Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975 AuðvelÉr batSmintonsigor kenÉiga viir Færeyingum SVO sem fyrirfram var búizt við þurftu íslendingar ekki mikið fyrir sigri f badmintonlandsleik við Færeyinga að hafa. Allir leik- irnir fimm unnust með tölu- verðum yfirburðum, og vafalaust hefðu tslendingarnir getað unnið enn stærri sigur hefðu þeir lagt á það mikla áherzlu. í flestum leikjunum bar töluvert á kæru- leysi hjá íslenzku leik- mönnunum, sem gáfu stundum heldur ódýra punkta lil Færeying- anna. Vel má iíka vera að þetta hafi stafað af þvf að íslendingarn- ir séu ekki f nægjanlega góðri æfingu, og mátti raunar sjá þess fleiri merki f landsleikjum. Slfkt er raunar eðlilegt. Keppnistfma- bil badmintonmanna er rétt að hefjast hér, og því ekki óeðlilegt að menn séu nokkuð frá sfnu bezta. Sennilega eru Færeyingarnir mjög svipaðir að styrkleika og beztu A-flokks mennirnir hér- lendis. Þeir virðast kunna tölu- vert fyrir sér í íþróttinni, en það sem þá vantar fyrst og fremst er meiri lipurð og snerpa. Þannig er óhætt að fullyrða að bezti leik- maður Færeyinganna, Paul Michelsen, gæti orðið mjög góður badmintonleikmaður, væri hann nokkru léttari en hann er. Fyrsti leikur keppninnar var milli Óskars Guðmundssonar og Peturs Hansen, sem var yngstur færeysku landsliðsmannanna. Petur veitt óskari nokkra keppni til að byrja með, og fór fyrri lotan 15—11, Óskari í vil. I seinni lot- unni vann Óskar svo auðveldan sigur, 15 — 6. Friðleifur Stefánsson keppti við Hans J. Steenberg og vann 15—5 og 15—4. Lék Friðleifur af miklu öryggi og gerði margt fallegt í leiknum. Andstæðingur hans náði oft ágætum höggum, en var hins vegar þungur og hafði litla yfirferð á vellinum og not- færði Friðleifur sér það. Poul Michelsen kom á óvart með því að veita Haraldi Kornelíussyni töluverða keppni f leikjum þeirra. Fyrri lotuna vann Haraldur 15—6. eftir að Færey- Ungverski lanésliðsþjálfarinn leiðbeiníi á knattspyrnuskólanum Ungverjinn Lajos Baroti hefur undanfarið leiðbeint hinum 20 ötulu nemendum f knattspyrnu- skóla KSl. Hefur þessi 61 árs gamli knattspyrnuhugsuður gjör- samlega heillað nemendur sína og er við ræddum við nokkra þeirra á föstudaginn áttu þeir varla nógu sterk orð til að lýsa hæfileikum og kunnáttu manns- ins. Lajos Baroti kom hingað á veg- um Evrópuknattspyrnu sam- bandsins og hélt utan á ný í gær- morgun. Hann er núverandi Jjjálfari landsliðs Ungverjalands og sá sem þjálfaði ungverska landsliðið á árunum frá 1957—66 og undir hans stjórn hefur ung- verska liðið margan glæstan sigurinn. Við spjölluðum stuttlega við Baroti á föstudaginn og spurðum hann þá meðal annars hvern hann teldi helztan mun á knattspyrnu f Ungverjalandi og t.d. Englandi. — 1 Englandi er hugsað um hörku allan tímann, langspyrnur eru vinsælar og þjálfun enskra knattspyrnumanna er að mínum dómi alltof stíf, svaraði Baroti. — Hjá okkur er þetta meira létt og leikandi, boltaæfingar og reynt að gera knattspyrnuna listræna. Baroti sagðist lítið hafa séð af íslandi, hann hefði ekki komið hingað sem ferðamaður, heldur til að vinna. Hann hefði verið kominn á fætur snemma á morgn- ana til að undirbúa sig fyrir fyrir- lestur kvöldsins. Hann hefði þó kynnzt nokkrum Islendingum og líkað svo vel við þá að hann langaði að koma hingað til lands næsta sumar og skoða sig um. — Ég varð bæði hissa og ánægður þegar ég heyrði af sigri Islend- inga gegn A-Þjóðverjum í knatt- spyrnu í sumar og