Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975 33 fclk í fréttum + Bráðum koma blessuð Jólin og þúsundir af Ijósaperum eru þegar farnar að setja jólasvip á verziunarhverfi borgarinnar Essen f V-þýzkalandi. Skreyt- ingarnar eru skemmtilegar og lffga upp á skammdegið, en einhvern veginn eru þær ekk- ert sérlega jólalegar, eða kannski erum við bara ekki komin f neitt jólaskap. + Kokhraustir karlmenn halda þvf gjarnan fram að konur séu verri ökumenn en karlar. Katharine Focke heil- brigðismálaráðherra f V- Þýzkalandi sést á með- fylgjandi mynd setja af stað keppni á milli kvenna og meiningin með keppninni var að sýna að konur eru sko alls ekkert verri bflstjórar en karl- arnir. Þær geta lfka verið ánægðar konurnar í V- Þýzkalandi þvf mun færri kon- ur falla á bflprófi en karlar og samkvæmt skýrslum valda kvenbílstjórar sjaldnar slysum en karlarnir. ^fGNlOND 336-*--»' + Jan Formann heitir 19 ára gamall danskur rúðufægjari. Hann komst fyrir nokkru sfðan f heimsmetabók Guinness fyrir heimsmet sitt f að blása reyk- hringi. Eftir að hafa sogað að sér einn einasta reyk úr vindlingi tókst honum aC blása frá sér 203 hringjum. Fyrra metið hijóðaði upp á 148 hringi. — Ég var 10 ára þegar ég lærði að búa til hringi sagði Formann. Hann heldur sér f góðri æfingu f þessari „íþrótt“ sinni, því hann reykir á milli 40 og 60 vindlinga á hverjum degi. + Honum Gilbert O’SulIivan fannst gamli Jaguarinn sinn orðinn helzt til gamall í sumar, enda ekki nema von þvf bfllinn er af 1956 árgerðinni. Söngvar- inn vinsæli fór að svipast um eftir nýju farartæki og að lok- um varð Mercedes sportgerð fyrir valinu. Til að undirrita sölusamninginn bauð umboðs- maður Benzbflanna Gilberti heim til sín að borða. Söngvar- inn hitti þá f fyrsta skipti dótt- ur húsráðanda, hana Gynt, sem er 22ja ára. Sfðan hefur stúlkan verið samferða Gilbert O’Sullivan f nýja bflnum hans og hjónaband þeirra þykir ekki fjarlægt. + Cliff Richard mun halda f hljómleikaferð til Rússlands f byrjun næsta árs. Hann hefur fengið sérstaka undanþágu frá fyrirvöldum þar f landi og fær að syngja nokkra af sfnum vin- sælu „gospel-söngvum". + Sænska leikkonan Britt Ek- land drap niður fæti f Svfþjóð fyrir nokkru sfðan, en slfkt telst til undantekninga nú f seinni tfð. Þann stutta tfma sem hún dvaldi á fósturjörð- inni notaði hún til að kaupa sér nýjan pels, drakk te með móður sinni og sagði fjórum sænskum blaðamönnum að henni fyndist Svfþjóð orðin of kuldalegt land og þar væri eingöngu hugsað um peninga og meiri peninga. Svo var hún farin. + Barbara Streisand hefur ný- lega ákveðið að leika f nýrri kvikmynd, sem á að fjalla um söngvarahjón. Hún er á upp- leið, hann á niðurleið. Mótieik- ari hennar verður Kris Krist- offersson. + Sagt er að Richard Noxon fyrrum forseta Bandarfkjanna hyggist að ári liðnu verða á nýjan leik virkur f hinu opinbera Iffi. Hann mun hafa hug á að verða sjónvarpsfréttamaður og feta þannig f fótspor Ronaids Reagans fyrrverandi rfkis- stjóra f Kalifornfu. Meðfylgj- andi mynd sýnir að Nixon er ekki með öllu óvanur þvf að tala opinberlega ,.. Allir skórnir eru úr mjúku leðri, leðurfóðraðir og meðsterkum sólum og hælum. Stæðrir 37—41. Teg 1. Svart, dökkbrúnt Verð 5.995.— Teg. 2. Svart, rauðbrúnt Verð 5.790.— Teg. 3. Svart, rauðbrúnt Verð 5.790.— Teg. 4. Millibrúnt með rauðbrúnu Verð 5.890 — Teg. 5. Svart, rauðbrúnt Verð 5.890 — Teg. 6. Svart, dökkbrúnt Verð 5.890,—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.