Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. OKTOBER 1975 13 Fyrirspurnir á Alþingi Um fæðingarorlof kvenna í verkalýðsfélögum Frá Axel Jónssyni Hvaö hyggst ríkisstjórnin gera til að fullnægja ákvæði til bráða- birgða í lögum um breytingu á lögum nr. 57 27. apríl 1973, um atvinnuleysistryggingar (fæð- ingarorlof), er samþykkt var á Álþingi 16. maí 1975, svo hljóð- andi: „Fyrir 1. janúar 1976 skal rikis- stjórnin láta kanna á hvern máta megi veita öllum konum á land- inu fæðingarorlof og tryggja tekjustofn í þvi skyni.“ Um húsnæðismál Frá Helga F. Seljan 1. Hverjar eru horfur á af- greiðslu nýrra lána (fyrsta hluta) fram til áramóta? Við hvaða dag- setningu fokhelndivottoróa verður lánveiting fyrir áramót miðuð? Framhald á bls. 28 Stjórnarfrumvarp: Um kafarastörf STJÓRNARFRUMVARP (endur- flutt) um kafarastörf er fram koroið á Alþingi. Með frumvarp- inu er að þvi stefnt að tryggja þeim, sem köfun stunda í atvinnu- skyni, ákveðinn starfsgrundvöll, og setja þeim jafnframt reglur Ný þingmál Viðgerðar- og viðhaldsaðstaða á Keflavikurflugvelli. Jðn Skaftason (F) flytur þings- ályktunartillögu þess efnis, að skorað er á rikisstjórnina að hún láti athuga f samráði við Flug- leiðir hf. og önnur flugfélög er hagsmuna hafa að gæta, á hvern hátt hagkvæmast sé að koma upp aðstöðu til viðgerða og viðhalds flugvélum á Keflavikurflugvelli. I greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. fram, að á árinu 1974 vörðu Loftleiðir 521 m kr. i kostn- að af þessu tagi erlendis en 39 m.kr. hér heima, Flugfélagið 87 m.kr. erlendis en 173 m.kr. heima, eða samtals 608 m.kr. erlendis en 212 m. kr. hérlendis. Til mikils sé þvi að vinna að færa þessa þjón- ustu inn í landið, segir í greinar- gerðinni. Afnám Olfusjóðs fiskiskipa. Ólafur Þ. Þórðarson (F) flytur tillögu til þingsályktunar um að Ieggja niður Olíusjóð fiskiskipa og afnema þau útflutningsgjöld er honum við koma. Endurskoð- aðar verði allar greiðslur sjávar- útvegsins i formi útflutnings- gjalda með lækkun þeirra fyrir augum. Fiskverð verði hækkað sem þessum leiðréttingum nemur. Sveitavegir á Austurlandi. Helgi F. Seljan (K) flytur þingsályktunartillögu um úttekt á því verkefni, að gera greiðfæra sem vetrarvegi þá vegi I sveitum eystra, sem afgerandi þýðingu hafi fyrir atvinnurekstur bænda, þ.e. mjólkurflutninga. I úttekt- inni skal og taka tillit til aukinnar þarfar á flutningum skólabarna. Vegagerð ríkisins sjái um út- tektina. Úttektin miðist við hugsanlega séráætiun um upp- byggingu þessara vega. Skólaskipan á framhaldsskóla- stigi Þá flytja þeir Helgi F. Seljan (K) og Ragnar Arnalds (K) til- lögu til þingsályktunar, þar sem ríkisstjórninni er falið að leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp að löggjöf um skólaskipan á fram- haldsskólastigi, þ.e. samræmdum framhaldsskóla, þar sem kveðið sé skýrt á um verkaskiptingu og tengsl hinna ýmsu skóla og náms- brauta. Jafnframt þarf frumvarp- ið segja flutningsmenn, að vera stefnumótandi um hlutdeild ríkis og hugsanlegra mótaðila I stofn- kostnaði, rekstri og stjórnun framhaldsskólanna. Undirrituð verkalýðsfélög heilla á kvennadaginn árna íslenskum konum 24. október, og óska þeim góðs árangurs á þeim sérstæða baráttu- degi. Við teljum einsýnt, að hið alþjóðlega kvennaár hafi þegar vakið til almennrar umhugsunar um núverandi stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins og leitt til mikisverðrar hugarfarsbreytingar með þjóðinni. Nú ríður á að virkja þá hugarfarsbreytingu f raunhæfar aðgerðir