Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975 Guðmundur gerði jafnt í 1. umferð Frá árekstrinum f Breiðholti f fyrrinótt 7 manns voru flutt á slysadeildina. GUÐMUNDUR Sigurjónsson stór- meistari gerði jafntefli við vest- ur-þýzka stórmeistarann Duball f 1. umferð svæðamótsins f Búlgarfu, sem tefld var f gær. Guðmundur hafði svart, og að sögn Björgvins Víglundssonar, aðstoðarmanns Guðmundar, lenti Guðmundur f erfiðleikum en varðist vel og náði jafntefli. Keppendur eru alls 16. Auk Guðmundar tefla 5 stórmeistarar á mótinu og 6 alþjóðlegir meistar- ar. I gær var dregió um töfluröð og varð niðurstaðan þessi: 1. Duball, V.-Þýzkaland. 2. Sax Ungverjaland 3. Ermenkov Búlgarfa 4. Matanovic Júgóslavfa 5. Wirtenshon Sviss 6. Netzker Tékkóslóvakfa 7. Matulovic Júgóslavía 8. Gzernia ísrael 9. Strobel Austurrfki 10. Ree Holland 11. Beenarevski PÓIIand 12. Nadulov Búlgarfa 13. Vogt Austur-Þýzkaland 14. Georgiu Rúmenfa 15. Letzeltser, Frakkland 16. G. Sigurjónsson Island Olíusjóð- urinn: Sum skip fá greitt með olíunni Önnur greiða allt að 100 kr. pr. lítra EKKERT hafði gerzt í gær- kvöldi, sem benti til þess, að stór hiuti fiskiskipastóls tslendinga héldi úr höfn á ný og mun lítið hafa miðað í samkomulagsátt, en í gær voru haldnir fundir hjá flestum þeim aðilum, sem hlut eiga að máli. Átta for- svarsmenn þessara að- gerða gengu í gær á fund forsætisráðherra og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sfnum og kröfum. Algjör samstaða sjómanna hefur þó ekki náðst enn, flest ef ekki öll fiskiskip Aust- firðinga voru að veiðum í gær, en Austfjarðar- sjómönnum finnst vera farið of geyst í sakirnar og sömu sögu mun vera að segja af einstökum Vest- fjarðartogara eins og t.d. Guðbjörgu sem enn er á veiðum. Þá er Mbl. kunnugt að togarinn Karls- efni er á veiðum, en hann mun verða að fiska f sigl- ingu, ennfremur róa skip frá Siglufirði enn. Sjómenn eru mjög argir út f nýja fiskverðið, en segja að þeir geti sætt sig við það, að sjóðakerfið verði lagt niður að einhverju eða öllu leyti. Mest mun óánægja vera vegna olíu- sjóðsins. Mikils ósamræmis gætir í sambandi við greiðslur og úthlutanir úr Olíusjóði sjávarútvegsins milli ein- stakra skipa, en eins og kunnugt er er nú allt sjóða- kerfi sjávarútvegsins í endurskoðun og á nefnd að skila áliti um málið fyrir 1. desember. Greiðslur í sjóð- inn fara eftir aflaverðmæti báts eða skips og greiðast 11,5% af saltfiski, 8% af frystum fiski og öðrum sjávarafurðum og 6% af loðnumjöli og lýsi, og er hér átt við fob. verð. Oliukostnaður fiskiskipa verður mjög misskiptur, vegna þess, að menn afla mjög misjafnlega og eyða mismikilli olíu. Er því ljóst að stóru togararnir þiggja Ingibjörg Jónsson ritstjóri látin INGIBJÖRG Jónsson, fyrrver andi ritstjóri Lögbergs Heims kringlu, lést f Winnipeg á mið- vikudag. Ingibjörg var gift Einari Páli Jónssyni, skáldi og ritstjóra. Eftir að hann lézt var hún rit stjóri Lögbergs Heimskringlu frá 1959 þar til hún Iét af störfum fyrir aidurssakir. Ingibjörg var heiðursfélagi f Blaðamannafélagi lslands. mest úr sjóðnum, en báta- flotinn leggur til sjóðsins meira en hann fær. Skut- togararnir af minni gerð koma hins vegar nokkurn veginn jafnir út úr dæm- inu. Eftir því sem Mbl. hefur komist næst greiða skuttogarar af minni gerð, sem t.d. eru komnir með svartolíu 1.13 kr. fyrir lítrann, en 5,80 krónur til annarra. 1 sambandi við þetta kerfi skapast gífurlegt mis- rétti og eru jafnvel dæmi þess, að skip fá greitt með olíunni úr olíusjóði. Hefur Mbl. það samkvæmt upp- lýsingum, sem það hefur fengið, að sumir bátar þurfi jafnvel að greiða 100 krónur fyrir lítrann af oliu, en eins og áður sagði fá aðrir jafnvel greitt með hverjum oliulítra og getur sú upphæð jafnvel orðið veruleg. íslenzkt fyrirtæki hannar háspennu- línuí Guatemala VERKFRÆÐIFYRIRTÆKIÐ Virkir h.f. hefur gert samning við verkfræðifyrirtækið Electro-Watt í Ziirich um þátt- töku 1 hönnun háspennulfnu f Guatemala. Verkið er unnið fyrir Instituto Nacional de El- ectrificacion, Guatemala (INDE) sem er nokkurs konar landsvirkjun f Guatemala. Hér er um tvær 220 KV. há- spennulínur að ræða, sem hanna á til útboðs. Auk þess skal gera frumáætlun um þriðju línuna, sem virðist vera nokkurs konar tengilína milli suður og norður Guatemala. Verkfræðingur eins af aðild- arfyrirtækjum Virkis, Hönn- unar h.f., Þór Benediktsson, er nú á förum til Guatemala og verður þar í u.