Morgunblaðið - 02.11.1975, Side 11

Morgunblaðið - 02.11.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 11 (sNzkar bækur í erienöum blöðum Ct. , -<■ Ngtt bókaforlag íDanmörku sem gefur aðeinsút MORGUNBLAÐINU hefur borizt úrklippa úr danska blað- inu Nordsjælland, þar sem við- tal er við þekktan barnabóka- vörð, Rigmor Birgitte Hövring, sem nú hefur stofnað sitt eigið útgáfufyrirtæki og mun það einbeita sér að útgáfu fslenzkra bóka. Hefur sú fyrsta þegar séð dagsins Ijós, „Islandske drenge" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, og eiginmaður Rigmor Hövring, Þorsteinn Stefánsson, rithöfundur, hefur snúið bókinni á dönsku. Rigmor Hövring segir i við- talinu, að hún vænti þess ekki að auðgast mikið á útgáfunni, en hún verði ánægð ef endar náist saman. Blaðið segir: „Hún er nýlega byrjuð á verki, sem meiri kjark þarf til en flestir búa yfir, hún hefur stofnað sitt eigið forlag. Birgitte Hövring er ekki kjarklftil. Áhugi hennar á íslenzkum bókmenntum er meiri en svo. Nýja forlagið mun einvörðungu gefa út fslenzkar bækur og til að byrja með verða það barnabækur." Aðspurð um hvers vegna hún muni eingöngu gefa út bækur frá íslandi segist hún jafnan hafa verið mjög hrifin af Islandi/ náttúru þess og list. Það hafi heldur ekki dregið úr áhuganum að hún er gift Is- lendingi. Að dómi Rigmor Hövring eiga íslenzkar bókmenntir mjög erfitt uppdráttar í Danmörku. Ef frá séu taldar Islendingasög- ur og bækur Halldórs Laxness séu ekki aðrar bækur kunnar þar í landi. Þeir fáu, sem hafi vogað sér inn á danskan bóka- markað, hafi fengið heldur bet- ur óblíðar móttökur. Siðar í viðtalinu segir hún: „Það sem ér ekta virðist eiga í vök að verjast. Það er gamla sagan. Hafa mætti í huga H. C. Andersen. Það var reyndar Is- lendingur, Grimur Thomsen, sem varð fyrstur til að viður- Viðtalið við Rigmor Birgiette Hövring f Nordsjælland. kenna hann. En það er ekki haft hátt um það i Danmörku. H. C. Andersen hafði skrifað f heilan mannsaldur og fékk ekki annað en bágt fyrir hjá löndum sinum, sem litu nánast á hann sem flón, þó að Englendingar og Þjóðverjar hefðu fyrir löngu skilið mikilvægi skáldverka hans. Og enn þann dag f dag haf£ háskólamenn tilhneigingu til að lfta heldur vorkunnlega á hann.“ Rigmor Birgitte Hövring seg- ir I niðurlagi: „Min von er sú með þessu forlagi að það geti orðið til þess smám saman að fólk geri sér grein fyrir þvi hversu margar góðar bækur koma frá íslandi. Bæði landið og fólkið eiga það skilið.“ Umsögn um bók Jóhannesar úr Kötlum í Danmörku Jóhannes úr Kötlum I DANSKA blaðinu Land og folk birtist fyrir nokkru rit- dómur um ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum, „Ulvetider“, sem kom út á dönsku í þýðingu Pouls P. M. Pedersens. Þar seg- ir að jafnvel meðal áfjáðra ljóðalesenda sé nafn Jóhannes- ar úr Kötlum lítið þekkt. Að- eins fáir viti að á árunum 1899 til 1972 hafi lifað og starfað mikið og merkt skáld á tslandi sem þessu nafni hét. „Poul P. M. Pedersen er einn af þeim fáu sem veit það og hann hefur valið, þýtt og ritað formála að safni ljóða hans undir titlinum „Ulvetider". Þetta er ákaflega merk bók og Poul P. M. Peder- sen á þakkir skildar fyrir þann áhuga sinn að kynna okkur Jóhannes úr Kötlum." Er síðan rakinn i stuttu máli æviferill Jóhannesar og fjallað um hefð Islendingasagna og uppvaxtar- ár skáldsins, sem hafi átt sinn þátt I mótun hans sem skálds. Svo segir: „Jóhannes úr Kötl- um varð ungur sósialisti, en hann var einnig — og það kann að vekja undrun — trúhneigð- ur maður. Trúhneigðin kann að hafa ákvarðazt af hinni miklu islenzku bókmenntahefð, sem er svo samtengd náttúrunni, sögunni og lífi þjóðarinnar. ..