Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 21 □ Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur Þau mál, sem fyrst og fremst hafa sett svip á störf þingsins til þessa, eru flest í skugga efnahags- vandans og draga dám af þeirri aðhaldsstefnu, er einkennir frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1976. Horfur eru á því að þjóðarfram- leiðslan skreppi saman um 3!4% á yfirstandandi ári og þjóðartekjur minnki um 9%. Þetta er mesti samdráttur þjóðartekna á hvern einstakling frá stofnun lýðveldis- ins. I kreppu klénna viðskipta- kjara árið 1968 rýrnuðu þjóðar- tekjur á mann um 8% Viðskiptakjör þjóðarinnar á yf- irstandandi ári eru talin allt að 17% lakari en á iiðnu ári. Búizt er við því að nettógjaldeyrisstaðan versni um 2.500 milljónir króna, þrátt fyrir mikla aukningu er- lendra lána. Kaupmáttur ráðstöf- unartekna er talin munu rýrna um 16 til 17%. Hallarekstur og skuldasöfnun ríkissjóðs er verulegur og verð- jöfnunarsjóðir atvinnuveganna þverrandi. Þannig er frystideild verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegs- ins tæmd. 1 stefnuræðu forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar, sem hann flutti fimmtudaginn 23. október sl., segir hann, að stefnt verði að því að viðskiptahallinn út á við eyðist á næstu 3 til 4 árum. Jafn- vel þó því marki verði náð yrðu skuldir Islendinga engu að sfður komnar í um 50% af þjóðarfram- leiðslunni í lok áratugarins og greiðslubyrðin í um 20% af heild- argjaldeyristekjum. □ Fjárlög fyrir árið 1976 Fyrsta mál þess 97. löggjafar- þings Islendinga var frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár. Frum- varpið ber svip þess hrikalega efnahagsvanda, sem steðjar að þjóðinni, sem og óhjákvæmilegra aðhaldsaðgerða f ríkisfjármálum. Heildarútgjöld rikissjóðs eru áætluð, samkvæmt frumvarpinu, 57,4 milljarðir króna. Það er að- eins 21,5% hækkun frá fjárlögum yfirstandandi árs, þrátt fyrir 45—50% verðbólguvöxt á árinu: Fjárlög milli áranna 1974 og 1975 hækkuðu um 60.8% og á þriggja ára valdaferli vinstri stjórnar þre- faldaðist útgjaldasumma ríkis- fjárlaga. Hér er um að ræða 4.700 milljóna króna niðurfærslu rfkis- útgjalda, miðað við það, sem orðið hefði, ef þegar orðnar kostnaðar- hækkanir hefðu farið óheftár inn í fjárlögin. Til þess að ná þessu markmiði mun rfkisstjórnin leggja fram frumvarp um 5% niðurskurð allra lögburtdinna ríkisútgjalda, lækka niður- greiðslur á búvörum, draga veru- lega úr útflutningsbótum land- búnaðarafurða, koma á nýskipan í tryggingakerfinu og fækka eilítið vikulegum kennslustundum á grunnskólastigi. Minni niðurgreiðslur búvöru hækka að sjálfsögðu verð þeirra til alls almennings í landinu. Á hvort tveggja er þó að líta að niðurgreiðslur vörurverðs voru og eru að sjálfsögðu teknar af almenningi í formi einhvers konar skattpenings, sem og, að á móti verður fellt niður 12% vöru- gjald, sem þýðir 4000 milljóna lækkun skattheimtu á móti 1.425 milljóna króna hækkun búvöru. Engu skal hér spáð um, hvort samstaða fæst á Alþingi um að- haldsaðgerðir þær, sem fjárlaga- frumvarpið gerir ráð fyrir. Það á eftir að fara í gegn um hefð- bundna, þinglega meðferð. Hins vegar verður því naumast trúað að óreyndu, að Alþingi bregðist ábyrgð og skyldu um meðferð sem væntanlega leiðir til ákvarð- anatöku, af eða á, innan mjög skamms tima. Frá og með nk. áramótum kemur til framkvæmda síðari hluti tollalækkana á hráefnum til iðnaðar, sem þá falla niður. Jafn- framt koma til framkvæmda samningsbundnar tollalækkanir vegna samnings um aðild Islands að EFTA. Þá eru ýmis atriði varðandi tekjuskatt í framhaldsathugun, en í fjárlögum 1975 var gert ráð fyrir 700 m.kr. tekjuskattslækk- un. Unnið er að nýjum skatt- reglum um fyrningu og sölu- hagnað, sem væntanlega taka gildi frá og með ársbyrjun 1976, og kæmu þá til framkvæmda við álagningu árið 1977. Gert er ráð fyrir verulega auknum hlut • sveitarfélaga í tekjum af söluskatti, samhliða