Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975 Stefán Thorarensen apótekari — Minning Fæddur 31. júlí 1891 Dáinn 31. október 1975 Stefán Thorarensen apótekari fæddist á Akureyri 31. júlí 1891, sonur hjónanna Odds Carls Thor- arensen apótekara og konu hans Ölmu Clöru Margrétar f. Schiöth. Oddur Carl Thorarensen, faðir Stefáns, fæddist á Akureyri 23. febrúar, 1862, sonur hjónanna Stefáns Thorarensens, sýslu- manns _og bæjarfógeta á Akur- eyri, og konu hans Oliviu Alvildu, fædd í Kaupmannahöfn 26.7. 1867. Stefán sýslumaður var son- ur Odds Carls Thorarensens f. 1797, apótekara á Akureyri 1819—1923, þá í Nesapóteki á Sel- tjarnarnesi árið 1823 og síðán í Reykjavfk 1833—1836. Apótekari í Akureyrarapóteki var hann svo aftur 1840—1857, og var hann stofnandi þess apóteks. Stefán Thorarensen apótekari átti eina systur, Oliviu Alyildu, f. 18.6. 1890, og tvo bræður þá Hin- rik, f. 15.9. 1893, lækni, er lengi bjó á Siglufirði, en er nú búsettur í Reykjavík, og Odd Carl, f. 24.11. 1894, apótekara á Akureyri, er lézt 10.5. 1964. Stefán Thorarensen apótekari kvæntist 19. marz 1923 eftirlif- andi konu sinna Ragnheiði Haf- stein, f. 4.1. 1903, dóttur Hannes- ar Hafstein ráðherra og eignuðust þau 6 börn, sem öll eru á lífi: Ragnheiður, f. 21.4. 1924, Oddur Carl, f. 25.4 1925, apótekara í Laugavegs apóteki, kvæntur Unni f. Long, Alma,f. 30.11. 1926, gift Bjarna Bjarnasyni endur- skoðanda, Svala f. 20.5 1931 gift Reyni Sigurðssyni kaupmanni, Katrin Erla, f. 23.3. 1942, gift Hilmari Helgasyni verzlunar- manni og Elín Hrefna, f. 17.2. 1944, gift Hauki Clausen tann- lækni. Alls eru niðjar þeirra Stef- áns og Ragnheiðar nú 24 talsins. Stefán lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1910, prófi úr 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík 1912, lagði síðan stund á lyfjafræði í Akureyrar apóteki og Christianshavns apóteki árin 1912—1916, er hann lauk aðstoð- arlyfjafræðingsprófi. Chand pharm. prófi Iauk hann frá Dan- marks Farmaeeutiske Höjskole i mai 1918. Að námi loknu hóf hann starf í Reykjavíkur apóteki, sem þá var eina apótekið í Reykjavík, og var honum einkar minnisstæður sá tími, er hann vann þar en þá gekk hér yfir spánska veikin svokall- aða, er margan lagði í gröfina. Hinar miklu annir, sem af hlutust i apótekinu, opnuðu augu heil- brigðisyfirvaldanna fyrir nauð- syn þess, að opnað yrði annað apótek og var Stefáni veitt apó- teksleyfi 12. febrúar, 1919, og þann 6. september sama ár hóf hann rekstur Laugavegs apóteks, sem hann rak til 1. september 1963, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá tók Oddur Carl einkasonur hans við rekstrinum. Jafnhliða stofnun Laugavegs ðpóteks, hóf Stefán rekstur Efna- gerðar Reykjavíkur, sem hann breytti í hlutafélag 1926. Efna- gerð Reykjavíkur rak Stefán um t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJARNI G. FRIÐRIKSSON, frá Suðureyri, Súgandafirði, til heimilis að Jökulgrunni 1, lést að heimili sinu 5 nóvember Sigurborg S. Jónsdóttir og börn. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, KRISTÓFER INGIMUNDARSON, Grafarbakka, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 8. nóv. kl. 2 Bílferð verður frá BSÍ kl. 1 1.30 Kristln Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Eiginmaður minn, GUÐBRANDUR GÍSLASON, frá Kambsnesi, Skúlagötu 58, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 8 nóv. kl. 10.30 Blóm vinsamlegast afþökkuð Fyrir hönd aðstandenda Friðbjörg Eyjólfsdóttir. Útför SIGRÍÐAR ODDSDÓTTUR, Hvassaleiti 153, sem lézt 30 október fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 8 nóvember kl 10 30 Páll Sigurgeirsson, Sverrir Pálsson, Ellen Pálsson, Gylfi Pálsson, Steinunn Theodórsdóttir, Helga Ingibjörg Helgadóttir, Jórunn Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma JÓNA KRISTINSDÓTTIR, fyrrv. Ijósmóðir, verður jarðsungin laugardaginn 8 nóv kl 2 e h i Vestmanraeyjum. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, Viggó Einarsson, Landakirkju, Helga Hjálmarsdóttir, Anna Hjálmarsdóttir, Asa Hjálmarsdóttir, Frlða Hjálmársdóttir, Hllf Erlenðsdóttir, Árni Friðjónsson, Kristleifur Einarsson, Haukur Ingimarsson, Birgir Indriðason, barnabörn og barnabarnabarn. áratuga skeið með myndarbrag bæði sem framleiðslu- og inn- flutningsfyrirtæki og voru vörur þess þekktar um allt land. Seinna tók Öddur Carl sonur hans við rekstri Efnagerðarinnar. Þegar Stefán hóf rekstur Laugavegs apóteks var sá háttur á hafður, að hvert apótek fyrir sig varð að útvega lyf og hjúkrunar- gögn frá dönskum heildsölum. Augu Stefáns opnuðúst þá þegar fyrir hagkvæmni stærri vöru- kaupa og nauðsyn þess jafnframt að flytja heildsöluna, hvað þessar vörur snertir, inn í landið. Hann hóf því fljótlega innflutning lyfja og hjúkrunargagna til sölu f smærri apóteka og héraðslækna, sem óhægara áttu með beinan inn- flutnihg. Um skeið rak hann þennan þátt starfsemi sinnar inn- an ramma Efnagerðar Reykjavík- ur en 8. apríl 1944 stofnaði hann fyrirtækið Stefán Thorarensen h.f., sem síðan hefur verið einn aðalinnflytjandi og heildsali lyfja hér á landi og brautryðjandi á því sviði. Þessu fyrirtæki stjórnaði Stefán með röggsemi og helgaði því starfsorku sína síðustu árin. Þar starfa nú yfir 20 manns. Auk þessara fyrirtækja rak Stefán fjölmörg önnur fyrirtæki, t.d. Oculus h.f., vefnaðar- og snyrtivöruverzlun, Týli h.f. gler- augna- og ljósmyndavöruverzlun og má geta þess, að um tíma voru starfsmenn hans um 100 talsins. Arið 1933 keypti Stefán jörðina Saltvík á Kjalarnesi, sem þá var illa hýst og í mikilli niðurníðslu. Hann hafði mikið yndi af að dvelja í Saltvík og varði miklum tíma til að hlúa að vexti búsins. En eins og flest, sem Stefán lagði hönd á, efldist búreksturinn svo að um tíma voru þar um 60 mjólk- andi kýr f fjósi og ræktað tún var þá orðið 70 hektarar. Þeim, sem komið hafa inn á einkaskrifstofu Stefáns, blandast vart hugur um, hve háan sess Saltvík skipaði í hans huga, því þar voru veggir þaktir myndum frá Saltvík, er sýndu glöggt að þar hefur Stefán átt margar ánægjustundir og þangað hvarflaði hugur hans gjarnan. Nú þætti ýmsum ef til vill nóg komið af umsvifum Stefáns en þó er eftir að geta starfa hans að félagsmálum. Stefán Thorarensen var einn af stofnendum Apótekarafélags Is- lands og var fyrsti heiðursfélagi þess. Formaður Apótekarafélags- ins var hann í aldarfjórðung og er ógerningur i stuttri minningar- grein að fjalla um öll þau störf, sem hann innti af hendi fyrir félag sitt. Þá hafði hann umtalsverð af- skipti af málefnum iðnaðarins f landinu, sem segja má að hafi hafizt með fundi með ýmsum iðn- rekendum, er hann boðaði til að Hótel Borg árið 1933, en upp úr þvi var Félag íslenskra iðnrek- enda stofnað. Af þessu má sjá að Stefán Thor- arensen var kappsfullur athafna- maður og bar snemma á þessum eiginleikum hans. í æsku þótti hann t.d. góður sundmaður og vann til verðlauna á því sviði. Fleiri íþróttir stundaði hann einnig og þótti þar liðtækur. Á þeim tveim