til upprætingar öllu misrétti og mismunun byggðri á kyn- ferði, á næstu árum. Sérstaklega vonum við, að konur gerist nú virkari í baráttu verkalýðsstéttarinnar og samtaka alþýðunnar, sem alltaf hafa haft jafnrétti allra þjóðfélagsþegna ofar- lega á sinni stefnuskrá. Með því að leiða jafnréttiskröfu kvenna til farsælla lykta á næstu árum, er þýðingarmikið skref stigið i áttina til þess framtíðarþjóðfélags, sem verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir. Jafnréttisbaráttan er því einn þýð- ingarmesti liðurinn í baráttu verkalýðsins í dag. Því skora félögin á allar konur að taka virkan þátt í aðgerðum þessa dags — 24. október — sem þær framast geta og stuðla þannig að því að gera hann að sannnefndum sigurdegi jafnréttisbaráttunnar. Verslunarmannafélag Reykjavikur, Trésmiðafélag Reykjavlkur Félag starfsfólks ð veitingahúsum, Verkamannafélagið Dagsbrún, ASB, fél. afgreiðslustúlkna I brauða- og mjólkurbúðum, Félag tslenskra hljóðfæraleikara Félag bifvélavirkja Starfsstúlknafélagið Sókn Hið Islenska prentarafélag Flugfreyjufélag íslands Verkakvennafél. Framsókn um réttindi og skyldur f starfinu. Þá eru og ákvæði um eftirlit með útbúnaði kafara. Lög þessi miða því senn, ef samþykkt verða, að því að tryggja rétt þeirra, er til atvinnugreinarinnar teljast, og verkkaupa, sem þarf að láta inna slfk störf af hendi. Lögin, eða frumvarpið, eru f meginatriðum sniðin eftir dönskum lögum: „lov om dykkernæring og betryggelse af dykkerarbejde". Flest lönd í Vestur-Evrópu hafa sett reglur um starfsemi þessa en hér vantar tilfinnanlega laga- ákvæði af sliku tagi, þó þörf þeirra séu hér hin sömu og annarsstaðar. Stjórnarfrumvarp: Lánasjóður sveit- arfélaga efldur Fram hefur verið lagt á Alþingi stjórnarfrum- varp til laga um breyt- ingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. í fyrsta lagi er tekið mið af lögum frá síðasta þingi, sem gera ráð fyrir því, að Lánasjóður sveitarfélaga verði veru- lega efldur, þ.e. fái ár- lega 5% af vergum tekj- um Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga, sbr. lög nr. 35/- 1966 og lög nr. 99/1974. Til þessa hafa þau laga- ákvæði gilt, að sveitar- félög fengju framlög sín úr Jöfnunarsjóði greidd í þremur árlegum af- borgunum, 30. apríl, 30. september og 31. desem- ber. Vegna greiðsluerfið- leika fjölda sveitarfélaga er nú lagt til, að þessar greiðslur jafnist meir og verði inntar af hendi mánaðarlega til sveitar- félaganna. Er hér um bætta starfshætti að ræða í samræmi við ein- dregnar óskir sveitar- stjórna. Megintekjustofn Jöfn- unarsjóðs sveitarfé- laga er hluti af sölu- skatti og verðtolli og skal ríkjssjóður greiða þennan hluta mánaðar- lega til Jöfnunarsjóðsins. HINN EINIHREINI TÓNN laugavegi 89 13008 Ef þú ekki veist það, þá vitum við, að einhverstaðar leynist hinn eini hreini sanni tónn. Þennan tón hafa hönnuðir EPI svo árum skiptir, í stöðugri leit reynt að finna, og orðið hreint ótrúlega ágengt, eins og síðasta smíði þeirra EPI M-100 sýndiogsannaði hljómlistarunnendum. Nú hafa þeir enn sent frá sér nýtt afkvæmi, EPI M-10arftaka EPI M-100. Með M-10hafa þeir örugglega stigið skrefi nær í leit sinni að raunveruleikanum. Við leyfum okkur að fullyrða að EPI-M-10 erhagkvæmari en nokkur annar hátalari á sambærilegu verði, hannkostar aðeins kr. 29.900. Líttu inn og dæmdusjálfur, EPI-M-10 er ófeiminn. EPICURE TEN-50W-sinus, verð kr. 29.900. ★ EPI ábyrgist eigendum EPI M-10 viðhaldshluti endurgjaldslaust í tíu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.