Morgunblaðið - 02.11.1975, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.11.1975, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÖVEMBER 1975 39 Lárus Jónsson alþingismaður: HÉR fer í eftir ræSa sú, sem Lðrus Jónsson, þingmaður Norðausturlands, flutti við fjárlagaumræðu á Alþingi fyrir skemmstu. FJÁRLÖG ÞREFÖLDUÐUST I VINSTRI STJÓRN Hæstvirtur þingmaður Geir Gunnarsson, sem hér var að Ijúka máli slnu, virðist vera mjög ólukku- legur yfir þvl fjárlagafrumvarpi, sem hæstvirt rlkisstjórn hefur lagt fyrir Alþingi Þessi hæstvirtur þingmaður var formaður fjárveitinganefndar Al- þingis, þegar flokksbræður hans voru I rlkisstjórn og hann ætti að vita betur hvað 1 raun felst I þessu frumvarpi en fram kom I hans ræðu, en fjárlög þrefölduðust I hans tlð sem formanns fjárveitinganefndar. j fyrsta sinn um langan aldur hefur ríkisstjórn tekið þá ákvörðun að leita samþykkis Alþingis um að afnema sjálfvirka löggjöf og reglur i þvl skyni að færa niður rlkisútgjöld um tæplega 5 þús. millj kr. frá þvl, sem verið hefði með óbreyttum lög- um og lækka þannig heildarskatt- álögur á almenning um sömu upp- hæð, tæplega 5 þús. millj Þá felst I frumvarpi ákvörðun rlkisstjórnarinn- ar um niðurfellingu 12% vörugjalds og lækkun tolla, sem aflétta mun að auki 5000 millj. kr. álögum af al- menningi á næsta ári, þótt skylt sé að geta þess, að á móti þeirri upp- hæð kemur nokkur lækkun á niður- greiðslu landbúnaðarafurða, sem mun muna heimilin um 1400—1450 millj. kr. á næstu árum. Við þær geigvænlegu að- stæður, sem nú ríkja I efnahagsmál- um þjóðarinnar er með þessu frum- varpi stefnt að þvi að koma i veg fyrir óviðráðanlega sjálfvirka út- þenslu ríkiskerfisins, stefnt er að stórfelldri niðurfærslu álaga á al- menning, auknu viðnámi gegn verð- bólgu og meira jafnvægi I rlkisbú- skapnum. Þetta er óumflýjanleg nauðsyn eins og nú er ástatt I þjóðarbúskapnum Það gefur auga leið, að sltk stórfelld niðurfærsla rlkisútgjalda mun kosta ýmsar fórn- ir. Dylgjur m.a. frá hæstvirtum þing- manni Ragnari Arnalds um, að með þessum tillögum sé ráðizt sérstak- lega að öldruðum og öryrkjum vlsa ég til föðurhúsanna. Þetta mál kem- ur auðvitað slðar til kasta Alþingis og væri smekklegra af hæstvirta þingmanni að sjá fyrst tillögur I þeim efnum, áður en hann fer að dylgja með sllkt. Á hinn bóginn efast ég ekki um, að mikið fjármagn rennur úr tryggingum til ýmissa, sem ekki þurfa á þvl að halda, og hægt er að nýta fjármagnið mun betur fyrir þá, sem þess þurfa, þrátt fyrir þá niður- færslu, sem stefnt er að I fjárlaga- frumvarpinu Annars er það mikið hól fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra og rlkisstjórnina, hvernig fjárlaga- frumvarpið fer I taugarnar á hæst- virtum stjórnarandstæðingum BYGGÐAMÁL Hæstvirtur þingmaður Karvel Pálmason fór mikinn, þegar hann talaði hér um byggðamál. Þessi hæstvirtur þingmaður gleymdi að geta þess, að sú rlkisstjórn, sem hann og hans flokkur báru ábyrgð á, varði úr rlkissjóði til Byggðasjóðs 153 millj. kr á fjárlögum 1974 þrátt fyrir það góðæri, sem þá rlkti. Lárus Jónsson alþingismaSur. þegar þau fjárlög voru afgreidd Nú er ætlunin að verja til Byggðasjóðs 1 123 millj kr þrátt fyrir núverandi þrengingar. Honum láðist að rifja upp, hvernig viðskilnaður þessarar rlkisstjórnar hans var I raforkumál- um landsbyggðarinnar og að sú rikisstjórn tók úr höndum sveitarfé- laga margvlsleg verkefni og þrengdi kost þeirra til tekjuöflunar undir forystu Hannibals Valdimarssonar, guðföður þessa hæstvirta þing- manns hér á Alþingi. Nú var stefnt að þvl að fá sveitarfélögunum meiri tekjustofna og verkefni. Hitt er svo annað mál, að I þessari þröngu stöðu, sem þjóðabúið er nú I efna- hagsmálum, þá verða margar nauð- synlegar framkvæmdir úti um land að bíða betri tlma. Það skal játað I fullri hreinskilni, að slikt er óum- flýjanlegt við núverandi aðstæður, og það held ég, að fólk muni hafa fullan skilning á miklu frerYiur en nú sé unnt að gera allt fyrir alla eins og hæstvirtur