Morgunblaðið - 07.11.1975, Page 31

Morgunblaðið - 07.11.1975, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975 31 Baldur Már Karls- son — Kveðja Fæddur 1.7. 1938 Dáinn 8. 10. 1975 Þá mæðubára minnasta rís, ó, maður, hvert eitt sinn þér sýnist bráður bani vfs sem bátur sökkvi þinn. Þú kveinar hrelldur: „Hvar ert þú, sem hafsins öldur batzt? Þú, Drottinn, ert mér dulinn nú, 'þú, Drottinn, sefur fast.“ Nei, þótt hann sýnist sofa fast og sinna þér ei hót, lát ei að heldur hugfallast, en hraustur statt á mót. Ei sefur hann, þótt sofum vér, hann sigrast ei af blund. 0, gætum vér í veröld hér svo vakað eina stund. Sjá, Drottinn vakir, vakir æ og veit hvað bjarga má, hann stillir vind og stöðvar sæ og stýrir skerjum frá. Ó vak þú sjálfur stutta stund, hvort stríð er eða greið, þvf stórt er pund, en stirð er mund og stutt er æviskeið. Ó, lát þér annt að vaka vel, en vert ei hræddur þó, er hörð að dynja háskaél á heimsins ólgusjó. Þótt völt sé skeið og vant um ráð og veik þfn lífsins bönd, er stýrið gott því stór er náð og sterk er Drottins hönd. Þótt boðar skelli’ á bátinn þinn, ei byljótt hræðstu él. því stendur sá við stjórnvölinn, er stýrir öllu vel, og yfir kalda dauðans dröfn frá djúpi hörmungar hann leiðir þig í lífsins höfn á landi sælunnar. (Vald. Briem) Systkini, mágur og mágkonur. Steingrímur heildsali — Hinn 12. okt. s.l. lézt á Landa- kotsspitalanum Steingrímur Þor- leifsson, heildsali. Lát hans bar að með snöggum hætti. Það var hjartabilun. Hann hafði dvalið á sjúkrahúsinu í rúman hálfan mánuð vegna rannsóknar og lítils- háttar aðgerðar, hafði þar fulla fótavist og fór heim miðvikudag- inn 15. og tók þá upp sín fyrri störf endurnærður eftir hvfldina. Aðfararnótt laugardagsins veikt- ist hann og er fluttur f skyndi á sjúkrahúsið að nýju og er allur að morgni sunnudagsins. Það mun hafa verið árið 1942, sem leiðir okkar Steingríms lágu fyrst saman. Hann var þá skrif- stofumaður hjá heildverzlun Við- ars Thorsteinsson & Co, sem var til húsa að Vallarstræti 4. An nokkurs sérstaks tilefnis, sem ég minnist, myndaðist strax með okkur ákveðinn kunningsskapur, sem fljótlega leiddi til vináttu. Sú vinátta hélzt til hinztu stundar og bar þar aldrei skugga á. Ég kom til hans á sjúkrahúsið rúmri viku áður en hann lézt, en vegna fjar- veru frétti ég ekki lát hans fyrr en nokkru sfðar. Hann var jarð- settur í Fossvogskirkjugarði mánudaginn 20. október. Steingrímur Þorleifsson var fæddur að Hafrafelli f Rqykhóla- sveit 2. júní 1914. Foreldrar hans voru hjónin Þorleifur Eggertsson og Kristín Helga Gísladóttir. Ungur að árum fór hann að heiman, stundaði nám við Sam- vinnuskólann, vann síðan hin og önnur störf, er til féllu. Þá gerðist þann skrifstofumaður hjá Vél- smiðju Kristjáns Gíslasonar að Nýlendugötu 15, siðan hjá Viðari Thorsteinsson eins og fyrr segir og síðast hjá Raftækjaverzlun Is- lands h/f. Árið 1950 stofnaði hann sitt eigið innflutningsfyrir- tæki og rak það um nokkurra ára skeið. Þá flytur hann til Þýzka- lands og dvelur þar í 7 ár, í Ham- borg og Munchen. Viðfangsefnin voru hin sömu: viðskipti við þar- lenda og islenzka aðila. Vorið 1964 kemur hann aftur heim og hefur að nýju fyrri innflutnings- verzlun, en það voru aðallega hljómplötur, segulbönd og ýmsir hlutir til útvarpsviðgerða. Steingrímur Þorleifsson var á ýmsa lund sérstæður pebsónu- Þorleifsson Minning leiki. Hann var mjög vel greindur, hafði óvenjulega hæfi- leika til að bera f umgengni við aðra og sérstaklega áreiðanlegur á viðskiptasviðinu. Aldrei var reynt að hilma yfir neitt, hlut- irnir sagðir eins og þeir voru, enda ávánn hann sér traust allra, sem hann skipti við. Hann var mikill tungumálamaður og lip- urðina og hógværðina