Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975
11
eðlilega verðhækkunaráhrif innanlands,
sem nú hafa mikið til fjarað út, enda
hefur dregið verulega úr verðhækkunum,
og á síðustu mánuðunum hafa þær verið
6—7% á ársfjórðungi eða minni en
nokkru sinni á undanförnum tveimur
árum. Þessi árangur hefði ekki náðst án
góðrar samvinnu við aðila vinnu-
markaðarins.
Jafnframt var stefnt að lækkun rfkisút-
gjalda. Sú lækkun, sem ráðgerð var í
efnahagsmálafrumvarpi ríkisstjórnar-
innar reyndist hins vegar ekki fram-
kvæmanleg að fullu, og réðu þar ekki sist
sjónarmið byggðastefnu og atvinnu-
öryggis. Vegna þessa og skuldbindinga um
almenna niðurgreiðslu búvöruverðs, sem
ríkissjóður tók á sig til að greiða fyrir
kjarasamningum 13. júní s.l., ákvað ríkis-
stjórnin að leggja á 12% sérstakt tíma-
bundið vörugjald frá miðjum júlí til ára-
flutningsverð segir til um á hverjum tíma.
Kröfur bæði innan og utan sjávarútvegs
verða við það að miðast.
Á þessum vettvangi er ekki kostur að
fjalla ítarlega um þann mikja vanda, sem
sjávarútvegurinn á nú við að stríða.
Ríkisstjórnin telur það grundvallarskil-
vrði að leysa þennan vanda.
Ekki virðast horfur á þvi, að viðskipta-
kjör muni fara batnandi á næstunni. Þótt
vonir standi til þess, að verðlag afurða
þeirra útflutningsgreina, sem tæpast
standa um þessar mundir, fari hækkandi
og rétti hag þeirra á næstu misserum, er
jafnframt við því að búast, að innflutn-
ingsverð hækki, svo þessi vinningur eyðist
frá sjónarmiði þjóðarbúsins í heild.
Efnahagsástandið í heiminum vekur
ekki bjartsýni. Margvislegir erfiðleikar
hafi tafið endurbata. Islendingar geta því
sætisráðherra, á Alþingi í gærkvöldi
móta, til þess að ná nauðsynlegu jafnvægi
í rikisfjármálum. Hér varð ekki undan
vikist, því fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur
reynst afar erfið bæði árin 1974 og 1975,
og er mikið í húfi, að ná þar viðunandi
jafnvægi. Þessi gjaldtaka var aðeins ætluð
til bráðabirgða, enda miðast fjárlagafrum-
varpið 1976 við það, að hið sérstaka vöru-
gjald falli niður um áramót.
Hvergi rofar til
Eins og ég nefndi hér áðan hefur þróun
þjóðartekna og viðskiptakjara orðið mun
óhagstæðari á árinu 1975 en búist var við í
upphafi ársins. Þrátt fyrir mikla aukn-
ingu erlendra lána, er nú búist við að
nettógjaldeyrisstaðan muni versna um
2.500 millj. kr. á árinu og gjaldeyrisforð-
inn yrði þvf aðeins lánsfé. Staða sjávarút-
vegsins er tæp. Þrátt fyrir verulegar
greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði til frysti-
húsanna blasir við þeim taprekstur við
ríkjandi skilyrði og frystideild verðjöfn-
unarsjóðs er tæmd. Ef ytri skilyrði, svo
sem útflutningsverð batna ekki, er hér
a.m.k. um 2000 milljón króna vanda að
ræða á ársgrundvelli.
Flestar greinar fiskveiða eiga við mikla
rekstrarerfiðleika að etja, ekki sfst vegna
endurtekinnar oliuverðshækkunar. Hand-
riti af ræðu minni er skilað í hendur
þingmanna fyrir síðustu helgi. Sfðan
hefur það gerst að fiskiskipum er stefnt í
höfn, ef fiskverð er ekki hækkað enn um
a.m.k. milljarð á ársgrundvelli, og sjóða-
kerfi sjávarútvegs endurskoðað.
