Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 48
SILFUR-
SKEIFAN
BORDSMJÖRLÍKI
SMJÖRLÍKIÐ
SEM ALLIR ÞEKKJA
SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1975
.
Kartöfluuppskeran 50 þús. tunnur:
ur fluttar inn
— ÞAÐ HEFUR ekki kom-
ið fyrir þann tíma, sem ég
hef starfað hér, að flytja
hafi þurft inn erlendar
kartöflur vfir sjálfan upp-
skerutímann fyrr en á
þessu ári, sagði Jóhann
Jónasson forstjóri Græn-
metisverzlunar ríkisins í
samtali við Morgunblaðið í
gær.
Jóhann Jónasson sagði, að
heildaruppskera kartaflna á
þessu hausti hefði numið um 50
þúsund tunnum og almennt væru
gæðin frekar léleg. 1 fyrra var
Framhald á bls. 31
, I Jigregluvarðst jóri:
„Herða þarf
viðurlög við
glannaakstri”
54 slysaútköll í
Kevkjavík í oklóber
„OKTÓBKRMANUÐI'R er
versti slysamánuður í umferð-
inni frá því ég hóf afskipti af
þessum málum,“ sagði Torfi
Jónsson aðalvarðsljóri umverð-
ardeildar rannsóknarlögregl-
unnar við Mbl í gær. Torfi ætti
að þekkja þessi mál manna
bezt, því hann hefur starfað í
lögreglunni í 35 ár.
Að sögn Torfa fékk deild
hans 54 slysaútköll í október,
þar af reyndust mjög mörg slys-
in vera alvarlegs eðlis. Sum
höfðu dauða i för með sér og
fjölmargir liggja stórslasaðir á
sjúkrahúsum borgarinnar. Úr
einu slysanna varð að flytja 10
manns á slysadeildina og 7
manns úr öðru. Þannig mætti
telja áfram. Og úti á lands-
byggðinni hafa orðið mörg
hörmuleg slys í október.
„Það er svo ótal margt sem
þarf að bæta í umferðinni hjá
okkur.'Þetta getur einfaldlega
ekki gengið svona lengur. Þjóð-
félagið hefur ekki efni á því að
hundruð manna liggi meira og
minna slasaðir á sjúkrahúsum á
ári hverju þar af sumir sem
aldrei ná sér aftur. Og tjón í
umferðarslysum hefur verið
reiknað út 2000 milljónir á ári.
Menn þurfa að setjast niður og
finna úrræði. Ég hef látið mér
detta ýmislegt í hug, t.d. tel ég
að þurfi að stórherða viðurlög
við glannaakstri hvers konar og
ógætilegum akstri. Það á hik-
laust að svipta menn ökuskírt-
Framhald á bls. 47.
Ljósm. Mbl. Sv. 4>orm.
54. SLYSAÚTKALLIÐ — Þetta var 54. og sfðasta slysaútkallið sem umferðardeild rannsóknarlögregl-
unnar fékk I október. Slysið varð á tfunda tímanum að kvöldi 31. október, þ.e. f fyrrakvöld. I þetta sinn
urðu meiðsli á fólki minniháttar.
Síldarkvótinn:
Margir komnir yfir
Einn kærður
— Þetta mál er geymt en
ekki gleymt, og þeir bátar
sem farið hafa verulega
yfir 215 tonna síldarkvót-
ann, sem þeim var úthlut-
Reykjavík:
Stefnt að því að ljúka endur-
skoðun aðalskipulags í vetur
að, eru búnir að fyrirgera
rétti sfnum til síldarveiða
við ísland næsta haust,
sagði Þórður Ásgeirsson,
skrifstofustjóri sjávarút-
vegsráðuneytisins, í sam-
tali við Morgunblaðið í
gær.
Þórður sagði, að þegar væri vit-
að um nokkra báta, sem komnir
væru langt yfir 215 tonna aflatak-
markið og sjávarútvegsráðuneyt-
ið væri nú að hefja aðgerðir í
þessum málum. Sem betur fer
höguðu margir skipstjórar og út-
gerðarmenn sér almennilega og
hefðu hætt veiðum við 215 tonna
markið.
— Hrafn GK landaði um 170
tonnum af síld í Grindavik f gær.
Áður en báturinn kom með þenn-
an afla, var hann búinn að
fá 180 tonn og átti því
aðeins eftir 35 tonn af
sínum kvóta. Síðan tekur skip-
stjórinn 170 um borð i skipið
og kemur með til lands, sem þýðir
að báturinn er kominn 155 tonn
fram yfir leyfilegt magn. Þetta er
ákaflega gróft. Skipstjórinn
verður kærður og málið látið fara
dómstólaleiðina. Það er ákveðið
að þeir, sem fara mikið fram yfir
215 tonna markið, megi búast við
að það komi þeim í koll síðar, því
það verða síldveiðar næsta haust.
Dýrar kartöfi-
Þoldi Kópavogskirkja
ekki sprengingarnar?
