Morgunblaðið - 02.11.1975, Síða 34

Morgunblaðið - 02.11.1975, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÖVEMBER 1975 [ Petta gerðist líka.TT Morðaðferðir böðlanna í Chile Herforingjastjórnin F Chile, sem einna helzt hefur unnið sér það til frægðar að drepa andstæðinga slna unnvörpum, hefur nú slegið eigið met I útsmognum og viðbjóðslegum morðaðferðum, að því er fram kemur í fréttum fyrir helgina. Læknar f Santiago hafa launað þeim upplýsingum úr landi að stjórnin sé byrjuð að gefa föngum inn lyf eitt gegn krabbameini I stórum skömmtum. Lyf þetta, cyclofosamfd, er að sögn læknis í Santiago sem nú hefur til meðferðar tvo fyrrverandi fanga stjórnarinnar, gefið f miklu magni gegnum pfpu inn f þvag- blöðru fanganna. Þetta veldur áköfum sársauka, blóðláti og veldur þvf að blaðran skreppur saman á nokkrum árum með þeim afleiðing um að viðkomandi deyr að lokum er hann á æ erfiðara með þvaglát. Frá sjónarmiði herforingjanna er það stór plds við þessa aðferð að unnt er að láta fangana lausa. Sfðan deyja þeir heima hjá sér eftir nokkur ár án þess að stjórnin sé þar nokkuð við riðin. Gömlu góðu einkaspæjurunum fœkkar Nú fer að verða fátt um ffna drætti meðal hinna gömlu, góðu einkaspæjara, sem glatt hafa unnendur glæpasagnabókmennta sfð- ustu áratugi með lausnum sfnum á flóknustu morðgátum. Hercule Poirot er látinn samkvæmt sfðustu bók Agöthu Christie, móður hans, („Curtein",) Maigret er setztur f helgan stein með pabba sfnum Simenon, Martin Beck mun ekki leysa fleiri mál eftir að annað foreldrið, Per Wahlöö lézt nýlega. Einn hinna fáu af þeim einka- spæjurum sem eru á hærra plani en færibandatfaúnur sakamálaiðn aðarins, og enn gladdi lesendur var Nero Wolfe, hinn sérkennilegi spæjari bandarfska rithöfundarins Rex Stout (myndin). En nú er hann einnig farinn með skapara sfnum. Rex Stout lézt s.l. mánudag, aðeins fáum dögum eftir að nýjasta bókin um Nero Woffe, „A Famiiy Affair", kom út við góðar viðtökur. Rex Stout var 88 ára, — einn af fremstu höfundum þessarar tegundar bókmennta. Nero Wolfe varð einkaspæjari New Yorkborgar númer eitt, alveg eins og Sherlock Holmes varð hinn dæmigerði Lundúnaspæjari. Hið kunnuglega brúna músteinshús Wolfes f West 35, stræti varð jafn raunverulegt og hús Holmes við Bakerstræti. Þar rfktu hinar sérstæðu venjur Wolfes, ást hans á orkfdeum, bjór og góðum mat, ásamt aðstoðarmanninum Archie Goodwin. Rex Stout var kominn af kvekurum. Áður en hann hóf ritstörf var hann m.a. laganemi, skipverji um borð í einkasnekkju Theodore Roosevelts, Bandarfkjaforseta, kokkur, skrifstofublók, vika- piltur, pfpulagningamaður, vindlasali, hestasveinn, leiðsögumaður og hótelstjóri. Hann hóf ritstörf sfn með greinaskrifum, en fyrstu bók sfna skrifaði hann í París árið 1 929. Það var svo árið 1934 sem fyrsta sagan um Wolfe og Goodwin kom út („Fer-de-Lance") og upp úr þvf var orðstfr hans tryggður. Bestu bækurnar um Wolfe þykja hin prýðilegustu bóknfðnntaverk (t.d. „Too Many Cooks", „Some Buried Caesar" og „Plot it Yourself"). Stout var maður vinstri sinnaður, en um áhugamál sfn sagði hann eitt sinn: „Ég elska bækur, mat, tónlist, svefn, fólk sem vinnur, heitar rökræður, Bandarfkin, konu mfna og börn. Mér Ifkar hins vegar ekki við pólitfkusa, prédikara, viðkvæmt fólk, fólk sem vinnur ekki eða er f frfi, fólk með meinlokur, kvikmyndir og sjónvarp, hávaða og slepju." Og sömu ást hafði hann á garðyrkju- og okrideum og frægasta afkvæmi hans, Nero Wolfe. Ofurást Sovétmanna á tjóðum Sovétmenn eru sagðir mestu Ijóðaelskendur f heimi. Þetta þótti koma berlega f Ijós nýlega er