Sú endurskoðun er í gangi og á að ljúka
fyrir 1. des. n.k. Brýna nauðsyn ber til að
gera róttækan uppskurð á sjóðakerfinu,
en að svo miklu leyti, sem breytingar, er í
kjölfar fara, leysa ekki tekjuskiptingar-
vandamál sjávarútvegsins, verða menn að
viðurkenna þá staðreynd, að aðrir fjár-
munir eru ekki til en þeir, sem út-
ekki búist við búhnykk á næsta ári vegna
bættra ytri skilyrða.
Þegar vandi næsta árs er metinn, virðist
í besta falli hægt að búast við óbreyttum
þjóðartekjum á mann. I þeirri þröngu
stöðu, sem þjóðarbúið er f um þessar
mundir, hljótum við að taka mið af þess-
um horfum f öllum okkar ákvörðunum. Ef
treysta á stöðuna út á við, verður það að
gerast með því að draga úr þjóðarút-
gjöldum.
Markmið efnahags-
stefnu 1976
Helstu markmið stefnu rfkisstjórn-
arinnar f efnahagsmálum á næstu misser-
um eru:
Að draga verulega úr viðskiptahallanum
strax á næsta ári.
Að hægja mikið á verðbólguhraðanum frá
því sem verið hefur á þessu ári.
Að tryggja fulla atvinnu í landinu.
Traust greiðslustaða
forsenda fjárhagslegs
sjálfstæðis
Hinn mikli halli þjóðarbúsins nt á við
hefur ekki aðeins stóraukið greiðslubyrði
þess og dregið úr efnahagslcgu öryggi,
heldur líðu • brátt að þvf, að frekari
greiðsluhalli verði ekki fjármagnaður
með skynsamlegum kjörum.
Stefna verður að þvf marki, að við-
skiptahallanum verði eytt á næstu þremur
til fjórum árum. Að öðrum kosti verður
hvorki unnt að halda áfram eðlilegri fjár-
mögnun né standa við greiðsluskuldbind-
ingar út á við. Jafnvel þótt þessu marki
verði náð, yrðu erlendar skuldir Is-
lendinga engu að síður komnar upp I 50%
þjóðarframleiðslunnar í lok áratugsins, og
greiðslubyrðin yrði þá um 20% af heildar-
gjaldeyristekjum.
Á næsta ári virðist, í samræmi við þetta,
varla unnt að stefna lægra en svo, að
viðskiptahallinn fari niður f 6% af þjóðar-
framleiðslu, en það er um 6.000 til 7.000
millj. kr. lægri halli en horfur eru taldar á
á þessu ári.
Traust greiðslustaða landsins er for-
senda fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðar-
innar og valfrelsis f utanríkisviðskiptum
auk þess, sem hún er undirstaða þess að
okkur takist að afla lánsfjár til framfara í
framtfðinni.
Hlé á verðbólgu —
aðstaða til viðnáms
Hin mikla verðbólguþróun undanfar-
inna ára hefur ruglað skynsamlegt arð-
semismat og hvers konar áætlanagerð
fram í tfmann. Hún hefur skaþað mikið
misræmi á lánamarkaði og valdið stór-
felldri tilfærslu eigna milli þeirra, sem
skulda og hinna, sem spara.
Verðbólgan hvetur til óyfirvegaðrar.
eyðslu og hún veldur endurteknum
rekstrarerfiðleikum útflutningsatvinnu-
veganna. Áhætta og óvissa um atvinnu og
hagi fólks og fyrirtækja eykst, þegar verð-
bólga færist í aukana. Öldur spákaup-
mennsku hafa gengið yfir þjóðarbúið
vegna verðbólguþróunar sfðustu ára.
Við verðum að gera okkur ijóst, að eins
og nú er háttað getum við með skynsam-
legum ákvörðunum f launa- og verðlags-
málum ráðið því að miklu leyti, hver verð-
þróun næsta árs verður hér á landi.
Þessar ákvarðanir hafa afdrifaríkar af-
Ieiðingar að því leyti, sem ör verðbólga
innanlands eykur á efnahagsvandann,
sem ærinn er fyrir, og gerir farsæla aðlög-
un að breyttum skilyrðum erfiðari en vera
þyrfti, ekki síst fyrir ýmsa þjóðfélags-
hópa, sem höllum fæti standa. Nú er því
brýnna en nokkru sinni, að nota það hlé,
sem orðið hefur á verðhækkunum — en
horfur eru á að það hlé vari, sé rétt á
málum haldið — til þess að ná víðtækri
samstöðu um sameiginlegt viðnám gegn
verðbólgunni.