þ.b. 1 mánuð, og mun þá vinna að fyrsta þætti verksins, sem áætlað er að taki 2—3 mánuði, en sá verkhluti er frumhönnun lfnunnar, val á Framhald á bls. 24 MALVERK DÆMD EFTIR SVART/HVÍTUM MYNDUM ALLSÉRSTÆÐ auglýsing birt- ist f Vfsi f fyrradag, þar sem aðstandendur sýningarinnar Hausts á Akureyri bjóða Aðal- steini Ingólfssyni, myndlistar- gagnrýnanda Daghlaðsins, sem jafnframt er umsjónarmaður VÖKU f sjónvarpinu sérstak- lega til að skoða sýningu þeirra nyrðra. I Ijós kemur, að boðið er af gefnu tilefni, þar eð dag- inn áður hafði birzt f blaðinu grein eftir Aðalstein um sýn- ingu Haustmanna. Af lestri greinarinnar má sjá, að Aðal- steinn hefur ekki farið norður til að sjá sýninguna heldur dæmir hann myndlistarmenn- ina og verk þeirra eftir svart- hvftum ljósmyndum sem hann hefur fengið sendar að norðan. Þykir Haustmönnum þetta ein- kennileg vinnubrögð og verður þeim tilefni til að auglýsa boð þeirra til Aðalsteins. 1 samtali við Morgunblaðið sagði einn Haustmanna, Óli G. Jóhannsson, að aðdragandi þessa máls væri sá, að hann hefði frá fyrri tíð þekkt núver- andi fréttastjóra Dagblaðsins og þegar sýningin var að fara af stað hafi hann hringt í frétta- stjórann og beðið hann að segja frá sýningunni. í samráði við fréttastjórann hafi hann sent frekari gögn um sýninguna til Dagblaðsins ásamt ljósmyndum af verkunum, en þetta hafi aldrei birzt. „I leiðinni bað ég jafnframt fréttastjórann að vinna að því að Aðalsteinn Ingólfsson kæmi hingað norður og skrifaði um sýninguna, því að þeir nefna þarna í fyrsta tölublaði Dag- blaðsins, að þeir ætli sér að sinna menningarstarfsemi á landinu öllu,“ sagði Óli enn- fremur. „En ekkert gerist og þá hringi ég nú bara beint í Aðal- stein og bauð honum persónu- lega hingað norður, þegar ég frétti að fréttastjóri Dagblaðs- ins hafði aldrei borið honum óskir okkar. Aðalsteinn gat hins vegar ekki þegið það vegna þess að um þær mundir voru 8 eða 9 sýningar í Reykja- vfk.“ Óli sagði, að þar með væri hans þætti af þessum viðskipt- um við Aðalstein lokið en kvað það næst hafa gerzt, að Aðal- steinn hafi haft samband við einn af félögunum er stæðu að sýningunni Haust. „Kvaðst hann þá gjarnan vilja skrifa um myndlistarmál á Akureyri . á breiðum grundvelli, en þau eru sem kunnugt er búin að vera hávaðamál um langan tíma. Aðalsteinn átti Ifka að vera þeim málum vel kunnugur frá þvf að hann gerði héðan þátt um það efni í Vöku. Hann biður nú um að fá svarthvítar myndir til að skreyta þessa grein með, sem við auðvitað samþykktum þar eð við höldum manninn af- skaplega kunnugan öllum hnút- um. Þetta er þvf sent honum en þá gerist það sem við erum svo gáttaðir á — að hann telur sér rétt og skylt að dæma verk okkar eftir þessum ljósmynd- um. Ég held að það þurfi ansi kláran mann til slíks, efast satt að segja um að sá gagnrýnandi sé yfirleitt til undir sólinni.“ Óli taldi þó að megin yfirsjón Aðalsteins væri í þvf fólgin, að hann gefur jafnvel málverkum sem hann hefur alls ekki séð, liti er alls ekki fyrirfinnast. „Við kærum okkur náttúrulega ekkert um það að gagnrýnend- ur fari að mála myndirnar fyrir okkur,“ sagði óli. Um myndir hans sagði t.d. Aðalsteinn í grein sinni að hann minnti að þær væru „í skærum gul- um litum og skrautlegar“ en hið rétta mun vara að f þeim myndum var grár lit- ur rfkjandi. Óli taldi jafn- vel vafasamt að Aðalsteinn hefði yfirioitt séð málverk nokkurra þeirra málara sem hann vitnar til. „Myndir þær Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.