haldið var upp á það að 80 ár voru liðin frá fæðingu Ijóðskáldsins Sergei Yesenins, en hann svipti sig Iffi ungur aS aldri, ári8 1925. Svo mikill mannfjöldi streymdi a8 gröf skáldsins a8 vi8 öngþveiti lá. Nýjar útgáfur af verkum Yesenins Aleksander Pushkms. Vladimir Mayakovskys og Mikhail Lermontovs, vinsælustu eldri IjóSaskáld Rússa seljast upp á nokkrum klukku- stundum eftir a8 þær koma I hillur bókaverzlana. Og vinsælustu ungu IjóSskáldin, t.d. Yevgeni Yevtushenko (myndin) og Andrei Voznesensky fá svipaðar móttökur og poppstjörnur. Um þetta ein- kenni á sovézku þjóSinni segir Vasity Betaki, Ijó8skáld frá Lenin- grad sem fluttist til Vesturlanda áriS 1973: „Fyrir sovézku þjóSina eru Ijóð ekki skemmtun heldur HfsnauSsyn." Og þetta vlsar til orða skáldsins fræga Osip Mandelstams: „Rússland er eina landiS ( heiminum þar sem Ijóð skipta verulegu máli. Fólk er drepið fyrir þau". Mandelstam sjálfur lézt I vinnubúðum Stalins á fjórða áratugnum. Hvers eiga aHdraðir einkaritarar að gjatda? Mönnum finnst alltaf gaman að heyra ályktanir rannsókna á ýmsum félagslegum fyrirbærum. Til að fullnægja þessari þörf segir dálkurinn hér frá niðurstöðum könnunar á þvl félagslega fyrirbæri „einkaritari forstjóra". Ein stærsta atvinnumiðlunarskrifstofa Bret- lands. Alfred Marks Agency lét kanna frammistöðu fjölda einkaritara á ýmsum aldri og var skýrt frá niðurstöðunum nú fyrir helgina. Meðal athyglisverðra upplýsinga sem þar koma fram er að þótt bosmamiklir og fagurleggjaðir ungir englakroppar séu augnayndi sem einkaritarar þá eru þær ekki eins ábyggilegur vinnukraftur og kynsystur þeirra sem komnar eru á miðjan aldur og kannski farnar að láta eitthvað á sjá Einkaritarar og skrifstofukonur yfir fertugt eru með færri veik- indadaga en þær sem yngri eru, og þær eiga auðveldara með að axia eril og ábyrgð starfsins, segir f niðurstoðum könnunarinnar. Er þvf mælt með þvf að atvinnuveitendur veiti eldri konum f auknum mæli tækifæri til að sýna getu sfna I þessu starfi, en „allt of oft er erfitt aS útvega konu 45 ára að aldri vinnu, þó hún hafi góða hæfileika og reynslu, einungis vegna aldursins." EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU AlííI.YSINGA- SÍMINN FR: 22480 Birgir G. Þorvalds- son — Fimmtugur Birgir er þegar oróinn svo þekktur borgari og athafnasamur iðnrekandi að óþarfi er að kynna hann með löngum skýrslugerðum, ættartölu eða afrekaskrám. Þó þykir mér rétt að geta þess, að hann er innfæddur vesturbæing- ur, sem ennþá er notað í mæltu og rituðu máli, enda þótt Reykjavik sé löngu orðin borg en ekki bær — og þykir frekar meðmæli. Hann er sonur Þorvalds R. Helgasonar, sem alla sína ævi bjó á Vesturgötu 51b, vel þekktur, vandvirkur og vinsæll skósmiður, knattspyrnumaður og KR- unnandi til hinzta dags (dáinn 26. nóvember 1974) og konu hans Súsönnu Elíasdóttur. Læt ég þetta nægja, en bendi á að ná- kvæmari, lengri og ýtarlegri lýs- ingu á lífsferli hans fram til sið- ustu ára er að finna í hinni vel heppnuðu og glæsilegu bók VÉL- STJÖRATALI, sem kom út á sið- asta ári. Birgir hefur aldrei látið smá- agnúa tefja sig á sinni vegferð. Þannig lét hann ekki nauðsynleg gleraugu i æsku sinni hamla ein- huga þátttöku sinni í knattspyrnu og öðrum ærslaleikjum æsku- mannsins, sem hann stundaði af Ef hnefaleikar hefðu ekki verið bannaðir með lögum hérlendis fyrir mörgum árum, eins og flest skemmtilegt, má láta sér detta í hug, að sjálfur heimsmeistarinn, Cassíus Clay, lægi einhversstaðar afvelta og steindauður eins og fluga með brotið nef, klesstan kjaft, og bólgin blómkálseyru af völdum