ég vona að þið vinnið fleiri slíka sigra í framtíð- inni. Það er þó eitt sem íslenzkir knattspyrnumenn mega ekki gera — það er að vinna ungverska landsliðið, sagði þessi geðslegi yfirmaður knattspyrnumála í Ungverjalandi áður en við kvödd- um. Ungverski landsliðsþjálfarinn f knattspyrnu, sem leiðbeint hefur fslenzkum þjálfurum að undanförnu. ingurinn hafði verið yfir til að byrja með, en í seinni lotunni hafði Færeyingurinn yfir, síðast 9—8, en þá tók Haraldur á sig rögg og vann síðan 15—9, enda úthald Michelsen greinilega þrot- ið. Hafði Haraldur látið hann hlaupa töluvert í Ieiknum. I tvfliðaleiknum kepptu fyrst ungu mennirnir Sigfús Ægir Árnason og Ottó Guðjónsson við Þá Eigil Lyngsöe og Svend Stensborg. Höfðu Islendingarnir leikinn f hendi sér og unnu 15—8 og 15—11. Poul Michelsen og Petur Hansen stríddu hins vegar Haraldi og Steinari mikið í fyrri lotu í tvíliðaleik þeirra en úrslit hennar urðu 15—12 fyrir Harald og Steinar. 1 seinni lotunni kom hins vegar styrkleikamunurinn veí fram, en hana unnu Haraldur og Steinar 15—5. Urslit landsleiksins urðu því 5—0 fyrir íslendinga. Að keppni lokinni afhenti Lyggjas Joensen, formaður Iþróttasambands Færeyja, Óskari Guðmundssyni, fyrirliða íslenzka liðsins, fagran verðlaunagrip sem keppt var um en gripur þessi var gefinn af Föroya Fiskasölu í Þórs- höfn, og er hann farandgripur. Bandarfski blökkumaðurinn f Playboys-liðinu, Canon, horfir á landa sinn f Armannsliðinu, Rogers, skjóta að körfunni f leiknum á fimmtu- dagskvöldið. Rogers hitti ekki og Canon náði frákastinu, eins og svo oft f leiknum. Hittni irmenninga í lágmarki og Playboys vann stórsignr $8-63 „ÉG HEF séð marga „gaura“, sem spila á 2. hæð, en þessi svarti playboy er einn bezti miðherji sem éghef komizt í tæri við. Hann var uppi á 3. hæð nærallan leik- inn, og það var.mesta furða hvað Jimmy tóksttað standa f honum.“ — Það var Guðsteinn Ingimars- son bakvörður Ármanns sem hef- ur orðið að leik Ármanns og Play- boys loknum, og er að tala um Ronnie Canon miðherja Play- boys. Já, hann reyndist Ármenning- unum erfiður 1 Ieiknum í fyrra- kvöld sá svarti í Playboys-liðinu. Ekki nóg með að hann skoraði sjálfur 33 stig, heldur átti hann sennilega annað eins af fráköst- um. Jimmy Rogers sem settur var honum til höfuðs „náði langtím- um saman ekki upp til hans“, en tókst þó oft að halda honum frá körfunni. Jimmy er miklu lág- vaxnari en Canon, enda framherji fyrst og fremst, ekki miðherji. Það var byrjunin í siðari hálf- leik sem fyrst og fremst olli þessu mikla tapi Ármanns. Þá lék Ár- mannsliðið í langan tíma mjög slakan körfubolta, vörnin opnað- ist illa og hittnin var á núlli. Fyrstu mfn. leiksins hafði Ármann yfirleitt forustu í leiknum, en Finnarnir kom- ust hægt og bítandi framúr og höfðu yfir 43:33 í halfleik. Ekki meiri munur, en það, að maður hélt að ef hittnin sem var afar slök hjá Ármanni lagaðist í sfðari hálfleik þá væri e.t.v. mögu- leiki á sigri. Að vísu var vörn Finnanna, maður á mann, mjög góð, en samt sem áður tókst oft að spila upp á góð skotfæri sem þó ekki nýttust — Finnarnirskoruðu síðan 14:4 á fyrstu 6 mín. síðari hálfleiksins og staðan var 57:36, en það sem eftir var tókst Ár- manni að halda í við þá þrátt fyrir mörg slæm mistök bæði f vörn og sókn, og lokatölur urðu 88 stig Playboys gegn 65 stigum Ár- manns. Því verður ekki á móti mælt, að lið Finnanna var mun sterkara en maður hafði átt von á. En jafnvel það afsakar ekki