“ „Er síðan vikið að ljóðasafni Jóhannesar og farið um það mjög jákvæðum og hlýlegum orðum. I niðurlagi segir: „En ljóð hans verða sjálfsagt ekki metin i Danmörku í verulegum mæli. Einhvern veginn er hann of framandlegur á vettvangi skáldskaparins hér. Hann kveð- ur út frá menningarumhverfi sem er ólíkt því danska. Á máli sem við getum ekki lesið hér. En sérstaklega vegna þess, að hann hefur bak við sig hefð, sem er svo staðbundin og sam- hangandi. Veigamesta kjölfesta hans eru sálmarnir og alþýðu- kvæðin. Hann yfkir um um- hverfið af innileika og hann skrifar pólitisk ljóð með reiðum og viðhafnarmiklum penna, lof- gjarðir, uppreistarljóð. Hann verður að hafa mikið rými í kringum sig. Það verðum við að veita honum, þegar við lesum Ijóð hans.“ Umsagnir um bók Þorgeirs Þorgeirssonar í Danmörku BÖK Þorgeirs Þorgeirssonar, sem var önnur tveggja fslenzkra bóka sem voru lagðar fram í samkeppni um Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, er nýkomin út á forlagi Grevas í Danmörku. Erik Sönderholm hefur þýtt hana úr íslenzku. Mbl. hafa borizt úr- klippur úr Information og Berlingske Tidende með um- sögnum um bókina. Þá hefur Mbl. verið send úrklippa úr biaðinu Nordsjælland, þar sem vikið er að bókinni. I Information ritar Hugo Hörlych Karlsen itarlega um bók Þorgeirs og rekur efni hennar og fjallar um það and- rúm, sem hafi rikt á Islandi í þann tið sem bókin gerist. Síðan segir Karlsen meðal annars: „Þetta er söguleg skáldsaga og sakamálasaga og ákaflega góð frásögn af því hvernig uppreist almúgans og sveitarlima gegn yfirvaldinu brýzt fram. .. Sagan er hófsam- lega sögð. Frásögnin er oft og tiðum knöpp. Hún kemur vel til skila kúguninni, óréttlætinu og uppreistarformunum og fléttað er inni á vixl frásögnum af per sónum i sviðsljósinu, tilvitnun- um í réttarskjöl, samtöl og yfir- heyrslur. Lesandi verður að lesa sig inn í kaldhæðnina og fláræðið sem birtist í þessari ágætu og einföldu skáldsögu til að fá sem mest út úr afhjúpun þeirra þjóðfélagshátta sem eru rætur sakaverksins." I Berlingske Tidende skrifar Tage Tannig um bókina og rekur hann ágæta vel þráð hennar. I niðurlagi segir hann. „Islendingar eiga sér ævagamla frásagnarhefð og Þorgeir Þor- geirsson er góður sögumaður f hinum klassiska stil, sem rekja má allar götur aftur til íslend- ingasagnanna. Frásögnin um Yfirvaldið er skrifuð á grund- velli beztu fáanlegra heimilda. Höfundurinn hefur og ritað út- varpsþætti fyrir fslenzka ríkis- útvarpið um atburðina sem mynda baksvið sögu- kveikjunnar. Atburðarásinni er lýst til skiptis í dramatiskum tilsvörum en einkennast oft af kaldhæðni og þjóðlegu spaugi, en eru einnig mjög islenzk, stolt og upphefjandi. Þorgeir Þorgeirsson hefur gert skjöl að lifandi sögu með ljóðrænu ivafi Þorgeir Þorgeirsson og var það lagt fram i Bók- menntakeppni Norðurlanda- ráðs en verðlaunin féllu í skaut Finnans Salama. I Nordsjælland er viðtal við Rigmor Birgitte Hövring, sem vikið er að á öðrum stað á þessari síðu. Hún segir þar að hún treysti sér ekki til að gera sér of glæstar vonir um þær viðtökur, sem nýtt bókaforlag hennar fái hjá gagnrýnendum blaðanna og segir siðan: „Þær vonir geta ekki verið háleitar þegar haft er i huga hverja útreið hið frábæra verk Þor- geirs Þorgeirssonar fær í Ekstrabladet og það hjá Poul Borum. Þar er verið að skrifa um bók sem iögð var fram í Bókmenntasamkeppni Norður- landaráðs af Islands hálfu einmitt vegna stils rit- höfundarins. En Poul Borum fær aðeins séð að bókin „sé öhemju klaufalega skrifuð". Er ritdómurinn allur svo illgirnislegur og ómálefnalegur að sjaldan hefur sézt annað eins. Á sömu síðu getur síðan að Iýsa upphafin lofgerðarskrif um eina af þeim mörgu ofbeld is- og kynlífsbókum, sem tröll- ríða danska bókamarkaðnum í íslenzkar bœkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.