Morgunblaðið - 07.11.1975, Síða 38

Morgunblaðið - 07.11.1975, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBLR 1975 Þeir stóru eftir í meistarakeppninni Ekkert lið frá Norðurlöndunum kamst áfram Það verður sannkallaður hákarlaslagur þegar átta liða úrslitakeppni Evrópubikar- keppni meistaraliða í knatt- spyrnu hefst I marz. Segja má að iiðin sem eftir eru f keppninni séu hvert öðru frægara og betra, en f hópi þessum eru meistarar Frakklands, Vestur-Þýzkalands, Spánar, Sovétrfkjanna, Hollands, Portúgals og Júgóslavfu, auk nú- verandi bikarhafa, Bayern Miinchen frá Vestur-Þýzkalandi. Þau úrslit sem komu mest á óvart f Evrópubikarkeppninni í fyrrakvöld voru í leik spænsku meistaranna, Real Madrid og ensku meistaranna, Derby County. Fyrri leik liðanna, f Eng- Iandi, hafði Iyktað með stórsigri Derby 4—1, og fráleitt hafa þeir verið margir sem talið hafa mögu- leika á því að Spánverjunum tæk- ist að vinna upp þennan mun á heimavelli sfnum, jafnvel þótt vit- að væri að þar yrðu þeir erfiðir viðureignar. Fyrir leikina á Spáni sögðu Derby-menn að þeir myndu leggja áherzlu á varnarleikinn hjá sér, og freista þess að ná jöfnu. Það kom líka fljótlega fram, að Derby-menn'stilltu upp liði sínu þannig að flestir voru Holbœk í forystu ÞEGAR tveimur umferðum er ólokið I dönsku 1. deildar keppninni I knatt- spyrnu, er staða efstu liðanna sú, að Holbæk er I fyrsta sæti með 38 stig, en Köge i öðru sæti með 37 stig og Næstved I þriðja sætimeð 36 stig. Ýmislegt getur þvi enn gerst, en Holbæk-liðið á fremur létta andstæð- inga eftir, og er þvt almennt spáð sigri I 1. deildinni ! ár. Sem kunnugt er lék Jóhannes Eðvaldsson með Holbæk liðinu um tima ! vor, eða fram til þess að hann gerði samning við skozka liðið Celtic. Meistarar fyrra árs, KB, eru ! fjórða sæti ! deildinni með 33 stig, en síðan koma Esbjerg með 32 stig. B 1903 með 31 stig, AaB með 30 stig, B 1901 með 30 stig, Vanlöse með 30 stig, Randers Freja með 25 stig, Vejle með 24 stig. Frem með 22 stig, Fremad með 22 stig, B 93 með 21 stig og á botninum eru Slagelse með 20 stig og B 1909 með 1 7 stig. staðsettir við vftateigslínuna. En Real Madrid lét þetta ekki á sig fá. Þegar á 5. mfnútu skoraði Martinez fyrsta mark leiksins, eft- ir að vörn Derby hafði verið leik- in sundur og saman, og slíkt kom reyndar hvað eftir annað fyrir f fyrri hálfleiknum, án þess að Spánverjunum tækist að bæta við mörkum. Máttu Derby-menn þvf vera bjartsýnir er gengið var til leikhlés. I seinni hálfleiknum hélt svo sama pressan áfram að marki Derby, og brátt kom að því að staðan var 3—0. Þá skoraði Carlie George fyrir Derby, en sjö mínútum fyrir leikslok var dæmd vftaspyrna á Englendingana sem Pirri skoraði sfðan úr. Að leiks- lokum var staða liðanna því jöfn og varð að framlengja leikinn. Ákaft hvattir af um 120 þúsund áhorfendum börðust Spánverj- arnir eins og ljón og tókst að skora það mark sem með þurfti. Þá vakti það athygli að Bayern Miinchen Ienti f miklum erfiðleik- um með sænska liðið Malmö FF. Svfarnir höfðu unniðfyrri leikinn 1—0, og f Þýzkalandi var staðan 0—0 þangað til skammt var til leiksloka en þá tók þreytu að gæta í sænska liðinu og Durnberger tókst að skora fyrir lið sitt og örfáum mínútum fyrir leikslok bætti svo Svíinn í Bayern-liðinu, Conny Thorstensson, öðru marki við og meistararnir halda þvf áfram í keppninni. Liðin átta sem eftir eru í meistarakeppninni eru eftirtalin: St. Etienne, Frakklandi Borussia Mönchengladbach, V- Þýzkalandi Bayern Miinchen, V-Þýzkalandi Real Madrid, Spáni Dynamo Kiev, Sovétríkjunum PSV Eindhoven, Hollandi Benfica, Portúgal Hadjuk Split, Júgóslavíu. Eftir leikina í