UNNIÐ er af kappi að cndurskoð- í
un aðalskipulags Reykjavfkur um
þessar mundir. Skipulagsnefnd
borgarinnar hefur undanfarið
fjallað um einstaka þætti endur-
skoðunarinnar. Innan hennar
hefur verið rætt um þá valkosti
sem fyrir hendi eru og reynt að
gera sér grein fyrir þvf sem
nefndin sem slfk kemur til með
að mæla með að því er Ólafur B.
| Thors, forseti horgarstjórnar og
formaður skipulagsnefndar tjáði
Morgunblaðinu í gær.
Gert hefur verið reiknilíkan
eða umferðarspá samkvæmt þeim
forsendum sem gefnar hafa verið
um það sem gera þurfi í borginni
fyrir umferðina til að hún gangi
sem greiðilegast árið 1995 en
skipulagstíminn miðast við það
ár. Að sögn Ölafs er búið að
kynna þessi atriði á formlegum
fundi i borgarstjórn og kvað Ölaf-
ur skipulagsnefnd vinna nú að
því kerfisbundið að afgreiða ein-
staka þætti máisins, en síðan yrði
gangurinn sá að endurskoðun
skipulagsins kæmi í heild sinni
fyrir borgarráð og þaðan væntan-
lega fyrir borgarstjórn. Ölafur
kvaðst vonast til að skipulags-
Framhald á bls. 47.
FYRIR nokkru urðu menn varir
við að sprungur voru komnar í
veggi Kópavogskirkju á nokkrum
stöðum, en enn er ekki fyllilega
vitað um ástæðuna fyrir spungu-
myndunum. Guðmundur Guð-
jónsson, meðhjálpari kirkjunnar,
sagði þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann f gær, að grun-
semdir væru um, að sprungurnar
stöfuðu af öllum sprengingunum
á undanförnum árum f Kópavogs-
gjánni. Kópavogskirkja stendur
að vfsu nokkuð langt frá gjánni,
en hæst á berginu og þegar
sprengt er leitar krafturinn ávallt
upp f hæsta punktinn.
Guðmundur sagði, að sér-
fræðingar teldu þó að fjarlægðin
væri of mikil til þess, að spreng-
ingarnar gætu hafa skemmt kirkj-
una, en engin úttekt hefði enn
farið fram á þessu máli.
Óðinn kemur
í lok nóvember
EINS OG skýrt hefur verið frá, er
varðskipið Óðinn nú í gagngerð-
um breytingum í Danmörku. Upp-
runalega átti verkinu að vera lok-
ið um þessi mánaðamót, en því
hefur seinkað nokkuð. Landhelg-
isgæzlan hefur nú fengið staðfest
að skipið verði tilbúið þann 21.
nóvember n.k. og ætti því að
koma heim í lok mánaðarins.
Því fór sernfór
Landhelgisgœzlumenn við
löggœzlu á álagabletti
ROSKIÐ fólk og langminnugt í
Siglufirði krossaði sig og bað
guð að hjálpa starfsmönnum
Landhelgisgæzlunnar, þegar
fréttist að þrír þeirra hefðu
legið í tjaldi úti í Þórðarhöfða
og snætt þar villt jarðarber
meðan þeir voru að mæla út
siglfirskan bát er þeir höfðu
grunaðan um landhelgisbrot.
Ástæðan fyrir þessum ótta
gamla fólksins er einfaldlega
sú, að þessi staður á Þórðar-
höfða þar sem jarðarber vaxa
villt hefur frá fornu fari verið
talinn álagablettur. Þess er
jafnvel getið I Þjóðsögum Jóns
Árnasonar og allt fram á
þennan dag hefur verið uppi
fólk sem aldrei beið þess bætur
að hafa neytt villtu jarðarberj-
anna í Þórðarhöfða, að þvl er
fréttaritari Morgunblaðsins í
Siglufirði tjáði okkur.
Að fengnum þessum upp-
lýsingum höfðum við óðar sam-
band við Hálfdán Henrýsson,
einn þremenninganna, og
spurðum hvernig heilsan væri.
Hann reyndist þá vera við
hestaheilsu eftir allt saman, og
kvaðst ekki vita til að neinum
þeirra þriggja hefði orðið meint
af dvölinni í Þórðarhöfða.
„Jú, jú, við vissum vel að
þarna væri álagablettur," sagði
hann, „því að bóndinn á
þessum slóðum hafði sagt
okkur af þvi áður en við
lögðumst þar út. Hins vegar
minntist hann ekkert á að vara-
samt væri fyrir okkur að neyta
berjanna, enda borðuðum við
þau af beztu lyst. Trúi ég
heldur ekki öðru en hann hefði
látið okkur vita, ef berin væru
illkynjuð, því að þetta er nú
einu sinni fréttaritari Morgun-
blaðsins og hinn áreiðanlegasti
maður I hvívetna. Hafi bölvun
álagablettsins komið fram á
okkur, þá held ég að hún hljóti
að hafa verið í því fólgin að
gummbáturinn okkar bilaði
þegar mest reið á og að við
misstum af landhelgis-
brjótnum," sagði Hálfdán.