Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975 17 Varar við endur- skoðun á afstöðu Islands til Evrópu Genf, 6. nóvember. Reuter. ÓLAFUR Jóhannesson viðskipta- ráðherra sagði f dag á fundi ráð- herranefndar Fríverzlunarbanda- lagsins, EFTA, að afstaða nokk- urrar aðildarlanda Efnahags- bandalagsins gæti leitt til þess að tslendingar endurskoðuðu af- stöðu sfna til frfverzlunarsamn- inga sinna við bandalagið. Ráðherrann sagði að útfærslan í 200 mílur væri aðalbaráttumál íslenzku stjórnarinnar. Um við- ræðurnar við Breta, Vestur- Þjóðverja og Belga sagði hann: „Um það er engu hægt að spá, hvernig þeim viðræðum lyktar.“ „Núverandi afstaða eins eða tveggja aðildarlanda EBE getur þegar fram í sækir neytt okkur til að endurskoða þátttöku okkar í samstarfi Evrópurfkja í efnahags- og viðskiptamálum,“ sagði Ölafur Jóhannesson. Mexíkó í 200 mílur Mexíkóborg, 6. nóvember. Reuter. MEXÍKÓSTJÖRN lagði í gær fram frumvarp um 200 mflna fiskveiðilögsögu. Búizt er við að þingið samþykki frumvarpið og útfærslan taki gildi snemma á næsta ári. Einhver auðugustu fiskimið heimsins eru við strendur Mexíkó og erlendum skipum verður bannað að veiða f hinni nýju lögsögu án leyfis stjórn- valda. Erlendum skipum verður þó leyft að sigla í hinni nýju landhelgi. Stór hluti túnfiskafla heims- ins er veiddur innan 200 mílna frá ströndum Mexfkó. Mikill fjöldi japanskra og bandarískra skipa stundar veiðar á þessum miðum. Lögin taka gildi 120 dögum eftir birtingu þeirra í lögbirt- ingarblaði stjórnarinnar að fengnu samþykki þjöðþingsins að sögn fréttaritara AP f Mexf- kóborg. Hækkunum mótmælt Bucarmanga, Kolumbíu, 6. nóv. Reuter. HERMENN og lögregla urðu að beita táragasi til að dreifa 400 manna mótmælafundi sem lét í ljós gremju sína vegna hækk- aðra strætisvagnafargjalda. Voru um 30 manns handteknir en síðan mótmæli hófust vegna hækkana þessara fyrir viku hafa fimm hundruð manns verið teknir höndum. Jörgensen í Caracas Caracas, 6. nóv. Reuter. ANKER Jörgensen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hitti Carlos Andres Perez, forseta Venezuela, hér f dag, en Jörgensen er hingað kominn í þriggja daga heimsókji. Við komuna sagði Jörgensen frétta- mönnum að Danir væru reiðu- búnir að aðstoða Venezuela meðal annars með tækniaðstoð og vélum og tækjum sem þá skortir til að ýmsar iðngreinar geti þróazt eðlilega. Þá hvatti Jörgensen til aukinnar sam- vinnu Caracas og Venezuela. Jenny má klifra San Fransisco, 6. nóv. Reuter. HUNDINUM Jenny í San Fransisco hefur formlega verið veitt heimild til að klifra í trjám f skemmtigörðum borgar- innar. Jenný er tveggja ára gamall hundur og eigandi hennar Jerry Gerbracht kvartaði undan því að fólk f skemmtigörðum hefði amast við því að hún fengi _að leika sér að því að klifra í trjám. „Hundinum þykir bersýni- lega mjög skemmtilegt að klifra,“ sagði lögreglustjóri, borgarinnar í dag. „Ég tel það sé meinlaust gaman," og síðan undirritaði lögreglustjórinn skriflegt leyfi þanda Jenny. AP mynd Elizabeth fær aftur gimsteina frá Burton Jóhannesarborg. 