Morgunblaðið - 02.11.1975, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÖVEMBER 1975
19
Hér sést hvernig þjóðirnar hafa skipt á milli sfn botnréttindum f
Norðursjó.
gerði friðunaraðgerðum á fisk-
stofnum erfitt um vik vegna mis-
munandi hagsmuna, og auk þess
hverfur hluti af arðinum úr landi
með útlendum verksmiðjuskip-
um.
Greinarhöfundur telur, þrátt
fyrir góðan árangur á loðnuvertíð
1975 með „Norglobal", sem þá var
fenginn af sorglegri nauðsyn eftir
snjóflóðin á Austfjörðum, að at-
huga beri þessi mál mjög vel í
upphafi og varast öll frumhlaup,
sem geta orðið okkur að dýr-
keyptri reynslu slðar meir. Ég
held að þessar skoðanir séu ekki
úr lausu lofti gripnar, þvf a.m.k.
Norðmenn hafa gert rekstur verk-
smiðjuskipa af ofangreindu tagi
að yfirlýstri stefnu sinni I svo-
nefndum þróunarlöndum,
væntanlega ekki af einskærri
góðvild en vonandi þó með
hag beggja I huga, enda eiga
norsk fiskiskip að fá að landa
i verksmiðjuskipin afla úr
efnahagslögsögu viðkomandi
landa. Island er að vísu þróunar-
land á ýmsum sviðum en væntan-
lega ekki á sviði fiskveiða og von-
andi heldur ekki á sviði fisk-
iðnaðar.
Fiskveiðilögsagan
og nágrannaþjóðir
Útfærsla fiskveiðilögsögunnar
hér við land I 200 sjömílur mun
liklega mæta mótspyrnu þeirra
þjóða, sem hér stunda veiðar og
telja sig eiga hinn svokallaða
hefðbundna rétt til þess. Þá getur
verið gott að gera sér grein fyrir
hvötum andstæðinganna. Þjóð-
verjar kunna að hafa sínar rót-
grónu ástæður fyrir festunni eða
stífninni; Bretana erum við
farnir að þekkja og væntanlega
kunna eitthvað á með timann og
veturinn að vopni; og svo munu
Sovétmenn væntanlega bætast í
hóp andstæðinganna ásamt
nokkrum öðrum ríkjum Austur-
Evrópu. Sovétmenn eru mikil svo-
kölluð úthafsveiðiþjóð, og auk
þess eru Sovétríkin mjög land-
jukt. Sovétríkin og áður keisara-
dæmið eru stórveldi, sem löngum
hafa reynt að opna leiðir s ar til
sjávar, en andstæðingar þeirra
hafa svo aftur reynt að hindra þá
í viðleitninni, og að því er virðist
með töluverðum árangri. Það er
slik barátta, sem væntanlega nú
er að gerast á Norðurhöfum (sjá
grein í Morgunblaðinu nýlega),
og gefur hún tilefni til að skoða
afstöðu stjórnvalda i Bandaríkj-
unum, Kanada og Noregi, sem
leggja áherslu á lausn mála
norður þar af orku-öryggis- og
friðarástæðum, en ekki til að
vernda fiskstofna. I Bandaríkj-
unum lýsir þessi skoðanamunur
sér I mismunandi afstöðu stjórnar
og þings. Þeir fyrrnefndu hugsa
um öryggismál og valdatafl, þ^ir
siðarnefndu oft um kjósendur
m.a. fiskimenn á Atlantshafi og
Kyrrahafsströndunum og
náttúruverndunarmenn. I þessu
ljósi verða Islendingar að sjá
tregðu t.d. Kanadamanna og
Norðmanna til einhliða útfærslu
efnahagslögsögu nú. Þeir hafa
væntanlega i fleiri horn að líta en
íslendingar, sem hafa ekki eftir
neinu að bíða og mega í raun ekki
bíða eins og komið er fyrir fisk-
stofnum á tslandsmiðum og lífs-
afkomu þjóðarinnar.
Rannsóknir og þekking
Tvö hundruð sjómílna fiskveiði-
lögsaga við Island gerir miklar
kröfur til okkar um stjórnun á
miðunum. Þessi stjórnun byggist
m.a. á þekkingu og eftirliti. A
hafsvæðinu sem lendir innan 200
sjómílnanna er margt enn
óþekkt; fiskstofnar sem Islend-
ingar hafa ekki nýtt og koma
munu i gagnið fyrr eð,a siðar, og
hafa reyndar sumir verið nýttir af
erlendum fiskimönnum, og
ástand sjávarins yfirleitt á breið-
um grundvelli. Því er jafnvel svo
farið, að ýmsar hinar erlendu
þjóðir, sem við eigum eftir að
deila við eða semja við, vita meira
um ýmsa þessa haffræðilegu
þætti er við Islendingar. Á þetta
einkum við um Sovétmenn á sviði
fiskveiða, en annað mál þessu
skylt er þekking á auðlindum
hafsbotnsins. Á því sviði vita út-
lendingar væntanlega einnig mun
meira en islendingar. Þessi að-
staða getur valdið okkur erfið-
leikum og tjóni i umræðum og
samningum. Við getum mætt
þessum erfiðleikum á tvennan
hátt, með þvermóðsku og stifni
vankunnáttunnar, en vonandi
öllu fremur með rannsóknum og
gaumgæfilegri forkönnun á að-
stæðum.
Lokaorð
Að lokum skal Itrekað að I
samningum við aðrar þjóðir um
fiskveiðar við ísland má ekki
fórna islenskum fiskstofnum
fyrir skammvinna hagsmuni eins
og afnám verndartolla eða
verslunarfríðindi. Allt slíkt er
nauðung eins og komið er fyrir
flestum íslenskum fiskstofnum og
lífsviðurværi þjóðarinnar.
Athygli skal hér vakin á þvi, að
I samninganefnd Breta, sem
nýlega kom til Reykjavíkur til
umræðna, var m.a. forstjóri
Hafrannsóknastofnunarinnar I
Lowestoft. Maðurinn var titlaður
i dagblöðum sem fiskifræðingur,
og látum það gott heita, þótt hann
sé i raun hafeðlisfræðingur. Hann
er íslenskum haf- og fiskifræðing-
um vel kunnur og einnig vel
kynntur, bæði í samstarfi á sjó og
á fundum, m.a. fundum Alþjóða-
Framhald á bls. 29
Suóurnesjamenn athugió:
ViÓ flytjum nú
frá
Hafnargötu 31
Vatnsnesveg 14
VŒZlUNflRBRNKI ÍSlflNDS HF
ÚTIBÚ KEFLAVÍK SÍM11788
KJORCARÐl SIM16975
Mirabella
svefnsóflnn
Hvort heldur sem er:
sófi, einfalt rúm eöa
tvöfalt. Lengd: 190 cm.
Breidd 80 cm
( 160 tvöfalt).
Hæö: 39 cm.
Hjá okkur er úrvaliS af svefnhúsgögnum