fyrrakvöld verða veðmangarar að endurskoða afstöðu sína, en fyrir þá var staðan þannig í Bretlandi að flest- ir veðjuðu á Derby County. Bikarhafar Þá má búast við að slagurinn í 8-liða úrslitunum í keppni bikar- hafa verði ekki sfðri en hjá meistaraliðunum. Því miður er okkur ókunnugt um úrslit eins leiks f sextán liða úrslitunum: Halada og Sturm Graz, en þau lið sem tryggt hafa sér rétt til að leika f átta liða úrslitunum eru: West Ham United (Englandi), Eintracht Frankfurt (V- Þýzkalandi), Wrexham (Wales), Celtic (Skotlandi), Sachsenring Zwickau (Póllandi), Anderlecht (Belgfu) og FC den Haag (Hol- landi). UEFA-bikarkeppnin Sextán lið eru nú eftir f UEFA- bikarkeppninni í knattsDvrnu oe eru þau eftir talin: Club Briigge (Belgíu), Ajax (Hollandi), FC Porto (Portúgal), Stal Mielec (Póllandi) Spartak Moskvu (Sovétríkjunum), Milan AC (Italfu), Liverpool (Englandi), Hamburger SV (Þýzkalandi), Inter Bratislava (Tékkóslóvakíu), Vasas (Ung- verjalandi) AS Roma (Italíu), Barcelona (Spáni) Levski Spartak Sofia (Búlgarfu), Torpedo Moskvu (Sovétríkjun- um) og Dyanmo Dresden (A- Þýzkalandi). Af upptalningunni má sjá að í keppninni ef nú ekkert Norður- landalið eftir, en þrjú komust áfram f aðra umferð, Akranes frá íslandi og Malmö FF og öster frá Svfþjóð. Blakmennirnir fð mörg verkefni f vetur, en ef að likum lætur eru ekki vonir um marga sigra I landsleikjum hjð þeim. Myndin er úr landsleik islands og Englands ð dögunum, og er það Indriði Anrórsson sem þarna reynir aS skella. 10 6LAKL1HIDSLEIKIR FYRIRHUGABIR Á FUNDI sem stjórn BLl hélt með blaðamönnum sl. miðviku- dag kom fram að fyrirhugaðir eru 10 landsleikir f vetur. Um sfðustu helgi var leikið gegn Englend- ingum, síðan verður leikið gegn Færeyingum 5. og 6. desember og fara þeir báðir fram hér heima. Það kom einnig fram að Færey- ingar eru mjög fúsir til samvinnu við okkur og hafa ákveðið að gefa bikar, sem keppt verði um næstu fimm ár. Lftið er vitað um getu Færey- inga í blaki, en þeir eru með álfka mörg lið í sínu landsmóti og við. í janúar er svo undankeppni Ólympíuleikanna, sem fram fer á Italíu og lentu Islendingar í riðli með Austur-Þjóðverjum, Minnispeningor Ólppínnefndar ÓLYMPÍUNEFND islands hefur gef- ið út minnispenlng úr silfri i tilefni Ólympiuleikanna í Montreal og Innsbruck á næsta ári. Penmginn teiknaði Pétur Halldórsson Annars vegar á peningnum er merki Ólympiuleikanna í Montreal og hin- um megin merki Ólympíunefndar Islands. Gefnir verða út 2000 peningar og hver peningur númer- aður, en fs-spor annaðist fram- leiðsluna. Þetta er i annað sinn sem Ólympiunefnd islands gefur út minnispening Hinn fyrri var gefinn út fyrir leikana i Múnchen 1972. Nokkur stykki af honum eru til enn þá og fást þau á skrifstofu (Si i Laugardal Ágóða af sölu minnis- peningsins verður varið til að standa straum af kostnaði við þátttöku íslands i Ólympiuleikunum. Olympíunefndin sér um 30% kostnaðar vegna þátttöku íslendinga í Ólympíuleikum ÓLYMPÍUNEFND íslands efndi i gær til fundar með fréttamönnum og var þar greint frá starfi nefndar- innar fyrir Ólympiuleikana i Inns- bruck og Montreal á næsta ári Frá þvi i desember 1973 hafa verið haldnir 40 fundir hjá framkvæmda- nefndmni og á þeim m a. ræddar fjárhagsleiðir vegna kostnaðar við þátttöku islenzkra Iþróttamanna á leikunum Auk almennrar fjársöfn- unar hefur verið gefinn út minnis- peningur, um aðrar beinar fjár- öflunarleiðir er ekki að ræða af hálfu nefndarinnar, nema hvað Ólympiu- dagurinn siðastliðið sumar gaf um 200 þúsund krónur i tekjur Hversu margir íslendingar verða meðal keppenda á Ólympiuleikun- um næstu er enn ekki ákveðið, en á vetrarleikunum