Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975 17 Jóhann Hjálmarsson: ÞEGAR Salvatore Quasimodo fékk Nóbelsverðlaunin I bðk- menntum 1959 voru margir, sem töldu að Giuseppe Ungar- etti eða Eugenio Montale hefðu verið jafnvel eða betur að verð- laununum komnir. Þessir þrjú skáld hafa oft verið kölluð þrf- stirni ftalskrar ljóðlistar á þess- ari öld. Það er erfitt að gera upp á milli þeirra, en það, sem einkum greinir Montale frá þeim Ungaretti og Quasimodo, er að Ijóðlist hans er mun lok- aðri en þeirra og afköst hans hafa verið furðulftil, aðeins fá- einar ljóðabækur á langri ævi. Montale er nú einn á lífi þeirra félaga. Um leið og fréttir berast frá Stokkhólmi um óvænt Nóbelsverðlaun honum til handa er ástæða til að hyggja að skáldskap hans, en ttalska ljóðskáldið Eugenio Montale, sem hlotið hefur Nóbels- verðlaunin f bókmenntum. Myndin er tekin að heimili hans f Mflanó f gær. Ljóðið og einstaklingurinn vegna tímaleysis verða fáein orð að nægja. Hinn svokallaði hermetismi itaiskrar ljóðlistar kemur vei fram í ljóðum Montales. Hermetisminn var í andstöðu við mælskulega Ijóðlist, sem lengi hafði tíðkast á ftalíu, ekki sist I verkum Gabriele D’Annunzios, hirðskálds Mussolinis. Montale var vikið úr starfi bókavarðar í Flórens 1939 vegna andfasiskrar af- stöðu sinnar, en í ljóðum hans er litið af þólitík. Eitt pólitiskt ljóð eftir hann má þó nefna: Hitiersvor, sem er dulbúin ádeila á þá Hitler og Mussolini, en í þessu ljóði er lögð áhersla á sök allra manna: Enginn er sak- laus. Abyrgðin er allra. Montale býr f Milano og hef- ur einkum fengist við tónlistar- gagnrýni, en hann hefur lika átt þátt í að kynna ítölum skáld eins og T.S. Eliot með þýðing- um sínum og greinum. Honum er oft líkt við Eliot vegna þess hve ljóðlist þeirra beggja er þung aflestrar og krefst mikils af lesandanum. Eins og Eliot yrkir Montale mikið um haf og strönd og ljóð hans eru hljóm- mikil og margræð. En víðfeðmi Eliots er fjarri Montale. Hann er mun takmarkaðra skáld. Ég held að Montale hafi ein- hvers staðar minnst á mikil- vægi þess að hinn persónulegi, sérstaki heimur ljóðsins fengi að vera óáreittur f heimi hávaða og tækni, fólk ætti að geta leitað sér athvarfs í ljóð- inu þegar annað brysti og ljóð- inu bæri að standa vörð um einstaklinginn og kenndir hans. Þetta er mikill sannieikur áokkar tímum, en þó ekki allur sannleikur. Montale er í hópi siðustu stór- Framhald á bls. 24 Bretar og Norðmenn ræddu 200 mílurnar I.ondon, 23. október — Reuter. JENS Evensen, hafréttar- ráðherra Noregs, ræddi í dag við David Ennals, vara- utanríkisráðherra Bret- lands, i London um 200 mílna fiskveiðilögsögu, einkum ervarðar Norð- austur-Atlantshaf og Norðursjó. Var ákveðið að hafa þessi mál undir stöðugri endurskoðun á næstunni, viðræðurnar voru fyrst og fremst til undirbúnings frek- ari funda sem haldnir verða hið fyrst, að þvf er fram kemur í Kissinger bað INixon afsökunar HENRY Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, hefur beðið Richard Nixon, fyrrum forseta, afsökunar á móðgandi ummælum i hans garð sem hann lét falla í veizlu í Ottawa í síðustu viku, að því er Newsweek segir. Sagði Kissinger í óformlegu spjalli við borðhaldið að Nixon væri „ein- kennilegur”, „ógeðfelldur” og „falskur” og að hann hefði varla verið fær að stjórna þá mánuði sem Watergatemálið hefði verið að koma í dagsljósið. Fréttamenn