þvi sem stefnt er að tilfærslu verk- efna frá ríki til þeirra. Q Stjórnarfrumvörp Auk fjárlagafrumvarps hafa ýmis stjórnarfrumvörp verið lögð fram í mánuðinum. Má í því sam- bandi nefna: 1) frumvarp til laga um breytingar á lögum um veiðar með botnvörpu o.fl., 2) frumvarp til byggingarlaga, frumvarp til laga um breytingar á skipulags- lögum, frumvarp til laga um al- menningsbókasöfn, um náms- gagnastofnun, um skylduskil til safna, um breytingu á almennum hegningarlögum (reynslunáðun o.fl.), um breytingu á umferðar- lögum (nýtt númerakerfi bif- reiða), um breytingu á tekju- stofnalögum sveitarfélaga (mán- aðarl. gr. Jöfnunarsj. til sveitar- félaga og lánasjóðs þeirra), frum- varp til laga um kafarastörf. Frumvörp þessi hafa áður verið rædd á þingsíðu Mbl. og eru hér aðeins nefnd til upprifjunar. □ Þingmannafrumvörp Hér verður ekki minnst á til- Iögur til þingsályktunar né fyrir- ríkisfjármála, á örlagatimum; þ.e. aðhaldsaðgerðum, sem virðast al- gjör forsenda þess að skapa jafn- vægi i efnahagslífinu og ná tökum á verðbólguvandanum. Með á- framhaldandi 50% verðbólgu- vexti er stefnt í fyrirsjáanlegan þjóðarvoða. □ Endurskoðun skattkerfis 1 ræðu fjármálaráðherra, Matthíasar A. Mathiesen, er hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu, gat hann þess m.a., að ýmsir þættir skattkerfis þjóðarinnar væru nú í úttekt og endurskoðun og stefnt væri að ýmiss konar breytingum og leiðréttingum. Erfitt er að fjalla um þau atriði á þessu stigi, þar sem endanlegar niðurstöður og áform liggja ekki fyrir. Þó er ljóst, að fyrir liggja ákveðnar tillögur ríkisskattstjóra um staðgreiðslukerfi, að v-þýzkri og bandarískri fyrirmynd, sem nú er í athugun þingmanna og aðila vinnumarkaðarins. Stefnt mun að því að taka ákvörðun í þessu efni fyrir nk. áramót. Virðisaukaskattur, í stað sölu- skatts, er á lokastigi athugunar, spurnir einstakra þingmanna, enda yrði slikt of fyrirferðar- mikið i frásögn. Þingmannafrum- vörp eru fá en hafa sum hver vakið alþjóðarathygli. Þau þingmannafrumvörp, sem tvímælalaust hafa mesta athygli vakið eru frumvörp Gylfa Þ. Gíslasonar o.fl. um breytta skipan framkvæmdastjórnar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins (frá- hvarf frá kommissarakerfi) og frumvörp Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar um bókhalds- og framtals- skyldu stjórnmálaflokka. Þau verða ekki efnislega rakin hér, enda hefur það áður verið itar- lega gert hér í blaðinu. Nefna má frumvarp Gylfa Þ. Gislasonar um skákleiðsögn i skólum, Sighvats Björgvinssonar um breytingar á flugvallagjaldi, Helga F. Seljan o.fl. um breytingu á grunnskólalögum, þ.e. skiptingu rekstrarkostnaðar, frv. Gils Guð- mundssonar o.fl. um breytingu á orkulögum, þ.e. um háhita og lág- hitasvæði (háhitasvæði rikis- eign). □ Fiskveiðilögsagan Ótalið er enn eitt stærsta við- fangsefni Alþingis. 15. september dSin Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra 1 ræðustól neðri deildar Al- þingis. Ingvar Gíslason f sæti deildarforseta. Tómas Árnason annast þingritun. sl. kom til framkvæmda reglugerð um 200 sjómflna fiskveiðiland- helgi, sem Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra gaf út tveimur mánuðum áður. Jafn- framt er nú kappsamlega unnið að gerð lagafrumvarps um skyn- samlega nýtingu hinnar nýju fisk- veiðilandhelgi. Hvort tveggja, út- færslan og nýting landhelginnar, eru liðir í stærsta framtíðarhags- munamáli þjóðarinnar. Viðræður standa nú yfir við aðrar þjóðir, sem þess hafa óskað, um hugsan- lega skammtima samninga. Öll þessi mál koma til kasta þingsins, áður en nokkur endanleg afstaða verður tekin. Efnahagsvandinn og fiskveiðilögsagan verða ótví- rætt langstærstu mál Alþingis. Megi þingmenn bera gæfu til samstöðu og samstarfs í þeim við- fangsefnum, sem þjóðarheildina varðar svo miklu, að leyst verði á viðunandi og farsælan hátt. sf. efnahagsvandans Alþingi í skugga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.