Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 39 NefndirHSÍ NEFNDIR HSt að undanskilinni landsliðsnefnd karla, hafa nú ver- ið skipaðar og verða þær þannig: MÓTANEFND: Jón H. Magnússon, formaður, Há- kon Bjarnason, Ólafur A. Jóns- son, Sigurður Svavarsson, Björn Bjarnason. DÓMARANEFND: Gunnar Kjartansson, formaður, Jón Friðsteinsson, Alf Petersen, Kjartan Steinback. TÆKNINEFND: Bergur Guðnason, formaður, Við- ar Símonarson, Hilmar Björns- son. LANDSLIÐSNEFND KVENNA: Svana Jörgensdóttir, formaður, Kristján Örn Ingibergsson, Pétur Bjarnason. LANDSLIÐSNEFND UNGL- INGA: Birgir Lúðvfksson, formaður, Stefán Gunnarsson, Davíð Jóns- son. Knattspjrnusvik í Brasilín Upp hefur komist um svika- starfsemi í knattspyrnugetraun- um í Brasilfu, og hefur fjöldi manna þar verið handtekinn vegna máls þessa. Eru það eink- um knattspyrnudómarar og blaða- menn sem þarna munu eiga sök að máli, en aðferð þeirra við svik- in var sú, að þeir sömdu við mark- verði nokkurra liða um úrslit í leikjum þeirra, sem þeir veðjuðu sfðan á. Er vitað, að þetta tókst f a.m.k. 14 skipti, en 15. markvörð- urinn sem reynt var að semja við fór rakleiðis til lögreglunnar og kærði athæfið. Búizt er við að viðkomandi aðilar fái harða dóma fyrir tiltæki sitt. EKas Jónasson átti mjög góðan leik gegn FH. Spilaði félaga sfna upp og var traustur I vörninni. — Nú lögðu Framhald af bls. 38 en hann var f Fh-markinu í seinni hálfleik. Virtist frammistaða hans hressa FH-inga nokkuð. Þrátt fyrir að lengst af gengi heldur illa hjá FH-ingunum að skora f þessum leik er alls ekki hægt að segja að þeir hafi leikið slæman handknattleik. Haukarn- ir voru einfaldlega góðir og gáfu ekki á sér mörg færi þegar þeir voru í vörn og svo hættulegir þeg- ar þeir voru í sókn. Margar sóknarlotur FH-inga voru vel út- færðar og ógnun i spilinu. Þar var Geir Hallsteinsson fremstur í flokki, en FH-liðinu er einnig greinilegur styrkur af Guðmundi Sveinssyni. Viðar Símonarson var hins vegar í daufasta lagi í leik þessum — reyndi töluvert að skjóta, en Gunnar Einarsson kunni greinilega á hann, og átti oftast næsta auðvelt með að verja. Eins og er virðist aðeins tíma- spursmál hvenær FH-ingar fara að ná verulega góðum leikjum. Dómarar leiksins voru þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson. Lengst af dæmdu þeir nokkuð erfiðan leik stórkost- lega vel. Gerðu nánast aldrei mistök. Þegar leikurinn leystist upp undir lokin virtust þeir hins vegar smitast nokkuð af látunum, og orkuðu þá nokkrir dóma þeirra mjög tvímælis, 1 STUTTU MÁLI: tslandsmótið 1. deild: tþróttahúsið f Ifafnarfirði 22. október URSLIT: Haukar — FH 18—16 (9—4) Gangur leiksins: Mín HAUKAR FH 1. Sigurgeir 1:0 7. Ingimar 2:0 7. 2:1 Geir 12. 2:2 GuðmundurSt. 12. Ingimar 3:2 18. Hörður 4:2 20. 4:3 Viðar 22. Hörður 5:3 23. 5:4 GuðmundurSv. 26. Hörður 6:4 28. Sigurgeir 7:4 29. Hörður 8:4 30. Hörður Hálflcikur 9:4 32. Hörður 10:4 34. 10:5 Viðar 36. Elías 11:5 38. Hörður (v) 12:5 39. 12:6 Þðrarinn 39. Hörður 13:6 42. Jón 14:6 43. 14:7 GuðmundurSv. 44. 14:8 GuðmundurSv. 45. 14:9 Geir 48. Hörður (v) 15:9 49. 15:10 örn 50. Hörður 16:10 50. 16:11 Geir 50. Sigurgeir 17:11 51. 17:12 GuðmundurSt. 52. Hörður 18:12 54. 18:13 Geir 55. 18:14 Þórarinn 58. 18:15 Þórarínn 59. 