svo stórt tap Ármanns sem raun bar vitni. Þeg- ar Ármann virtist vera að ná tök- um á leiknum í f.h. var bvrjað að skipta aðalmönnunum út af, og sátu 3 af 5 úr byrjunarliðinu fyrir utan. — „Já við náðum þarna Stefnumót Skagamanna viö bezta lið Evrópu áMetavellinum á miðvikudag ÞAU eru mörg hrósyrðin sem leikmenn Dynamo Kiev hafa fengið að undanförnu. Þeir hafa unnið hvern sigurinn öðr- um sætari og eftir að liðið lagði að velli sjálfa Evrópumeistar- ana Bayern Miinchen þykir ekki lengur leika neinn vafi á því hvaða lið sé bezt f Evrópu. Það er Dynamo Kiev, sem einnig er kallað landslið Sovét- rfkjanna, því lítið breytt hefur félagsliðið leikið sem sovézka landsliðið. Það er heldur ekki að ástæðu- lausu að liðið hefur náð góðum árangri. 1 fyrra fyrirskipaði „sovézka kerfið“ svo fyrir að allir beztu leikmenn þjóðarinn- ar skyldu mætast f einu félagi, nefnilega Dynamo Kiev og úr liðinu átti að gera stjörnulið f knattspyrnu og skyldi þá ekki skipta máli hvaða mælikvarði yrði notaður. Á miðvikudaginn mætir þetta lið Islandsmeisturunum frá Akranesi f seinni leik lið- anna f Evrópukeppni meistara og þetta stefnumót, sem marg- ur íslenzkur knattspyrnu- maðurinn hefur beðið eftir með eftirvæntingu fer fram á gamla Melavellinum f Reykja- vfk. Sjálfsagt eru möguleikar Akurnesinga á sigri f leiknum smásæir, en eigi að sfður ætla þfir að láta um sig muna og berjast frá fyrstu mfnútu til hinnar sfðustu. Þeir hafa æft vel Skagamennirnir að undan- förnu og þjálfari þeirra, Eng- lendingurinn George Kirby, Iofaði því á fundi með frétta- mönnum á föstudaginn að Akurnesingar myndu ekki Framhald á bls. 47. ágætum kafla,“ sagði Ingvar Sig- urbjörnsson þjálfari Ármanns, „en þó var það svo að hin mikla geta Finnanna umfram það sem við höfðum gert okkur f hugar- Iund braut okkur niður. Jú, ég viðurkenni það að okkur virðist vanta þrek. 6 beztu leikmennirnir hafa hreinlega ekki þrek til að leika heilan leik án hvíldar.“ Jimmy Rogers stóð í ströngu f leiknum eins og áður kom fram. Hann sagði eftir leikinn að Finn- arnir væru með mjög gott lið sem hefði verðskuldað sigur. „Það er ekkert til að skammast sfn fyrir að tapa með þessum mun. Þetta lið hefur geysilega hittni, en þetta var ekki okkar dagur, og við eigum eftir að sýna meira gegn þeim. Og sjáðu svo atstöðumun- inn. Finnska rfkið borgar allar ferðir og uppihald fyrir Playboys, en okkar leikmenn hafa lagt dag við nótt að undanförnu við að safna auglýsingum f leikskrá og fleira. Þetta er ekkcrt sambæri- legt. En ég er ekki að afsaka tapið með þessu, betra liðið vann, og þessi Canon er hrikalega góður og illstöðvandi.“ . Yfir höfuð var Rogers bezti maður Ármanns í leiknum, þótt hann ætti slaka kafla af og til. Jón Sigurðsson brást nú, hann skoraði t.d. ekki stig f s.h. og misnotaði auðveldustu færi. Guðsteinn kom þokkalega frá leiknum, Birgir átti góða kafla, en dalaði svo á milli eins og flestir hinna. — En yfir höfuð slakur leikur hjá Ármanni, liðið getur mun meira en það sýndi í þessum leik. Canon var stighæstur í Play- boys-liðinu með 33 stig, Kalevi (nr. 8) skoraði 19 stig. Jimmy Rogers var stighæstur Ármenn- inga með 24 stig, mörg skoruð á mjög fallegan hátt, Birgir Birgirs kom þar næstur með 11 stig, Jón Sigurðsson 10 stig, öll skoruð í fyrri hálfleik. Dómarar voru frá Skotlandi og Belgiu og dæmdu auðveldan leik vel. Áhorfendur voru um 1200 talsins. gk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.