Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 5 TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Töluverðar sviptingar eiga sér stað í leiknum, eins og sjá má. Leikendur I Járnhausnum á sviðinu I Félagsheimili Seltjarnarness. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) „Undirbúningurinn fyrir þessa sýn- ingu hefur staðið lengi," sagði Inga Lára Baldvinsdóttir úr leiknefndinni okkur. „Fyrst var að velja leikritið og síðan að ráða fólk í hlutverkin og til starfa við sýninguna. Ráðningin fór þannig fram að við auglýstum eftir þátttakendum og síðan vorum við með ópnar æfingar, þar sem allir gátu mætt og fengið að spreyta sig og ég held að þorri þeirra sem gaf sig fram sé með í sýningunni. Raunverulegar æfingar hófust síðan 17 september og fólkið hefur lagt hart að sér allt síðan." En hvers vegna varð Járnhausinn fyrir valinu? „í fyrsta lagi þótti okkur tlmabært að taka fyrir íslenzkt leikverk, hið fyrsta frá því að Herranóttin var endurvakin 1922," svaraði Inga Lára „Við höfðum auðvitað í byrjun sett upp hvaða kröfur við gerðum til heppilegs viðfangsefnis, og Járnhausinn reyndist við athugun uppfylla mjög margar af þeim kröfum — leikurinn krefst margra þátttakenda, t.d eru hlutverkin um 30, nú, þetta er frekar hresst og skemmtilegt verk, það býður upp á frekar auðvelda lausn hvað snertir all- an sviðsbúnað, ekkert hlutverkanna er úr 5. bekk. „Eyvindur er að ýmsu leyti merkilegur persónuleiki," tjáði leikar- inn okkur. „Hann er sá sem rær öllum árum í þorpslífinu og hann kemst upp með allt Það hefur verið ofsalega gam- an að fást við þessa persónu, og ég get að mörgu leyti skilið hana — það hlýtur að vera óskaplega gaman að geta teymt vitlausan múginn svona á asnaeyrunum " Sonur þorpskóngsins er ekki mikið ómerkari persónuleiki og það er Hösk- uldur Höskuldsson úr 3-bekk sem leik- ur Randver Örn. „Þetta er sannkallaður pabbadrengur," sagði Höskuldur, „hann er sonur mannsins sem á allan staðinn, svo að hann lítur á sig sem heilum klassa fyrir ofan alla aðra á staðnum. Hann kemst upp með að segja hluti sem ýmsir aðrir fá ekki að segja, enda sígjammandi og kjaftfor — hann er í stuttu máli það sem við köllum töffara Mér finnst skemmtilegt að leika þessa persónu enda finnst mér hún liggja nokkuð vel fyrir mér Ég er annars ferlega hress með þetta allt saman, þetta hefur að vísu verið erfitt núna síðast en lærdómsrikt ” Ragnheiður Gyða Jónsdóttir leikur F „A fyrst og fremst að vera hressileg sýning” Herranótt M.R. sýnir Járnhausinn I fyrsta sinn í rúma hálfa öld er Islenzkt leikverk viðfangsefni Herra- naetur Menntaskólans I Reykjavík, en sl. miðvikgdagskvöld frumsýndu menntskælingar söngleikinn Járnhaus- inn eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni i Félagsheimili Seltjarnar- ness. Herranóttin ræðst þannig ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þvl að Járnhausinn er viðamikið verkefni fyrir ungt áhugafólk, frekur á starfs- krafta og^aðstöðu — svo að ekki sé talað um peninga á þessum slðustu og verstu timum. En menntskælinga skortir ekki kjark- inn fremur en fyrri daginn, og þegar þessar linur eru skrifaðar er sýning þeirra á Járnhausnum orðin„að veru- leika, frumsýningin að baki Mennta- skólanemar munu siðan sitja einir að fyrstu þremur sýningunum en að þvl búnu verða þrjár sýningar fyrir al- menning, hin fyrsta mánudaginn 10 nóvember þá þriðjudaginn 1 1 nóvem- ber og föstudaginn 14 nóvember Verða aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn og I Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar. Eins og vænta má liggur mikil vinna að baki þessum sýningum. Alls taka um 60 nemendur þátt i söngleiknum, æfingar hafa oftast hafizt á miðnætti og staðið fram á rauða nótt. Nokkrir aðstandenda Herranætur sem Mbl hitti að máli, sögðu lika að ekki hefði eftirtektin ætið verið upp á það bezta, þegar komið var I skólann morguninn eftir heldur mjög erfitt og hentar þvi vel áhugafólki.” Inga Lára gat um leiksviðið en það er raunar kapltuli út af fyrir sig, þvi að þar er bryddað upp á nýjung í skólastarf- inu. „Það stendur þannig á því," tjáði Inga okkur, „að sviðið var unnið sem verkefni i 5 bekk og liður I byggingar- list, sem þar hefur verið tekin upp sem valgrein Þetta er þvi fyrsti vlsirinn að þvl að tengja saman félagsllfið og námið en það hefur einmitt lengi verið baráttumál forkólfa I félagsllfinu að fá þau störf sln að einhverju leyti metin." Steinunn Jóhannesdóttir leikstýrir Járnhausnum, og má hún heita eini utanaðkomandi krafturinn er unnið hefur við þessa uppfærslu. Að vísu hefur Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, æft söngvana en hann er kennari við skólann og sama er að segja um Stefán Benediktsson, arkitekt, sem leiðbeindi við gerð leikmynda o.fl Undirleik ann- ast hins vegar fjögurra manna hljóm- sveit og eru hljóðfæraleikararnir sóttir i raðir nemenda Þá er komið að þvl að svipast um í Járnhausnum og viti menn — við blasir stéttabaráttan í sinni dapurleg- ustu mynd. Vettvangur leiksins er sjáv- arþorp. Þar býr stórhuga framkvæmda- auðjöfur sem heldur I alla spotta, og almúginn lýtur honum auðmjúkur nema hvað ein manneskja er til að halda uppi skeleggu andófi. Persónugervingur útgerðarauðvalds- ins i leiknum heitir Eyvindur Arason og er hann leikinn af Sigurði Halldórssyni hins vegar Völu svörtu, sem er, eins og aðrir leikendanna sögðu — „fulltrúi hinnar heilbrigðu skynsemi" I þorpslif- inu, stendur keik og hvergi smeyk gagnvart peningavaldinu og sér I gegnum sjónvarspil þess „Vala svarta er skapmikil og kýreigandi, eins og segir i persónulýsingum með leikrit- inu," sagði Rangheiður okkur, „og það segir eiginlega allt um persónuna Hún berst ein gegn óréttlætinu og sýndar- mennskunni, og er þannig fulltrúi hinnar heilbrigðu alþýðu sem ekki læt- ur hafa sig að flfli " I viðtölum við þessa ungu leikendur var greinilegt að þeim fannst mikið til um fangbrögðin við Þaliu. „Ég held að við höfum ekki lært minna af þvi að standa i þessu en að sitja á skólabekkn- um, þótt námið sé annars konar og komi ekki fram á einkunnablöðunum," sagði t.d. Vilhelmina Haraldsdóttir sem situr í leiknefnd Herranætur og fer auk Framhald á bls. 24 Steinunn Jóhannesdóttir, leikstjóri, og Atli Heimir Sveinsson, söngstjóri. Sonur framkvæmdamannsins t ptáss- inu dispúterar við eina sfldarstúlk- una. eykst úrvalið af stórglæsilegum vetrarfatnaði. Sjón er sögu ríkari SIMI FA SKIPTIBOPÐI 2S155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.