þingmaður virtist vera láta KJARAMÁL Margir stjórnarandstæðingar hafa rætt hér um kjaramálin og hæstvirt- ur þingmaður Ragnar Arnalds sér- staklega með talnablekkingum I þvi efni. Við málflutning hans og fleiri er einkum tvennt að athuga. í fyrsta lagi fóru febrúarkjarasamningarnir 1974, sem flestir miða kaupmáttar- rýrnunina við, langt fr'am úr getu atvinnuveganna og þjóðarbúsins, jafnvel við þau ótrúlega hagstæðu viðskiptakjör, sem menn miðuðu þá við Launþegar öðluðust því aldrei þennan kaupmátt I raun, sem þó er miðað við Hann var alla tlð falskur. Þetta viðurkenndi fyrrverandi rlkis- stjórn, sem formaður Alþýðubanda- lagsins studdi með því að taka kaup- greiðsluvlsitöluna úr sambandi með lögum og leggja fram friimvarp um vlðtækar efnahagsráðstJ._nir I mai, aðeins tveimur mánuðum eftir kjara- samningana. í öðru lagi hafa viðskiptakjör þjóð- arinnar versnað svo mjög slðan þessir kjarasamningar voru gerðir, að slikt hefur ekki gerzt á jafn- skömmum tlma frá þvl að þjóðin hlaut sjálfstæði Þessi viðskipta- kjararýrnun hefur svo glfurleg áhrif á kjör allrar þjóðarinnar, hvers og eins þjóðfélagsþegns. Varlega áætlað hefði þjóðin haft 10 þús. millj, kr meira til skipta á þessu ári, eða tæplega 50 þús. kr. á hvert mannsbarn, ef við byggðum enn hliðstætt hlutfall á innflutningsverð- lagi og verði útflutnings okkar og við gerðum I ársbyrjun 1 974 Slikur talnaleikur hæstvirts þingmanns Ragnars Arnalds og fleiri, sem bygg- ir bæði á óraunhæfum og fölskum kaupmætti frá þvl I febrúar 1974, og ekki tekur með I reikninginn að neinu marki þá óviðráðanlegu kjara- skerðingu, sem þjóðin öll hefur orð- ið fyrir vegna þessarar stórfelldu viðskiptakjararýrnunar, er út I hött og að engu hafandi VIOSKIPTA KJARA- ÁFÖLL Mikið alvöruástand er nú I efna- hagsmálum þjóðarinnar, sem ógnar sjálfu fjárhagslegu sjálfstæði henn- ar. Yfir okkur hafa skollið á fyrra ári og yfirstandandi ári mestu og sneggstu utanaðkpmandi efnahags- erfiðleikar frá þvl að þjóðin öðlaðist sjálfstæði Þessi viðskiptakjaraáföll, þ.e.a.s. stórhækkað verð á innflutt- um nauðsynjum okkar I erlendri mynt en lækkun á útflutningsafurð- um okkar, komu I kjölfar mikillar eyðslu umfram getu á mestu góðær- um I sögu þjóðarinnar. Við lifðum um efni fram I góðærinu og höfum fram til þessa neitað aðlaga okkur nægilega að hinum snöggu um- skiptum til hins verra nú á örðug- leikaárunum. Viðskiptahalli okkar við útlönd var glfurlegur og er enn þá of mikill. Við eigum engan gjald- eyrisvarasjóð upp á að hlaupa, eins og við áttum 1971, og óhóflegar lántökur erlendis til þess að leysa vandann i utanrikisviðskiptum okkar eru útilokaðar enda augljóslega gálgafrestur, þótt fáanlegar væru Þrátt fyrir þessa geigvænlegu utan- aðkomandi erfiðleika, sem við er að etja, hefur margt áunnizt I stjórn Framhald á bls. 13 Ekki tími til kröfugerðar, hvorki innan þings né utan ATLAS snjódekk Hagstæftl verð! 560 — 13 með 600 — 13 með 650 — 13 með 560 — 15 með hvltum hring hvftum hring hvltum hring hvltum hring 8.885 kr full negld 8.027 kr full negld 8.538 kr full negld 8.860 kr full negld E 78 — 14 svört F 78 — 14 svört G 78 — 14 svört G 78 — 15 svört 8.262 kr ónegld 8.759 kr ónegld 9.180 kr ónegld 9.358 kr ónegld 9.800 kr negld 10.297 kr negld 10.718 kr negld 10.896 kr negld C 78 — 14 með hvltum hring E 78 — 14 með hvltum hring F 78 — 14 með hvltum hring 8.5I6 kr ónegld 8.893 kr ónegld 9.599 kr ónegld 10.055 kr negld 10.430 kr negld 11.1 37 kr negld 750— 16 6 strigal. Jeppadekk 16.498 kr Opið: mánud. — fimmtudag. föstudaga 8—22 laugardaga 8—17 VÉLADEILD SAMBANDSINS -----r HJOLBARDAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR16740 OG 38900 SOLEX-BLÓNDUNGAR SOLEX blöndungar á hagstæðu verði íýmsar gerðir eftirtalinna bifreiðategunda: Mercedes Benz Fiat Singer Citroen Moskvich Vauxhall Daf Opel Volvo. Ford Taunus Peugeot Austin Ford Cortina Renault Gipsy Ford Zephyr Skoda Volkswagen Ford Anglia Simca HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.