6. nóv. Reuter. RICHARD Burton hefur verið hér í mikilli gimsteinaleit síð- ustu daga og hefur nú loks- ins fundið hring sem hann telur að samboðinn sé eigin- konu sinni, Elizabeth Taylor, í tilefni þess að þau hafa nú gengið í eina sæng á ný eftir að hafa verið skilin i ár. Skartið sem Burton keypti mun vera milljón dollara virði. Hringurinn hefur 25 karata smaragðsskorinn demant og bláhvitan demant sem er 1 6 karata. Hringurinn er forn og hefur verið i eigu fjölskyldu demantssalans Sohwarts i mörg ár. í fyrradag keypti Burton annan hring handa eigin- konu sinni sem alsettur var fjölmörgum örsmáum og hinum dýrustu demöntum. Isabella Peron neit- ar að segja af sér Buenos Aires, 6. nóv. Reuter. MARIA Isabella Peron, forseti Argentlnu, flutti stutt ávarp til þjóðar sinnar af sjúkrabeði, en hún þjáist af gallblöðrukvilla, og lýsti þvf yfir að það væri alls ekki I hennar huga að segja af sér embætti, enda engin ástæða til. Hún sagði að hún myndi gegna forsetaembættinu áfram með stuðningi frá hernum, kirkjunni, stjórnmálaflokkum og verklýðs- hreyfingu landsins, en öll þessi öfl hefðu heitið sér stuðningi. Mikill þrýstingur hefur verið á forsetann að segja af sér, nú síð- ast eftir að upplýst varð um fjár- drátt hennar úr opinberum sjóð- um. Að máli hennar loknu sögðu áreiðanlegar heimildir í Buenos Aires að áfram myndu ýmis öfl reyna að telja frúna á að segja af sér, enda færi óánægja meðal al- mennings vaxandi og ólga væri innan hersins og ýmissa þeirra samtaka og flokka sem forsetinn sagði að hefðu lofað sér stuðningi. Segir I Reuter fréttum að í raun njóti forsetinn aðeins stuðnings hægrisinnaðra Peronista, og í hennar eigin flokki verði raddir æ háværari um að hún láti sem Framhald á bls. 24 Nýr forseti tekur við í Bangladesh BREZKIR TOGARAMENN HEIMTA ÚTFÆRSLU1976 Frá Mike Smartt í Hull. SAMBAND brezkra togara- manna hvetur til þess I yfir- lýsingu að brezka fiskveiðilög- sagan verði færð út I 200 mflur fyrir árslok 1976. I yfirlýsingunni segir að frek- ari dráttur stofni brezkum sjávarútvegi og fiskmarkaðn- um í Bretlandi i alvarlega hættu. Talið er æskilegast að sam- komulag náist um slíka út- færslu í viðræðum við nágrannaríki, þar á meðal aðildarlönd Efnahagsbanda- lagsins, Noreg og fleiri ríki, en tekið fram að landhelgin skuli færð út hvort sem samkomulag næst eða ekki á næstu haf- réttarráðstefnu. Austen Laing, framkvæmda- stjóri brezka togaramannasam- bandsins, segir: „Við getum ekki beðið átekta og sá uggur fer vaxandi í sjávarútveginum að við munum bíða of lengi. Líklegt virðist að fleiri þjóðir færi út landhelgina skömmu eftir hafréttarráð- stefnuna og á undan okkur. Það mun hafa hörmulegar afleið- ingar í för með sér fyrir at- vinnuveg okkar. Við getum ekki farið að dæmi Islendinga og fært út einhliða, en nú er ekki lengur um það að ræða og bíða og sjá hverju fram vindur. Við vitum hvað mun gerast og við ættum að fara að undirbúa okkur eins og Norðmenn. Togarasambandið, BTF, segir að það vilji að brezka stjórnin kalli saman ráðstefnu ríkja sem útfærslan hefur áhrif á strax eftir hafréttarráðstefnuna en