Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 — Haust 1975 Framhald af bls. 8 muni svo ekki standa undir nafni, er fram í sækir. Undirritaður skrapp um síðustu helgi norður til að skoða sýninguna og kynnast viðhorfum norðanmanna og hann varð ekki fyrir vonbrigðum. Akureyri og umhverfi skartaði sínum fegurstu haustlitum, hvert sem litið var, og það var mikil upplifun útaf fyrir sig, móttökur og fyrirgreiðsla myndlistarmann- anna voru með ágætum og allar upplýsingar lágu á lausu. Fjórtán myndlistarmenn taka þátt í sýn- ingunni og þaraf helmingur frá Reykjavik, en þeir eru Baltasar, Hringur Jóhannesson, Jóhannes Geir, Jónas Guðmundsson, Kjartan Guðjónsson, Veturliði Gunnarsson og örlygur Sigurðs- son. Framlag þeirra er verulegur styrkur fyrir sýninguna, og um leið er það vísbending um, að reykvískir myndlistarmenn muni standa við hlið starfsbræðra sinna fyrir norðan i framtíðinni um allt sem til heilbrigðrar döngunar horfir. Óþarfi er að tíunda frekar framlag þeirra, vegna þess að myndirnar standa fyrir sínu og eru einkennandi fyrir list þessara manna, sem allir Reykvíkingár þekkja, sem eru með á nótunum. En svo að við víkjum svolítið að framlagi heimamanna, þá koma fram sérkennilegir hæfileikar í myndum Aðalsteins Vestmanns, einkum i myndinni „Vetur III“, sem er langsamlega athyglisverð- ust mynda hans, en litirnir eru kaldir og óferskir. Gísli Guðmann sýnir 3 látlausar pastelmyndir, sem vinna á við nánari kynningu. Hallmundur Kristinsson hugsar djúpt I myndheimi sínum, senni- lega alltof djúpt á köflum, þannig að það þrengir að myndtjáningu hans, athyglísverðasta mynd hans var nr. 10 „Kenning". Helgi Vilberg hefur tekið miklum fram- förum síðan ég fylgdist með honum í skóla, og það er einmitt rétta þróunin. Hann hefur lagt út á braut súrrealistiskar hug- myndafræði og hefur þegar náð áhugaverðum árangri, þannig að maður bíður spenntur eftir áframhaldinu. Báðar myndir hans á sýningunni sýna ágæt myndræn tilþrif. Óli G. Jóhannsson er með stórum sannfærandi myndir en hann sýndi á samsýningunni i Norræna húsinu en þó virðast þær enn dálítið hrátt unnar. Valgarður V. Stefánsson heldur sig enn sem fyrr við pasteltækn- ina, og mynd hans, „Gamla góða Akureyri", er sú bezta er ég hefi séð frá hans hendi. Akríl-myndir Vetrarfagnaður Skagfirðinga- félagsins verður haldinn að Átthagasal Hótel Sögu 1. vetrardag laugardaginn 25. október 1975 og hefst kl. 20.30. Verið 1 velkomnir félagar og gestir. rrr- Skagfirðingafélagið í Reykjavík. / \ Viö afgreiöum litmyndir yöar á3 dögum Umboösmenn um land allt — ávallt feti framar. Hans Petersen? Bankastræti — Glæsibæ S 90.31.3 39SQ0 Arnar Inga virka frekar óþjálar á augað i lengdina, en hann sýnir áhugaverð tæknibrögð f mynd sinni „Fimbulvetur". Að Iokum þakka ég áhugavert framtak þeirra norðanmanna, góða gestrisni og árna þeim allra heilla I viðleitni sinni við að auka veg norðlenzkrar menningar. Bragi Ásgeirsson. — Fyrirspurnir á Alþingi Framhald af bls. 13 2. Hvenær má vænta afgreiðslu lána til eldri Ibúða, sem sótt var um fyrir 1. okt. s.l.? 3. Til hve margra leiguíbúða á vegum sveitarfélaga hefur leyfi verið veitt til þessa dags? Hve margar þeirra hafa fengið fulla fj ármagnsfyrirgreiðslu ? Um virkjunarrannsóknir á Fljótsdalsheiði Frá Helga F. Seljan 1. Hvenær er niðurstaðna að vænta af rannsókn þeirri á virkj- un Bessastaðaár, sem fram hefur farið, þannig að fullnaðarákvörð- un um virkjun megi taka? 2. Er það rétt, að Sviss Aluminium eða aðrir erlendir aðilar hafi átt einhverja aðild að rannsókninni eða eru uppi áform um slfka aðild hvað snertir frekari rannsókn eða fram- kvæmdir varðandi hugsanlega stórvirkjun þar eystra? Um hæli fyrir drykkju- sjúka á Vífilsstöðum Frá Helga