bar hann ávallt með sér. Það voru margir ferðamennirnir og námsmenn- irnir f Þýzkalandi, sem hann greiddi götu, og margir þeirra héldu við hann fullri tryggð eftir það. Steingrímur var ekki vin- margur í orðsins fyllstu merk- ingu, en hann var sérstaklega vin- fastur, þar sem hann tók því. Hann naut sín bezt í fámenni, og þá ekki sfzt við rabb um heima og geima eða í þögn við góða tónlist, en hann hafði orðið mjög góða þekkingu á tónlistarmálum. Steingrímur var tvíkvæntur. Hann og fyrri kona hans slitu samvistum, en síðar gekk hann að eiga þýzka konu, Barböru Haden- feldt frá Hamborg. Lifir hún mann sinn ásamt tveim börnum þeirra. Aður eignaðist hann fjög- ur börn, sem öll eru á lífi. Með þessum fáu orðum kveð ég og mín fjölskylda einn af okkar beztu vinum. Um leið færum við eiginkonu hans og börnum beztu samúðarkveðjur. Haukur Eggertsson. — Kveðjubréf Framhald af bls. 10 höfundum söluskatt f samræmi við sölu bóka þeirra. Það viðhorf rfkti ekki innan nefndarinnar og reyndar munu ýmsir félagar Sveins í sendinefndinni vera því ósammála. I sambandi við viðtals- bækur eins og bækur Sveins er álitamál hvort viðmælendurnir eigi ekki jafnan rétt á viðbótarrit- launum og sá sem færði í letur. (10. höfundurinn hjá ráðherra^ var Björn Bjarman en hann mun hafa verið þar að beiðni hinna höfundanna en ekki á eigin vegum, enda gaf hann ekki út neina bók árin 1970—73). Flestir þessara höfunda stóðu að mótmælabréfi til Alþingis í ársbyrjun 1975. I frétt um það mál, sem birtist í Morgunbl. 8. mars 1975, segir svo m.a.: „Sextán höfundar hafa sqnt Alþingi mót- mælabréf, þar sem þeir segjast telja að hlutur þeirra hafi verið ósæmilega fyrir borð borinn og krefjast þeir endurmat á störfum úthlutunarnefndar viðbótarrit- launa, sem þeir telja allsendis óviðunandi." Hér fer á eftir skrá um verk þeirra 9 höfunda sem undirrituðu bréfið en tóku ekki þátt í heimsókninni til ráðherra. Andrés Kristjánsson Sótt um 1973 fyrir: Ágúst á Hofi leysir frá skjóðunni, útg. 1970, Ágúst á Hofi lætur flest flakka 1971, þýðingar: Anna (ég) Anna eftir Rifbjerg o.fl. 1970—1972. Sótt um 1974 fyrir: Af Iffi og sál, viðtals- bók (Ásg. Bjarnþórsson) 1973. Eiríkur Sigurðsson Sótt um 1973 fyrir: Undir Búlandstindi. Autfirskir sagnþættir 1970, Frissi á flótta, barnasaga 1970, Óskar f lffsháska, unglingabók 1971, Með oddi og egg, minningar Ríkharðs Jónssonar 1972, Barnaskóli Akur- eyrar f 100 ár 1972, Islenskar barna- og unglingabækur 1900—1971, 1972. Sótt um 1974 fyrir: Ræningjar í Æðey, útg. 1973(barnab. Höf. ítrekar að Með oddi og egg hafi verið metsölubók árið 1972. Halldór Laxness hlaut viðbótar- ritlaun 1973 fyrir Guðsgjafaþulu, útg. 1972, Yfirskygða staði 1971, Innansveitarkrónfku 1970. Sótt 1974, en eina útgáfan á árinu 1973 var ritgerðin Forneskjutaut í Skirni. Eins og nefndin gat um í yfirlýsingu s.l. vor mun umsókn Halldórs sprottin af misskilningi hans, eða lögfræðilegs umboðs- manns hans, á úthlutunarreglum nefndarinnar. Ingólfur Kristjánsson Sótt um 1973 fyrir: Dagur og ár, ljóðabók 1972, og Prófastssonur segir frá, minningar Þórarins Árnasonar frá Stórahrauni 1972. Aðstand- endur sóttu um aftur 1974 fyrir sömu verk að höfundinum látn- um. Það ár var eingöngu veitt til verka útgefinna 1973. Magnús Jóhannsson frá Hafnar- nesi sótti ekki um 1973. Sótt um 1974 fyrir: Heimur f fingurbjörg, samin og útg. 1966, flutt í útvarpi 1973. Snjólaug Bragadóttir. Sótt um 1973 f. bókina Næturstaður — brot úr lffi borgarbarna, útg. 1972. Sótt um 1974 fyrir: Ráðs- kona óskast í sveit 1973. Sverrir Kristjánsson Sótti ekki um 1973 en átti þá hlut að bók ásamt Tómasi Guðmundssyni í flokknum Islenskir örlagaþættir. Sótti 1974 fyrir sömu bók og Tómas: Gullnir strengir 1973. Tómas Guðmundsson hlaut við- bótarritlaun 1973, gaf út Ljóða- safn 1972 og átti aðild að íslensk- um örlagaþáttum ásamt Sverri Kristjánssyni, þ.