar hann getur notið hvfldar. Hún þarf þá að nytja kýr og ær og margt fleira umfram hann og svo hefur hún svo sem f þokkabót að taka af honum vosklæðin á kvöldin, jafnvel draga af honum skó og sokka meðan hann liggur aftur á bak f rúmi sfnu og ef til vill reykir pfpu sína og færa honum svo allt þurrt og hreint að morgni þótt sjálf verði hún að fara f sömu fötin eins og þau voru að kvöldinu. Hún verður á sumrin að nota sunnudaga og nokkuð af svefntfma sfnum til þjónustubragðanna og fyrir það hefur hún ekkert nema ef til vil! vanþakklæti og aðfinnslu fyrir að þjónustan sé ekki nógu góð. Höfundi myndarinnar, J. Ross Browne, verður tfðrætt um það f ferðabókinni um fsland (Land of Thor), að konur f Reykjavfk vinni margvfslega erfiðisvinnu, en karlmenn lifi hóglffi a.m.k. þegar þeir voru ekki á sjónum. MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. OKT0BER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir og Lilja Ólafsdóttir. Myndir ur lífi og starSl íslenskra kvenna Syrr og nu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.