heyrðu þessi ummæli af tilviljun vegna þess að hljóðnemi á borði Kissingers var opinn af vangá. Er ummælin voru birt hringdi Kiss- inger samdægurs til Nixons og baðst afsökunar og kvað þau hafa verið tekin úr samhengi, að sögn yfirlýsingu brezka utanríkisráðu- neytisins. Evensen lagði áherzlu á að Norðmenn vildu semja um lausn á vandamálum sem fyrir- ætlun þeirra um 200 mílna efna- hagslögsögu kann að valda við- komandi löndum, — Bretum, Vestur-Þjóðverjum, Frökkum, Belgum, Hollendingum, Svíum, Dönum, Pálverjum, Austur- Þjóðverjum og Sovétmönnum. Hin fyrirhugaða efnahagslög- saga myndi taka til svæða sem nú eru friðuð fyrir togveiðum og hermdu áreiðanlega norskar heimildir að Norðmenn vildu stækka þessi svæði innan 200 mílnanna. Brezkar heimildir hermdu hins vegar að Ennals legði áherzlu á að tryggja brezkum togurum aðgang að hefð- bundnum veiðisvæðum þeirra. Sprenja ætluð brezkum íhaldsþingmanni: Caroline Kennedy slapp naumlega London, 23. október — AP CAROLINE Kennedy, 17 ára dótt- ir John heitins Kennedy Banda- rfkjaforseta, slapp naumlega er sprengja sprakk f morgun fyrir utan hús sem hún dvaldist f f London, og þykir Ijóst að hún hafi verið ætluð gestgjafa hennar fhaldsþingmanninum Hugh Fraser, scm einnig slapp ómeidd- ur. Hins vegar beið bana f sprengingunni nágranni Frasers, prófessor Gordon Hamilton Fair- ley, einn kunnasti sérfræðingur Bretlands f krabbameinslækning- um. Sprengjunni hafði verið komið fyrir undir bifreið Frasers og sprakk hún f þann mund er prófessor Fairley gekk framhjá henni í gönguferð með kjöltu- rakkanum sfnum, sem einnig beið bana. Að öllu jöfnu hefðu þau Fraser og Caroline verið setzt upp í bif- reiðina er sprengjan sprakk en þau töfðust í nokkrar mínútur vegna símhringingar til Frasers. Sjö manns særðust við sprenging- una, þ. á m. eldabuska Frasers. „Það er enginn vafi á að sprengjan var ætluð mér“, sagði þingmaðurinn en hann hefur í Portúgal: Vopnaðar varnar- sveitir öfgamanna til vinstri í felur Lissabon, 23. október. Reuter. SJALFSKIPAÐAR og vel vopn- um búnar varnarsveitir vinstri öfgahóps tilkynntu f kvöld að þær ætluðu að fara f felur og starfa f Ieynum til að koma f veg fyrir að ólöglegar vopnabirgðir þeirra fyndúst og yrðu gerðar upptækar. Isabel do Carmo, leiðtogi „Bylt- ingarflokks öreiganna", PRP-BR, sagði f kvöld að herfylki flokksins væru reiðubúin til að svara þvf ofbeldi sem endurskoðunarsinn- ar og borgarasinnar væru með f undirbúningi gegn verkalýðnum f landinu. Sagði hún nauðsyn á að byltingaröflin sameinuðu og sam- ræmdu stefnu sfna til stórbrot- inna aðgerða alþýðunnar. Costa Gomes forseti Portúgals sem hefur reynt að uppræta hinar sjálfskipuðu og vopnuðu sveitir sem hafa sprottið upp eins og mý á mykjuskán siðustu mánuði, sagði um daginn að átta daga frestur yrði veittur til að skila ólöglegum vopnum. Sá frestur rennur út á morgun. Dagblaðið O Seculo í Lissabon sem er fylgjandi kommúnistum hafði það eftir forsetanum í dag að gagnbyltingartilraun kynni að verða reynd í tengslum við sjálf- stæðisdag Angola þann 11. nóv- ember. Carlos Fabiao hershöfð- ingi sagði f gærkvöldi að hann óttaðist valdarán frá hægri vængnum og gagnrýndi agaleysi i hernum. Hann vísaði þeim mögu- leika á bug að valdarán frá öfga- öflum til vinstri yrði reynt, þar sem „þáu myndu tapa þvf“. I kvöld hafa kommúnistar og aðrir vinstri hópar undirbúið