á m. bókinni Fýk- ur í sporin 1972. Sótti 1974 fyrir — Minning Framhald af bls. 30 greip ekki inn í nema sérstakar ástæður væru til. I þessu kann að nokkru leyti að liggja skýringin á því, að flestir starfsmanna hans hafa unnið hjá honum áratugum saman og á 31 árs afmæli fyrirtækisins sl. vor reyndist meðalstarfsaldur þeirra vera 18 ár og segir það sina sögu. Hann reyndist starfsmönnum sín- um vinur f raun og sneri ekki við þeim baki þótt á móti blési. Marg- oft henti það, að hann veitti þeim fjárhagslega aðstoð um lengri eða skemmri tíma. Stefán var elskaður og virtur af starfsfólki sínu er nú kveður hann hinztu kveðju. Eiginkonu og fjölskyldu allri færum við að lokum innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn. bókina Gullna strengi, útg. 1973, sama ár ritstýrði Tómas og bjó tií prentunar æskuljóð Guðmundar G. Hagalíns: Þá var ég ungur. Þórhallur Guttormsson. Sótti ekki um viðbótarritlaun 1973, hins vegar 1974 fyrir: Brynjólfur biskup Sveinsson i bókaflokknum Menn í öndvegi, útg. 1973. Hin nýja úthlutunarnefnd hef- ur til umráða á fjárlögum 1975 12 millj. króna eða sömu upphæð og áður. I 2. gr. reglnanna segir m.a.: „Úthlutun miðast við ný ritverk, útgefin eða flutt opinberlega á árinu 1974.“ Breyting frá þvi i fyrra er viðbót orðsins „ný“, en með því er að fullu komið í veg fyrir að veitt verði fyrir endurút- gáfur. I 3. gr. segir m.a.: „Veiting til hvers höfundar nemi 300 þús- und krónum", eða eins og í fyrra, með heimild til nokkurra hækkunar eða lækkunar, verði nefndin sammála um það. Erindi rithöfundanna níu á fund ráð- herra var að fá þessum reglum breytt svo að þær nái aftur til ársins 1970 og muni þeir „rithöf- undar sem óumdeilanlega hafa verið beittir ranglæti" eins og það er orðað i nefndum blaðavið- tölum, þá fá leiðréttingu mála sinna. Árið 1973 voru 67 sem ekkert fengu og 1974 voru þeir 56, sumt kannski sömu aðilar svo að samanlögð tala gæti orðið lægri en 123, segjum 90 að órannsökuðu máli. I þeim hópi eru margir sem ekkert hefur heyrst frá en eru að okkar mati jafnréttháir eða rétt- hærri þeim sem hafa gengið fram fyrir skjöldu. Ef reglurnar væru nú teygðar og togaðar þannig að allir rithöfundarnir 9, sem fóru til ráðherra, fengju „ranglætið bætt“, mundu langflestir hinna fljóta með sem sóttu og fengu enga úrlausn. Þá mundi fjár- hæðin naumast hrökkva til og ekkert fé yrði eftir handa þeim höfundum sem skrifað hafa bæk- ur á árinu 1974. Hvernig sem á þetta mál er litið hljóta allir að viðurkenna að út- hlutunarnefnd er ærinn vandi á höfndum og hefur verið frá upp- hafi. Fyrirkomulag er gallað og fjármunir of litlir. Um þau atriði er ekki við úthlutunarnefnd að sakast. En þetta fyrirkomulag er til bráðabirgða. Þessum rithöf- undum væri þvi nær að beita orku sinni til að stuðla að því að frambúðarskipulag Launasjóðs rithöfunda verði slikt að það komi réttlátlega niður. Þetta mál er þar með útrætt af okkar hálfu. Reykjavík 3. nóvember 1975, Bergur Guðnason Rannveig G. Ágústsdóttir Þorleifur Hauksson. Lokað frá kl. 13.00—16.00 í dag vegna jarðarfarar. Laugavegs Apótek. Lokað eftir hádegi í dag, föstudag, vegna jarðafarar, Stefáns Thorar- ensen, apótekara. Endurskoðunarskrifstofa Bjarna Bjarnasonar & Birgis Ólafssonar, Austurstræti 7. I \ J é Lokað í dag /egna jarðarfarar 3TEFÁNS THORARENSEN, apótekara jl lyll^ I 1 Lokað í dag i/egna jarðarfarar STEFÁNS THORARENSEN, apótekara £tejfan ‘fkerareHMH k.jf. Lokaðídag vegna jarðarfarar STEFÁNS THORARENSEN, apótekara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.