áratugum, sem við höfum unnið hjá Stefáni Thorarensen h.f. höfum við kynnzt Stefáni sem einstaklega hófsömum og traustum manni, sem stjórnaði fyrirtækinu þannig, að starfsmenn hans urðu þess varla varir. Þó fylgdist hann úr fjarlægð með öllu er gerðist, en Framhald á bls. 31 Jón Gunnsteins- son — Minningarorð Árið 1917 hinn 6. apríl fæddist hjónunum i Skildinganesi við Skerjafjörð sonur, sá hlaut f skírninni nafnið Jón, sem var nafn móðurafans, Jóns útvegs- bónda f Vík við Akranes. Drengur þessi var bæði hraustur og frfskur og bundu foreldrarnir við hann miklar vonir er hann yxi á legg og mætti taka þátt í leik og starfi og vaxandi þróun byggðar- lagsins. Foreldrar Jóns voru Sólveig Jónsdóttir frá Vfk við Akranes og Gunnsteinn Einarsson frá Kerlingardal i Skaftafellssýslu. Hann var að miklu leyti alinn upp í Skildinganesi. Ætt Gunnsteins er dreifð um Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjar, og einnig til Austfjarða og þaðan út til Fær- eyja, svo sem sýnir saga Sigur- farans, hins aldna skips Gunn- steins, sem nú stendur á þurru landi á Akranesi. En að minnsta kosti þrfr af hinum færeysku frændum hans höfðu verið skip- stjórar á Sigurfara. Einar Gunnsteinsson faðir Gunnsteins bjó lengi á Seyðisfirði og andaðist þar í hárri elli. Ætt Sólveigar hefur að mestu búið við norðanverðan Faxaflóa og Borgarfjörð eða á svæðinu frá Engey norður að Bólstaðarhlíð. Sólveig var seinni kona Gunn- steins, en hann átti 3 börn frá fyrra hjónabandi er Sólveig gekk f móðurstað, en þau eignuðust 7 börn svo hópurinn var alls 10 og myndi þykja erfitt að framfleyta slikum hóp nú til dags. Árið 1919 seldu þau Gunnsteinn og Sólveig Skildinganes én keyptu í staðinn Nes við Seltjörn, þann hlut jarðarinnar er nefnist Nes II. Gunnsteinn hætti þá sjómennsku en hann hafði verið skipstjóri f mörg ár, og þar á meðal á Sigur- fara. Nú sneri hann sér að búskap, auk þess sem á hann hlóðust opinber störf svo sem hreppsstjórn í Seltjarnarnes- hreppi og fleira. Við þessi skilyrði ólst Jón upp og er hann fór að geta hjálpað til við störf, einkum hafði hann gaman af sauðfé og hestum, svo voru stundaðar hrognkelsaveiðar á vorin, og tók hann snemma þátt í þeim, enda laginn við að fella net og búa til veiða. Um 15—16 ára aldur fór Jón að stunda sjó á mótorbátum hér í buktinni en síðan gerðist hann bifreiðastjóri á vörubíl. Fram til þessa hafði lífið brosað við Jóni, hann var hraust- ur og fríður og hrókur alls fagnaðar, mikill unnandi tónlist- ar, en því miður einnig flöskunnar svo sem títt er, og mörgum hefur orðið að meini, ekki sfst þegar bifreiðin er annars vegar. Því var það eitt vetrar- kvöld að Jón fór með ungum manni að skemmta sér; þeir fóru upp á bæi eins og kallað var hér áður á Suðurnesjum. Til er gömul saga sem tekur svo til orða. „Svo var það kvöld eitt að hvorki kom heim smalamaðurinn né féð“, og svo var það að hvorki kom heim bifreiðin né þeir félagar, úti var íslensk vetrarnótt, frostið 10—14 stig, og það sýnir enga miskunn og gefur engum grið. Og flaskan hún lék sitt hlutverk, hlutverk flugumannsins að deyfa dóm- greindina og draga loku frá hurðum, þess vegna leitaði enginn, og þess vegna laumaðist félaginn f burt, sem annars hefði getað bjargað, og frostið fékk hindrunarlaust að vinna sitt voða- verk. Morguninn eftir var ung kona á leið upp i skíðaskála; þegar hún kom i beygjuna við Rauðavatn tók hún eftir braki fyrir utan veginn. Það var það sem einu sinni hafði verið bifreið þeirra félaga, og innan um