F. Seljan Hvenær má vænta þess, að hæli fyrir drykkjusjúka á Vífilsstöðum sem staðið hefur að heíta má full- búið frá því i mai s.l. vor, taki til starfa, og hvað veldur þeim óhæfilega drætti, sem orðið hefur á þvf að koma þessari nauðsyn- Iegu stofnun I fullan rekstur? Um þátttöku ríkissjóðs í greiðslum til löggæslu- manna Frá Karvel Pálmasyni Hvaða reglur gilda um þátttöku ríkissjóðs í gröiðslu kostnaðar vegna starfa löggæslumanna á stöðum þar sem ekki eru fast- ráðnir lögreglumenn? Um frumvarp til laga um kvikmyndasjóð Frá Axel Jónssyni Hvað líður meðferð á frumvarpi til laga um kvikmyndasjóð, sem efri deild Alþingis samþykkti 15. maí 1975 að vísa til ríkisstjórnar? — Minning Jón Framhald af bls. 31 beiðni Jóns Péturs að kenna við nýja skólann, að þá fóru þeir saman í svartasta skammdegi, prestur og organisti í fjúki yfir Bjarnarfjarðarháls til Kaldrana- neskirkju og héldu þar jólaguðs- þjónustu. Ég minnist síðar jólaveislunnar miklu, sem Drangsneshjónin héldu heima i húsi sínu. Þar var söngur og skemmtan og samræð- ur góðar og gestir margir. Mikil fágun á öllu. Hvorttveggja var, að veitendur voru glæsileg hjón og skemmtileg heim að sækja, og eins að veglega var veitt og hag- lega fyrir komið, enda geymist minning þessa glaða dags og minnir á forna risnu Islendinga. — Ekki þurfti þar vfn til þess að samveran væri innileg og ángæjan fullkomin. Seinna fluttu þau hjón til Reykjavikur og settust þar að. Ég get enn ekki hugsað til þeirra umskipta fyrir þeirra byggð. En þeim vegnaði einnig vel í Reykja- vík. — Og söm var þeirra vinátta. Svo var það, eftir að nýja sálma- bókin kom út, þá segir Ingólfur við Jón Pétur: Viltu nú ekki semja lag við sálminn hennar Rósu? — Hann minnti snöggvast á feiminn dreng, og segir: Ég, sem ekkert hef lært! Ég kann ekki nóg í tónlist til þess að semja lög. Þetta var svo lítið, sem ég lærði. — Alla tið bjó sársaukinn inni- fyrir. Krafa listamannsins um fullkomna þekkingu. Við komum þar litlu seinna. Og Ingólfur segir: Jæja, ertu búinn með lagið? — Þá lét hann okkur heyra það. Hann sagði á eftir: Ég var búinn að semja lagið, er ég kom mér ekki að því að segja það. — Okkur þykir lagið mjög fallegt. Það var vel sungið af karlakórn- um Fóstbræðrum, þegar hann var jarðaður. En þar var líka leikið annað lag eftir hann: Strandir, sem hann samdi við samnefnt kvæði í bók minni Fjallaglóð. — Hann saknaði síns heimalands og bernskutúna, þegar suður kom, þó að dult færi. Hann fann ein- hvern streng frá sinni norður- byggð í þessu kvæði. Og við kvæðið „Veruleikans blóm“ í sömu bók var hann að semja lag Ég fékk að heyra drög að þvi, yndislega tóna. Hann sagði að vísu: Þetta er ekki hægt að spila fyrr en ég er alveg búinn með lagið. — En skyndilega var hann kallaður Guðs kalli. Og lagið hans fagra hvarf með honum. En hve mörg lög hafa horfið þannig, sem enginn vissi af? Af þvi að krafa listamannsins um þá þekkingu, sem gefur manninum möguleika til þess að meta rétt sfn eigin verk, þar fyrir utan gefur stærra svið. Þegar ég frétti, að Jón Pétur, kirkjuorganisti, væri dáinn, þá fannst mér eins og við andláts- fregn sr. Sigurðar Einarssonar: Eins og hrokkinn væri strengur úr hörpu landsins. Djúpur sökn- uður, heitur og langvarandi. Rósa B. Blöndals. Kjötbúð Suðurvers býður karlmenn velkomna til matarkaupa í dag. Okeypis uppskrift fylgir kjötkaupunum fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. (Vertu sannur karlmaður — og gefðu konunni kjöt að borða) AVALLT eitthvað GOTT í MATINN 45-47 Sími 35645 Opið til kl. 10 í kvöld og til 12 laugardag Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2 Matvörudeild S 86-111, Vefnaðarv.d. S-86 113 Vörumarkaðurinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.