Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975
Brezku sérfræðingarnir ræða við Hans G. Andersen f utanrfkisráou
neytinu í gær. (Ljósm. Mbl. Sv.Þorm.)
— Viðræður
Framhald af bls. 40
fræðingarnir beittu við saman-
tekt og gerð skýrslu sinnar, þar
sem m.a. er lagt til að dregið verði
verulega úr þroskveiðum hér við
land og talið æskilegast að ekki
verði veiddar nema 230 þúsund
lestir af þorski hér við land á
næsta ári. Brezku vísinda-
mennirnir véfengja þannig ekki
meginéfni skýrslunnar um ástand
þorskstofnsins hér við land.
Guðjón Guðmunds-
son - Minningarorð
Fæddur l(i. maí 1917.
Dáinn 30. september 1975.
„Inn f dauðans hljóðu hallir
hurfu þeir mér einn — og tveir.“
Eftir því sem á ævina líður,
verða þeir æ fleiri og fleiri, sem
hverfa inn í hinar „hljóðu hallir“
hins ókomna, er bfður okkar allra.
Þetta er Iðgmál lífsins, en þó ei'
alltaf eins og maður hrökkvi við,
sérstaklega þegar góður vinur
hverfur skyndilega af sjónarsvið-
inu — og líf hans allt í einu orðið
minningin ein.
Fyrir aðeins fáum dögum kom
dálitill vinahópur saman hér
heima hjá okkur eina kvöldstund,
þar á meðal var Guðjón Guð-
mundsson mágur minn, og Elín
kona hans. Þá var hann hress óg
óvenju glaður, og ekki hefði
neinum dottið i hug þá, að þetta
yrði í síöasta sinn, sem hann væri
nreðal okkar. En þannig varð það.
Guðjón Guðmundsson fæddist
16. mai 1917 að Reykjanesi í
Grfmsnesi. Foreldrar hans voru
hjónin Ingibjörg Ilróbjartsdóttir
og Guðmundur Guðmundsson, er
þar bjuggu þá; bæði Árnesingar
að ætt.
Um það bil, að Guðjón var 7 ára
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur
og nokkru seinna slitu hjónin
samvistum. Tvö yngstu börnin
urðu með móður sinni, en fjórir
elztu drengirnir, og þar á meðal
Guðjón, fóru mcð föður sfnum að
Melum í Melasveit í Borgar-
fjarðarsýslu. Guðmundur hafði
þá fest kaup á þeirri jörð. Ólst
Guðjón þar upp með föður sínum
og stjúpu. Innanvið tvítugsaldur
varð hann fyrir því áfalli aö fá
höfuðmeinsemd. Var hann þá
fluttur til Danmerkur og gekkst
undir aðgerð hjá hinum fræga dr.
Bush — var einhver fyrsti sjúkl-
ingurinn héðan, sém til hans fór.
Aðgerðin tókst vel, en þó gekk
Guðjón aldrei heill til skógar
síðan. Það vita þeir, sem kunnug-
ir voru. En um veikindi sín talaði
Guðjón aldrei. Hann „bar ekki
erfiðleika sína á torg“, eins og
sagt er, Þann 31. ágúst 1940
gekk Guðjón að eiga Elinu Gísla-
dóttur frá Akranesi, sem staðið
hefur síðan við hlið hans sem
styrkasta stoðin i blíðu og stríðu
liðinna ára. Þau eignuðust tvö
myndarleg og vel gefín börn:
Guðmund húsgagnameistara
kvæntan Jóhönnu Sigurðar-
staðið, hefur jafnan ríkt kyrrlátur
friður, og ég er viss um, að það
átti sinn mikla þátt í þvi, hve
lengi Guðjóni entist lif og starfs-
kraftar. Guðjón kunni Iíka vel að
meta heimili sitt og ástvini, og þá
hamingju, sem lífið gaf honum í
gegnum þau.
Eftir að Guðjón settist að hér í
Reykjavik, fékk hann réttindi
sem húsgagnasmiður, og vann
síðan i þeirri iðn hjá ýmsum
meisturum, en lengst hjá Ilerði
Þorgeirssyni, Ilann var framúr-
skarandi vandvirkur og laginn.
Og mér finnst þaö lýsa vel hug
þeirra manna, sem hann vann
hjá, að þó að Guöjón væri oft
vikum saman í veikindafríi, þá
var hann alltaf velkominn aftur,
hvenær sem hann gat.