18:16 Geir (v) Mörk Hauka: Hörður Sigmars- son 11, Sigurgeir Marteinsson 3, Ingimar Haraldsson 2, Elías Jónasson 1, Jón Hauksson 1. Mörk FH: Geir Hallsteinsson 5, Guðmundur Sveinsson 3, Þórar- inn Ragnarsson 3, Guðmundur Árni Stefánsson 2, Viðar Símonarson 2, Örn Sigurðsson 1. Brottvfsanir af velli: Viðar Simonarson, Guðmundur Árni Stefánsson og Gils Stefánsson, FH, f 2 mínútur. Ingimar Haralds- son, Haukum, í 2 mfnútur og 5 mínútur og Sigurgeir Marteins- son, Haukum, í 2 mínútur. Misheppnuð vftaköst: Gunnar Einarsson, Haukum, varði víta- kast frá Guðmundi Sveinssyni á 24. mfnútu og frá Viðari Símonar- syni á 47. minútu. Þessi mynd var tekin f nýja Fram-heimilinu fyrir nokkru, er heimilið var almenningi til sýnis. \ýtt félagsheimili Fram Á MORGUN, laugardag, verður hið nýja félagsheimili Fram við Safamýri tekið f notkun. Mun borgarstjórinn f Reykjavfk, Birg- ir tsl. Gunnarsson, halda ræðu við opnun þess, en sem kunnugt er, Þá er borgarstjórinn gamall keppnismaður með Fram. Með hinu nýja félagsheimili gjörbreytist öll aðstaða Fram til hins betra. Á undanförnum árum hefur félagið verið á hrakhólum með aðstöðu fyrir félagsstarf- semi, þar sem eldra félags- heimilið var^ lagt niður 1972. Fyrsta skóflustungan að nýja félagsheimilinu var tekin sama ár, en framkvæmdum lauk að mestu leyti f ágústmánuði s.l. I hinu nýja félagsheimili Fram er rúmgóður fundarsalur, fundar- herbergi stjórnar félagsins og deilda þess, fullkomin bað og búningsaðstaða auk þess, sem gufubaðstofa er í heimilinu. Má segja að aðstaða félagsins sé nú orðin allgóð þar sem það hefur til umráða tvo knattspyrnuvelli, og er annar þeirra búinn góðum flóðljósum. Þá hefur félagið aðgang að íþróttahúsi Álftamýr- arskóla fyrir innanhússæfingar. Sem fyrr segir verður félags- heimilið tekið formlega í notkun á morgun. Hefst athöfnin kl. 15.30 Eru eldri Framarar sérstaklega hvattir til að mæta við athöfnina. Cosmos vill kanpa Crnyff SVO kann að fara að hollenzka knattspyrnustjarnan Johan Cruyff fari til Bandarfkjanna næsta vor og leiki með banda- rlska liðinu New York Cosmos, en það lið hefur innan sinna STAÐAN Eftir leikina i fyrrakvöld er staöan I 1. deildarkeppni islandsmótsins I handknattleik þessi: Valur 2 2 0 0 44:26 4 Haukar 2 2 0 0 40:30 4 Fram 2 1 1 0 28:24 3 FH 2 1 0 1 41:36 2 Vlkingur 2 1 0 1 39:36 2 Ármann 2 0 1 1 26:37 1 Þróttur 1 0 0 1 10:20 0 Grótta 3 0 0 3 46:65 0 Markhæstu leikmennirnir eru: Höröur Sigmarsson, Haukum 1 7 Páll Björgvinsson. Vikingi 11 Geir Hallsteinsson. FH 10 Viöar Simonarson, FH 10 Björn Pétursson, Gróttu 10 Arnar Guölaugsson. Fram 9 Stefán Gunnarsson, Val 9 Þórarinn Ragnarsson. FH 9 vébanda hinn fræga Brasilfu- mann, Pele. Umboðsmaður Cruyff, Cor Coster, sem jafnframt er tengda- faðir hans, sagði nýlega að for- maður Cosmos, Nesuhi Ertigun, hefði hitt Johan Cruyff að máli fyrir landsleik Hollendinga og Pólverja á dögunum, og þá verið að athuga hvort Cruyff hefði áhuga á að koma til Cosmos. Peningahlið málsins var hins vegar ekkert rædd, en Ertigun mun hafa gefið f skyn að hún ætti ekki að verða neitt vandamál, vildi Cruyff á annað borð koma. Samningur Cruyff við FC Barcelona rennur út í maí næsta vor. Mun félagið hafa mikinn áhuga á að endurnýja samning- inn, en hins vegar segist Cruyff vera búinn að fá nóg af spænsku knattspyrnunni. Það er svo komið að ég má þakka Guði fyrir