þrumuhögga og óvæntra sendinga frá Bigga Box. Birgir Þorvaldsson, iðjuhöldur, eða Biggi Box er fimmtugur í dag, og kostgæfni og dugnaði, að boxi ekki undanskildu, og verður sennilega ennþá um áratugi áhugamaður og stoð þessara leikja. Ég hef fylgzt með þessum unga manni frá fæðingu hans á Vestur- götunni 2. nóvember 1925, en haft afskipti af honum persónulega frá því að hann kom 1 mína þjón- ustu, ungur drengur 1940, sem starfsmanni. nemanda, samstarfs- manni, vinnuveitanda, félaga og vini. A þessum 35 árum, sem er lang- ur tími af hans ævi en að vísu nokkuð minni hluti af minni, hef- ur að sjálfsögðu gengið á ýmsu, skin og skúrir skipzt á eins og gengur, en á þessum merku tima- mótum í ævi hans minnist ég hans sem eins míns tryggasta sam- ferðamanns og vinar. Við hjónin sendum Birgi okkar beztu kveðjur í tilefni afmælisins með óskum um áframhaldandi og langt og vaxandi gengi. „Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn“. Guðfinnur Þorbjörnsson. gæti ennþá hæglega boðið sér mun yngri bardagaköppum birg- inn. Það hlýtur að vera ritvilla forlaganna að stafa ekki nafnið hans með ypsflon. A fornu berserkjamáli merkir b.vrgir = hnefi. Hann er einn síðasti íslenzki fulltrúinn þeirrar „göfugu listar sjálfsvarnar", eins og Bretar nefna hnefaleikafþrótt- ina, og þá gjarna með hátfðlegri og breyttri tóntegund: „The noble art of selfdefense". Menn hafa löngum látið hnúa og hnefa skipta til að útkljá deilumál. Éátt bendir til stórbreytinga i því tilliti. Sem banvæn íþrótt hófust hnefaleikar með Éorn-Grikkjum ár og öldum fyrir fæðingu Érelsarans, þar sem dauðinn einn var dómarinn f þeim hildarleik. Ótal öldum sfðar var íþróttin endurvakin af hinum sportvæddu og leikglöðu grönn- um vorum, Bretum, sem settu henni strangar leikreglur og kenndar eru við markgreifann af Queensberry. Síðar komu belg- hanzkarnir til sögunnar. Bretar eru frægir fyrir meðfædda og áunna þrautseigju og þolinmæði. I þvfsa landi getur vart meiri þolinmæðiraun en tína upp flat- lýs með boxhönzkum. Þá eru undanskildar samningaumræður við Islendinga um landhelgismál. Þolinmæðin né fyrrgetin þrek- raun var aldrei að skapi Birgis. Þegar út í sjálfan bardagann var komið tvfnónaði Bibbi sjaldnast við hlutina og barði jafnan andstæðingana flata í „hringn- um“ með leiftursnöggum hramm- hamrinum og gaf margfaldan þunga í hnefahöggin með út- hugsaðri fótspyrnu f fjalirnar, eins og „Gentleman Jim“ Cor- bett, sem þótti snöggur og liðugur eins og köttur. Hinir blóðheitu og bardagaglöðu frænd- ur vorir, írar í Ameríku, sýndu fyrstir manna mesta leikni og slagkraft þegar fþróttin barst til Vesturheims. Nægir að nefna heimsmeistarana John Sullivan, Bob Fitzsimmons, Jaek Dempsey og Gene Tunney auk fleiri. Marg- an gullaldarbardagann vestra teiknaði og málaði sá frægi amrfski listmálari, George Bellows, á fyrstu áratugum aldar- innar. Sjaldan lét þá Nóbelskáld- ið Hemingway sig vanta meðal áhorfenda. Vegna kynþáttafor- dóma komust ekki blökkumenn í hinn viðurkennda keppnihring fyrr en löngu sfðar. Þá sýndu þeir heldur betur hvað f þeim bjó á þessu sviði. Sfðustu áratugina hafa þeir verið þar allsráðandi með algerum yfirburðum og hafa engir fyrr né síðar látið eins að sér kveða sem heimsmeistararnir ósigrandi, þeir Joe Louis og meistari meistaranna, Mohamed Ali „alias“ Cassius Glay, „king of the ring“. Biggi hitaði mörgum í hamsi f Síðasti hnefaleika- kappinn fimmtugur PARKET á gólfið FALLEGT — NÍÐSTERKT OG AUÐVELDAST AÐ ÞRÍFA EGILL ÁRNASON H.F SKEIFUNNI 3. SÍMI 82111 o

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.