Já, Guðjón Guömundsson var
líka einstaklega vandaður og
grandvar maður til orðs og æðis;
prúður, góðviljaður og hjálp-
samur. Því gleymum við seint,
sem ótal sinnum nutum greiða-
semi hans og góðvildar.
Ég vil svo að endingu þakka
Gui'.iónf mági minum vináttu, sem
aldrei bar skugga á — og bið
honum blessunar guðs.
Hans „hlýja bros
og hljóða. prúða ró“
mun geymast í minningu vina
hans, þó árin líði.
G. A.
Eldur í
óðali
dóttur, og Þóru Elínu hjúkrunar-
konu, gifta Jóni Bachmann húsa-
smið. Barnabörnin eru orðin þrjú.
Guðjón og Elfn áttu sitt fyrsta
heimili á Akranesi, sfðan nokkur
ár í Skógum undir Eyjafjöllum,
þar sem bróðir hennar var fyrsti
skólastjóri, en síðustu 20 árin
hafa þau átt heima í Reykjavfk.
Ilvar sem heimili þeirra hefur
Inverary, Skotlandi, 6. nóv.
AP.
HERTOGINN af Argyll sagði í
dag að Gainsboroughmálverk
frá 1786, sem virt er á 600 þús-
und sterlíngspund, hefði að lík-
indum eyðilagzt f eldsvoða sem
varð á ættaróðali hertogans í
Inversarykastala í Skotlandi
síðast liðna nótt.
Vitni vantar
að fjórum
ákeyrslum
Rannsóknarlögreglan hefur
beðið Morgunblaðið að auglýsa
eftir vitnum að eftirfarandi
ákeyrslum f Reykjavfk að undan-
förnu, en f öllum tilfellunum
stungu tjónvaldar af vettvangi án
þess að láta vita um atburðinn.
Frá miðvikudagskvöldi 29. októ-
ber til mánudagsmorguns 3. nóv-
ember stóð bifreiðin R6515, sem
er brún Cortina, árgerð 1971, á
móts við Grettisgötu 64. Á þessu
tímabili hefur verið ekið á bif-
reiðina og vinstra frambretti all-
mikið beyglað.
Sunnudaginn 2. nóvember var
ekið á bifreiðina R 26746 sem er
hvít Fiatbifreið 128 þar sem hún
stóð við gamla Sjálfstæðishúsið
við Austurvöll. Gerðist þetta á
timabilinu 21.30 til kl. 01 um nótt-
ina. Vinstra frambretti var dæld-
að.
Mánudaginn 3. nóv. á tímabil-
inu frá klukkan 8 um morguninn
til 12 á hádegi var ekið á bifreið-
ina R 9492, sem er Passat 1974,
græn að lit, þar sem hún stóð i
Þingholtsstræti við Borgarbóka-
safnið. Vinstri afturhurð var
dælduð og hliðin rispuð.
Loks var mánudaginn 3. nóv-
ember, á timabilinu 11.30 til 10,
ekið á bifreiðina R 46465, sem er
Mazda, brúnsanseruð. Bifreiðin
stóð við verzlunina Geysi, Vestur-
götumegin. Vinstri hurð var
dælduð og er talið líklegt að vöru-
bifreið hafi valdið tjóninu.
Ef einhverjir telja sig geta veitt
upplýsingar um ákeyrslur þessar
eru þeir beðnír að snúa sér til
umferðardeildar rannsóknarlög-
reglunnar.
— Sahara
Framhald af bls. 1
an héldu þeir áfram ferðinni, sem
er, heitið til E1 Aaiun, höfuðborg-
ar Spænsku Sahara, 88 km frá
Iandamærunum.
í Madrid sat spænska stjórnin á
löngum fundi um ástandið og
viðurkennt var að sóknin til E1
Aaiun gengi fljótar en búizt hefði
verið við. Spænskt herlið virðist
ekki hafa fengið fyrirmæli eftir
fundinn þrátt fyrir hótun Spán-
verja um að beita hervaldi ef
nauðsynlegt reynist.
Fulltrúi Kurt Waldheims, aðal-
framkvæmdastjóra SÞ, fór til
New York í dag að lokinni ferð til
þeirra landa, sem deila um
Spænsku Sahara, en án þess að
tilkynna að miðað hefði f sam-
komulagsátt.
öryggisráðið var kvatt saman f
kvöld til að ræða ályktun eftir
forseta þess, Rússann Jakob
Malik, en efni hennar var ekki
birt.