hvern leik sem ég slepp óskaddaður frá, segir hann. Barcelona greiddi um 6 milljónir hollenzkra gyllina fyrir Cruyff þegar samningur- inn við hann var gerður í ágúst 1973, og er það hæsta upphæð sem spánskt knattspyrnulið hefur hingað til greitt fyrir knatt- spyrnumann. Þegar Pele gerði samning við Cosmos fékk hann um 4,5 milljónir dollara, og er harla ólíklegt að Cruyff yrði falur fyrir miklu lægri upphæð. Nesuhi Ertigun, formaður Cosmos, sagði að þrátt fyrir þá miklu upphæð sem félagið hefði greitt fyrir Pele, hefði hann verið þvi gullnáma, og tækist sér að fá Cruyff til að koma til Bandarikj- anna, mætti segja að björninn væri unninn. — Bandarískum áhorfendum skilst ekki hvað knattspyrna er geysilega falleg og krefjandi íþrótt fyrr en þeir sjá snillinga leika, og hafi lið upp á slíka að bjóða þarf ekki að óttast að aðsókn að leikjum verði léleg. Þá sagði Cor Coster, að mörg lið hefðu sýnt þvf áhuga að fá Johan Cruyff í sínar raðir og meðal þeirra væru vestur-þýzka liðið Bayern Múnchen og franska liðið Olympique Marseilles. Þá er og vitað, að Ajax, gamla félagið hans Cruyff, vill gjarnan fá hann aftur, en Cor Coster mun ekki hafa mikinn áhuga á að tengdasonur- inn fari þangað — telur að Ajax geti ekki borgað nóg. Urslitaleikir Reykjavíkur- mótsins í körfuknattleik Reykjavíkurmótinu f körfuknatt- leik lýkur á morgun og verður þá keppt til úrslita f m.fl. kvenna og karla. Leikirnir hefjast kl. 14 f Kennaraskólahúsinu og leika fyrst KR og ÍR f kvennaflokki. KR nægir sigur f leiknum til að sigra f mótinu, en sigri lR verða bæði liðin með 4 stig ásamt Fram. Strax að þessum leik loknum leika KR og IS í karlaflokki um 3. sætið I mótinu, og lestina rekur sfðan leikur Armanns og IR sem enn hafa ekki tapað leik. Ekki er að efa, að hart verður barizt í þessum leik, enda á ferð- inni lið sem hafa sýnt mjög góð tilþrif f mótinu. Bæði liðin leika mjög hraðan körfubolta og nota mikið hraðaupphlaup, nokkuð sem gerir leikina mjög skemmti- lega á að horfa. iR-ingar eru með sama lið og sigraði með yfir- burðum í íslandsmótinu f fyrra, nema hvað Þorsteinn Hallgrims- son hefur bætzt í hópinn og styrkir liðið mjög. Ármenningar binda að sjálfsögðu miklar vonir við Jimmy Rogers, blökkumann- inn snjalla, ásamt Jóni Sigurðs- syni, sem er í mjög góðu „formi“ þessa dagana eins og raunar liðið allt. Þetta er leikur sem ekki er ráðlegt að spá mikið um fyrir- fram, allt getur gerzt. Staðan í mótinu: Ármann 4 4 0 364:215 8 st, ÍR 4 4 0 327:233 8 st, IS 4 2 2 237:259 4 st KR 4 2 2 291:315 4 st, Fram 5 1 4 260:352 2 st Valur 5 0 5 322:427 0 st Verðlaun verða veitt stigahæstE manni mótsins, og þeim leik- manni sem bezta nýtingu hefur úr vitaskotum sínum að þvi tilskildu að viðkomandi taki minnst 15 skot alls. Stighæstir: Torfi Magnússon Val 112stig. Jimmy Rogers Á 91 stig. Kolbeinn Kristinsson lR 86 stig. Jón Sigurðsson Á 74 stig. Bjarni Jóhannesson KR 68 stig. Helgi Valdimarsson, Fram, hef- ur bezta vítahittni þeirra sem lok- ið hafa leikjum sínum, 18:13—72,2%, en þeir sem eiga mestan möguleika á að ná honum eru: Kolbeinn Kristinsson ÍR 8—8 — 100 %. Sigurður Gislason IR 10—7 — 70 %. Jimmy Rogers A 28—19 — 67,9%, Guðsteinn Ingimarsson A 16—12 — 66,6%. Ingi Stefánsson IS 15—10 — 66,6%. —gk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.