þetta brak lá það sem eftir var af Jóni Gunnsteinssyni eins og frostið og bifreiðin höfðu leikið hann. Jón var fluttur á spítala, en það þarf að nota sérstaka aðferð við að þýða frosna limi á manni sem legið hefur meðvitundarlaus úti f frosti. Enda munu menn hafa álit- ið Jón andvana og því þýðingar- laust að fást við hann, þó annað kæmi f ljós síðar. Hann var alla æfi síðan blindur á öðru auga og skakkur f andliti enda mikið skaddaður á höfði, og taugar öðrum megin í andlitinu mátt- lausar eftir kalið, frostnóttin hafði merkt sér hann ævilangt. Það er voðalegt fyrir tvítugan mann að verða fyrir slíku áfalli og verða að bera lýti og jafnvel voða- legast fyrir þann sem hafði mest að missa. Menn hljóta að skilja sálarástand slíkra manna og reyna að setja sig í þeirra spor. Þegar Jón var kominn til heilsu aftur svo sem verða mátti eftir þessar ófarir, fór hann til sjós á togara, og var við það á þriðja áratug. Hann sigldi átogurum allt stríðið, og komst stundum í hann krappan, enda stóð hann verr að vfgi en þeir sem höfðu sjón á báðum augum að varast hættuna. Eitt sinn steig hann í lykkju, stíg- vélið fór í hafið, en hann hékk eftir fótbrotinn á stagi er hann hafði komið höndum á, svo tæpt stóð í það sinn. Annað sinn er hann var á Þorfinni sprakk tundurdufl í vörpunrii utan á síðu togarans, síða togarans lagðist inn á stórum bletti, ekki urðu slys á mönnum og skipið flaut. Jón átti heima f Nesi meðan Sólveig móðir hans lifði, enda mun umhyggja hennar fyrir honum svo til einsdæmi þó hún vildi sjá vel fyrir öllum sínum börnum, þá var það fyrst og fremst Jón sem hún hafði áhyggjur af, og hugsaði um öllum stundum eins og smábarn væri. Hún hugsaði vfst sem Sigurfljóð forðum; „Það gildir mest hjá guðum enn að græða saman brotna menn.“ Tvö árin áður en Jón slasaðist höfðu verið mikil raunaár hjá fjölskyldunni í Nesi. Árið 1935 andaðist Erlendur hálf- bróðir Jóns eftir langa sjúkdóms- legu á Vífilsstöðum 25 ára. Guðmundur bróðir Jóns fórst af slysförum haustið 1936. Hann var að koma með fé úr Hafravatnsrétt og var kominn fram á Kapla- skjólsveg er hann vék hesti sfnum fyrr kind, en er fór upp á veginn aftur féll hesturinn aftur yfir sig og ofan i skurðinn og varð Guðmundur undir honum og klemmdist til bana, hann var aðeins 14 ára gamall. Gunnsteinn tók sonamissinn mjög nærri sér, hann varð bráðkvaddur árið 1937. Þá sýndi Sólveig hvað f henni bjó er henni tókst að halda saman heimilinu og snúa vörn í sókn. Við hin erfiðu skilyrði krepp- unnar, er þá geisaði f algleym- ingi á árunum 1935—1938. Enda var hún einstök kona að ráðdeild og dugnaði. Árið 1963 hætti Jón sjómennsku og fór að vinna í landi lengst af hjá Sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands þar sem hann kom sér vel, enda voru menn þar honum góðir og reyndust vel. I apríl 1966 giftist Jón Rögnu Erlendsdóttur en það varð ekki langvinnt. þau skildu eftir fá ár. Þó búskapur Jóns yrði ekki langær þá mun hann þó hafa veitt honum nokkra lífsfyllingu, hin fyrstu árin, og ég man ekki eftir honum ánægðari en fyrsta árið í búskapnum. En það hefur fleirum orðið en honum að ætla sér alla viðhlæjendur vini og fengið að súpa seyðið af því síðar. Eftir að hann skildi við Rögnu bjó hann lengst í Aðal- stræti 8. Og þar andaðist hann 31. 10. 1975. Að einhverju leyti af afleiðingum byltu er hann hlaut í stiga nokkrum dögum áður. Ég þakka Jóni samveruna og vænti þess að við hittumst heilir. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.