— Luanda
Framhald af bls. 1
menn hans hefðu sótt inn f Lobito
og að MPLA hefði hörfað frá
höfninni þar og frá Benguela.
I Lissabon sagði portúgalski
kommúnistaflokkurinn að hvers
konar töf á því að viðurkenna
MPLA sem eina lögmæta fulltrúa
angólsku þjóðarinnar mundi
stofna samskiptum Portúgala við
sovézku valdablökkina i hættu.
I Washington neitaði talsmaður
utanrikisráðuneytisins að láta
hafa nokkuð eftir sér um fréttir
um bandaríska fhlutun f Angola,
en sagði að engin sönnun væri
fyrir því að bandarísk hergögn
væru send þangað frá Zaire.
— Vöru-
markaðurinn
Framhald af bls. 2
maður aðeins einn ásamt
Ebeneser.
I hinni nýju matvörudeild
sem opnar í dag verður sérstök
kjötdeild, þar sem fryst og nýtt
kjöt verður selt f sjálfssölu.
Einnig er gert ráð fyrir
mjólkursölu. — Þess má geta,
að kæli- og frystibúnaður vegna
þessarar viðbótar kostaði 15
milljónir króna.
Sérfræðingur frá norsku
kaupmannasamtökunum var
fenginn til að hanna
innréttingar og niðurröðun
þeirra. Tveir kæliklefar og einn
frystiklefi eru til hliðar við
verslunina. Þar eru geymdir
ávextir og annar viðkvæmur
varningur. Þessir klefar voru
keyptir tilbúnir og tók um 3
klukkustundir að ganga frá
hverjum þeirra.
Mikil aukning hefur orðið í
allri verzlun fyrirtækisins. Á
þessu ári hefur orðið 92%
aukning í sölu matvöru, og hef-
ur verzlunin því vel undan
verðbólgunni.
— Svæðamótið
Framhald af bls. 40
Hcl — Bd7, 16. Hc2 — Hfb8, 17.
Hhcl — Hb7, 18. Rdl — a5, 19.
Hc5 — a4, 20. Dc2 — Hc8, 21. Rel
— c6, 22. dxc6 — Hxc6, 23. Rd3 —
b4, 24. Dc4 — Hcb6, 25. R3f2 —
Bb5, 26. Dc2 — b3, 27. axb3 —
axb3, 28. Hc8+ — Rxc8, 29. Dxc8+
— Bf8, 30. Bxb5 — Hxb5, 31. Hc6
— Dd2 og hvítur gafst upp.
— Isabella
Framhald af bls. 17
allra fyrst af öllum völdum, áður
en gripið verði til byltingar gegn
stjórn hennar.
Forsetinn sagði í ræðu sinni að
landinu væri ógnað af hættuleg-
um öflum innanlands og utan og
rógur og áróður gegn henni væri |
uppi hafður. Sagði hún að ríkis-
stjórnin myndi refsa þeim
grimmilega sem bæru ábyrgð á
hvers konar skemmdarstarfsemi.
Hún sagði að engar lagalegar for-
sendur væru fyrir því að reyna að
svipta hana völdum þótt hún
hefði veikzt um litla hríð, enda I
væri það í andstöðu við vilja
meirihluta þjóðarinnar.
— Evensen
Framhald af bls. 1
við franska ráðamenn og heldur
blaðamannafund. Hann verður í
Bonn 10. og 11. nóvember og
ræðir við Gelhoff, ráðuneytis-
stjóra utanríkisráðuneytisins, og
Zalkin ambassador.
Evensen verður í Briissel 12. og
13. nóvember. Ferð hans lýkur
með viðræðum í utanríkisráðu-
neytinu í Haag 14. nóvember.
— Rockefeller
Framhald af bls. 1
hefði fallizt á hana án þess að
biðja hann að halda áfram
störfum.
Hann forðaðist að ræða hvaða
hlutverki hann mundi gegna í
kosningabaráttunni en viður-
kenndi að ákvörðunin ætti meðal
annars rót sína að rekja til um-
mæla yfirmanns kosningabaráttu
Fords, Howard Calloway, þess
efnis að hann yrði forsetanum til
byrði sem varaforsetaframbjóð-
andi.