i Innsbruck verða keppendurnir 8 talsins Nær öruggt má telja að frjálsar íþróttir, lyftingar, sund og jafnvel júdó eigi þar sína fulltrúa. Þá er enn möguleiki á því að islenzka handknattleikslandsliðið komist til Montreal, en varla verður um aðrar íslenzkar keppnisiþróttir að ræða. Rætt hefur verið um að islenzk glíma verði sýnd á leikunum og framkvæmdaraðilum verið ritað í þvi sambandi Unglingabúðir verða starfræktar i sambandi við OL i Montreal og er unnið að þvi að íslenzk ungmenni verði í þeim báð- um. Það kom fram á fundinum í gær að fjárskortur háir mjög starfsemi Ólympíunefndarinnar, enda eru fjár- öflunarleiðir fáar. Riki mun þó væntanlega greiða 55% af kostnaði vegna þátttöku í leikunum eins og áður, sveitarfélögin um 15% og verður hlutur Ólympíunefndarinnar þvi um 30%, auk þess sem sérsam- böndunum verða væntanlega veittir einhverjir styrkir til undirbúnings. Búlgarfu, Spáni og Indónesíu. Landinn á sennilega litla mögu- leika á sigri gegn þessum þjóðum og er ferðin meira farin til að okkar menn fái að sjá og kynnast með eigin augum því bezta í íþróttinni. A bakleiðinni frá Italíu verður svo komið við i Englandi og leikn- ir tveir- leikir. Þá kom fram á fundinum að væntanlegur er hingað til lands erlendur þjálfari, Erík Skarback frá Svíþjóð, og mun hann taka við þjálfun lands- liðsins frá miðjum desember og fara með því út í janúar og stjórna þvl í sex landsleikjum. Erik þessi er blakmönnum ekki með öllu ökunnur, því hann kom hingað veturinn sem við spiluðum við Noreg og þjálfaði þá lands- liðið nokkurn tfma. — Þá eru fyrirhugaðir landsleikir við Fær- eyinga í des. '76 og einnig við Ira bæði heima og heiman 1976—77, og þá væntanlega með bæði karla og kvennalandslið, og yrði það þá fyrsti blaklandsleikur Islands í kvennaflokki. Á þessu sést að mikil gróska er i blakinu og á þessi skemmtilega fþrótt án efa eftir að auka vinsældir sínar hérlendis, en talið er að um 65 milljónir manna iðki nú blak í heiminum (1973) en íþróttin er ekki nema 80 ára gömul og aðeins 11 ár frá því að hún var viðurkennd sem Ölympíufþrótt. HG í forystu Kvennalið HG í Kaupmanna- hofn, sem mætir Valsstúlkunum f Evrópubikarkeppni meistaraliða í handknattleik, hefur forystu f dönsku 1. deildar keppninni og hefur liðið hlotið 9 stig eftir 6 leiki. Elnkunnagiöfln VEGNA mikilla þrengsla f blaðinu f gær, varð einkunnagjöf fyrir leiki Vals og Ármanns og Fram og Vfkings 1 1. deiidar keppni Islandsmótsins 1 handknattleik að bfða, en hún birtist hér með. LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 2 Olfert Naabye 1 Stefán Hafstein 2 Gunnar Traustason 2 Friðrik Jóhannsson 2 Hörður Kristinsson 2 Jón Ástvaldsson 1 Pétur Ingólfsson 3 Ilörður Harðarson 1 Jón Viðar Sigurðsson 2 LIÐVALS: Ólafur Benediktsson 3 Bjarni Guðmundsson 3 Þorbjörn Guðmundsson 2 Jóhannes Stefánsson 2 Guðjón Magnússon 1 Steindór Gunnarsson 2 Stefán Gunnarsson 2 Jón Karlsson 1 Jón Pétur Jónsson 3 Gunnar Björnsson 1 DÓMARAR: Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson 3 LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 4 Andrés Bridde 2 Kjartan Gfslason 2 Pálmi Pálmason 4 Arnar Guðlaugsson 2 Pétur Jóhannesson 2 Hannes Leifsson 1 Gústaf Björnsson 2 Jón Árni Rúnarsson 2 Sigurbergur Sigsteinsson 2 Ragnar Hilmarsson 1 LIÐ VÍKINGS: Sigurgeir Sigurðsson 2 Rósmundur Jónsson 2 Skarphéðinn Óskarsson 2 Páll Björgvinsson 3 Magnús Guðmundsson 1 Jón Sigurðsson 2 Viggó Sigurðsson 2 Erlendur Magnússon 2 Þorbergur Aðalsteinsson 1 Ólafur Jónsson 1 Ólafur Friðriksson 1 Stefán Halldórsson 3 DÓMARAR: Valur Benediktsson og Magnús Pétursson 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.