telur nauðsynlega forsendu þess vera þá að breyting verði gerð á stefnu Efnahagsbanda- lagsins í sjávarútvegsmálum þannig að brezkir hagsmunir verði tryggðir. BTF segir að bjóða ætti fleiri ríkjum til slíkrar ráðstefnu og að þau ættu að verða aðilar að samkomulagi sem kunni að nást. I Iok yfirlýsingarinnar segir: „Við verðum að marka slfka stefnu og miða hana við ákveðna dagsetningu. Nú þegar sjáum við þess merki að sókn erlendra fiskiskipa hefur færzt að ströndum okkar í uggvæn- legum mæli og þar sem tvö hundruð mílurnar eru það sem koma skal mun þessi þrýst- ingur aukast svo mjög að hann mun valda óbætanlegu tjóni.“ Ekkert bendir enn til þess að hafinn sé undirbúningur undir hugsanleg átök á Islandsmið- um. Enn hafa engar viðræður farið fram milli sjómanna og flotans. Baráttunefnd eins og sú þingaði i sfðasta þroskastríði hefur enn ekki verið mynduð. Þó hafa fulltrúar flestra aðila sem stóðu að henni nýlega haldið óformlegan fund í Hull. Nýju Delhi, 6. nóv. NTB. Reuter. NÝR forseti Bangladesh A.M. Sayem, forseti hæstaréttar lands- ins, sór í dag embættiseið sinn, en f gær lét af starfinu Kondakar Musjtak Ahmed. Indverska fréttastofan skýrði frá þessu I dag og hafði eftir fréttamanni sfnum f Dacca. Sayem sór embættiseið sinn I viðurvist yfirmanna hers landsins, hæstaréttar, erlendra sendimanna og æðstu embættis- manna landsins. Tilkynningin um forsetaskiptin var send út í gærkvöldi. Þar kom og fram að Bangladesh verði á næstunni stýrt af byltingarráði sem I sitja tfu fulitrúar. Ahmed sem lét af störfum for- seta landsins í gær tók við því eftir valdaránið i ágúst, þegar Mujibur Rahman var tekinn af lífi. Staða Ahmeds hefur verið heldur óljós allar götur síðan en eftir að óeirðir og ólga blossuðu upp í landinu nú síðustu daga, meðal annars innan hersins, var ljóst að Ahmed réð ekki við ástandið né hin stríðandi öfl. Þegar ágústbyltingin var gerð var núverandi forseti Sayem í Kal- kútta, en kom til Dacca nokkrum dögum síðar. Búizt er við að tekið verði á málum af verulegri hörku i Bangladesh og útvarpið þar hefur birt harðorðar tilkynningar um refsingar og viðurlög til þeirra sem hafi ólögleg vopn undir hönd- um ef þeim verði ekki skilað hið bráðasta. Páskar verði á sama degi ár hvert Genf, 6. nóv. Reuter. MEIRIHLUTI 271 kirkjudeildar mótmælenda, ortodoxa og gamal- kaþólikka sem eiga aðild að Alkirkjuráðinu samþykkti í dag að æskilegt væri að ákveða fasta dagsetningu páskahátíðarinnar sem yrði hin sama ár hvert. Gerð hefur verið athugun á vegum Alkirkjuráðsins og segir að fáeinar kirkjudeildir aðeins virt- ust hika við að leggja þessu máli lið. Ef þetta verður samþykkt verða páskar hvert ár annan sunnudag í apríl. Fulltrúi ráðsins sagði að kaþólska kirkjan væri því hlynnt að þetta nýja fyrirkomulag yrði tekið upp frá og með árinu 1977, en þá ber páskadag upp á þennan dag. Er nú í athugun að þeirri hvatn- ingu verði beint frá ráðinu eftir fund þess í Kenya seinni hluta nóvember að aðildarkirkjur fall- ist formlega á að fastsetja páska- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.