göngu um Lissabon til að heimta breytingu á stjórninni. Vegna þess hve Mbl. fer snemma í prent- un í kvöld höfðu ekki borizt fregnir um þá gerð. Eþíópía: Brezkum ræðísmanm í Asmara rænt Addis Abeba 23. okt. — AP. TVEIR vopnaðir menn réðust inn i skrifstofu brezka ræðismannsins í Asmara, höfuðborg Eritreu, í gær, og höfðu hann á brott með sér. Ræðismaðurinn, Basil Bur- wood-Taylor, hefur gegnt starfi sínu um fjögurra ára skeið. Eþíópska útvarpið telur mann- ræningjana í tengslum við frelsis- hreyfingu þá i Eritreu, sem átt hefur í útistöðum við Eþiópiu- stjórn um árabil. Eftir mannránið var gæzlulið sett við allar leiðir út úr Asmara. FRANCO TREGÐAST VIÐ Sendir Hassan erindreka til Madrid? Madríd, 23. okt. — Reuter. ÞESS ER nú beðið með eftirvænt- ræðum sínum barizt fyrir harka- legum aðgerðum gegn hermdar- verkamönnum. Ungfrú Kennedy hefur dvalið á heimili hans þar eð hún stundar nú nám i listum hjá Sothebys, og þangað ætlaði Fraser að aka henni er sprengjan sprakk i morgun. Ekki var vitað hvaða hermdarverkahópur kom sprengjunni fyrir. Gæzlulið SÞ áfram á Sínaí New York, 23. okt. — NTB. ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna endurnýjaði ( dag umboð gæzlusveita sinna á Sfnaf til 24. október 1976, og samþykktu bæði tsraelsmenn og Egyptar ráðstöfun þessa. Aður en ákvörðun um þetta var tekin, var lesið upp bréf frá Ismail Fahmi, utanrfkis- ráðherra Egyptalands, þar sem fram kom krafa um að Genfar- ráðstefnan um frið f Mið Austurlöndum kæmi saman f náinni framtfð. Þá hefur Kurt Waldheim lagt til að fjölgað verði f gæzluliðinu um rúm- lega 800 manns, auk þess sem tækjakostur verði aukinn. ingu á Spáni hvort læknar telji ráðlegt, að Franco haldi áfram fullum völdum, sem þjóðarleið- togi landsins. I dag verður hald- inn rfkisstjórnarfundur, en tals- maður Francos sagði í gær, að enda þótt hann væri nú óðum að ná sér eftir vægt hjartaáfall s.l. þriðjudag, væri óvíst hvort hann gæti tekið þátt f fundinum. „Sú ákvörðun er á valdi lækna,“ sagði talsmaðurinn. Áreiðanlegar heimildir herma, að Franco sé tregur til að láta af völdum á þeim óvissutímum sem nú rikja, er Hassan konungur Marokkó skipuleggur 350 þús. manna göngu inn í spænsku Sah- ara. Spánverjar hafa boðið er- indreka Hassans til viðræðna um málið í Madrid. Rússnesk skip skemma japönsk veiðarfæri Otaru, Japan 22. okt. — Reuter JAPANIR hafa nánar gætur á sovézkum fiskiskipum f nánd við eyna Hokkaido, sfðan fregnir bárust af eyðileggingu japanskra veiðarfæra á þessum slóðum, að þvf er talsmenn strandgæzlunnar sögðu f dag. Varðskip aðvara rúss- nesku skipin, samkvæmt upp- lýsingum strandgæzlunnar, en skipin hafa verið að veiðum suður af eynni sfðan f júnf, til að forðast japönsk skip. Meðal sovézku skipanna eru 12 þús. tonna verksmiðjuskip og veiðarfæratjón af völdum þeirra nemur nú sem svarar um 3 millj. fsl. króna. Starfsmenn strandgæzlunnar segjast hafa orðið varir við um 75 soyézk skip 4 Þf’ssum slóðum eftir 20. júní s.l. og hafa sum þeirra veitt sex mílur frá ströndinni. 7. júní s.l. komust Japanir og Sovétmenn að samkomulagi um að forðast deilur vegna veiða rússneskra skipa við Japans- strendur og var kveðið á um skaðabætur vegna hugsanlegs tjóns í samninginum. Búizt er við því, að japanska þingið staðfesti samninginn á næstunni. ttl« S f 111 IU *-*. tfitf Ull 9 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.