Skynsamleg launa-
stefna ræður atvinnu-
stigi
Fram til þessa höfum við búið við fulla
atvinnu, þrátt fyrir alvarlegt atvinnuleysi
f flestum öðrum ríkjum heims. Að nokkru
leyti stafar þetta af því, að brugðist
hefur verið við versnandi viðskipta-
kjörum með þvi að ganga á gjaldeyrisforð-
ann og með skuldasöfnun erlendis, sem
haldið hefur uppi innlendri eftirspurn,
þrátt fyrir minnkandi tekjur. Svigrúmið
til þess að halda slfkri stefnu áfram er
hins vegar á þrotum.
Samdráttur innlendrar neyslu og fjár-
festingar f því skyni að leiðrétta viðskipta-
hallann við útlönd, getur hér á landi eins
og annars staðar haft f för með sér minnk-
andi eftirspurn eftir vinnuafli. Afleiðing-
arnar fyrir atvinnustigið f landinu ráðast
hins vegar mjög af stefnunni í launa-
málum og viðleitninni til þess að varðvejta
samkeppnishæfni atvinnuveganna. Gagn-
kvæmur skilningur í þessum efnum milli
rfkisvalds, launþegasamtaka og vinnuveit-
enda getur ráðið úrslitum um það, hvort
hægt verði að draga verulega úr greiðslu-
hallanum út á við án þess að stofna at-
vinnuöryggi f hættu. Við verðum að finna
þá leið, sem í senn tryggir fulla atvinnu og
óumflýjanlega aðlögun að gjörbreyttri
efnahagsstöðu.
Nýtt launakapphlaup
einungis barátta
við tekjuskiptingu
Kjarasamningarnir, sem tókust hinn 13.
júní s.I., báru þvf vitni, að verkalýðshreyf-
ingin skilur nauðsyn þess að draga sam-
tfmis úr þjóðarútgjöldunum og hraða
verðbólgunnar.
Þjóðin öll stendur nú andspænis þvf
vandasama verkefni að ráða kjaramálum
sínum fyrir næsta ár farsællega til lykta.
Nú ríður á að tapa þvi ekki, sem áunnist
hefur. En vissulega eru aðstæður erfiðar.
Lfkur benda til, að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna heimilanna lækki i ár um
16—17% frá fyrra ári. Fyrir þessari
lækkun eru tvær meginástæður. Annars
vegar munu þjóðartekjur lækka í ár um
8—9%. Hins vegar jókst kaupmáttur
tekna og útgjöld heimilanna um 9% á
árinu 1974, þótt þjóðartekjur stæðu í stað.
I ár hafa metin því jafnast.
Horfur um hag þjóðarbúskaparins eru
nú þannig, að kjaraákvarðanir fyrir næsta
ár geta aðeins miðast við það að tryggja
núverandi rauntekjur heimilanna og fulla
atvinnu. Þetta verður best gert með því að
ákveða nú hóflegar kjarabreytingar, sem
virða þau takmörk, sem þjóðarbúinu eru
sett, og miða að þvf að draga úr verðbólg-
unni.
Vitað er, að enn eru ekki komnar fram
verðhækkanir af eldra innlendu tilefni og
erlendar verðbreytingar munu óhjá-
kvæmilega hafa áhrif á verðlagið hér á
landi á næstu mánuðum. Það er skoðun
rikisstjórnarinnar, að kaupbreytingar á
næstu misserum megi alls ekki fara fram
úr þessum fyrirsjáanlegu verðbreyt-
ingum. Launabreytingum verður að stilla
svo f hóf, að við komum verðbreytingum
hér á landi frá upphafi til loka næsta árs
niður i það bil, sem hér hefur verið að
jafnaði sfðustu áratugi, 10—15%. Sfðar
hljótum við að stefna að því að draga enn
meira úr verðbólgunni.