Rockefeller viðurkenndi að
hann og Ford hefðu ekki alltaf
verið sammála og sagði að hann
mundi láta í ljós skoðanir sfnar
sem fyrr ef ágreiningur risi í
framtíðinni. Um helzta ágreining-
efni þeirra, fjármál New York-
borgar, sagði hann að gjaldþrot
borgarinnar yrði gífurlegt áfall.
— Borgarstjórn
þakkar
Framhald af bls. 3
Sveinn um eins árs skeið. Hann
hefur átt sæti í útgerðarráði
allar götur síðan og verið for-
maður þess síðan 1963.
Af þessari litlu upptalningu
er ljóst, að Sveinn Benedikts-
son hefur verið i fararbroddi
fyrir stofnun, eflingu og rekstri
Bæjarútgerðar Reykjavíkur frá
upphafi og starfað óslitið á veg-
um borgarinnar að þessum mál-
um í 35 ár. Enginn einn maður
hefur komið þar meir við sögu.
Við, sem höfum með Sveini
starfað, þekkjum elju hans,
áhuga og ósérhlífni, þegar
Bæjarútgerð Reykjavíkur er
annars vegar. Um störf Sveins
Benediktssonar að öðrum út-
gerðarmálum verður ekki fjall-
að hér, en þau eru mikil og hafa
skilað góðum árangri. Ég veit,
að ég mæli fyrir munn allrar
borgarstjórnar, þegar ég nú flyt
Sveini Benediktssyni beztu
þakkir fyrir þessi frábæru
störf. Ég veit, að hugur hans
verður áfram hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur, og ég vona, að við
megum áfram njóta hans góðu
ráða, þótt hann hverfi nú úr
útgerðarráðinu.
— Herranótt
Framhald af bls. 5
þess með eitt af aukahlutverkunum i
Járnhausnum. „Að minnsta kosti
finnst mér hafa verið verulega þrosk-
andi að fá innsýn inn í þetta starf sem
fram fer I leikhúsinu og maður lærir
mikið þvl að vinna með öðrum á þenn-
an hátt."
Aðrir tóku I sama streng. „Já, þetta
er alveg sérstakt llf — að vera leikari,
held ég," sagði t.d. Haraldur. „En ekki
vildi ég þó gera það að ævistarfi, ég
held að mesti glansinn færi af þessu
eftir nokkur skipti. Það þarf örugglega
sérstakar manngerðir til að standa I
þessu árum saman, þvl að þetta er
rosalegt álag og svakalega bindandi "
En það er með þvl hugarfari sem
fram kemur hér á undan, sem aðstand-
endur Herranætur ætla að flytja Járn-
hausinn „Við ætlum fyrst og fremst að
koma fram með hressilega sýningu,"
sögðu þau, „ekki neina glansmynd,
heldur á allt að vera blátt áfram og
skemmtilegt. En við viljum líka nota
tækifærið og koma sérstöku þakklæti
til forsvarsmanna Félagsheimilisins á
Seltjarnarnesi, sem hafa verið einstak-
lega hjálplegir og vakað með okkur um
nætur meðan við vorum við æfingar án
þess að krefjast nokkurrar borgunar.
Þeirra aðstoð hefur verið okkur ómet-
anleg."
— Byggja
Framhald af bls. 3
störf. Teikningum af mjólkursam-
laginu er í höfuðatriðum lokið.
Húsið verður um 3200 ferm. að
stærð, gólffletir alls rúmlega 5000
ferm. og rúmmál um 29000 rúm-
metrar.
Nú í haust er áformað að jafna
lóð og grafa og sprengja það sem
þarf fyrir væntanlegu húsi. Ef
ástand 1 peningamálum yfirleitt
og fjárhagur félagsins leyfir
verða framkvæmdir síðan hafnar
að nýju tímanlega næsta vor. 1
þessu sambandi skiptir miklu
hver fyrirgréiðsla lánastofnana
verður við þessa framkvæmd.
Á því tímabili, sem núverandi
samlagshús hefuj: verið í notkun,
hefur mjólkurmagn margfaldast,
vaxið úr 1,5 millj. kg árió 1937 í
11,2 millj. kg árið 1974.
Alúðar þakkir til ættingja, vina og samstarfsfólks sem
með gjöfum og heimsóknum glöddu mig á sextugsaf-
mæli mínu 2. nóvember.
Sérstaklega þakka ég öllum þeim sem veittu mér
ógleymanlegar gleðistundir i Húsafelli á afmæli minu.
Jón Jónsson,
frá Litla-Hvammi.