Þetta tekst ekki nema með liðsinni aðila
vinnumarkaðarins. Þessa liðsinnis er nú
leitað. Það er allra hagur, ekki síst laun-
þega og fjölskyldna þeirra, að verðbólgan
verði hamin og úr henni dregið til mikilla
muna. Til þess að þetta markmið náist
telur ríkisstjórnin ekki ráðlegt, að vísi-
tölubinding launa verði upp tekin að nýju
með sinu eldra lagi, heldur verði farnar
aðrar leiðir til þess að tryggja kaupmátt
launa. Vegna þeirrar miklu óvissu, sem
ríkir um framvindu efnahagsmála i
heiminum á næstunni, er án efa hyggi-
legast að setja kaupmáttarmarkið fremur
lægra en hærra f upphafi hins nýja samn-
ingatímabils, sérstaklega, ef ráðast á til
atlögu við verðbólguna.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir við-
ræðum allra aðila um samræmda launa-
stefnu og leiðir til að komast fyrir rætur
verðbólgunnar. Jafnframt þarf að vinna
að þvf að móta nýjar reglur um meðferð
vinnudeilna og lausn kjaramála, í ljósi
reynslu undanfarinna ára.
Takist ekki samkomulag um hóflega
hækkun launa á næsta ári, er atvinnu-
lífinu og efnahagslegu sjálfstæði þjóðar-
innar beinlínis stefnt f voða. Nýtt Iauna-
kapphlaup, við ríkjandi aðstæður, yrði
einungis geigvænleg barátta um tekju-
skiptinguna. Reynsla undanfarinna ára
hefur sýnt okkur, að áhrif þessa kapp-
hlaups á kjör hinna tekjulægstu eru oft
allt önnur en að er stefnt í orði kveðnu.
Hinir tekjulægstu troðast ávallt undir i
slíku kaupgjaldskapphlaupi.
Rfkisstjórnin er reiðubúin til að láta
fara fram athugun á tekjuskiptingunni i
samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.
Leita verður nýrra leiða til að breyta
tekjuskiptingunni í réttlætisátt. Hér koma
til greina breytingar á sviði lífeyristrygg-
inga og lifeyrissjóða, skattamála og hús-
næðismála. Jafnhliða yrði stefnan f verð-
lagsmálum tekin til endurskoðunar. Rfkis-
stjórnin hefur m.a. f þessu skyni tekið til
endurskoðunar ýmis ákvæði skattalaga,
svo sem ákvæði um afskriftarreglur,
skattlagningu tekna einstaklinga vegna
reksturs einkafyrirtækja og skattlagningu
söluhagnaðar.
Öll þjóðfélagsöfl innan Alþingis og utan
verða að leggjast á eitt til að finna sann-
gjarna lausn kjaramála, í þeirri vanda-
sömu stöðu, sem við okkur blasir.
Rfkisútgjöld ávallt í
samræmi við
þjóöarhag
Skynsamlegir samningar í launamálum
munu þó ekki ná tilgangi sínum, nema
stefnan I fjármálum opinberra aðila og
peninga- og lánamálum stefni að sama
marki og virði sömu takmörk. Sú lækkun
þjóðarútgjalda, sem nauðsynleg er á
næsta ári til þess að draga úr viðskipta-
halla, hlýtur að byggjast á því, að dregið
verði úr fjárfestingu og opinberum út-
gjöldum, sem stuðla ekki að aukinni fram-
Ieiðslu.
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1976, sýn-
ir þennan ásetning rfkisstjórnarinnar. Við
gerð frumvarpsins hefur verið að því
keppt að sporna við útþenslu ríkisútgjalda
miðað við önnur svið efnahagsstarfsem-
innar i landinu, og eins því að frumvarpið
féli ekki í sér ráðstafanir, sem valda verð-
hækkunum, fremur hið gagnstæða.
Þetta hefur tekist, en auðvitað ekki sárs-
aukalaust, fremur en á öðrum sviðum
þjóðlífsins, þegar kreppir að. Á miklu
veltur, að það takist að afgreiða og fram-
kvæma þetta fjárlagafrumvarp án út-
gjaldaauka, þótt auðvitað megi deila um
leiðir til þess að draga úr útgjöldum.
Þjóðin lftur til Alþingis um fordæmi fyrir
útgjaldaáform næsta árs. Þetta fordæmi
verður að vera eftirbreytnivert. Ríkis-
stjórnin veit að í þessu efni getur hún
treyst á stuðning Alþingis.
Fjármálaráðherra mun gera nánari
grein fyrir fjárlagafrumvarpinu. Hér skal
Framhald á bls. 12.